Tíminn - 29.10.1961, Blaðsíða 12

Tíminn - 29.10.1961, Blaðsíða 12
TÍMINN, suunudaginn 29. október 1961. Sextugur á morgun: Guðlaugur Einarsson Lögfræðiskrifstofa Aðalsteinn Eiríksson, Málflutningsstofa. Freyjugötu 37, sími 19740 !■ ■ ÞatJ mun hafa verið vorið 1925 eða 1926, sem ég sat kennaraþing í Reykjavik. Veitti ég þá athygli ungum kennara, sem mér þótti glæsilegur í allri framkómu; snyrtimenni í klæðaburði og ör- uggur og ákveðinn í fasi. Á þing- inu kynntist ég svo þessum unga kennara og féllu skoðanir okkar í skólamálum mjög í sama farveg, en þá þegar hafði Aðalsteinn Ei- ríksson myndað sér ákveðnar skoðanir á því, hvernig heppileg- ast væri að leysa skólamál strjál- býlisins, þannig að börn í syeit- um landsins byggju ekki við skarð an hlut. Aðalsteinn Eiríksson gerðist kennari við barnaskóla í Reykja- vík og sýndi áhuga og dug við kennsluna, en skólamál strjálbýl- isins voru honum þó ríkust í huga. Árið 1931 var hann kjörinn í stjórn Sambands íslenzkra barna- kennara, og jafnframt í skólaráð. í Skólaráði voru skólamál hinna dreifðu byggða — sveitanna — oft til umræðu, og kom það í hlut Aðalsteins Eiríkssonar að kynna sér þessi mál og gera tillögur um framkvæmdir. — Forystu í skóla- málum hafði þá^ núverandi forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, sem var fræðslumálastj óri _ og síð- ar fjármálaráðherra. — í fram- haldi af þessum athugunum og til- lögum Aðalsteins var stofnsettur heimavistar-barnaskólinn í Reykja nesi við ísafjarðardjúp, og var Aðalsteinn Eiríksson skipaður skólastjóri og forvígismaður þessa skóla. Um aðdragandann að stofnun Reykjanesskólans farast A. E. sjálfum þannig otð í inngangi að fjölrituðu riti: „Um uppeldi og fræðslu í sveitum“, árið 1937: „Árið 1932 voru fræðslumál sveitanna alloft til umræðu í skóla ráði landsins. Féll það einkum í minn hlut að^ taka þessi mál til athugunar. Árangurinn af því voru tillögur þær, sem birtust í blaði ungmennafélaganna, Skin- faxa. það ár, og blaði kennara- stéttarinnar, Menntamálum, árið 1933. Tillögur þessar voru lagðar fyrir skólaráðið og fræðslumála- stjómina. Var þeim tekið af mikl- um velvilja. — En það var sýnt, að mál þetta var umfangsmeira en svo, að það yrði leyst af starfandi kennara í Reykjavík sem skrif- stofustarf, í fyrsta lagi vegna þess, að starfsskOyrði eru þar allt önn- ur en út um sveitir landsins, og í öðru lagi vegna þess, að það sem mest er um vert, að skipulag, sem á að leiða til farsældar, verður að myndast við þróun samfara íhygli og starfi; en ekki sem hugsmíð eingöngu. Það varð því að ráði, að ég fékk til umráða fé úr ríkis- sjóði, til byggingar eins heima- vistarskóla, á þeim stað, sem skil- yrði voru sæmileg, og aðrar að- stæður ekki lakari _ en í meðal- iagi. Reykjanes við ísafjarðardjúp varð fyrir valinu. Árið 1934 var þar byggður skóli fyrir tvo hreppa. Um haustið það ár tók skólinn til starfa. Síðan hefur ver- ið leitazt við að starfa hér sam- kvæmt áðurnefndum tillögum mín um og því erindisbréfi, sem ég fékk jafnhliða skólastjórastarfi mínu. í erindisbréfinu segir: ..Skuluð þór gera tillögur um starfshætti og námsskrá heima- vistarbarnaskóla í sveitum. — Er til þess ætlazt, að rannsókn yðar og athugun beinist að öllu því, er snertir umbætur á barnafræðslu og uppeldi í sveitaskólum.