Tíminn - 29.09.1961, Síða 2
TÍ M'rNN, festudaginn 29. september 196L
Á þriðjudaginn birtist á for-
síðu blaðsins frétt um ráðagerðir
um rafmagnsvirkjanir í Jökulsá
á Fjöllum. Inn í frásögn þessa
slæddust af ýmsum óskyldum á-
stæðum nokkrar afarmeinlegar
villur, sem hér með skulu leið-
réttar, og eru allir aðilar beðn-
ir velvirðingar á:
Rögnvaldur Þorláksson, verk-
fræðingur hjá Verklegum fram-
kvæmdum, var á einum stað
nefndur Sigvaldur. Áætlanir um
byggingamannvirki voru gerðar af
Almenna byggingafélaginu og
Verklegum framkvæmdum.
Athafnasvæði Jökulsár er 7000
ferkílómetrar, stendur í grein-
inni, á Áð vera aðsafnssvæði Jök-
ulsár. — Sagt er að áin aigi upp-
tök sín í 609 metra hæð yfir sjó.
Átti að standa 690 metra hæð.
Kostnaður við framkvæmdirnar
var árið 1958 áætlaður 56 milljón
doilara, ekki 5.6, eins og stóð í
blaðinu. Fleiri villur komu fram,
en ekki eins meinlegar og þessar.
NTB—Algeirsborg, 28. sept.
Fjöldi fólks særðist, þegar
hin leynilega hreyfing hægri
manna, OAS, hóf mótmælaaS-
gerðir í Algeirsborg fyrir há-
degi í morgun. Mörgum bílum
var velt, og varð lögreglan að
beita táragasi til að dreifa mót-
mælamönnum. Tólcst það á
hálftíma.
Það var hin feynilega hreyfing
hægri manna, sem hafði fengið
allmarga Evrópumenn í borginni
til að taka þátt í mótmælaaðgerð-
um gegn De Gaulle með því að
efna til umferðaröngþveitis. Ung-
lingahópar hlupu um göturnar og
sungu Franskt Alsír, Franskt Alsír.
í Oran kom .einnig til mótmæla-
aðgerða, en það voru aðallega ung-
lingar, sem þar stóðu að baki.
14 lögreglumenn særðust
Franskar heimildir fullyrða, að
fjórtán lögreglumenn hafi særzt,
þegar Evrópumenn skutu á þá í
mótmælaskyni í einu af úthverfum
Algeirsborgar á mánudagskvöld.
í Reutersfrétt frá París segir, að
einn lögregluþjónn hafi látið lífið
og annar særzt alvarlega, þegar
vopnaárás var gerð á Parísarlög-
regluna. (
Nýjar mótmælaaðgerðir
síðdegis
Eftir hádegi í dag kom aftur til
átaka í Algeirsborg milli lögregl-
unnar og unglingahópa, sem höfðu
sig mjög í frammi eftir að frönsk
yfirvöld höfðu sagt, að mótmæla-
aðgerðirnar fyrir hádegið hefðu
niistekizt.
Unglingarnir grýttu lögregluna,
sem svaraði með því að beita vatns-
slöngum og táragasi gegn uppreisn-
arhópunum. Tókst lögreglunni að
dreifa þeim á þann veg. Leyni-
hreyfingin OAS hefur lýst yfir al-
mennu verkfalli í hálftíma á
mánudagsmorguninn, fáeinum
klukkustundum áður en De Gaulle Danski sendiherrann tekur á móti Gam GrænlandsmálaráSherra á Reykja
heldur útvarps- og sjónvarpsræðu. vl^ur flugvelli í gær. Ráðherrann hefur úlpu á armi.
Fjársöfnunardagur S.Í.B.S.
