Tíminn - 03.10.1961, Síða 2

Tíminn - 03.10.1961, Síða 2
I TÍMXNM^, ÞxjSjudagimi 3. Qktóber 196L FULL EINING UM HOF- UÐATRIÐI MÁLSINS segir ÓtSinn Rögnvaldsson, prentari Blaðið átti í gær tal við Óð- inn Rögnvaldsson, prentara, en hann á sæti í miðstjórn Al- þýðusambands íslands. Leitaði blaðið frétta af fundahöldum alþýðusambandsins nú um helgina og fer viðtalið við Óðinn hér á eftir: Formannaráðstefna ASÍ gerði eftirfarandi ályktun um vlnnu- iögg jöflna: „Vegna þráláts áróðurs at- vinnurekenda og síendurtekinna skrifa I biöðum þetrra nú að undanförnu, áréttar ráðstefnan fyrri afstöðu, er mótuð var i eln róma ályktun verkalýðsmálaráð- stefnunnar í maí 1960 og i álykt- un seinasta A^þýðusambands- þings, þar sem iýst var yfir, að það væri ákvörðun verkalýðs- hreyfingarinnar að snúast ein- huga til varnar gegn sérhverrl tilraun atvinnurekenda til að ná fram breytingum á vinnu- löggjöfinni i þá átt að skerða rétt verkalýðssamtakanna. Jafnframt vítir ráðstefnan harðlega, að rikisstjórnin hefur nú tvfvegis sett bráðabirgðalög til skerðingar á einum helgasta rétti verkaiýðssamtakanna, verk- fallsréttinum." MaÖur banar konu (Framhald af 1. síðu). Börnin Húbert gat ekki greint frá ein- stökum atriðum í þessu sambandi, og er talið óvíst, að hann geti það nokkurn tíma. Eftir að þetta var afstaðið, kvaðst hann ekki hafa vit- að af sér um stund. Ásbjörg lá á gólfinu, þegar hann raknaði við, og bar hann hana inn í svefnherberg- ið og lagði hana í rúmið. Viður- eignin hafði farið fram í stofunni, en börn þeirra, tveggja, sex og sjö ára, voni í svefnherberginu. Hvort þau heyrðu eða sáu eitthvað af því, sem fram fór um nóttina, er ekki vitað. Eftir hádegi Húbert taldi, að konan hefði verið með lífi, þegar hann lagði hana í rúmið. Eftir hádegið fór hann að þurrka af henni blóð og sá þá, að eitthvað alvarlegt hefði komið fyrir. Hann hringdi þá til frænku Ásbjargar, sem kom að vörmu spori. Hringt var á sjúkra- bifreið, og fór Húbert með líkið á slysavarðstofuna eins og fyrr segir, en allt bendir til, að Ásbjörg hafi verið látin, þegar hann fór að þurrka af henni blóðsletturnar. Frænka Ásbjargar tók börnin að sér. Manndráp Fólk í næstu íbúðum mun hafa heyrt háreysti um nóttina, en slíkt hafði áður komið fyrir. Það hefur enn ekki verið yfirheyrt og ekki er vitað til, að neinn utanað- komandi hafi reynt að hafa af- skipti af því, sem gerðist. Rannsóknarlögreglan athugaði íbúðina strax'í gær. Þar var ekk- ert brotið eða úr lagi fært, en blóð- slettur fundust á gólfi og veggjum og hár, sem hafði slitnað af höfði Ásbjargar. Húbert situr nú í -varð- haldi. Hann verður að sjálfsogðu úrskurðaður til geðrannsóknar. Verknaður hans verður sennilega skoðaður sem manndráp, en ekki norð. — Hvernig hafa fundahöldin gengið, Óðinn? — Þetta hefur gengið tiltölulega vel. Formannaráðstefnan hófst kl. 2 á laugardaginn í Alþýðuhúsinu og sátu hana 120—130 fulltrúar frá öllum verkalýðsfélögum í land- inu. Fundi var frestað á laugar- dagskvöld og hófust þá nefndar- störf. Fundur settur að nýju á 'sunnudag í Iðnó og ráðstefnunni lauk þá um kvöldið. Að henni lok- inni hófst sjómannaráðstefnan og lauk henni um