Tíminn - 29.10.1961, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.10.1961, Blaðsíða 3
T Í MIN N, sunnudaglnn 29. októbw 1981. Stærstu eldflaug heimsins skotið á loft frá Canaveral Maður tiS tunglsins fyrir 1970? NTB—Canaveralhöfða 27. jkt. — í dag skutu Banda- ríkjamenn á loft frá Canaver- alhöfða stærstu eldflaug, sem gerð hefur verið í heiminum fram að þessu. Hún var af gerðinni Satúrnus og tvisvar sinnum öflugri en öflugustu eldflaugar Sovétríkjanna og þrisvar sinnum öflugri en aðr- ar öflugusfu eldflaugar Banda ríkjamanna. Tilraunin heppn- aðist í alla staði mjög vel. Fjöldinn allur af vísindamönn- um, fréttamönnum og áhugasöm- um áhorfendum var viðstaddur á Canaveral. Meðal vísindamann- anna voru m. a. Verner von Braun og þýzkættuðu vísindamennirnir Kurt Debus og Hans Grune, en þeir hafa öðrum fremur haft for- ystu um smíði eldflaugarinnar. Maður til tunglsins Bandaxikjamenn segja, að með þessu velheppnaða eldflaugarskoti hafi mjög stórt skref verið stigið í þá átt að senda bandarískan geimfara til tunglsins," og vonast fyrir lok þessa áratugs. Þessi Sat- úrnuseldflaug, sem send var á loft í dag, fór fyrst 150 km hátt, en sveigði síðan niður á við og flaug um 300 km leið út yfir Atl- antshaf og kom niður 11 km frá þeim stað, þar sem henni var ætl- að að lenda. Hún er álíka há og 16 hæða hús og hin langdýrasta, sem hingað til hefur verið smiðuð í Bandaríkjunum. Stærð og gcrð Satúrnuseldflaugin vegur 462 lestir. Aðeins eitt þrep af fjór- um var notað að þessu sinni, og talið er, að það muni taka þrjú ár að fullkomna hana svo, að hún geti flutt byrðar út í geiminn. Hún er nefnd C-l, en endurbætt gerð hennar verður kölluð C-3. C-1 hefur um það bil tveggja milljóna punda upphafsþrýsting og annað Jirepið 90 þúsund punda þrýsting. Áætlað er, að hún geti fullbúin flutt um 20 þúsund punda farm umhverfis jörð eða sem svarar 8 þúsund purid af rann- sóknartækjum. Endurbætta gerðin C-3 á að hafa 3—4 milljón punda upphafsþrýst- ing, annað þrep hennar 800 þús. punda þrýsting og hið þriðja 90 þeir til þess, að það geti orðiðþús. punda þrýsting. Hún á að f gærmorgun kom til nokkurs þjarks viS Tungufoss. Eimskipafélagið hafði sagt upp einum vinnuflokki á föstudagskvöldið, en vinnuflokkurinn taldi sig eiga rétt tii þess að Ijúka við að setja í þá lest, er hann hafði unnið við. Vörurnar voru hins vegar settar á þilfar í gærmorgun af öðrum vinnuflokki, og þannig lét Tungufoss úr höfn. Myndina tók ijósmyndari Tímans meðan þjarkað var um þetta atriði í gærmorgun. geta borið 45 þúsund punda farm umhverfis jörðu. Ennfremur á hún að geta flutt Appollo-geim- skip til mánans og fjölmargar lest- ir vísindatækja til mánans, Marz eða Venusar. Ef allt fer að óskum, mun eld- flaugin verða látin flytja þriggja þrepa geimskip umhverfis jörðu 1964—1965. Hljóp fyrir bílinn Laust fyrir klukkan 11 í gær- morgun varð telpa fyrir bíl á Miklubraut, skammt fyrir austan Lídó. Talið er, ag hún hafi verið að koma úr strætisvagni ,en hún hljóp fram fyrir strætisvagninn' í á biðstöð og út á götuna, varð hún fyrir bfl, se:n var að koma fram meg strætisvagninum. Hún kastaðist upp á vélarhlíf bílsins og féll síðan í götuna. Telpan hlaut áverka á höfuðið. Hún var flutt á læknavarðstofuna. Ekki er fullkunnugt um meiðslin. Þessi fjölskylda á heima að Ytra-Laugalandi í Eyjafirði. Hjónin heita Ingibjörg Runólfsdóttir og Jón Ólafsson og börnin Vilberg Rúnar og Vaka. Ingibjörg á miða nr. 8998 í happdrætti Framsóknarflokksins, en einn af vinningunum kom einmitt á það númer síðast þegar dregið var. Og nú getur Ingibjörg boðið bónda sínum i þriggja vikna reisu suður tll Kanari- eyja og Afriku með nokkurra daga viðdvöl ( London. Vlð óskum þeim hjartanlega til hamingju. — Næst verður dregið í happdrættinu 3. nóv. Söguleg atkvæöa- ílJO'l JglOgfiö .