Tíminn - 17.09.1961, Side 3
IN N> sunnudaginn 17. september 1961.
V,
Barizt af mikilli heift í Katanga
NTB—Elísabethville og Lond-
on, 16. sept. — Herstjórn Sam
einuSu þjóðanna í Kongó hef-
ur nú lýst yfir hernaðarástandi
í öllu Katangahéraði, og hefur
enginn leyfi til að ferðast um
götur Elísabethville eða ann-
arra borga, þar sem ófriður
geisar. Sameinuðu þjóðirnar
eru í óðaönn að flytja herlið,
búið þungavopnum til Kat-
anga til þess að ná á ný tök-
um á rás viðburðanna.
Frégnir þær, sem í gær voru
eftir útvarpsstöð, sem kallaði sig
Frjálsa Katanga, um að 150 írskir
Gromyko
farinn vestur
NTB—Moskva, 16. sept. —
Andrei Gromyko, utanrikisráð-
herra Sovétríkjanna fór í dag flug
leiðis til New York. Hann verður
formaður sovézku sendinefndar-
innar á allsherjarþingi Sameinuðu
þjóðanna, að því er Tassfréttastof-
an hermir.
hermenn í Jadotville hefðu verið
bornir ofurliði og handteknir af
Katangaher, eftir að um 50 voru
fallnir. munu vera rangar. —
Hið rétta mun vera, að
þessar hersveitir eru nú algerlega
einangraðar í Jadotville, en þó
ekki á valdi óvinanna. Mikið mann
fall varð í liði íranna í gær, er
innfæddar hersveitir undir stjórn
liðsforingja af evrópskum æsttum
gerðu sitt ítrasta til að yfirbuga
þá. í dag voru indvérskar her-
sveitir á leið frá Elisabethville til
Jadotville, sem er 18 mílna leið,
til þess að losa írana, sem eftir
lifa, úr herkvínni. Voru taldar lík-
ur á, að það myndi takast í kvöld.
Forsætisráðherra íra lýsti yf-
ir því í morgun, að írska þjóðin
væri liarmi lostin vegna atburð-
anna í Jadotville. írsku hersveit-
irnar hefðu aðeins verið sendar
til Kongó á vegum S. þ. ttt þess
að hjálpa til að koma á friði og
rcglu í landinu, ekki til þess að
berajst upp á líf og dauða. Sagði
hann, að utanríkisráðherra ír-
lands færi nú þegar í stað til
Kongó til þess að krefjast skýr-
inga á atburðunum.
Hvað viil Hammarskjöld
Eftir að S. þ. hafa lýst yfir
S. þ. lýsa yfir hernaðarástandi.
Þjóðarsorg í írlandi.
Fellibylur
Adenauer um allar J ap
sýnt bana ““W
tilræði
í gær var gerð tilraun til
þess að ráða Adenauer, kanzl-
ara V-Þýzkalands, af dögum.
Var honum sendur böggull,
sem hafði að geyma sprengju,
og var böggullinn póstlagður
í Miinchen. — Kanzlarann
sakaði ekki, og ekki varð slys
á mönnum vegna þessa bana-
tilræðis, þar eð sú regla er
höfð, að allur póstur til Ad-
enauers er rannsakaður í ör-
yggisskyni, áður en hann berst
í hendur kanzlarans.
Fellibylurinn Nancy herj-
aði í gær á suðurhluta Japans-
eyja og olli gífurlegu tjóni.
Hann var á norðurleið, og var
búizt við, að hann myndi geisa
um allan eyjaklasann.
I gær náði hann borgunum Os-
aka og Nagoya og olli miklu mann-
tjóni og eigna. Hann hafði um
miðjan dag orðið um 50 manns að
bana, en margra var saknað. |
Hundruð þúsunda manna ■ flýðu
heimili sín í borgunum. Talið var,
að 3000 íbúðarhús hefðu gereyði-
lagzt, en 37 þúsund skemmzt veru-
lega. Veðurfræð'ingar töldu, að
heldur færi nú að draga úr ofsan-
um, en þó var talið víst, að bylur-,
inn myndi valda erfiðleikum eða
tjóni í höfuðborginni Tókíó og
annars staðar á Honshu, sem er(
hin stærsta af Japanseyjum.
hernaðarástandi í Katanga og
bannað öllum að vera á ferli úti
við, er ljóst, að hersveitir S. þ.