nóttina. í gær kl. 2 hófst svo fundur fullskipaðrar sambandsstjórnar ASÍ og lauk hon- um ekki fyrr en seint í gærkveldi. Stjórnarfundurinn var haldinn í hirium nýju húsakynnum ASÍ að Laugaveg 18. — Ekki náðist full eining um ályktun formannaráðstefnunnar •— eða hvað? — Full eining ríkti um höfuð- atriði málsins, þ. e. um hve'rnig skuli svara hefndarráðstöfunum ríkisstjórnarinnar gegn verkalýðs- hreyfingunni. Einróma var sam- þykktur lokakafli ályktunarinnar um að samningum verði sagt upp strax og krafizt eigi lakari kaup- máttar launa, en hann var í júlí s. 1. eftir verkfallsbaráttuna og hina nýju kjarasamninga, — svo og að beita áhrifum verkalýðssam- takanna til þess að Alþingi og rík- isstjórn verði við kröfum um að tryggja varanleik kjarabótanna. Ályktunin var borin upp í þrem ur liðum. Um fyrsta liðinn var ekki meiningarmunur eða kaflan um um gengislækkanirnar, en þó vildu kratar og íhald, að felldar væru niður tölur um gengislækk anirnar. Þegar kom að mótmæl- Bátasamningum sagt upp strax Einróma ályktun sjómannaráóstefnu AlþýtSu sambands Islands Á sjómannaráðstefnu ASÍ á Sunnudagskvölcl var eftirfarandi ályktun samþykkt einróma: „Sjómannaráðstefna Alþýðusam bandsins haldin í Reykjavík 1. okt. 1961, telur að segja verði upp þeim bátakjarasamningum, er gerðir voru á s.l. vetri, til þess að samræma enn betur kjörin í heild- arsamningi en þá tókst, svo og til þess að knýja fram þá réttmætu kröfu sjómannasamtakanna, að þau verði ótvíræður aðili um fisk- verð ásamt útvegsmönnum, við fiskkaupmenn. Til ábendingar telur ráðstefnan nauðsynlegt, að fá í hlut allra fé- laganna þau ýmsu aukaatriði sem ÓDINN RÖGNVALDSSON unum gegn efnahagsaðgerðum rík- isstjórnarinnar og gagnrýni almennt á stjórnina, éÍSa 2. kafla ályktunarinnar fóru kratar og íhaldsmenn að ókyrrast ,vildu | láta fella allan kaflann niður — sögðu hann málæði eitt. Umræður urðu ekki miklar um ályktunina. Eðvarð Sigurðsson hafði framsögu fyrir uppkasti mið stjórnar. Jón Sigurðsson vildi láta fella niður alla gagnrýni á stjórn, ina, en gagnrýndi stjórnina þó í ræðu sinni. Virtist hann telja höfuðorsökina að kjaraskerðing- unni vera þá ,að verðlag var gef ið frjálst á nokkrum vöruflokk- um, enda á maðurinn sæti í verð lagsnefnd. — 1. kafli ályktunar- innar var samþykktur meg 57 at- kvæðum gegn 21; 2. kafli með 58 gegn 20, en 3. kafli einróma. Þá var einnig gerð á.formanna ráðstefnunni ályktun um vinnulög gjöfina og var hún gerð einróma. í ályktun þessari er ríkisstjómin vítt harðlega fyrir skerðingu á verkfallsréttinum og áróðri stjórn arblaðanna fyrir enn frekari skerðingu réttar verkalýðsfélag- anna, svarað með því að árétta fyrri samþykktir um að snúast ein huga, og af fullri einurð til varn- ar, ef verkalýðshreyfingin verður fyrir slíkum árásum. — Og hvað um sambandsstjórn [ arfundinn? — Þetta er fundur fullskipaðrar sambandsstjórnar, en hann er hald inn það árið, sem sambandsþing er ekki. Þar voru tekin fyrir skýrsla forseta um störf miðstjórn arinnar frá síðasta Alþýðusam- bandsþingi og rætt um þau verk efni sem framundan eru í kjara- baráttunni. $ ýmis félög náðu, umfram það sem tókst í heildarsamningunum, svo sem 