Tíminn - 22.10.1961, Blaðsíða 11

Tíminn - 22.10.1961, Blaðsíða 11
T.ÍMINN, sunnudaginn 22. október 1961 Stærsta atómsprengja gæti ekki hafa orsakað meiri eyðileggingu — aðeins á styttri tíma. Yfir milljón manna voru drepnir og særðir í orrustunni við Somme árið 1916. Við segjum frá blóðugustu orrustu heimsstyrjaldar- innar fyrri hér á síðunni, orrustu, sem háð var um nokkra kílómetra, þar sem ekkert lifandi varð eftir. Síðan eru liðin 45 ár, og við erum ekki orðin neitt vitrari — aðeins duglegri í morðtækninni. án atómsprengja ☆ Byssustingina á! Viðbúnir! Sækið vram! Nákvæmlega á miðnætti aðfaranétt 1. júlí 1916. Stað- urinn,. ef það gat þá kallazt staður lengur, var Somme. Skothríðin hafði staðið lát laust yfir í heila viku. Sjö langa sólarhringa hafði sprengikúlunum rignt yfir herfylkingar Þjóðverjanna. Gaddavírsgerðunum var sóp- að brott. Skotgrafirnar og göngin á milli voru gereyði- lögð og full af leðju og lík- um, svo að ekki einu sinni rotturnar komust út eða inn. Að baki fremstu víglínu Þjóðverjanna var járnbraut- arstöðirt>- vegirnir, birgða- stöðvarnar og allt hrunið og orðið að minna en engu. Meðal Bandamanna var enginn, sem trúði því, að nokkur gæti verið með lífs- marki hinum megin. Það furðulega var samt sem áð- ur, að það voru lifandi Þjóð- verjar í þessum rústum. Og það, sem enn ótrúlegra var, að þeir lágu viðbúnir bak við byssur sínar og biðu herdeild anna, sem brátt myndu rísa upp úr skotgröfunum í hundraðatali og ráðast til at- lögu á það, sem eftir var af Þjóðverjunum. Þetta höfðu þýzku herfor- ingjarnir séð fyrir. Þeir höfðu fengið mikinn liðsauka og það, sem enn verra var, teðjuna, svo að nú voru þeir viðbúnir að veita andstæð- ingunum hlýlegar móttökur. Þegan orustunni loksins lauk, höfðu 750 þúsund manns dáið eða særzt af hálfu Bandamannahersins, en Þjóðverjarnir höfðu misst meira en hálfa milljón. Fljótið Somme rennur kyrr- látlega í gegnum Norður-Frakk land. Eins og lygn fljót gjarn- an gera, rennur það í stórum bugðum hér og þar. Á lítilli hæð við fljótið sér yfir víg- völlinn, þar sem þessi blóðuga orusta var háð fyrir 45 árum' Þar má sjá hermannagrafir minnismerki, stór joforð um að slíkt megi aldréi endurtaka sig, og maður skynjar grafar- kyrrðina. Þeir lokúðu augunum — Árið 1916 var aðstaða Bandamanna á vesturvigstöðv- unum því sem næst vonlaus. Þjóðverjarnir sóttu hart fram við Verdun, og fremsta víglin- an var reikul. Síðari hluta dags hinn 24. júní hófu Frakkar og Bretar skothríðina við Somme Þetta varð stórkostlegasta or- ustan, sem háð hafði verið til þessa, og hún stóð látlaust til miðnættis 30. júní. Það var aðeins síðustu mínúturnar fyr ir miðnætti. sem dauðakyrrð ríkti. Svo hljómuðu skipunarhróp in: Byssustingina á! Viðbúnir! Sækið fram! Frönsku og brezku hermenn irnir reyndu að hrekja óttann á brott, en hann kom alltaí Útrýming aftur. Þeir lokuðu augunum í villtum ótta, en á næsta augna bliki stóðu liðþjálfarnir yfir þeim. Þeir settu allt sitt traust á, að þýzku liðsveitirnar væru sundurskotnar eftir heillar viku látlausa skothríð. Síðan klifruðu þeir upp úr skotgröf- unum og stauluðust .