Tíminn - 03.10.1961, Qupperneq 1
Á&kriftarsími Tímans er
1-23-23
>W- — 45. árgangur.
60 gildrur
á 26 km. leið
bls. 8—9.
Þriðjudagur 3. október 1961.
i
Á fundi fullskipaðrar sambandsstjórnar ASÍ í gærdag. Að baki forseta er eitt af málverkum þeim, sem Ragnar
Jónsson í Smára gaf Alþýðusambandinu í sumar. — Nánar er sagt frá fundum og ákvörðunum ASÍ á bls. 2.
(Ljósmynd: TÍMINN — GE).
Einróma ályktun formannaráðstefnu Alþýðusambands íslands:
Kaupgjaldssamningum verði
sagt upp þegar í stað
Sýnum samúð
okkar í verki
ÖUum er í fersku minni, er vélbáturinn Helgi frá Homa-
firði fórst nýlega, á heimleið frá Englandi. Á honum vom 9
menn. Aðeins tvcir björguðust, en sjö drukknuðu. Allt vaskir
menn á bezta aldri. Fjórir þeirra voru tengdir nánum fjölskyldu
böndum. AHir skilja eftir sig fleiri eða færri harmþrungna ást-
vini. Þar á meðal ellefu börn, sem flest eru á unga aldri og öll
nú orðin föðurlaus. Aldraðir foreldrar hafa og' misst fyrirvinnu
sína.
Víst er, að þjóð'in öll harmar þennan mikla mannskaða, en
samúð vora í garð þeirra, sem um sárast eiga að binda, getum
vér einna helzt vottað með því að efna til nokkurs fjárstyrks
þeim til handa, sem mest þurfa þess með. Vér vitum að margir
munu einmitt á þennan veg vilja votta syrgjendunum hlýhug
sinn og hluttekningu. Dagblöðin í Reykjavík og vér undirritaðir
sóknarprestar munu veita gjöfum manna viðtöku.
■J
Gunnar Árnason. Skarphéðinn Pétursson,
Sváfnir Sveinbjarnarson.
og kaupmáttur veríi ekki lægri en hann var 1.
júlí sl. og varanleikur kaupmáttarins tryggtJur
A formannaráðstefnu Al-
þýðusambands íslands um
kjaramálin, sem haldin var um
helgina var eftirfarandi álykt-
un samþykkt:
___ I. kafli.
„Með gengislækkuninni í
febr-
Þá var verkalýðurinn einnig
rændur þeirri kjaravernd, að kaup
skyldi hækka meg vaxandi dýr-
tíð. Með gengislækkuninni í ágúst
byrjun í sumar hækkaði verð alls
erlends gjaldeyris enn um 13,16%.
Hinni fyrri gengislækkun fylgdi
mikil verðhækkunaralda. Og þeg-
ar er séð, aff verðlag fer strax
úar 1960, hækkaði verð alls er- stórhækkandi vegna hinnar síðari.
lends gjaldeyris um 50—79%. — Þar við bætist, áð álagningarregl-
Nakinn farþegi
við rúmstokkinn
Dólgslæti og stimpingar um borí í Esju
um hefur verið breytt og verð-
lag einnig gefið frjálst á þýðing-
armiklum vöruflokkum. Þá er og
boðað, að söluskattar verði hækk
aðir.
Nýrri verðhækkunaröldu hefur
því verið hleypt af stað, og árang
ur þeirra frjálsu samninga, sém
tókust á síðastliðnu vori milli
verkalýðssamtakanna og atvinnu-
rekenda, að engu gerður, áður en
varir.
(Framhaid á 2. síðu)
Forsetinn kominn
heim frá Kanada
Forseti íslands, herra Ásgeir
Ásgeirsson, og forsetafrúin,
Dóra Þórhallsdóttir, komu til
landsins kl. 6.30 á sunnudags-
morgunihn úr opinberri heim-
sókn til Kanada. Forsetinn
boðaði blaðamenn á sinn fund
í gær og s|<ýrði lítillega frá för
sinni og tildrögum hennar.
Fyrir nokkrum árum var hér á
ferð Pearson, formaður frjáls-
lynda flokksins í Kanada, sem þá
var við stjórn. Hann vakti fyrstur
máls á því við forsetann, að hann
kæmi í opinbera heimsókn til Kan-
ada. Formlegt boð kom þó ekki
fyrr en fyrir rúmu ári. Stóð það
boð í sambandi við landhelgismál-
ið, sem þá stóð sem hæst, og vildi
Kanadastjórn sýna íslendingum
samúð sína í því máli með þessu
boði.
