Tíminn - 17.09.1961, Qupperneq 14
14
T í MIN N, sunnudaginn 17. september. 1961.
mín, trúðu mér einu sinni.!
Trúðu mér.
— Hvaða gestir eru hér í
kaupstaðnum í dag. Einhverj,
ir fleiri en þið feðgar?
— Ertu nú að leita ein-|
hvers eða fá samtalinu lokið? '
— Eg er að leita.
— Þá skal ég svara eftir
beztu getu.
— Og engan skilja eftir,
sagði Hallfríður.
— Eg mun hafa komið
hingað til þín klukkan þrjú,
og þá hafði ég, síðan ég kom
hingað í dag, orðið var viö
þessa aðkomumenn á stræt-
um og í verzlunum." Svo taldi
hann upp heilan hóp. —
Fleiri sá ég ekki. Það má vera,
að einhverjir hafi verið inni
á heimilum kaupstaðarbúa,
helzt kvenfólk, býst ég við.
En þeir eru taldir, sem ég
sá.
— Ertu viss um, að enginn
prestur hafi verið hér á staðn
um í dag?, spurði Hallfríður.
— Já, ég þori að fullyrða það.
—Nú skal ég gera við þig
samning. Ef þú getur náð í
prest. til þess að gefa okkur
saman fyrir klukkan tólf í
kvöld, nú er hún rúmlega hálf
fimm, þá skal ég giftast þér.
Náirðu ekki í prestinn, lof-
arðu mér að hafa drenginn
þinn hjá mér, annaðhvort
hér eða heima hjá þér, svo
lengi sem ég get. Og hann
þarfnast mín, og þá biður
þú mig ekki framar að gift-
ast þér. Hins vegar skal ég
lofa því að láta þig vita undir
eins, ef ég sé mér þaö fært
að eiga þig. Viltu ganga að
þeim?
— Já, Hallfríður. Eg geng;
að þessu. Vertu tilbúin, þegar,
ég kem. Eg trúi ekki öðru en
að þetta takist. Vertu blessuð
á meðan og þakka þér fyrir
lausnarorðið.
En á þröskuldinum vatt
hann sér við. — Hallfríður.
Þú hefur opið hér til klukk-
an tólf. Hafi ég ekki náð í
prestinn fyrir þann tíma,
stend ég hér á slaginu tólf og
afhendi þér drenginn minn,,
ímynd mína, mundu það, tilj
ævarandi eignar og geng;
sjálfur guði á vald, nema þúj
réttir fram höndina á síðustu'
stundu.
Svo hvarf hann út úr dyrun
um. Og hún heyrði, að hann
raulaði lagstúf.
Þegar drengurinn vaknaði,
sagði Hallfríður: — Hvernig
líður þér, væni minn?
— Vel, en hefur ekki pabbi
komið?
— Jú. Og nú fer ég heim'
með ykkur.
— Eg vissi það, sagði dreng-
urinn.
— Ertu þá glaður?
— Já, sagði hann og réttij
fram armana.
— Elsku drengurinn minn,
sagði Hallfríður. — Guð fyrir
gefi mér, ef ég geri rangt. Eg
læt hann ekki farast. Eg rétti
fram höndina, hvað sem afi
því hlýzt.
Kvöldið leið fram hægt og'
silalega. Tíminn, sem flesta
sért töframaður, sagði hún.
— Hefur þú ekki vitað það
fyrir löngu? sagði hann. —
En hvað þú ert falleg, Hall-
fríður mín. Fötin eru reglu-
legt brúðarskart. Og svo ertu
búin að klSsða Palla, svona
líka vel. Lofaðu mér að sjá
þig, Palli minn. Hver lét þig
fá svona falleg föt?
— Hallfríður.
— Hvar fékkstu þessi föt
að láni?, spurði hann og vék
sér að Hallfríði.
— Þetta eru jólafötin hans.
18
daga hverfur, fyrr en mann
varir, getur haft það til að
mjakast áfram óumræðilega
hægt eins og vatn í lygnum
hyl.
Hallfríður varð oft litið á
klukkuna þetta kvöld. Þegar
hún hafði tekið ákvörðun,
vildi hún helzt, að lokaþátt-
urinn hæfist.
Páll litli var hins vegar
hress og sæll. Aftur og aftur
lét hann Hallfríði lofa því að
koma meö sér heim.
Eftir kvöldmat fór hún að
láta hann skipta um föt, þó
honum vel og vandlega,
greiddi hár hans og klæddi
hann í jólafötin nýju: bux-
urnar og blússuna. — Þú verð
ur að vera hreinn og fínn,
þegar pabbi kemur sagði hún.