áfram i náttmyrkrinu, sem við og við lýstist upp af sprengikúlu. Bak við vélbyssurnar og hrið skotabyssurnar hinum megin lágu Þjóðverjarnir, sem eftir lifðu, miðuðu og hleyptu af Þeir risu upp aftur — og féllu Bretarnir réðust fyrst fram, og aðeins nokkrum sekúndum síðar var svæðið einn púður reykur, dauði og blóð. Bretarn ir létu þó ekki stöðva sig. Þeir stormuðu fram, yfir fallna fé- laga sína, féllu, risu upp aftur — og féllu. Meiri hluti þessarar fyrstu árásarsveitar lá eftir á orustu vellinum en nýir risu upp og geystust fram. Þeir komust al- veg fram að fremstu skyttun- um, en þá var ráðizt á þá frá hlið, og þeir urðu að hörfa aftur. Þjóðverjarnir höfðu unn ið fyrstu lotu. Fyrst tveim tímum síðar sóttu Frakkarnir fram. Þeir voru öllu heppnari. Þjóðverj- arnir höfðu teflt fram varaliði sínu til að mæta fyrstu árás- inni, og Frakkarnir komust fram til Peronne. Um morgun- inn höfðu þeir brotið skarð í þýzku liðsveitirnar, og þeim tókst að halda því opnu, unz liðsauki barst. En þegar liða tók á daginn, var það fyllt að nýju af þýzkum liðsauka og allt sat við það sama og áður Þó hafði Bandamönnum tekizt að ná 9500 föngum og 75 fall- byssum. ' Það, sem þeir ekki vissu Þegar kvöldið skall á, reyndu þeir að halda þessari stöðu meðan þeir reyndu að átta sig á, hvað hafði eiginlega gerzt Hvernig gátu Þjóðverjarnir staðizt allt þetta kúlnaregn, og hvaðan kom allur þessi liðs- auki? Það, sem þeir ekki vissu, ekki einu sinni herforingjarnir, var, að mánuðum saman, áður en orustan hófst, höfðu Þjóð- verjar verið að grafa sig niður í jörðina. Þær sprengikúlur voru ekki til, sem gátu náð til þeirra 10—12 metra niður i jörðina. Jafnskjótt og stundar- hlé varð á skothríðinni komu þeir í þúsundatali upp úr þess- um rottuholum sínum, reiðu- búnir til að taka á móti and- stæðingunum, sem' stöðugt máttu sækja fram á móti þeim 2600 á nokkrum mínútum / Þetta varð barátta um hvern lófastóran jarðarblett. Bardagi með byssustingjum — hræði- legasti bardagi, sem til er — var það vanalegasta. Þjóðverj- arnir vörðu hatrammlega hvern einasta millimetra. Svo skutust þeir niður í sprengi- gígina og héldu orustunni áfram þaðan. Eitt fótgönguliðið barðist svo grimmilega, að það missti 2600 menn, eða um tvo þriðju hluta alls liðsins á aðeins nokkrum mínútum. Með sinni fádæma hörku og æfingu í skotgrafahernaði tókst hinum tiltölulega fámennu Þjóðverj- um að halda hinum fjölmennu en lítt stríðsvönu óvinum í skefjum. Barátta um kílómetra Aftur á móti lét hin fræga þrautseigja Bretanna ekki á sér standa. Þegar þeir höfðu safnað kröftum aftur og liðs- auki hafði borizt, skriðu þeir aftur upp á skotgrafarbakkann aðfaranótt hins 14. júlí, og þegar dagur reis í austri, stóðu þeir mitt á meðal Þjóð- verjanna. Með byssustingina á lofti sóttu þeir fram og voru hraktir til baka, sóttu fram á ný, voru hraktir til baka á ný. Þannig héldu þeir áfram, unz þeir höfðu náð um tveimur kílómetrum á sitt vald En þessir tveir kilómetrar voru alþaktir líkum, þegar árásínni lauk Hinn 20. júlí var komið að Frökkunum að leggja til at- lögu. En Þjóðverjarnir voru viðbúnir, og Frakkarnir voru brytjaðir í smátt. Enginn friður til að sleikja sárin Þannig hélt orústan við Somme áfram viku eftir viku, dag og nótt. Hún var háð af slíkri heift, sem á ekki sinn líka í veraldarsögunni. Hún var þegar orðin blóðugasta orust- an, sem háð hafði verið. Hún barst fram og aftur, án afláts, án stundlegs friðar til að sleikja sárin. Á báða bóga var þess vænzt, að smám saman hlyti að koma veikur punktur í óvinaliðið, sem gæfi tækifæri til að brjót- ast í gegn. En strax og veikur punktur kom í annað hvort liðið, var teflt fram nýju vara- liði, sem kastaði