Tíminn - 03.10.1961, Qupperneq 7

Tíminn - 03.10.1961, Qupperneq 7
7 xlMINN, Þriðjudagiiui 3. október 1961. BLEIKIR AKRAR Dönsk lestrarbók Fyrir nokkrum dögum var frá því sagt, að fulltrúum dag- blaðanna hefði verið boðið aust ur að Hvolsvelli á Kangárvöll um til þess að kynnast þar nýj- ungum í framleiðslu og nýt- ingu íslenzks jarðargróða. Segja m'á með nokkrum hætti, að um flestar nýjungar í lífsbaráttunni fari á tvenn- an hátt. Annaðhvort fara þær af stað með miklum bæigsla- gangi og auglýsingum, er tekið með kosturn og kynjum, rísa stundum hátt og skjútt eins og alda 'á grunnsævi, sem brotn- ar fyrr en varir, eða þá að þær fara hægt og hljóðlega af stað, mæta tregðu fólksins, en end- ast vel og verða að lokum þýð ingarmikill þáttur í atvinnu- lífinu. Um mörg undanfarin ár hafa verið gerðar stórmerkar tilraunir með kornrækt undir stjórn og leiðsögu hins merka brautryðjanda, Klemenzar á Sámsstöðum. Nokkrir bjartsýn ir áhugamenn hafa víðs vegar um landið fetað í fótspor hans og notið reynslu hans og kunn áttu og reynt kornrækt í sm'á um stíl. Sumir hafa gefizt fljótt upp, öðrum vaxið ásmegin. Nú lrtur xit fyrir, að reynsla undanfarinna ára, bæði á S'áms stöðum, og annars staðar, ásamt nýjungum í tækni og kunn- áttu, sé að leiða til kapítula- skipta í íslenzkri kornrækt, að hinum trúuðu áhugamönnum i verði að trú sinni og þcssi þátt I ur í öflun jarðargróðans verði | á næstu árum þýðingarmikill i í lífsbaráttu þjóðarinnar. Samband ísl. samvinnufélaga h hefur nú gripið þarna inn í 'á fi mýndarlegan hátt. Auk þess I’ byrjað á nýjung í nánum tengsl & um við kornræktina, þar sem f heymjölsframleiðslan er. Lík- ? legt er, að SÍS gefi í þessurn | efnum fordæini um félagsleg § átök. Trúlegt er, að mynduð | verði samvinnufélög um korn- g rækt og ef til vill heymjöls- ® vinnslu 'á ýmsum stöðurn || landinu, þar sem aðstaða, sam | kvæmt fenginni reynslu, er lík- | leg til að vera góð. Þessi smá- félög rækti svo korn í stórum í stíl og noti nútíma tækni or " þekkingu út í æsar. Reynslan fi mun sýna, að þarna er verð- S ugt og heppilegt verkefni fyrir ||j félagshyggjumenn. Lögmál sam i vinnustefnunnar mun henta * vel við lausn þessa merka máls. fi íslenzk gróðurmold er rétt- A lát í viðskiptum sínum við * mennina. Hún skilar uppskeru s eins oig s'áð er til. Hún bendir | á og styður mcð kenningu | sinni sömu stefnu í skiptingu í arðsins. Samvinna og samhjálp á mun þar reynast happadrýgst. j§ pl° jj wmmmmm-'F*!*- Mig langar til með þessum lín- um að vekja athygli á útkomu nýrrar kennslubókar, sem hlýtur að marka tímamót í samningu kennslubóka í erlendum málum hérlendis, en það er Dönsk lestr- arbók fyrir menntaskóla eftir þau Bodil Sahn menntaskólakennara í Reykjavik og Erik Sönderholm, lektor í dönsku við Háskóla ís- lands. Það hefur lengi verið Ijóst öll- um þeim, sem við kennslu erlendra tungumála hafa fengizt, að breytt viðhorf í samskiptum íslendinga við umheiminn hljóta að kalla á breyttar kennsluaðferðir. Tungu- málanám miðast ekki lengur ein- göngu við að verða læs á málið og geta tjáð sig skriflega, heldur gera aukin ferðalög fólks hingað til Iands og héðan nauðsynlegt, að hið talaða mál sitji í fyrirrúmi í kennslunni. Þess vegna er vaxandi viðleitni í þá átt í þeim skólum, sem ekki eru bundnir á klafa lands prófsins, í þá átt, að fá nemendur til þess aö tala og hugsa á hinu erlenda máli. En fyrir því hafa kennslubækur oft staðið í vegi. Mál þeirra hefur verið bók- menntamál, sumt meira og minna gamaldags og æfingar hefur vantað til þess að skapa grundvöll