Forsetinn lýsti yfir ánægju sinni
með ferðina og viðtökur allar, sem
hefðu verið ógleymanlegar, Hann
kvaðst hafa hitt þar vestur frá fjöl-
marga merkismenn af íslenzkum
ættum, sem ástæða væri til að
nefna á nafn, en það yrði of langt
mál, ef nefna ætti þá a.lla. Það
vakti undrun hans, hve íslenzkan
lifir enn meðal þessa fólks.
Forsetinn og fylgdarlið hans
ferðaðist aðallega með flugvélum.
■ (Framhald á 2. sfðu.)
Maður banar konu
sinni í ölæði
Blaðið hefur fregnað að öl-
óður farþegi hafi ruðzt inn í
klefa skipsþernu á Esjunni og
svipt sig þar klæðum, er skipið
var á leið til Reykjavíkur í síð-
ustu ferð.
Þernan mun hafa vaknað um
leið og maðurinn ætlaði að troð-
ast upp í kojuna hjá henni. Var
ihún blóðug í andliti eftir viður-
eignina við dólginn, er hjálpin
barst.
Skipshöfnin mun hafa lent í
miklu stímabraki við að handsama
þann ölóða og félaga hans, sem
einnig var drukkinn, en þeir voru
settir í klefa og vaktaðir þar, unz
skipið kom í höfn. Síðan tók lög-
reglan þá til meðferðar.
Blaðið hefur leitað nánari upp-
lýsinga um málið hjá rannsóknar-
lögreglunni, en aðeins fengið stað-
fest að kæra hafi borizt vegna
ölvunar og dólgslegra láta þar um
borð.
Klukkan 13.30 á sunnudag-
inn var 35 ára gömul kóna, Ás-
björg Haraldsdóttir, til heim-
ilis að Laugarnesvegi 118, flutt
á slysavarðstofuna, þá liðið lík.
Maður hennar, Húbert Rós-
man Morthens, 36 ára gamall
sjómaður, flutti líkið á slysa-
varðstofuna. Þar kom strax
fram, að hann mundi á ein-
hvern hátt valdur að áverkum
á líki konunnar.
Rannsóknarlögreglan tók þetta
hryggilega mál strax til athugunar,
og í gær skýrði Sveinn Sæmunds-
son, yfirlögregluþjónn, fréttamönn-
um frá tildrögum þess eins og þau
hafa nú verið rakin.
Sveinn tók fram, að ýmsir þættir
málsins væru ekki fyllilega ljósir
og því aðeins hægt að gefa yfirlit
um það, sem komið hefur fram við
rannsókn og yfirheyrslur. •
Kom um borð
Húbert Morthens viðurkenndi
strax við yfirheyrslu, að hann
mundi valdur að dauða konunnar.
Á laugardagskvijjdið kom hann
með togaranum Neptúnusi úr
söluferð til Þýzkalands. Ásbjörg
kom þá um borð til að taka á móti
manni sínum. Þar byrjuðu þau að
drekka bjór, og drakk Húbert
áfengi með bjórnum. Hjónin yfir-
gáfu svo skipið og komu heim laust
fyrir klukkan tvö um nóttina og
héldu drykkjunni þar áfram.
„Þá skeði hörmungin"
Húbert sagði, að þau hefðu
snemma farið að kýta, enda bæði
mjög drukkin. Taldi hann það ekk-
ert óvanalegt undir slíkum kring-
• umstæðum og dró ekki dul á, að
þá hefðu komið fram ágreinings-
' mál, sem þau hefðu að öðru jöfnu
t ekki rætt. Tímamörk voru honum
mjög óljós, en einhvern tíma
seinni hluta nætur eða undir morg-
un virtist honum að afbrýðisemi
hefði gagntekið hann. Sagðist hann
þá hafa „alveg tryllzt, og þá skeði
hörmungin".
Innvortis áverkar
Líkið ber með sér, að handalög-
mál hefur átt sér stað, og að kon-
an hefur verið lostin hnefahöggum,
en ekki með barefli. Höfuð henn-
ar var marið og bólgið og marblett-
ir hingað og þangað á líkamanum.
Hins vegar varð ekki ráðið, að út-
vortisáverkar hefu valdið dauða
hennar. Við athugun kom í ljós að
innvortisáverkar voru þeim mun
meiri, en krufningarskýrla var ekki
tilbúin, þegar fréttamenn ræddu
við Svein Sæmundsson í gær.
(Framhald á 2. síðu.J