Tíminn - 29.09.1961, Page 13

Tíminn - 29.09.1961, Page 13
T f MIN N, föstudaginn 29. september 1961. 13 „Eg myndi telja þetta slæmt ár “ (Framhald af 16. síðu) ég við, 17—20 tunnur, en það er erfitt að segja um það strax. — Hvað eruð þið búnir að slá korn af miklu svæði? — Svona 37 hekturum. — Én hvað var það á stóru1 svæði? — Við vorum með bygg á 80 hekturum. — í hvað á að nota þetta bygg? — Þetta er fóðurkorn handa hamsnum, og svo má mala það í blöndu fyrir húsdýr, kýr, svín og hænsni. — Ekkert til manneldis? 1 — Það er náttúrlega hægt að éta það, en það er þungt í bökun og erfitt að nýta það til manneld- is. Korn var reyndar notað hér í gamla daga í bygggrauta, en það er lítið gert af því að nota korn ræktað á Norðurlöndum i mat. Til dæmis er hveiti þar hvergi nærri eins gott og t. d. það kanadíska. — Er hægt að framleiða bygg á samkeppnisfæru verði við inn- flutt bygg? — Ja, ég veit ekki. Innflutt korn er greitt niður um 18% og fær þar að auki ívilnanir með flutningsgjöld. Þar er enn ekki ákveðið, hvort við verðum að keppa við niðurgreiðsluna. —' Skiptir ekki árferðið öllu máli í sambandi við þessa rækt- un? — Jú, vissulega. — Hvernig myndir þú telja sumarið í sumar? — Eg myndi telja þetta slæmt ár. Meðalhitinn hefur verið þó nokkuð neðan við meðallag. — En hvað um þurrkunina? — Það er mikið atriði að hafa nógu góða þurrkara. Við getum þurrkað undan tveimur svona vél( um í þurrkaranum okkar, gras- þurrkaranum. — Hvað heldur þú um ágóð-| ann af þessari kornrækt? — Við getum ekki vitað um hann, fyrr en eftir svona 10 ár. En við erum sannfærðir um, að kornræktin getur borgað sig. Við erum með fullkominn útbúnað og reynum eftir getu að fullnýta vél- arnar okkar. — Hvað kallarðu fullnýtingu á vél eins og þessari hér? Að ætla henni eins mikið verk- efni og hún kemst yfir á upp- skerutímanum. Það eru að meðal- tali 10 dagar þurrir í september og hálfþurrir 10, og það er ekki hægt að nota vélina, nema það sé sæmilega þurrt. Því að þá flækist í henni og hún stíflast. Sama um rakann Þegar við vorum að fá þessar vélar, kom brezkur sérfræðingur til þess að kenna okkur á hana, og hann var alveg hissa, hvað hún þreskti vel, þótt rakamagnið í bygginu væri meira en talið er hámark ytra. Þar hafði verið tal ið, að hún gæti ekki þreskt, ef rakamagnið væri meira en 25%, en hér um daginn var rakamagn ið hjá okkur 52% og vélin skilaði góðri þreskingu. Þessi Breti mældi líka, hve mikið af korninu þreskivélin bryti, því það var ekki nóg, að þreskivélar skili svo og svo miklum afköstum, þær verða líka að skila góðri vinnu, oð hon- um taldist til, að eitt korn af hverjum 200 væri brotið, eða hálft prósent. En hýðið er meira með, ef kornið er mjög rakt. — Skemmdist ekki mikið í veðr inu um daginn? — Það fauk svona eins og helmingur úr 25 hektara landi. — Ertu aðeins með bygg, enga hafra? — Jú, ég er með hafra í 4Vz hektara. — Eg sá, að þú lætun hálminn, liggja eftir á akrinum. Hirðið þið| hann ekki? — Nei, við plægjum hann bara niður. Hins vegar reynum við að hirða hafrahálminn. Hann er betra fóður. Hálmurinn er svo sem ágætt fóður, t. d. í hesta. Ekki þung í vöfum Næst víkjum við okkur að öku- manni kornsláttuþreskjarans og spyrjum hann heiti. — Eg heiti Gústaf Sigurðsson. — Hvernig líkar þér að vinna á þessari vél? — Ágætlega, alveg prýðilega. — Er hún ekki þung í vöfum? — Nei, ekki miðað við stærð. Hún er miklu þægilegri svona heldur en ef hún væri aftan í dráttarvél, t. d. á beygjum. — Hefurðu unnið hér lengi? — Eg byrjaði í vor. — Ertu héðan úr nágrenninu? — Úr Fljótshlíðinni, já. — Hvaðan úr Fljótshlíðinni? — Frá Efri-Þverá. Þjóíhildarkirkja Framhald af 9. síðu. getur hann þess með