sam- ræðna á málinu. Ofhleðsla kenn- ara, sem vegna kennaraskorts og lélegra launakjara hafa neyðzt til þess að taka að sér kennslu langt fram yfir það, sem æskilegt má teljast, hefur valdið því, að þeir hafa ekki getað tilreitt efnið sem Söngför Fóstbræðra Hinn 25. sept. 1961 lauk þriggja vikna söngför karlakórsins Fóst- bræðra til Finnlands og Sovétríkj- anna. Fyrsti samsöngur kórsins var í Helsingfors hinn 8. september. Gagnrýnendur fóru einkar lofsam- legum orðum um sönginn, m. a. í Suomen Sosiaalidemokraatti 10. sept. á þessa leið: „Raddlega var kórinn vel sam- stilltur og náði þannig glæsilegum árangri. Hæst náði kórinn samt sem áður í litríkum og létturh söng, og nákvæmri meðferð (pree- ision). Hinn ungi söngstjóri Ragn- ar Björnsson er greinilega hæfur, áhrifaríkur stjórnandi, sem hefur nákvæmt og gott vald á kórnum“ ... „Einsöngvarar voru þeir Erling- ur Vigfússon og Kristinn Hallsson. Sá fyrrnefndi hefur hressilega, en ekki mikið skólaða tenorrödd, en sá síðarnefndi hefur óvenju sterka og hljómfagra baryton-rödd. Carl Billich annaðist undirleik fyrir kórinn af öryggi og smekkvísi. Áheyrendur á samsöng þessum voru venju fremur margir“. Meðan dvalið var í Helsingfors, nutu Fóstbræður mikillar gestrisni og margháttaðrar fyrirgreiðslu hins kunna karlakórs Muntra Mus- ikanter, svo og aðalræðismanns ís lands, herra Kurt Juuranto. Þá tók forseti Finnlands, herra Urho Kekkonen á móti kórnum í forseta- höllinni hinn 9. september. Við það tækifæri sæmdi fararstjórinn, Ágúst Bjarnason, forsetann heið ursmerki kórsins úr gulli, og af- henti forsetafrúnni gjöf frá kórn um. Frá Helsingfors var haldið hinn 11. sept. með langferðabifreiðum til Leningrad og þaðan flogið sam- dægurs með þotu til Moskva Á flugvellinum þar tók á móti kórn- um dr. Kristinn Guðmundsson ambassador og Ingvi Ingvarsson, sendiráðsritari, sem skipaður var af utanrikisráðuneyti fslands far- arstjóri kórsins í Sovétríkjunum. En auk þeirra fulltrúar frá sovézka menntamálaráðuneytinu og Gos- consert, er annast um skipulagn- ingu erlendra listamanna um land- ið. Gististaður hafði Fóstbræðrum verið búinn á Hotel Ukraina, stærsta og nýjasta hóteli borgar- innar með 1100 herbergjum. Dag- inn eftir var samsöngur haldinn í Tchaikowsky-konsertsalnum, ein- um kunnasta og glæsilegasta hljóm leikasal borgarinnar. Salurinn var fullskipaður, um það bil 1600 manns, og var samsöngnum út- varpað. Viðtökur og fagnaðarlæti áheyrénda voru innilegri en Fóst- bræður hafa áður kynnzt, og er ekki að orðlengja að kórinn varð að endurtaka fjölda laga á söng- skránni og syngja 8 aukalög, en samsöngurinn stóð samfleytt í tvær klukkustundir og 45 mín. Blaðadómar voru undantekningar- laust afar lofsamlegir. í Moskva sat kórinn hádegis- verðarboð menntamálaráðherra Sovétríkjanna, frú Furtsevu, auk veglegs hófs ambassadors íslands, dr. Kristins Guðmundssonar. Þá áttu þátttakendur ógleymanlega kvöldstund á heimili fararstjórans, Ingva Ingvarssonar og frú Hólm- fríðar. Meðan dvalizt var í Moskvu áttu þátttakendur kost á m. a., að hlýða á blandaðan kór undir stjórn hr. Svesnikovs, en sá kór er talinn með beztu kórum borgarinnar, og kennd ur við hinn fræga stjórnanda sinn. Þá var kómum boðið til stórkost- Iegrar ballettsýningar í Bolshoi- leikhúsinu. ■~Frá Moskva var haldið til Riga a? kvöldi hins 15 september. Þar var tekið á móti kórnum af full- trúa menntamálaráðuneytisins, sem ávarpaði kórinn og bauð hann vel- kominn. Haldnir voru tveir samsöngvar í borginni, þann 17. og 19. sept. fyrir troðfullu húsi. Var fyrri samsöngnum