Tíminn - 17.09.1961, Síða 1

Tíminn - 17.09.1961, Síða 1
Leyndarclómar erfðafræðirmar, bls. 9. Áskriffarsími Tímans er Sunnuadgur 17. september 1961, Helga frá Hornafirði hvolfdi í hvirfilbyl og sjóróti - 7 saknað Tveimur bjargað um borð í skozkt skip BJARNI RUNÓLFSSON ÓLAFUR RUNÓLFSSON BJÖRN JÓHANNSSON Það hörmulega slys vildi til á hádegi í fyrradag á Færeyjagrunni, að vélskipinu Helga frá Horna- firði hvolfdi skyndilega með níu manna áhöfn innanborðs. Sjö skipverja er saknað og benda allar líkur til, að þeir hafi farizt. Tveimur mann- anna var bjargað um borð í skozkan línuveiðara, sem sigldi með þá til Færeyja. Talið er, að skipið hafi fengið á sig snarpan hvirfilbyl og brotsjó. Þrír þeirra, sem saknað er af Helga Forsetinn á slóð-, * / um Islendinga frestað Afhjúpun styttunnar af Ing ólfi Arnarsyni, sem er gjöf ís- lenzku þjóðarinnar til Norð- manna, hefur verið frestað til klukkan 2 á mánudaginn. Athöfn þessi átti sem kunnugt er að fara fram f Rivedal í dag, en hefur nú verið frestað, sem fyrr segir. 'Ástæðan er sú, að Hekla, sem flytur íslenzku gestina utan, hreppti hið versta veður í hafi, og hefur skipinu seinkað af þeim sök- : um. Um sexleytið á föstudag varj skipið statt hér um bil miðja vegu j milli fslands og Færeyja, og var þá veðurhæð mikil og þungurj sjór. Um kvöldið var veður nokkru skárra, en veðurhæð þó enn mikil þeirra, enda enn til á þessum j Winnipeg, fréftaskeyti. — Forsetinn dvelst nú í þeim byggðarlögum Kanada, þar sem menn af íslenzkum ættum eru fjölmennastir.— í Winni- peg og á Nýja-íslandi. Hefur hann setið boð, þar sem margt var af fólki af íslenzku kyni, og hefur sumt komið langa vegu vegna þessa atburðar. í þessum boðum hefur forsetinn j ávarpað veizlugesti á tungu feðra slóðum talsvert af fólki, sem skil- ur íslenzku vel. Hefur hann þá jöfnum höndum minnzt atvika úr sögu heimalandsins og viðburða í lífi Vestur-íslendinga. í gærkvöldi sat forsetinn veizlu Þjóðræknísfélags Vestur-íslend- inga, og í dag mun hann halda að Gimli, þar sem hann mun koma fram á útisamkomu í almennings- garðinum og heimsækja elliheim- ilið Betel. Síðari hluta dags fer hann aftur til Winnipeg, vqrður þar við íslenzka messu, situr fund hjá Þjóðræknisfélaginu og ávarp- ar Vestur-íslendinga í útvarp. í gærmorgun tilkynnti skozki togarinn Verbena, loftskeytastöð- inni í Færeyjum, að hann væri á leið til Færeyja með tvo skipbrots menn af vélskipinu Helga og að þeir hefðu fundið þá um morgun iný. Hefði skipig þá verið statt á 60 gráðum og 45 mínútum norð- lægrar breiddar og 9 gráðum vest lægrar lengdarl Af fréttinni mátti ráða, að skip- ið hefði farizt á hádegi í fyrradag og hefðu þeir tveir, er björguð- ust, verið einu mennirnir, sem voru uppi við, þegar ólagið skall á. Talsambandslaust var við Fær- eyjar í gær vegna slæmra hlust- unarskilyrða og var því ekki hægt að fá nánari fregnir af atburði þessum, en skozki línuveiðarinn mun nú vera kominn í höfn. Þeir, sem af komust eru Helgi Símonar son, matsveinn og Gunnar Ásgeirs son háseti, báðir frá Höfn í Horna firði. Þeir, sem saknað er, eru þessir: Bjarni Runólfsson, skipstjórinn á Helga. Bjarni er kvæntur Rögnu Guðmundsdóttur. Þau eiga fjögur börn, hið elzta fjögurra ára. — Heimili þeirra er í Reykjavik. Bjarni er fertugur að aldri, fædd ur 11. maí 1921. Hann var elzti maður um borðl. Ólafur Runólfsson, stýrimaður, bróðir Bjarna. Ólafur er kvæntur Ingibjörgu Sigurjónsdóttur. Þau eiga fjögur börn og eru búsett í Höfn í Hornafirði. Ólafur er 28 ára að aldri. Olgeir Eyjólfsson. Hann er 32 ára að aldri, kvæntur Steinunni Runólfsdóttur, systur þeirra Bjarna og Ólafs. Þau eiga þrjú böm og eru búsett í Höfn. Trausti Valdemarsson. Hann er 22 ára gamall, ^ bróðursonur þeirra Bjarna og Ólafs. Hann er ókvasntur. Einar Pálsson, 1. vélstjóri. Hann er 28 ára að aldri, ókvæntur og býr í Höfn. Bragi Gunnarsson. Hann er 19 ára, búsettur í Höfn. Bjöm Jóhanhsson, stýrimaður er 25 ára gamall, ókvæntur og á heima á Brunnum í Suðursveit. Þetta eru allt ungir menn og efnilegir. Sérstaklega er slysið á- takanlegt, þar sem fjórir þeirra, (Framhald á 2. síðu.) Bretar sigruðu 1:0 Öðrum landsleik Islendinga og Breta í knatt- spyrnu lauk þannig, aft Bretar báru sigur af hólmi 1 : 0. Fyrri landsleikinn, sem leikinn var 1956, unnu Bretar meS 3 : 2. Frystir fálkar í vörzlu Iðgreglunnar í Eyjum Blaðið hefur fregnað, að nokkrir frystir fálkar séu nú í vörzlu lögreglunnar í Vest- mannaeyjum, og að verið sé að rannsaka, hvort fleiri sjald- gæfir fuglar hafi verið settir í geymslu í frystihús þar. Nokkrir menn í Vestmannaeyj- um hafa verið að skjóta þar sjald- gæfa fugla, að öllum líkindrum með leyfi viðkomandi yfirvalda, í þeim tilgangi að selja þá á söfn erlendis. Fálkar sjást öðru hvoru í Vest- mannaeyjum, en ekki er vitað, hvort þeir, sem nú eru í vörzlu lögreglunnar, hafa verið skotnir þar eða hvort fyrri handhafar þeirra hafa fengið þá í skiptum fyrir aðra fugla. Krafa frá yfirvöldunum hér í Reykajvík, um að fálkunum yrði skilað, mun hafa borizt til Vest- mannaeyja, en líkur bénda til, að þar séu ekki öll kurl komin til grafar. Blaðinu tókst ekki í gær að ná sambandi við dr. Finn Guðmunds- son, fuglafræðing, til að fá um sögn hans um þetta kynlega mál.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.