<‘ — Áður var nokkur reynsla fengin fyrir , starfsrækslu heimavistar- námssfjóri iskóla. — Var starfsemin hér byggð á þeirri reynslu." --------Um 10 ára bil var Aðal steinn Eiríksson skólastjóri við Reykjanesskólann, sem að nokkru leyti var komið upp sem tilrauna- skóla, en studdist þó í fram- kvæmd við þá reynslu, er fengizt hafði af slíkum skólum á íslandi undanfarandi áratug. Starfsemi Reykjanesskólans vakti strax athygli. Ekki einungis heima í héraði heldur og meðal skólamanna víða um land. Á þess- um árum kom A.alsteinn líka á fót héraðsskóla í samvinnu við barnaskólann, og beitti við þá skólastofnun sínum einstæða dugn aði og rökfasta árpðri.--------- Á þessum árum átti ég þess ekki kost\að koma í Reykjanes og kynnas't skólastarfinu, en af bréfaskiptum við A. E. og frásögn héraðsmanna af skólastarfinu, véit ég, að það var með miklum ágætum. Var reynt, í starfsemi skólans, að samræma uppeldi og fræðslu þannig, að nemendur fengju þar alhliða veganesti. ------Oft hef ég sagt það við Aðalstein Eiríksson i gamni og al vöru, að hann væri einn af örfá- um mönnum í kennarastétt, sem sameinaði heitan áhuga og hug- sjónir skólastarfsins hagrænu fjármálaviti. — Það kom líka á daginn, er starfsárum fjölgaði, að fjármál skólanna og rekstur þeirra, yarð höfuðverkefni Aðal- steins. Árið 1944 réðst hann full- trúi á skrifstofu fræðslumála- stjóra og hafði þar sérstaklega með höndum allt, er snerti fjár- mál skólanna. Hann var síðar skip aður námsstjóri héraðsskóla og gagnfræðaskóla utan Reykjavíkur og síðar fjármálaeftirlitsmaður skóla, samkvæmt nýrri löggjöf 1955. — • Þeir, sem þekkja Aðalstein Ei- ríksson vita það, að hann tekur aldrei neinum vettlingatökum vá þeim málefnum, sem honum eru falin til athugunar og fram- kvæmda. — Hefur hann undan- farin ár unnið af festu og dugn- aði að því, að skipuleggja og festa í framkvæmd allt, sem lýtur að samstarfi ríkis og héraða í fjár- málum skólanna. Er starf þetta timafrekt og vandasamt í fram- kvæmd. — En það hygg ég þó, að sé álit þeirra, er átt hafa skipti við Aðalstein Eiríksson í sam- bandi við fjármál skólanna, að honum hafi tekizt að þræða hinn gullna meðalveg í þessurn viðskipt um, og beita réttsýni og sann- girni í úrskurðum. — Þessi fátæklegu orð eiga ekki að vera nein skýrsla um öll þau ábyrgu störf, sem Aðalsteini hafa verið falin, enda á hann langan starfsdag framundan, þótt hann eigi líka langan starfsdag að baki, því að ungur tók hann við ábyrgð armikilli stöðu, — en eins vil ég þó geta, þótt ég vilji í engu bera skjall eða lof á vin minn Aðal- stein, að fáa menn hef ég þekkt traustari í vináttu eða hreinskiln- ari. Hann er vinfastur og glögg- skyggn á annarra hag, og hefur sérstaka ánægju af því, að veita vinum sínum holl ráð, og styðja þá, ef erfiðleikar bera að höndum. Aðalsteinn Eiríksson hefur ver- ið hamingjumaður í einkalífi sínu. Hann er kvæntur ágætri konu, Bjarnveigu Ingimundardótt- ur, ættaðri frá Patreksfirði, og eiga þau fimm mannvæcileg börn. Eru þau