Fyrsta sunnudag í október fyrkjar af öðrum ástæðum en
ár hvert hefur S.Í.B.S. fiárofl-, herklaveiki. Flestir væru tauga- og
unardag. Nf,.k»m.ndi Æ'."
dagur er 23. f jarorlunardagur aðallega unnið að ýmis konar plast-
þess. í tilefni þess kölluðu for-i iðnaði. 17 ára reynsla hefur sýnt,
ráðamenn sambandsins blaða- öryrkjar geta afkastað nær því
menn a smn fund, sogðu frá vinnan við þeirra hsæfi LögS’ er
starfsemi þess og tilgangi.’ áherzla á að kenna öryrkjum að
Flestir munu að vísu kannast .vinna og vísa þeim veginn til sjálfs-
við S.Í.B.S., en góðri og gagn- bJ'arfiar- ^0^ er a» hafa vistfólk
legri starfsemi er aldrei of
mikill gaumur gefinn.
Skrifstofur sambandsins hafa ný-
lega flutt i glæsileg húsakynni á
Bræðraborgarstíg 9. Þar var blaða-
mönnum boðið kaffi í skemmti-
legri baðstofu, sem innréttuð hefur
verið á efstu hæð hússins. Þar lágu
frammi eintök af riti sambandsins,
„Reykjalundur", sem selt verður á
sunnudaginn. Ritið prýða ýmsar
greinar, myndir, smásögur og ann-
að skemmtiefni. Það er prentað í
11 þús. eintökum og verður selt á
112 stöðum viðs vegar á landinu.
45 þús. merki hafa verið gerð. Þau
eru númeruð, og verða dregin út
15 númer. Meðal vinninga eru
vönduð ferðatæki.
Þórður Benediktsson, fram-
kvæmdastjóri S.Í.Ð.S. sagði, ’að sal-
an hefði alltaf gengið vel og mik-
ils vert væri, hve sambandinu væri
sýndur almennur skilningur og
stuðningur. Þó að sambandið byggi
nú starfsemi sína á fleiru en stuðn-
ingi við berklasjúklinga, mun nafni
þess ekki verða breytt, og fjáröfl-
unardagur þess mun áfram verða
kallaður berklavarnardagurinn.
Kjartan Guðnason sagði frá
Múlalundi. í lok ársins 1959 var
hafin bygging þriggja hæða húss
við Ármúla 16, sem ætlað var til
að veita öryrkjum vinnu þar. í
lok ársins 1960 höfðu tvær hæðir
verið teknar í notkun, en sú efsta
er enn ófullgerð. Alls hafa þar
starfað 75 örya3cjar, en nú eru þar
starfandi rúmir 40. Laun fá þeir
greidd samkvæmt Iðjutaxta, hvað
sem þeirra vinnugetu líður. Vel
hefur verið fylgzt með rekstrinum,
og hefur sýnt sig, að hann er á
réttri leið. Mikil aðsókn er alltaf
um vinnu, og er brýn nauðsyn að
fá sem fyrst fjármagn til að full-
gera efstu hæðina. í Múlalundi er
framleiddur alls konar varningur
úr plasti. Þar eru einnig saumuð
barnaföt og skjólföt úr plastborn-
um dúk.
Oddur Ólafsson, yfirlæknir á
Reykjalundi, sagði, að þar gætu nú
verið um 90—100 vistmenn, en
eftirspurn eftir plássi væri mikil.
Um helmingur þessa fólks væri ör-
Leiðrétting áréttuð
ið ekki of lengi, heldur koma því
! í arðbæra vinnu, og um 50—60'
' manns fara og koma árlega.
5. maí, 1961 var stofnsett Ör-
yrkjabandalag Islands með þátt-
töku S.Í.B.S., og hóf það starfsemi
sína 1. ágúst síðastliðinn. Fram-
kvæmdastjóri þess, Guðmundur
Löve, sagði, að fyrsta mánuðinn
hefðu yfir 90 manns leitað til þess.