tilhlökk- un um leið og blaðamaðurinn kveður hann, að kannske beri aftur saman fundum næsta haust — þegar lokið hefur verið fullkominni rannsókn á hinUm nýja fundi í Brattahlíð. — Þá verður áreiðanlega margt nýtt komið á daginn, segir hann brosandi, og um nóg að tala. J. H. Kjarval Til að örfa bændur Af akrinum förum við heim að Hvoli, félagsheimili þeirra Hvol- hreppinga til þess að ylja okkur við veitingar. Ekki veitir af, því að það er hraglanda kalsi. Þar ræðum við um kornrækt við Helga Þorsteinsson, framkvæmdastjóra innflutningsdeildar SÍS, og spyrj- um hann, hve mikið þessi fram- leiðsla hér, kannske um 160 lestir alls, (1600 tunnur), segi í það, sem hann þarf að nota á ári hverju í blönduna hjá sér. Helgi hlær við. — Það er nú lítið, segir hann. — Við notum á ári hverju um 3 þúsund lestir af byggi í fóðurblönd una. (Lauslega reiknað þarf 30 ha svæði til þess að framleiða þetta magn, eða akur sem væri 1 km á breidd og 30 á len^d, svo að það er óhætt að færa m}ög út kvíarnar til þess að fullnægja þörfinni hjá Sambandinu einu). — Annars fórum við aðallega út í þetta til þess að örva bændur til kornræktar. Við keyptum líka vélina til þess að slá fyrir þá korn ið, e£ þeir vilja. — Hvað haldið þið, að væri lág marksakurstærð hjá einum bónda til þess að það borgi sig fyrir hann að rækta korn? — Nú skaltu spyrja Jóhann. Framhald af 7. síðu. Jón Stefánsson, hið klassiska, af- markaða yfirlit yfir fjöll og slétt- ur og jökla. Það eru íslenzku ör- æfin sem hann setur okkur fyrir sjónir. Maður undrast skynjan hans af berangri grýttra fjalla- hlíða. Einn af listsögunnar merku einstaklingum, Hollendingurinn Hercules Seghers, var á 17. öld með Iík viðhorf í sínum djörfu litaraderingum af klettum og klungri. Jóhannes Kjarval hefur komið auga á hina sérkennilegu fegurð mosatóar á hraunbrík, Hann sýnir okkur þetta í nærmynd með breytileik í efnismeðferð, en jafn- framt innri styrkleik litarmeð- ferðar, sem veldur því að mótívið verður eins konar dæmigerður vitnisburður fyrir eitthvað það, sem sérkennir íslenzka náttúru. Það er hugsanlegt, að í hinum forna, þjóðlega listiðnaði kunni að finnast aðdragandi að litasmekk Kjaivals og hugkvæmni. Og kem- ur manni þá helzt í hug mynd- vefnaður og hinn applikeraði alt- arisdúkur, sem sjá má á Þjóð- minajsafninu í Reykjavík. En list hgns er1.á hárri gráðu frumleg og í sterkum tengslum við landið, sem ól hann! Jan Zibrandtsen komið bezta byggmjöl, tilbúið til fóðurs. Og nú skulum við lata út- rætt um kornræktina, þótt hún sé merkileg, og snúa okkur að gras- mjölinu, sem er ekki síður merki- legt. 3 ha lágmark Við spyrjum Jóhann, og hann svarar: — Hér í grendinni, þar sem stutt er að aka vélinni á staðinnl og sömuleiðis að koma korninu til þurrkunar og mölunar, held ég að; lágmark sé þrír hektar'ar, til þess að fá sæmilega nýtingu úr því. Og þá er einnig að hugsa fyrir því, að hafa reinarnar sem lengstar, svo sem kílómetra á lengd. Það er þægilegast. Þetta væri upplögð byrjun til jarðabóta fyrir bændur, að rækta korn í flaginu svo sem fimm ár, og þá er það orðið nægi- lega slétt og unnið til þess að sá grasi. — Fáið þið ríkisstyrk út á þess ar framkvæmdir? Jóhann Frankson er fljótur að svara: — Nei, þvert á móti. Við fáum ekki einu sinni jarðbótastyrk fyrir byggið, því að hann er ekki veittur fyrr en grasi hefur verið sáð. Tvisvar í gegn Að hressingu lokinni förum við aftur út að Stórólfsvelli og lítum á vinnslu kornsins þar. Við höfum áður séð, hvernig það er slegið og þreskt, en þér sjáum við, hvern ig það er þurrkað. Af vagninum er það látið í stóra þró, en úr henni fer það á færibandi upp í þurrkarann og gegn um hann út í skemmu. Það verður að