200 þúsund króna trygging- una við dauða eða örorku og á- byrgðartryggingu, aukagreiðslu til háseta á landróðrabátum á línu- veiðum, hækkaða hlutartryggingu, 1% af heildartekjum er renni í sjóði félaganna, hvers á sínum stað, og önnur þau atriði sem sam- komulag verður um að bera fram. Ráðstefnan telur rétt, að feng- inni reynslu, og samþykkir að væntanleg samninganefnd verði samansett og tilnefnd á sama hátt og síðast var. Þá telur ráðstafnan og sjálfsagt að sjómannasamtökin sem heild verði aðili um síldarverð á sama hátt og um fiskverð og nefnd verði skipuð á sama hátt og báta- kjarasamninganefndin er undirbúi og vinni að því máli.“ Forsetinn kominn heim (Framhald af 1. síðu). Með járnbraut fóru þau þó yfir Klettafjöllin, sem þeim voru sér- staklega sýnd, og var forsetinn mjög hrifinn af því ferðalagi. Klettafjöllin væru stórkostleg og loftslagið þar einkar gott. í því sambandi minntist forsetinn á, að á ferðalögum fyndi hann oft, hve loftslagið væri gott hér heima á íslandi. Opinberar heimsóknir sem þessi standa venjulega aðeins yfir í 3 daga, en þessi stóð yfir í 3 vikur. Sagði forsetinn, að þegar hann hefði minnzt á þetta, hefðu menn svarað því til, að það sýndi aðeins, að hann væri sjö sinnum velkomn- ari. Kaupgjaldssammngum sagt upp (Framhald af 1. síðu). II. kafli. Ráðstefnan mótmælir því harð- lega, að nokkur gild efnahagsleg rök liggi til þess að gripið var til nýrrar gengislækkunar vegna þeirra sanngjömu og nauðsynlegu lagfæringa, sem gerðar voru á kaupi verkamanna. Mun verkalýðs hreyfingin því líta á hana sem óréttmæta hemdarráðstöfun og haga gagnráðstöfunum sínum sam kvæmt því. Ráðstefnan telur það órökrétt, að lækka gengið í slíku árferði sem nú er. Gengislækkunin er framkvæmd, þegar sumarsíldveið , arnar ganga betur en nokkru sinni s.l. 17 ár og skila þjóðarbúinu , hundruðum milljóna króna í gjald I eyristekjur. Hún er gerð, þegar afli vélbátaflotans er mjög góður ■ —- þegar verð á flestum útflutn- | ingsafurðum okkar á heimsmark aðinum fer hækkandi og fram- leiðsluaukning er fyrirsjáanleg. Slík þróun á, ef rétt er stjórnað, að tryggja gengi og gildi krónunn ar sem gjaldmið’ils — og veita möguleika til bættra lífskjara í landinu. En þá gerðist samt hið gagn- stæða: Gengið var lækkað og hóf- samlegum og sanngjörnum kjara- bótum launþega í frjálsum samn ingum,' er rænt af þeim lægst laUn uðu meg hæpnum bráðabirgðalög um. — Það er sízt of sagt, að með þessum stjórnaragerðum er ráðizt á sjálfan starfsgrundvöll verkalýðssamtakanna. Ráðstefnan vill með engu móti viðurkenna að þag sé hlutverk ríkisstjórnar íslands að ákveða kaupgjaldið. Þetta er að réttum lögum og venjum hlutverk verka lýðssamtakanna og atvinnurek-1 enda, sem jafn rétthárra samnings aðila. Þess vegna lýsir ráðstefnan yfir því, ag hún telur það freklega misbeitingu ríkisvaldsins gagnvart verkalýðshreyfingunni, er nýgerð- um kjarasamningum réttra aðila er riftað með bráðabirgðalögum svo sem nú hefur verið gert. I Skorar ráðstefnan á ríkisstjórn: ina að hverfa frá slíkri ofríkis-j stefnu gegn launþegum landsins,1 en standa vig þær margendur- teknu og hátíðlegu yfirlýsingar sínar, er hún tók við