49 báðu um hjálp við útvegun
vinnu, og tókst að veita 12 manns
þá bón. Einnig var veitt fyrir-
greiðsla í sambandi við skaatálagn
ingar.
Að i lokum var blaðamönnum
fylgt um söludeildir Reykjalundar
og Múlalundar, sem eru til húsa á
Bræðraborgarstíg 9/ Þar gaf að líta
maret eóðra muna.
Átök í Alsir
Sýrlenzki herinn gerir
uppreisn
(Framhaid af 3. síðu).
til baka. Hann sagði ennfremur, að
meiri hluti sýrlenzka hersins væri
trúr málstað sambandslýðveldisins
og hvatti hann til að gera skyldu
sína. AFP telur, að uppreisnarher-
inn hafi suðurhluta landsins á sínu
valdi og hafi hersveitirnar á landa
mærum Sýrlands og Jórdaníu einn
ig stutt hann, hins vegar séu her
sveitirnar í norður'hluta landsins,
sem að mestu eru skipaðar Egypt-
um, tryggar Nasser. Miklar um-
ferðatruflanir og ringulreið ríkti í
landinu þegar síðast var vitað, og
í nágrannaríkjunum, Líbanon og
Jórdaníu, höfðu sérstakar varúðar
ráðstafanir verið gerðar vegna upp
reisnarinnar.
'.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VAV,
Hver heytugga hrakin
Framhald at 3. síðu.
unni milli gangnanna. Var þái
suðlæg átt og þurrviðri, og náðu |
þá margir miklu heyi. Bættu þess
ar vikur um fyrir mörgum. Þeir'
bændur, sem súgþurrkun hafa,
standa miklu betur að vígi gagn
vart óþurrkunum, en þeir eru ekki
nærri nógu margir ennþá.
Friðbjörn.
Trúlofunar-
hringar
afgreiddir
samdægurs
HALLDÖR
Skólavörðustig 2.
,v.v.v.,.v.v.v.v.,.v.v.*.v.
Heimilishjálp
Tek gardínur og dúka í strekk-
ingu.
Upplýsingar í síma 17045,
.V.V.W.V.V.V.W.V.W.V
Gam Grænfandsráð-
herra í Reykiavík
Klukkan sex í gærdag komu
GrænlandsmálaráSherra Dan-
merkur, Mikael Gam, og a3-
stoðarforstjóri Grænlands-
verzlunarinnar, Magnus Jen-
sen, flugleiðis með einni af
flugvélum Flugfélags íslands
frá Kúlúsúk á Grænlandi, en
flugvöllurinn þar er nú orðinn
það stór, að stórar flugvélar
geta lent þar. Var flugvélin,
sem flutti ráðherrann til
Reykjavíkur fyrsta flugvélin
af stórri gerð, er lent hefur á
flugvellinum í Kúlúsúk.
Allmargt manna tók á móti ráð
herranum á Reykjavíkurflugvelli,
þar á meðal danski sendiherrann.
Ráðherrann hafði lítinn tíma af-
lögu til þess að ræða við frétta-
menn, en aðspurður sagði hann,
að ferð hans stæði í sambandi við
athuganir á væntanlegum fram-
kvæmdum á au^turströnd Græn-
lands. Danska stjórnin hefði varið
sex milljónum danskra króna til
hafnargerðar og ýmissa mann-
virkja í Anmasalik, svo sem heima
vistarskóla og íbúðaihúsa. Hefði
danska stjórnin í hyggju að verja
enn meira fé til framkvæmda þar.
Þetta væri mikið fjárframlag, þeg
ar miðað væri við það, að á svæð-
inu í og umhverfis Anmasalik
byggju aðeins um 2000 manns.
Ráðherrann sagðist vonast til
þess, að samvinnan við Flugfélag
íslands varðandi Grænlandsflug
héldist, en kvaðst þó ekkert geta
um það sagt, hvernig flugsamgöng
um við Grænland yrði háttað í
framtíðinni.