þykjast þurfa að taka á því, sem
þær eiga til og berjast vægðar-
laust til þess að ná tökum á á-
standinu i landinu. Brezka út-
varpið hafði það í dag eftir all-
áreiðanlegum heimildum, að
Hammarskjöld aðalframkvæmda-
stjóri vildi nú flest til vinna að
koma á vopnahléi í Katanga, en
hins vegar vildi yfirherstjórn S. þ.
í Kongó og Katanga ekki hætta
við hálfnað verk heldur ná settu
marki.
Andsfaða Breta og Frakka
Brezka stjórnin hefur sem kunn
ugt er, látið í ljós andstöðu sína
við aðgerðir S. þ. í Kongó, og rík-
isstjórn Frakka hefur látið í ljós
efa um, að hægt sé að kalla að-
gerðirnar löglegar. Framkvæmda-
nefnd Sameinuðu þjóðanna fyrir-
skipaði aðgerðirnar í Katanga, þar
sem þær væru nauðsynlegar til
þess að koma í veg fyrir borgara-
styrjöld í landinu, en öryggisráð
S. þ. ályktaði í febrúar, að S. þ.
skyldi heimilt að beita vopnavaldi
í Kongó ef nauðsyn krefði til þess
að hindra borgarastyrjöld.
* Qttazt va^, að til átaka kæmi
milli. hersveita Katangastjórnar og
stjórnarinnar í Leopoldville, og
tóku þá S. þ. í taumana til þess
að hindra slíkt og rjúfa aðskilnað
Katanga og annarra landshluta
Kongó.
„Heigulsleg árás"
Forsætisráðherra Rhódesíusam-
bandsinsbandsins, Roy Welenski,
kunngerði í morgun yfirlýsingu
frá Tshombe, þar sem hann segir
lið sitt munu berjast til síðasta
manns. Welenski fordæmdi að-
gerðir S. þ. og kallaði þær „heig-
ulslega árás“, að sögn brezka út-
varpsins. Tshombe hefur leitað til
hans um hjálp til að útvega her-
sveitum sínum matvæil og lækn-
ingavörur, og hét Welenski því
bezta, er ríki sitt gæti látið Kat-
angamönnum í té.
Herstjórn Sameinuðu þjóð-
anna hefur lýst yfir því, að hún
muni fara drengilega með hvern
fanga úr liði Katangastjómar.
Áðúr hafði Tshombe heitið því,
að fyrir hvern Katangahermann,
sem S.þ. létu taka af lífi eða
felldu, skyldu drepnir 10 fangar
úr liði S. þ. Skýrt var frá því í
Leopoldville i dag, af hálfu Sam-
einuðu þjóðanna, að liðsflutn-
ingar og hergagna til Katanga-
flugvalla gcngju erfiðlega vegna
þotuárása Katangahers. Hafa
sumar flutningaflugvélanna
neyðzt til að snúa aftur, af þess-
um sökum.
Zorlu og
Polatkan
líflátnir
Vísuðu Hammar-
skjöld frá
NTB—Brazzaville, 16. sept. — Varaforseti Kongólýðveldis-
ins, er áður var franska Kongó, hefur tilkynnt Dag Hammar-
skjöld, sem staddur er í Leopoldville, að hann fái ekki að fara
með flugvél frá Brazzaville til New York, eins og framkvæmda-
stjórinn hafði ætlað sér. Ástæðuna segir varaforsetinn vera,
að svo mikil reiði ríki í Brazzavillc vegna aðgerða Sameinuðu
þjóanna í Katanga, að stjórnin þar geti ekki ábyrgzt öryggi
Hammarskjölds þar. Hann sagði, að Fulbert Yulou, forseti
Kongólýðveldisins, væri einkavinur Tshombe, og aðgerðir S. Þ.
hefðu Ieitt af sér róstur, borgarastríð og eyðileggingu í Katanga.
NTB — ISTANBUL, 16. sept. —
Fatin Zorlu, fyrrum utanríkis
ráðhcrra, og Hassan Polatkan,
fyrrum fjármálaráðherra í Tyrk-
landi, voru í morgun teknir af
lífl með hengingu. Samtiims átti
cinnig að taka Menderes, fyrr-
um forsætisráðherra, af lífi, en
aftaka hans bíður þess, að hann
hressist eftir að hafa tekið inn
of stóran skammt af svefnpill-
um í fyrradag.