sér út í bar- dagann af ákefð. Og að lokum var orðið Ijóst, að þetta var að verða að endalausri baráttu, sem ekki yrði lokið fyrr en báð ir aðilar hefðu verið að engu gerðir. Vikurnar urðy að mánuðum Menn ætluðu i upphafi, að orustan mundi standa í viku, en mánuðir liðu. Fremsta víg- lína Þjóðverjanna var tiltölu- lega veik, en jafnskjótt og Saklausa sagan er að þessu sinni tekin upp úr Sjálfsbjörg, riti Sjálfsbjargar, sem hefur sinn fjáröflunardag í dag til styrktar lömuðum. Mistök. Kona nokkur átti heima í úthverfi borgar skammt frá allstórri tjörn. Dag nokkurn kom sonur hennar, tíu ára snáði, heim holdvotur, og hafði hann verið að leika sér á bát á tjörninni. Hún sagði honum. 11 höggvið var skarð í hana, bætt ist nýtt lið við. Ætlunin var að gerþreyta Bandamenn svo, að þeir yrðu auðveld fórn, þegar Þjóðverj- arnir loks legðu til atlögu. Það hafði næstum farið á þann veg. 1 lok september var ástandið slæmt hjá Þjóöverjunum. Árásirnar höfðu náð hámarki sínu, og þeir urðu að fara að láta til skarar skríða. En Banda menn gátu ekki notfært sér tækifærið. Þeir vildu undirbúa á skipulagðan hátt lokaárás- ina og misstu með því dýr- mætan tíma. Þjóðverjarnir fengu tíma til að skipta á hin- um dauðþreyttu liðssveitum sínum fyrir aðrar óþreyttar. Leðjan sameiginlegur óvinur En þá tók að rigna og með regninu kom leðjan. Framlín- an var alþakin leðju, sem teygði sig marga kílómetra til beggja handa. Leðjan var sam- eiginlegur óvinur. Hún hindr- aði ekki aðeins aðgerðir á framlínunni, hún hindraði all ar hernaðaraðgerðir, og hún krafðist þúsunda fóma. Heilar herdeildir, sem reyndu að brjótast fram í gegnum leðj- una, hurfu gersamlega. Hestar, vagnar, hermenn, allt varð leðjunni að bráð. Ómögulegt reyndist að halda byssuhlaup- inu hreinu, og ef menn hrös- uðu eða féllu særðir niður í leðjuna, drukknuðu þeir ein- faldlega fyrir augum félaga þeirra, sem ekki gátu rétt hjálpandi hönd. Þeir hefðu þá farið sömu leið. Jafnvel rott- ur^nar drukknuðu. Þetta var gjaldið, sem greiða varð Orustunni við Somme lauk eftir að hafa staðið yfir í næst um fimm mánuði. Bretarnir höfðu ekki náð lengra en til Peronne. Hvergi höfðu þeir náð lengra fram en um 10—12 kílómetra. Þeir höfðu aldrei getað brotizt í gegn. Þýzka framlínan hafði færzt aftur, en orustan endaði óútkljáð. Af Bandamönnum særðust eða féllu 750.000, Þjóðverjarnir yfir hálfa milljón. Þetta var gjaldið, sem greiða varð fyrir svolítinn skóg og nokkra fer- metra af leðju og for. Nei, segja stríðssagnfræðing- ar. Þetta var gjaldið, sem greiða varð til þess, að Rúss- arnir hefðu heppnina með sér á austurvígstöðvunum. Þetta var gjaldið fyrir að Rúmenía ákvað endanlega að veðja á réttan hest og segja möndul- veldunum stríð á hendur — og þetta var gjaldiö fyrir, að kjarkurinn minnkaði hjá Þjóð verjum, en jókst hjá Banda- mönnum. Þjóðvérjar voru ekki sigur- vissir lengur — þetta var Stalingrad heimsstyrjaldarinn ar fyrri. að hann yrði að vera kyrr í herbergi sínu, meðan hún væri að þurrka fötin og strauja þau. Nokkru síðar heyrir hún hávaða neðan úr kjallara. And varpandi lagði hún frá sér straujárnið, fór fram á gang og kallaði niður í kjallarastig- ann: — Ertu nú ennþá að bleyta buxurnar þínar? Það var steinþögn. Svo heyrð ist dimm karlmannsrödd, sem svaraði: — Nei, frú, ég var bara að lesa á gasmælinn. Saklausa sagan

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.