þessi talin eftir aldri: Auður, gift Ásgeiri Valdimarssyni verkfræðingi, Páll skólastjóri í Reykjanesi og handavinnunáms- stjóri, Þór verkfræðingur, Halla, gift Sveini Þórarinssyni, Hlíð, Mos fellssveit, og Helga María, nem- andi í Menntaskólanum, Akureyri. Um ættfræði er ég ekki fróður, en ég veit þó, að góðir ættstofnar standa að Aðalsteini í Þingeyjar- sýslum báðum, aðallega í Þistil- firði og Fnjóskadai),!,en 7lk5? fii?1 ég kunnleika á að rekja'þæ^ætOT. Ég vil að lokum óska Aðel- steini Eiríkssyni og fjölskyldu hans allra heilla á þessum tíma- mótum ævi hans. Ég þakka hon- um langt og gott samstarf og ágæta kynningu á liðnum áratug- um. Stefán Jónsson. Áfengi ekki of gott þjófönni Framhald af 8 síðu Til er og sú leið, að banna innflutning brenndra vína, en leyfa eitt vín eingöngu. Þetta er mál, sem ástæða er til að athuga gaum gæfilega, og enginn vafi er áþví, að tjónið af völdum léttra vína er hverfandi lítið á móts við það böl, sem sterku vínin valda. Enn íremur er það hugsanlegt að ganga ekki lengra en það í bili, að banna einungis sölu sterkra drykkja úr áfengisverzlun unum til einstaklinga, en leyfa þeim veitingahúsum, sem upp- fylla ákveðin skilyi'ði, að selja gestum slík vín í staupum þar á staðnum. Þetta mundi verulega draga úr ölvun á heimilunum sjálf um og á almennum samkomum, en af mörgum þeirra fer nú held ur ófagurt orð. Enn fremur yrði þá allt eftirlit auðveldara með leynisölu og smygli sterkra vína, þar sem hver flaska. auðkennd venjulegum merkjum slíkra áfeng istegunda. væri hvar sem fyndist í vórzlu manna, vottur þess, að um ólöglega meðferð víns væri að ræða. í sambandi við öll þessi mál, er þó bæði rétt og skylt að gera sér þag ljóst, að engin löggjöf út af fyrir sig. hversu skynsam- leg sem er, er einhlít til þess að leysa vandann Ti! þess þarf að breyta almenningsálitinu sjálfu Til þess þarf að vinna ósleitilega og skipulagsbundið að því að opna augu fólksins og ekki sfzt hinnar upprennandi og ungu kyn Tjarnarcafé Tökum að okkur alls konar veizlur og fundarhöld. — Pantið með fyrirvara í síma 15533, 13552. Heimasími 19955. / Kristján Gíslason Þegar Úlfhildur sór eiSinn Framh. af 9 síðu. Árna lögmanni Oddssyni hinn fyrsta dag júlímánaðar, og eru þær konur, sem með henni sóru, nefndar Guðný Engilbriktsdóttir og Ólöf Jóns- dóttir. En nokkurn veginn víst má telja, að Guðný þessi hafi raunar verið dóttir séra Engilberts Nikulássonar á Þingvöllum, en hún var ein- mitt húsfreyja í Reykjavík um þessar mundir, kona Jóns Ólafssonar lögréttumanns. Úlfhildur hefur sjálfsagt snúið sigri hrósandi heim, þvegin af öllum grunsemd- um fyrir mátt eiðsins. Og ekki urðu þau firn, sem lustu hana í Neskirkju á jóladag- inn 1659, henni að aldurtila, því að hún bjó langan aldur í Nesi og dó ekki fyrr enl694, áttræð að aldri. Hún varð díká aðnjótandi þess sigurs, að séra Snjólfur dó árið 1667, og þá varð sonur hennar, Jón prestur í Seltjarnarnesþing- um. Henni varð að lokum að vilja sínum, þessari geðríku og aðsópsmiklu dóttur Reykjavíkur. Sjálfsagt hefur nokkuð ver- ið rætt um eið Úlfhildar manna( á meðal, en engum getum verður að því leitt, hversu hann hefur