Þjóðlega einingarnefndin breytti
ákvörðuninni um dauðadóm yfir
15 manns, í ævilangt fangelsi fyrir
12 þeirra, en aðeins þrír skyldu
teknir af lífi, sem fyrr voru
nefndir. Bayar forseti fékk ævi-j
langan fangel-isdóm vegna aldurs
síns. í þessum miklu réttarhöld-
um, sem nú er lokið eftir nær 11 j
mánuði, voru um 400 manns j
dæmdir í fangelsi, en aðeins umj
100 voru sýknaðir af ákærum.
Kennedy kippir
að sér hendinni
NTB—Washington,
Stórblaðið New York Times
skýrir frá því, að Bandaríkja-
stjórn hafi ákveðið að leggja
síðustu beiðni Póllands um
efnahagsaðstoð frá Bandaríkj-
unum í salt fyrst um sinn.
Blaðið segir, að Kennedy forseti
hafi tekið þessa ákvörðun vegna
hinnar stifu stefnu pólsku stjórn-
arinnar og hins spennta ástands í
alþjóðamálum. í sömu frétt segir,
að efnahagsaðstoðin til Júgóslavíu
verði heldur ekki úti látin í þeim
mæli, sem ákveðið hafði verið, og
að ráðagerðir Bandaríkastjórnar
um að bjóða Tító forseta heim
muni nú rykfalla í skrifborðsskúff-
unni.
BenKhedda
vill semja
Forsætisráðherra alsírsku upp
reisnarstjórnarinnar, Ben
Kliedda, sagði í gær, í fyrstu
útvarpsræðu sinni til Alsír-
manna, að grundvöllur væri fyr-
ir hendi til þess að semja um
frið við Frakka eftir síðustu um-
AKSEL MILTHERS REKTOR
Þekktur bú-
vísindamaður
gistir ísland
Hingað til lands er væntan-
legur Aksel Milthers, rektor
við Konunglega Landbúnaðar-
og Dýralæknaháskólann í
i Kaupmannahöfn.
Milthers rektor er búvísinda-
maður að menntun, en hefur auk
'þess lagt stund á hagfræði og á
að baki mjög langan feril, sem
starfsmaður á sviði félagsmála við
samtök danska landbúnaðarins, en
lengstan þó við þá stofnun, sem
hann er nú rektor fyrir, en þar
,hefur hann starfað um meira en
'þrjá tugi ára, sem bókavörður, að-
stoðarmaður við kennslu, dósent
og loks sem prófessor á annan ára-
tug.
Verksvið hans hefur verið á
| vettvangi búnaðarsögu, búnaðar-
landafræði og viðskiptafræði land-
búnaðarins, en auk þess hefur
hann gegnt forfallakennslu og
verið aðstoðarkennari í almennri
búnaðarhagfræði.
Hann dvelst hér eina viku.
mæli de Gaulles forseta um
framtíð Sahara. „Við erum sann
færðir um, að mcð heiðarlegum
og dyggilcgum samningaviðræð-
um í þeim tilgangi að veita þjóð
vorri rétt til sjálfstjórnar og til
stjórnar Sahara, einnig rétt til
sjálfstæðis innan landamæra
sinna, hlýtur að vera hægt að’
binda endi á ófriðinn og opna
leiðina til árangursríks sam-
starfs Alsírmanna og Frakka“,
sagði Ben Khedda.
Snarráðar telp-
ur heiðraðar
Tvær telpur, Sig^rún Hilm-
arsdóttir í Saltnesi í Hrísey,
13 ára, og Svanlaug Árnadótt-
ir, Unnarstíg 2 í Reykjavík,
12 ára, er björguðu tveggja
ára dreng, er féll í brunn í
Hrísey í sumar, voru heiðrað-
ar og verðlaunaðar af Rauða
krossi íslands í fyrradag fyrir
frammistöðu sína. Hlutu þær
að gjöf Orðabók Sigfúsar
Blöndals með áletraðri viður-
kenningu.
Drengurinn, sem þær björguðu,
var meðvitundarlaus, þegar þær
fundu hann og náðu honum upp
úr brunninum. Tóku þær þegar
að blása i vit honum, unz hann
kom til sjálfs sín, og er talið, að
þær hafi með snarræði sínu borið
giftu til þess að bjarga lífi barns-
ins.