Og þegar hann beið albúinn,
fór honum líka að leiðast
eftir pabba sínum. Nú tók
Hallfríður að skipta um föt
og bjó sig upp á. Svo biðu
þau, ræddust við og rauluðu
hugljúf lög. Og tíminn leið.
Loks kom Jóakim. Þá var
klukkan að verða hálfellefu.
— Allt er tilbúið, sagði
hann. — séra Jóhannes bíð-
ur okkar á veitingahúsinu.
Hann kom í kvöld. Alveg eins
og það átti að vera.
— Eg fer að halda, að þú
Hann á þau. Eg hef saumaö
þau nýlega.
— Ertu búinn að þakka
Hallfríði fyrir fötin? sagði
Jóakim við drenginn.
Það hafði gleymzt, og fékk
húr/ nú kossinn vel úti lát-
inn.
— Þú átt eftir að borða,
sagði Hallfríður. .
— Búinn, svaraði hann.
— Þá skiptirðu um föt,
sagði hún.
Eg hef ekkert til skiptanna,
blessuð vertu. Eg fór í hreint
í gærmorgun og þó mér hátt
og lágt, það verður að nægja.
— Hér hef ég buxur og
skyrtu, sagði Hallfríður, og
tók hvort tveggja fram.
— Eg sé á þessu, að þú
hefur búizt við brúðkaupi
okkar í kvöld, sagði hann.
— Nei, ekki gerði ég það.
Þetta átti aö vera jólagjafir
frá mér til ykkar feðga.
Jóakim fór nú að skipta um
föt, en Hallfríður fór fram
með jakkann hans til þess
að draga á hann. Er hún kom
inn aftur, bað hún Jóakim að
segja sér, hvernig hefði tek-
izt að ná í prestinn.
— Þú sagðir áðan, að ég
væri töframaður. Það er
svarið. Svo þiggur þú þetta
af mér, og þá erum við til.
Hann dró upp úr frakkavas-
anum litla öskju og lauk
henni upp. Þar voru tveir gló-
fagrir hringar. Dró hann ann
an á hönd Hallfríðar og setti
hinn upp. Svo tók hann upp
aðra öskju nokkru stærri og
rétti Hallfríði. Var þar slifsis-
næla úr silfri, forkunnarfög-
ur.
— Þetta er festargjöf mín,
sagði hann.
Hallfríður tók við nælunnij
og kyssti hann.
— Blessaður var hann,
fyrsti kossinn, sagði hann. 1
Meðan hún festi á sig næl-!
una, spurði hún, hvar þau
yrðu gefin saman.
— í veitingahúsinu, þar
bíður séra Jóhannes.
— Nú er ég til, sagði Hall-
fríður. En eftir á að hyggja.'
Eg ætla að biðja hana Guö-
rúnu að vera við vígsluna.
Það var ekkjan, sem hún
leigði hjá.
— Hallfríður, sagði Jóakim.
— Farðu ekki undir eins. Eg
ætla að gera játningu. Eg
fór til séra Jóhannesar í fyrra
dag og fékk hann til að koma
hingað í kvöld, svo að hann
gæti gefið okkur saman, ef
þú gæfir til þess samþykki.
Eg hef tvisvar áður kvatt
hann hingað sömu erinda.
Hann sagði líka núna, bless-
UTVARPIÐ
Sunnudagur 17. september:
8.30 Létt morgunlög. — 9.00
Fréttir.
9.10 Morguntónleikar:
a) „Flugeldasvítan" eftir Hánd
el (Hljómsveit óperunnar í
Monte Carlo leikur; Louis
Fremaux stj.).
b) Hollenzki karlakórinn „Mas
treechter Staar" syngur.
Stjórnandi: Martin Koekel-
koren.
e) Píanókonsert í a-moll op.
54 eftir Schumann (Friedrich
Gulda og Fílharmoníusveit
Vínarborgar leika; Volkmar
Andreae stjórnar).
, 11.00 Messa í Dómkirkjunni (Prest-
ur: Séra Guðmundur Guð-
mundsson á Útskálum. Org-
anl.: Dr. Páll ísólfsson).
12.15 Hádegisútvarp.
14.00 Miðdegistónleikar:
a) Frá tónlistarhátíðinni í
Chimay í Belgíu- í júli sl..
Fimm píanóþættir op. 118 nr.
