Tíminn - 29.10.1961, Síða 1

Tíminn - 29.10.1961, Síða 1
Áekriftarsími Tímans er 1-23 23 277. tbl. — 45. árgangur. Sunnudagur 29. október 1961. Nýja hraunið rennur undir það sem fyrst rann og lyftir því Hryggur hefur myndazt á gígunum og hrauniS vellur og sýSur upp um barma hans. Ljósm.: Björn Pálsson sjúkraflugmaSur. Mývetningar fyrstir á gígbarminum - fyrirtæki gefa Oskjufrí - gosglampar sjást víða að - gígahryggur Kef- ur myndazt - hraunið breiðir úr sér - 12 þúsund feta gufugos - 400 m. hraungos - austasti gígurinn stræstur - „Eins og kynt með olíu“ - Enn gýs Askja af fullum krafti, þótt hraunstraumur úr henni sé líklega nokkuS minni en hann var í fyrradag. Tíminn hafði í gær tal af nokkuð mörgum mönnum, sem flogið hafa yfir umbrota- svæðið, og munu frásagnir þeirra raktar hér á eftir: Blaðið hafði samband við Tryggva Helgason, flugmann á Akureyri, rétt fyrir klukkan þrjú í gær. Var -hann þá nýkominn heim úr fimmtu Öskjuferð sinni á tveimur dögum. Kvag hann þá vera komið ófært flugveður við Öskju, þar Væri svart a-f mistri og ský að draga yfir, en þótt vind ur væri hægur, væri hann heldur að færasrt í aukana. Austasti gígurinn stærstur Gosstyrkurinn hefur mjög lítið breyzt, sagði Tryggvi. Austasti gígurinn er ennþá stærstur en hinir nokkug minni. Gígamir eru alls fimm eða sex, en einn er svo kraftlaus að hann gerir ekki nema að skvetta úr sér. Hvítbrennandi 400 metra goshæð Goshæðin er um 400 metrar úr austasta gígnum, þegar -hann fer -hæst, sagði Tryggvi ecin fremur. — Ég er þó ekki viss um, að meira komi úr austasta gígnum en öðrum, heldur er súlan mjórri úr honum en hinum, og nær sér þess vegna betur upp. Þetta kemur svona í kviðum, þegar ein gossúl- an er að falla kemur önnur. Þetta er allt saman hvítbrennandi, eins og það væri kynt með olíu eða koium, og þegar maður flýgur ná- lægt þessu, er hitinn eins og mað ur líti inn í bakarofn. 12 þús. feta gufugos Þegar ég flaug þarna yfir í gær, miðaði ég gosmökkinn í ca. 12 þús. feta hæð. Mér virtist áðan, að hann væri enn í svipaðri hæð. Breiðir úr sér Það er ekki hægt ag merkja, að hraunstraumurinn hafi lengzt, en þá mældi ég hann samkvæmt korti og áleit hann vera 9 km. langan. Það skakkar aldrei meiru en kfló metra- af eða á. En hann er kom- inn fram úr fjallaþrengslunum, fram úr opinu, og breiðir nú meira úr sér til hliðanna, þegar ekkert heldur að honum lengur. Gígahryggur hefur myndazt Landslag hefur að sjálfsogðu breytzt mikið við gosið, það er kominn hryggur núna, þar sem gígarnir eru. Hraunleðjan vellur þar fram jafnt og þétt, og sézt rennslið greinilega næst þeim. Rennslig er þar svona álíka hratt og vatnsrennsli í góðum bæjarlæk. Sennilega rennur þó miklu minna hraun ’ nú en fyrst til að byrja með, en þá hlýtur hraunmagnið að hafa verið afskaplega mikið, úr því þag náði að renna svona hratt. Menn við Öskjuvatn Ég sá menn á norðurbrún Öskju vatns. Þeir voru þar 8—10 í hóp 'og búnir að tjalda. Ég gat ekki séð, að þeir væru neitt að að- hafast, þeir stóðu bara og veif- uðu. 8 bflar höfðu farið niður með hraunstraumnum að austan og ek- ið upp með hinum megin. og kom ust þannig mjög nærri Öskjuop- inu, og tvo bíla sá ég þar sem hraunið nær lengst fram. Sá fyrstur Það var Tryggvi, sem fyrstur manna tók eftir því, að eitthvað óvenjulegt var ág gerast hið innra í Öskju. Hann hafði verið í eftir- leitum og var á leið heim, þegar honum datt í hug að fljúga yfir Öskju. Þá sá hann gufur leggja upp úr jörðinni, sem hann hafði ekki veitt athygli áður, og sagði frá því er hann lenti. Hraungosið, sem nú er þar, er um einum kíló- metra vestan við þessar gufur, sem eru enn til staðar. Rennslið lyftir upp hrauninu Þá flaug Björn Pálsson yfir Öskju í gær um hádegisleytið, en var á leið til Norðfjarðar að sækja tvo sjúklinga. Sagði hann, að gosið stæði um 300 metra upp í loftið, en síðan færi hraunrennslið undir það sem áður rann og lv/ti því upp. Því væri hraunstraumurinn aðeins glóandi næst gosunum, en dökknaði þegar frá dragi. Ekki hélt hann. að hraunstraumurinn hefði lengzt neitt að ráði. (Framhald á 2. síðu.)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.