sjónvarpað, en hinum síðari útvarpað. Til marks um mót- tökur áheyrenda skal tekið fram að samsöngurinn stóð yfir í fullar 3 klukkustundir, og varð að end- urtaka mörg lög, auk þess sem sungin voru af kór og einsöngvur- um alls 12 aukalög. Kórnum bárust vinsamlegar kveðjur víða að, m. a. frá þekkíasta karlakór Sovétríkj- anna, Academiska kórnum í Tallin í Eistlandi, sem óskaði eftir að Fóstbræður legðu lykkju á leið sína og kæmu þar við, en úr því gat ekki orðið að þessu sinni. Með- an dvalizt var í Riga átti kórinn þess kost að sjá og skoða ýmsa merka stað: í borginni og nágrenni hennar, fanð var m. a. í óperuna. Frá Riga var haldið með flugvél þann 20. sept. og komið til Lenin- grad laust eftir hádegi. Þar í borg voru haldnir 2 samsöngvar og var þeim síðari útvarpað. Bæði skiptin var sungið fyrir fullu húsi áheyr- enda og endurtók sig sama sagan sem fyrr, að kórnum var frábær- lega tekið og sungin mörg auka- lög. Ummæli gagnrýenda voru mjög lofsamleg eins og fram kemur m. a í blaðinu Pravda-Leningrad, sem birti ritdóm á útsíðum, ásamt stórri mynd af kórnum og öðrum ein söngvara hans, Erlingi Vigfússyni Kórnum hafði verið valinn dvalar staður á bezta gistihúsi borgarinn ar. Hotel Astoria Gafst Fóstbræðr um kostur á að skoða Vetrarhöll ina, svo og Sumarhöllina „Peter hof“. Kór ríkisháskólans. sem tal inn er með beztu kórum borgar innar. bauð Fóstbræðrum heim og söng fyrir okkur í um það bil klukkustund Var söngur þess kórs frábær. Á eftir sungu Fóstbræður nokkur lög við mjög vinsamlegar undirtektir. í Fóstbræðrum er ljúft að taka fram,' að þessi söngför var ágæt- lega skipulögð, og fyrirgreiðsla og i , Framhald á 15. síðu. skyldi sem samræðugrundvöll og þá gjarna leitað til erlendra kennslubóka, sem út af fyrir sig er þó ekkert athugavert við. Nú hefur það hins vegar skeð, að út hefur komið bók, sem byggð er upp í samræmi við breyttar kröfur. í hinni nýju dönsku lestrar bók eru úrvalskaflar úr bókmennt- ium, blaðagreinar og kaflar úr fræðilegum ritum. j Aftan við bókina eru svo æf- ingakaflar, sem eru þannig samdir, að jöfnum höndum eru spurning- ar, mál- og hljóðfræðilegs eðlis, og spurningar um efni kaflanna, sem lesnir voru, þannig að hægt er að ganga úr skugga um skilning nem- enda á efninu án þess að farið sé út í beina þýðingu á íslenzku. Hefur við samningu þessara æf- inga auðsjáanlega komið í góðar þarfir kennarareynsla frú Bodil Sahn, sem kennt hefur við mennta- skólann um langt skeið og er, að ég hygg, fyrsta konan, sem skipuð hefur verið fastur kennari við menntaskóla hérlendis. Þessar æfingar tel ég megin- kost bókarinnar og þó að sumum finnist ef til vill, að efnisspurn- ingarnar séu gagnslitlar, þá tel ég, að einmitt þær skipti höfuðmáli vegna þess að með þeim er vísað á veg til þess að gera nemendum kleift að ná valdi á málinu, sem talmáli, án þess að þurfa alltaf að finna íslenzka orðið í liuganum, með öðrum orðum að hugsa á málinu. Þessi bók er tilraunaverk og höfundar geta þess í formála, að von sé annars bindis á næsta ári. Vonandi er, að viðtökur þessa bindis verði slíkar, að af því verði, en auðvitað fer það eftir þvi, hvort þessu hefti verur tekið með opn- um huga fyrir þeirri nýju stefnu, sem þarna er farið inn á, hversu mikig gagn verður af útgáfunni. Skoðanir verða eflaust skiptar um efnisval bókarinnar og persónu lega finnst mér, að einstakir kafl- ar bókarinnar séu of misþungir, þ. e. a. s. þeim er ekki raðað eftir þyngd og þess vegna verður að hlaupa nokkuð fram og aftur í bókinni til þess að velja samstæða kafla að þessu leyti. En