1, 2, og 6, og op. 119 nr. 3 og
4 eftir Brahms (Ventsislav
Yankaff leikur).
b) Frá tónlistarhátíðinni í Salz
burg í. júlí s.l. (Fílharmoníu-
sveit Vínar leikur. Stjórnandi:
Wolfgang Sawallisch. Ein-
söngvari: Dietrich Fischer-
Dieskau): 1. Þrír „Faust“-
söngvar eftir Schumann. 2.
Sinfónía nr. 7 i C-dúr eftir'
Sciiubert.
15.30 Sunnudagslögin. — 16.30 Veð-
urfregnir).
17.30 Barnatími (Skeggi Ásbjarnar-
"ison kennari): a) „Afrískir
skóladrengir segja frá“; síðari hluti
(Guðrún Guðjónsdóttir þýðir
og les). b)Stefán Sigurðsson
kennari l'es ævintýrið „Gamla
skósmiðinn" eftir Leo Tolstoj.
c) Ólöf Jónsdóttir flytur frum
samda frásöguþætti. d) Kafli
úr bókinni „Eitt er það land“
eftir Halldóru B. Björnsson.
18.30 Miðaftanstónl.: Ilollywood
Bowl hljómsveitin leikur;
Carmen Dragon stjórnar.
19.00 Tiikynningar. — 19.20 Veður-
fregnir.
19.30 Fréttir.
20.00 „Annes og eyjar": Stefán Jóns
son og Jón Sigurbjörnsson á
þingaferð um Breiðafjörð með
sýslumanni Barðstrendinga;
síðari þáttur.
21.00 Hljómplöturabb: Þorsteinn
Hannesson óperusöngvari
kynnir ljóðasöngvara.
21.40 Fuglar himins: Agnar Ingólfs-
son dýrafræðingur tal'ar um
máva.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.05 Danslög.
23.30 Dagskrárlok.
Mánudagur 18. septehber:
8.00 Morgunútvarp (Bæn: Séra
Jakob Jónsson. — 8.05 Tón-
leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35
Tónleikar — 10.10 Veðurfr.).
12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —
12.25 Fréttir og tilk.).
12.55 „Við vinnuna": Tónleikar.
15.00 Miðdegisútvarp (Fréttir. —
115.05 Tónleikar. — 16.00
Fréttir og tilk. — 16.05 Tón-
leikar. — 16.30 Veðurfr.).
18.30 Tónleikar: Lög úr kvikmynd-
um.
18.55 Tilkynningar. — 19.20 Veður-
frégnir.
19.30 Fréttir.
20.00 Um daginn og veginn (Páll
Kolka læknir).
20.20 Einsöngur: Gunnar Pálsson
og Sigurður Markan syngja.
20.40 Ítalíubréf frá Eggerti Stefáns-
syni (Andrés Björnsson les).
21.00 Tónleikar: Tónlist við brúðu-
kvikmyndina „Bayaya prins"
eftir Vaclav Trojan (Sinfóníu-
hljómsveit leikur; Otakar Par-
ik stjórnar).
21.30 Útvarpssagan: „Gyöjan og ux.
inn“ eftir Kristmann Guð-
mundsson; XII. (Höfundur
les).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Búnaðarþáttur: Sigurður
Björnsson kjötmatsmaður tal-
ar um meðferð fjársins við
réttir og slátrun.
22.25 Kammertónleikar:
Frá Sibeliusar-vikunni í Hel-
sinki í júní s.l. -4Voees Inti-
mae‘ op. 56 eftir Sibelius (Par-
renin-kvartettinn leikur).
23.05. Dagskrárlok.
EIRÍKUR
VÍÐFFÖRLI
Úlfurinn og
Fálkinn
48
— Skýlið ykkur, hrópaði Eiríkur,
og þeir þutu allir þrír um rúst-
irnar í leit að felustað. í ruglingn-
um missti Eiríkur sjónar á þeim.
Á síðustu stundu, með þrjá úlfa
á hælunum, heppnaðist honum að
finna glufu, sem hann ruddist í
gegnum án þess að hugsa frekara
út í það. Honum var fljótlega
Ijóst, að hann var í kjallara kast-
alans', og komst ekki út. Eftá1
lan.ga stund var hann orðinn leið-
ur á dvölinni þarna og reyndi að
klifra upp. Úlfarnir störðu sultar-
lega niður til hans, en hann end-
urgalt augnaráð þeirra , minnugur
þess, að þetta var hans einasta
von. Þá heyrði hann allt í einu
dragandi fótatak nálgast, og hann
stirðnaði, þegar hann sá veruna,
sem nálgaðist hann.