verið met inn, allra sízt, þar sem eng- inn kann lengur skil á mála- vöxtum og í rauninni ókunn ugt um viðhorf alþýðu manna í landinu til þess fiáttar svar daga. Og svo var þess ekki langt að bíða, að austur í Skálholti gerðust atburðir, sem léiddu til þess, að svardagar Úlfhild ar í Nesi hyrfu í skuggann. Eiður sá, sem Ragnheiður biskupsdóttir hafði unnið 11. maí, varð svo miklu sögu- legri — sögulegasti eiður sinn ar tegundar á íslandi, því að 15. febrúar 1662 ól hún þeim manni barn, er hún hafði svarið fyrir. slóðar fyrir því, ag hún er allt of góð og efnileg og glæsileg til þess að láta ofnautn áfengis spilla þessum kostum, kæfa sjálfsvirð- ingu sína og reisn og glata því bezta, sern í sálinni finnst og um leið lífshamingjunni. Við hljótum að sjá þag og finna, ef við hugsum um það, að það er hverjum manni og hverri konu minnkun að drekka frá sér velsæmi og vit, Og slíkt almenni.ngsálit ber löggjafanum á hverjum tíma að styrkja og efla viturlegri og hagkvæmari löggjöf. Eflum bindindishreyfinguna í landinu og vinnum saman að því, ag skapa heilbrigt viðhorf ti! áfengisins. sem viðurkennir það. seni er óhagganleg staðreynd. að það er ekki heilsudrykkur. heldur viðsjálft eiturlyf, sem umgangast þarf með vakandi varúfi og gætni Sveinn Víkingur. Laugavegi 19 SKIPA OG BÁTASALA Tómas Árnason hdl. Vilhjálmur Árnason hdl. Símar 24635 og 16307 TRÚIOFUNAR ULRICH FALKNER AMTMANNSSTÍG 2 Skrifað og skrafaS (Framhald af 7 siðu ) verða sem fyrst, því að verði samdráttarstefnunni fylgt lengur, verði öfgum og komm únisma boðið heim. Vantraustsumræöurnar munu verða til þess, að þeim f jölgar, er gera sér þetta ljóst. Stjórnarflokkarnir hafa ekki upp á annað að bjóða en „við- reisn“, sem þeir treysta sér þó ekki til að verja, og fram- kvæmdaáætlunina, sem er fyrst og fremst ekki annað en nýtt skrum. Framsóknarflokk urinn býður upp á markvissa framliðslu- og framkvæmda- stefnu, er verði sem allra flestum einstaklingúm tæki- færi til að njóta sín. Annars vegar er afturhalds- og kyrr- stöðustefna, sem fyrst og fremst hlúir að hag hinna fáu. Hins vegúr umbóta- stefna, sem miðar áð því að styrkj a sj álfsbj argarviðleitni og framtak sem allra flestra. Hræddir menn Vantraustsumræðurnar og atkvæðagreiðslan um van- trauststillöguna, leiddu það í ljós, að stjórnarflokkarnir óttast nú ekkert meira en nýjar kosningar og vilja því afstýra þeim í lengstu lög. Bæði þetta og annað bend- ir til þess, að forustumenn stjórnarflokkanna séu nú um fram allt hræddir menn — hræddir við verk sln og hræddir við væntanlegan dóm kjósenda. Hræddir menn gripa oft til óhæfuverka. Þetta, gerir líka ríkisstjórnin orðið í vaxandi mæli. Bráðabirgðalögin, sem brióta gegn stjórnarskránni, og síðari geneislækkunin eru augljóst merki um þetta. Þjóðin getur átt eftir að kynnast meira af slíkum vinnubrögðum næstu vikur og mánuði. Þess vegna ber mönnum að vera vel á verði og vinna að bví á allan hátt að stiórnin tel.ii það eitt eðHlpgt, 'að kiósendur fái úr- skurðarvald sitt sem fvrst. Þannig getur þjóðin fyrst og bezt komið fram nauðsyn- legri stefnubreytingu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.