höfuðatriðið er, að bókin er komin út og að hún gengur í þá átt, sem óhjákvæmilega verður farin í framtíðinni í tungumála- kennslu. Þess vegna er vonandi, að viðtökur kennara þess stigs, sem hún er ætluð, verði slíkar, að þær verði hvatning til áfram- halds á sömu braut, ekki aðeins í þessu tungumáli heldur öðrum og ekki eingöngu á þessu skóla- stigi, heldur öllum. Kostir bókarinnar og gallar koma fyrst í ljós, þegar farið er að nota hana, en fordæmið er gott og framtak höfundanna lofsvert. Því flyt ég þeim beztu þakkir fyrir þessa bók. Snorri Þorsteinsson, Bifröst .■■VAW.V.V.V.V.V.V.V.V Heimilishjálp Tek gardínur og dúka í strekk- ingu. Upplýsingar í síma 17045, WWWWVWWWVWWVV.V, Á víðavangi Víxiíl til þriggja mánaða Ríkisstjórnin hefur með út- g'úfu bráðabirðalaganna varðandi lcaup sjúkrasamlagslækna frest- að um sinn þeirri upplausn sjúkratrygginganna, sem var yfirvofandi. Þessi frestur er þó aðeins til þrigigja mánaða. Fátt sýnir betur en öll með- ferð þessa máls, hvílíkt öng- þveiti er nú að skapast í m'ál- um þjóðarinnar. Deila læknanna og sjúkrasamlaganna er búin að standa mánuðum saman. Ekkert raunhæft er gert til að leysa deiluna. Loks á seinustu stundu, þeigar allt er komið í ó- efni, er gripið til ofbeldisaðgerða til þess að tryggja þriggja mán aða frest. Þegar stjórnin kom til valda, var það eitt helzta loforð henn- ar að reyna að koma efnahags- málum þjóðarinnar á varanleg- an grundvöll. Niðurstaðan er sú, að aldrei hefur ríkisstjórn treyst meira á bráðabirgðaúrræði, um það vitnar bezt þriggja mánaða víxillinn í Iæknadcilunni. Beíií eftir síldarveríi Annað dæmi um þá stefnu ríkisstjórnarinnar, að fljóta sof andi, unz allt er komið í óefni, er seinadrátturinn á þvi, að á- kveða verðið á síld, veiddri sunn anlands. Sjómenn héldu fund um þetta mál um helgina, til þess að reka á eftir verðákvörðun- inni. Ef hún dregst nokkuð úr þessu, getur það orsakað meiri eða minni stöðvun þessara veiða. Það hefur tafið aðgerðir ríkis stjórnarinnar í þessu rnáli, að ráðherrarnir hafa verið flestir út í löndum um lengri eða skemmri tíma undanfarið, og íjórnin því verið ófær um að taka nokkrar meiriháttar ákvarð anir. Bjarni og Eyiólfur Seinustu vikurnar hefur verið öllu meiri menningarbragur á Mbl, en um langt sekið. Um sein ustu helgi versnaði þetta þó skyndilega aftur. Þeir komu þá jafnsnemma heim til landsins, Bjarni Benediktsson, forsætisráð herra, og skósveinn hans við Mbl., Eyjólfur K. Jónsson. Síðan hefur Mbl. verið skrifað að nýju í anda John Birch-istanna ame- rísku. Reynt er að setja komm- únistastimpil á allt, sem ekki fell ur í smekk Bjarna og Eyjólfs. Það m'á þó Gunnar Thoroddsen eiiga, að liann lætur ekki Vísi ganga alveg eins langt í því að fylgja fordæmi þessara öfga- fullu Bandaríkjamanna, sem stimpluðu Hammarskjöld dygg- asta þjón kommúnista. ForsetakjöríS 1959 Mbl. birti nýlega Staksteina- grein um Einar Olgeirsson og lýsti honum sem öfgafyllsta kommúnista. Áreiðanlega var Einar þó ekkert öfgaminni sum- arið 1959, þegar allur þingflokk ur Sjálfstæðisflokksins kaus hann til að gegna öðru áhrifa- mesta embætti Alþingis, forscta- embættinu í neðri deild. Þjóðviljinn birti nýlega grein um Bjarna Benediktsson og lýsti honum sem versta afturhalds- segg, Bjarni var þó ekki hótinu skárri sumarið 1959, þegar allur þingflokkur Alþýðubandalagsins kaus hann til að vera forseta saineinaðs Alþingis. Það, sem gerðist fyrir tveimur árum, getur hæglega gerzt aft- ur, hvað sem líður skrifum Mbl. og Þióðviljans.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.