fara tvisvar í gegn um þurrkarann núna, þegar það er svona rakt, áð- ur en það er fullþurrkað. Síðan verður það malað í kvörninni, sem grasið er líka malað í, og þá er I Gras á 140 ha j — Hvað hefurðu gras á stóru I svæði? spyrjum við Jóhann. | — Við erum með gras á 140 hekturufm lands. — Hvað fáið þið mikið gras af hektaranum? — Núna, fyrsta sumarið, fáum við 1—2 lestir af hektaranum, en þegar fram í sækir gerum við ráð fjrir að fá 5—6 lestir. — Hvað eru margir menn í vinnu hjá þér? — Eg hefi svona einn eða tvo fasta, en svo fáum við menn úr nágr'enninu, þegar mest er að gera. Við höfum verið 1— og 12 mest í sumar. — Hvað gerið þið hér á vet- urna? Nú verður þú að geta haldið mönnum, sem eru orðnir vanir tækjunum hjá þér. — Það er nú ekki endanlega á- kveðið hér, en það er í ráði að hafa hér fóðurblöndunarstöð, því það er ekki nema margverknaður að flytja mjölið fyrst niður á Þor- lákshöfn og blanda það þar og síð- an aftur hingað austur. Það er orðið rokkið, þegar við leggjum af stað aftur til Reykja- víkur. En rauðir eldar þurrkar- ans leiftra út um dyr og gættir, því það er verið að þurrka korn á Stórólfsvellí. Kornbingarnir stækka í skemmunni við hliðina á þykkum pappírspokum með dökk- grænu grasmjöli, en líklega verð- ur það hvorugt lengi að étast upp hjá búpeningi landsmanna í vetur. sh. Fyrir bókamenn og safnara Neðantaldar bækur hafa ekki fengizt í bókaverzl- unum um margra ára skeið, og sumar þeirra al- gjörlega á þrotum. Nemi pöntun kr. 500,00 eru bækurnar sendar burðargjaldsfrítt. Jón Sigurðsson. Hin merka ævisaga Páls Eggerts Óla- sonar 1.—5. Ób. kr. 200,00. Menn og menntir, e. Pál Eggert Ólason. 2., 3. og 4. bindi. Aðeins til ób. í örkum. Ath. að í 4. bindi er hið merka rithöfundatal. Kr. 180.00. Bréf Jóns Sigurðssonar. Nýtt safn 334 bls. Ób. kr. 50,00. Andvari, tímarit Þjóðvinafélagsins 1920—1940 (1925—27, uppseld). Hvert á kr. 20,00. Almanök Þjóðvinafélagsins 1920—1940. Hvert ár kr. 20,00. Rímnasafn 1—2. Átta rímur eftir þjóðkunn rímnaskáld, m. a. Sigurð Breiðfjörð. 592 bls. Ób. kr. 75.00. Fernir forníslenzkir rímnaflokkar. Útg. af Finni Jóns- syni. Ób. kr. 20,00. fsl. garðyrkjubók. Útg. 1883, með mörgum teikningum. Aftast er efnisskrá um helztu rit um garðyrkju á 18. og 19. öld. Kr. 100.00. Ób. Um framfarir íslands. Verðlaunaritgerð Einars Ásmunds- sonar i Nesi. Útg. 1871. 82 bls. Ób. kr. 80,00. Saga alþýðufræðslunnar á íslandi eftir Gunnar M. Magn- úss. Fróðleg bók með mörgum myndum. 320 bls. Ób. kr. 50,00. Um kristnitökuna á íslandi, e. Björn M. Olsen. 108 bls. Ób. kr. 40,00. Leiftur. Tímarit um dulskynjanir og þjóðsagnir. Ritstj. Hermann Jónasson frá Þingeyrum. Ób. 48 bls. Kr 50,00 Dulrúnir. Þjóðsagnir og þjóðleg fræði skráð af Her- manni Jónassyni. 218 bls. Ób. kr. 50,00. Fíflar 2. hefti. Sögur og ísl. þjóðsagnir. Winnipeg 1919. 64 bls. Ób. kr. 20,00. Sex þjóðsögur. Skráðar af Birni R. Stefánssyni. 132 bls. Ób. kr. 25,00. Riddarasögur Þrjár gamlar riddarasögur. 230 bls. Ób. kr. 45.00. Mágus saga jarls Eða Bragða-Mágusarsaga. Einhver skemmtilegasta riddarasaga sem til er. 275 bls. Ób. kr. 45,00. (Síðustu eintökin.) Sagan af Þorgrími konungi og köppum hans. Ób. 24 bls. Fáséð. Kr. 50.00. íslenzkir sagnaþættir 3. hefti. Rvík 1910. Ób. 86 bls. kr. 20,00. NAFN ftdýra bóksalan Box 1%. Reykjavík Allt á sama staö SENDUM GEGN KRÖFU VATNSDÆLUR VIFTUREIMAR VATNSKASSAR (jeep) VATNSHOSUR Laugavegi 118 — Sími 22240 Egilí Vílhiálmsson h.t. Laugavegi 118, sími 22240 ‘ V. Tilboð óskast í vinnuskúr og timburgirðingu við Þjóðleikhúsið. Upplýsingar á skrifstofu húsameistara ríkisins. .-S %. • V tv »V«VíV»V «V IV.IV «%

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.