ílzj greiösla á þingi Alþýðubandalagið klofnaði í afstöðunni til risakjarn- orkusprenginga Sovétríkjanna Sjö nýjar bækur Atkvæðagreiðslan um þings ályktunartillöguna um mót- mæli gegn risakjarnorku- sprengingu Sovétríkjanna fór fram á Alþingi kl. 11,10 í fyrrakvöld og varð allsöguleg. Alþýðubandalagið kofnaði í afstöðunni til málsins. Þeir Finnbogi R. Valdemarsson, Hannibal Valdemarsson og Alfreð Gíslason, greiddu tillögunni atkvæði, en línukommúnistarnir sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Kommúnistar höfðu borið fram j breytingatillögu tfl að drepa mót- j mælunum á dreif, þar sem fyrst , og fremst var lögð áherzla á að i mótmæla kjarnorkusprengingum ! anarra ríkja, en siðau tekijj fram að þetta ætti einnig við risakjarn orkusprengju Sovétríkjanna. Þessi tillaga var felld með 45 atkvæðum gegn 10 atkvæðum kommúnista. Þá báru kommúnist ar einníg fram svohljóðandi við- ankatillögu: „Alþingi lýsir enn fremur yfir því, að það muni aldrei leyfa stað setningu neinskonar kjarnavopna á fslandi né að slíkum vopnum verði nokkurn tíma beitt frá stöðv um hér á landi“. Framsóknarmenn gre.ddu þess ari tillögu atkvæði, en hún var felld með 30 atkv. gegn 26. Tillagan í heild var síðan sam- þykkt með 49 samhl. atkv., en 7 'íommúnistar sátu hjá. Þeir Finn bogi R. Valdimarsson, Hannibal Valdimarsson og Alfreð Gíslason, greiddu tillögunni atkvæði og gerðu allir grein fyrir atkvæði sínu. Þessi klofningur Alþýðubanda- lagsins í þessu máli er spegil- mynd af þeirri upplausn og ringul reið, sem nú ríkir í þeim herbúð um og flótta hinna óbreyttu stuðn ingsmanna Alþýðubandalagsins frá flokknum, en megn óánægja ríkir vegna undirlægjuháttar Þjóð læknir#l viljans Moskvukommúnista, og ' i hve greinilega hefur komið fram síðustu vikur, ag það eru línu- kommúnistar, sem tögl og hagldir hafa í flokknum ,en róttækir lýð- ræðissinnar fá þar engu ráðið. Koparmenn viðurkenna Koparkallarnir, sem brutust inn í birgðastöð rafveitunnar við Elliðaár og síðar inn í skemmur Hvalstöðvarinnar og stálu feikna miklu af leiðsluvír á þessum stöð um, hafa nú viðurkennt samtals átta innbrot og þjófnaði hér í Reykjavík og nágrenni bæjarins. Þeir brutust tvisvar inn í birgða- stöð rafveitunnar, en þar fyrir utan hafa þeir viðurkennt sex inn brot, að innbrotinu í Hvalfirði meðtöldu. Þeir voru hvarvetna á höttunum eftir kopar og öðrum málmum, en einnig stálu þeir hjól börðum. Prentsmiðjan Leiftur hefur sent frá sér 7 nýjar bækur. Eru sex þeirra unglingabækur, en hin sjöunda er skáldsaga eftir hlna þjóðkunnu skáldkonu Guðrúnu frá Lundi. Nefnist bókin Stýfðar fjaðrir, og er eins og fyrri bækur höfundarins, sveitasaga er grein- ir frá lísbaróttu ólks, ást og örðug leikum. Unglingabækurnar eru lestar framhald bóka eftir vinsæla höf- unda er útgáfan hefur kynnt les- endum á undanfömum árum, enda hefur Leiftur getið sér orð fyrir skemmtilegar unglingabæk- ur, eftir kunna höfunda. Hönnubækurnar þekkja allar ungar stúlkur. Nýja bókin heitir Hanna og hvíta kanínan og er hún 11. bókin í þessum söguflokki. Þá er ný bók um Möttu-Maju, er heitir Matta Maja í mennta- skóla og er það 9. bókin um Möttu Maju. Duglegi drengurinn Kim er is- lenzkum unglingum ag góðu kunn- ur. Nýja sagan um hann heitir Kim og dularfulla husið. Enn frem ur getur Leift.ur út nýja sögu um Bcb Moran og er það 5. bókin um þannan unga ofurhuga. Nafnið Róbinson Krúso þekkja allir. Sagan um hann hefur verið gefin út mörgum sinnum og alltaf verið uppáhaldslesefni unglinga, og er því ekki að undra þótt enn sé komin ný útgáfa af bókinni. Að lokum er bók fyrir yngstu lesenduma, er heitir Fríða, Kútur og Katta. Falleg saga um litla telpu, hund og kött.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.