Tíminn - 29.09.1961, Side 1
MA-55EY
'
IIiSííi;::;®
llllfpif
Öttazt um mann
í Vestm.eyjum
Sláttuþreskjarinn slær og þreskir. Skilar korninu
mynd var tekln austur á Stórólfsvelli í fyrradag
stóran geyml, en gubbar hálminum aftur úr sér.
- sjá nánar á baksíðu blaðsins.
Vestmannaeyjum, 28. sept.
Óttazt er um aldraðan
mann, Vilhjálm Guðmundsson
á Sæbergi í VestmannaeyjumJ
sem hvarf að heiman frá sér í
gærdag, og hefur ekkert frétzt
til hans síðan.
Harrn fór a5 heiman frá sér um
hádegisbilið. Leit var hafin að
manninum í gærkvöldi, er hans
var saknað, en hún bar engan
árangur.
í dag var aftur gerg mikil leit
undir forystu skláta og fleiri
manna. Var meðal annars leitað
vandlega á svæðinu í grennd við
höfnina. Froskmaður leitaði í
höfninni í hálfan annan klukku
tíma. Allt varð þetta árangurs-
laust.
Vilhjálmur er á sjötugsaldri og
hefur unnið við veiðarfæri hjá
Hraðfrystistöðinni síðari árin.
þessi Hann er alheill á geði, og var
; hress í bragði og heilbrigður, _ er
hann fór að heiman frá sér. Ótt-
azt er, að hann hafi dottið í höfn
ina, en þar er erfitt að leita og
verður seint fullleitað. Talað er
um að fá annan froskmann til leit-
arinnar þar. S.K.
3 lestir af
korni af ha.
Egilsstöðum 28. sept.
Á HéraSi hamast menn við að
hirða og þurrka kornið þessa dag
ana. Marglr hafa lagt inn tais-
vert af þessari góðu vöru hjá
Kaupfélagi Héraðsbúa.
Yfirleitt virðist uppskeran
vera góð. Mesta uppskeran, sem
frétzt hefur um, er hjá Jóhanni
Magnússyni, bónda á Breiðavaði
í Eiðaþinghá. Hann sáði í 4 hekt-
ara og fékk 120 tunnur af full-
þurrkuðu korni.
Metuppskera hann stóð við leg-
eins og 1953 stað leifs heppna
" * I 'T. , *-•’ T7" • f • e •. r n . , ( irjk'
Kaupriiannahöfn, 28. sept.
Jörgen Jörgensen, fyrrverandi
menntamáiaráðherra Dana, og
kona hans fara til íslands í
næstu viku, þar sem þau verða
gestir ríkisstjórnarinnar. Jörgen-
sen mun, ásamt fieiri kunnum
Dönum, taka þátt í afmællshá-
tíð háskólans.
Kjörnir verða heiðursdoktorar
fimm prófessorar, búsettir í Dan-
mörku, — íslenzki iæknirinn Lár-
us Einarsson í Árósum, færeyski
málfræðingurinn Chr. Matras,
heilasérfræðingurinn Busch, lög-
fræðingurinn Borum og guðfræð
ingurinn Regin Prenter. Margir
fieiri danskir prófessorar fara á
háskólahátíðina.
Þykkvabæ, 28. sept.
Langt er nú komið að taka
upp kartöflurnar þetta "____
ið. Uppskeran er ágæt, yfir-
leitt ekki minna en ■_
Muna menn ekki þvíiíka upp-
skeru síðari árin nema 1953,
en þá var metár. En þá eyði-
lagðist reyndar mikið af upp-
skerunni vegna kartöflu-
myglu.
í Þykkvabænum eru rúmir 100
hektarar lauds undir kartöfluökr
um. Sumir eru búnir að ná öllu
upp, aðrir eru á eftir eins og
gengur, en búast má við, að lok
ið verði upptökunni næstu dag-
ana. Uppskeran er svo jöfn í ár,
að menn minnast ekki annars eins.
Allar geymslur yfirfullar
Allar geymslur eru löngu yfir-
fullar, því að menn eru ekki bún
ir við því að taka á móti svo
miklu úr jörðinni. Enginn á
geymslu, sem komast í 10 þúsund
sekkir, en það sér ekki högg á
vatni, og þarf hér meiri muna
við. Kartöflurnar hafa til bráða-
birgða verið settar inn í alls kon
ar hús, sem ekki eru frostheld
og er uppskeran þannig í hættu
um leið og kólnar að ráði í veðri
S.G.
Kirkja og grafreitur í Brattahlíð
frá fyrstu árum
grænlenzkrar kristni
Fornleifafræðingar telja efalaust, að rústir
Þjóðhildarkirkju í Brattahlíð á Grænlandi séu
fundnar, ásamt grafreit, þar sem jörðuð hefur
verið hin fyrsta kynslóð kristinna manna í
byggðarlaginu. Vafalaust geymir hann bein
Þjóðhildar, konu Eiríks rauða, og mjög er lík-
legt, að þar hafi verið Leifur heppni greftraður
og jafnvel Eiríkur sjálfur.
Þjóðhildarkirkja er 250 metra frá hinum
fornu bæjarrústum — „eigi allnærri húsun-
um“, eins og sagan segir. Hún hefur verið
svipuð að stærð og bænhúsið á Núpstað og
hefur snúið timburstafni í vestur.
Þessi fundur er líklegur til þess að vekja
hina mestu eftirtekt, svo að fáir fundir forn-
leifa frá tímum norrænna manna á Grænlandi
hafi slíka vakið.
Maður, sem annaðist bráðabirgðarannsókn á
kirkjunni og grafreitnum, Jörgen Meldegaard,
magister frá Kaupmannahöfn, staldraði. við fá-
eina klukkutíma í Reykjavík í fyrrinótt, og átti
hlaðamaður frá Tímanum tal við hann. Við
birtum viðtalið á blaðsíðu 8 og 9 í dag.