völdum, að ( hún muni ekki hafa afskipti af kaupgjaldsmálum, heldur verði at vinnurekendur á hverjum tíma að vera ábyrgir fyrir þeim kaupgjalds skuldbindingum, sem þeir taki á sig í samningum við verkalýðs- samtökin. Ráðstefnan telur fengna af því fulia reynslu ,að gengislækkun eykur samdrátt atvinnuveganna og dregur sízt úr erfiðleikum1 þeirra, a.m.k. er frá líður. Þá er það einnig skoðun ráðstefnunnar, að tíðar gengislækkanir rýri traust og álit þjóðarinnar innávið og út- ávið. Einnig af þessum ástæðum fordæmir ráðstefnan seinustu gengislækkunina. Þá telur ráðstefnan það andstætt öllu þingræði, að rikisstjórn, sem fara skal með framkvæmdavaldið í umboði Alþingis, skuli milli þinga hrifsa til sín ótvíræðan rétt Alþingis til að skrá gengi íslenzku krónunnar. Það er bert, að gengisbreyting- ar geta raskað mjög verulega tekjuskiptingu þjóðarinnar, sem Alþingi ákveður í grundvallarat- riðum með lagasetningu sinni. — Þessi réttur er því Alþingis, en eigi ríkisstjórnar. Vill ráðstefnan mjög eindregið mótmæla því, að rétturinn til að skrá gengið hefur þannig verið tekinn af Alþingi og fenginn Seðlabankanum og rík- isstjórninni í hendur. Því fór að vísu fjarri, að kjara- skerðing tveggja seinustu ára væri að fulíu bætt með þeirri 10—12% kauphækkun, sem um samdist áj síðastliðnu vori milli verkalýðs- samtakanna og atvinnurekenda. | Þó telur ráðstefnan, að með tilliti til þeirrar réttarbóta, sem einnig fengust fram með samningunum, verði þetta að teljast viðunandi lausn eftir atvikum. — Með ákvæð um samninga um, að kaup skuli hækka um 4% á miðju næsta ári var þá lika að því stefnt að dreifa nauðsynlegri kaupgjaldsbreytingu á lengri tíma og skapa atvinnu- lífinu öryggi og frið næsta tveggja ára tímabil. Telur ráðstefnan, að með þess ari lausn mála, hafi verkalý. ;sam ; tökin í samstarfi við samvinnu-l hreyfinguna ráðið miklum þjóð-1 félagsvandamálum til lykta á svo farsællegan hátt, að allir þjóðfé- lagsaðilar hefðu mátt vel við una. III. kafli. En nú hefur en^ á ný verið ráðizt svo freklega á lífskjör launa stéttanna, að ekki verður við unað. Ráðstefnan telur því óhj— -emi legt að vinna upp aftur þann kaup mátt launa, sem tókst að ná með seinustu samningum, enda telur hún það lágmark þeirra lífskjara, sem verkafólk geti við unað. Það er álit ráðstefnunnar að undir þeim launakjörum geti íslenzkt at vinnulíf í heild risið af eigin rammleik. Ráðstefnan telur því rétt, að kaungjaldsákvæðum samninga verði strax sagt upp, og að leitað verði eftir leiðréttingum á þeim með það fyrir augum, að kaup- máttur launanna verði eigi lægri en hann var 1. júlí s.l. og ákvæði sett í samningana, er tryggi varan leik kaupmáttarins. Ef annað dug ir eigi, telur ráðstefnan óhjá- kvæmilegt, að afli samtakanna verði beitt til að knýja fram þessa leiðréttingu. Svo og ag beita áhrif um verkalýðssamtakanna til þess að Alþingi og ríkisstjórn verði við kröfum félaganna til að tryggja varanleik kjarabótanna. Ráðstefnan felur miðstjórn A.S.f. undirbúning þessarar bar- áttu í samráði við forystumenn í verkalýðsfélögunum, sem hún kveður sér til ráðuneytis." J

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.