Tíminn - 29.10.1961, Qupperneq 8

Tíminn - 29.10.1961, Qupperneq 8
8 T í MIN N, sunnudaginn 29. október 1961. Áfengi ekki of gott þjóðinni, heldur þjóðin of góð afenginu Landssambandið gegn áfengis- bölinu hefur valið þennan dag til þess að vekja athygli þjóðarinn- ar á því tjóni, sem áfengið veldur og því háskalega böli, sem of- nautn þess hefur árlega í för með sér. Þetta tjón er einkum þrenns konar: fj’árhagslegt, siðferðilegt og menningarlegt. Áfengisverzlun ríkisins mun nú selja áfenga drykki fyrir um það bil 170 milljónir króna á ári. Það svarar til nær 1000 króna skatts á hvert mannsbarti í landinu. Við þetta bætast kaup á smygluðu víni, sem nema mun verulegum upphæðum. Þetta er þungbær skattur fyrir þjóð, sem þarf á öllu sínu fé að halda til nytsam legrar uppbyggingar í landinu sjálfu. Ýmisir benda á það, að ríkissjóður stórhagnist á áfengis sölunni og segja sem svo: Hví ekki ag lofa þeim að eyða sínum síð- asta eyri fyrir áfengi, sem eru nógu vitlausir til þess? Þess minna þurfum við sjálfir að greiða í ríkissjóðinn og í önnur opinber gjöld. — En er nú víst, að svo sé? 1 Láta mun nærri, að það áfengis I magn, sem þjóðin kaupir árlega, nægi til þess, að 2000 manns að minnista kosti gætu verið stór- ölvaðir hvern einasta dag allan ársins hring. Það fara að mimnsta kosti 700—800 þúsund dagsverk forgörðum á ári í þag eitt að súpa þessa lögg. Og enda þótt allmarg ir moti til þéssarar iðju helgar og hátíðir, má þó að þessu ráða, hví líka tekjurýrnun þessi tímasóun hefur í för með sér og þá um leið rýrnun á eðlilegum skatt- gjöldum til ríkis og bæjarfélaga. Og ef drenginn væri saman í eitt árlegur kostnaður þess opinbera, vegna drykkjumannahæla, refsi- vistar sökum afbrota ölóðs fólks, sjúkrakostnaðar, sem rekja má til ofnautnar áfengis, fjölskyldufram færis á heimilum þeirra, sem of- drykkjunni hafa orðið að bráð, og aukinnar löggæzlu vegna drykkju skapar, þá hygg ég, að þær tölur muni höggva verulegt skarð í ríkis tekjurnar af áfengissölunni. Enn er ótalið það milljónatjón, sem árlega hlýzt af því, ag ölvað fólk er við stýri á ökutækjum, og önn ur þau slys, sem af ölvun stafa á öðrum vettvangi, brunatjón o.fl. o.fl., og ekki mun það auka af- köst eða nákvæmni í starfi á vinnu stöðvum, er menn mæta þar þétt- kenndir eða grúttimbraðir, sem — því miður — engan veginn eru einsdæmi. En þótt hið fjárhagslega tjón af völdum áfengisins sé þjóðinni tilfinnanlegt og harla mikið, þá er þó hið siðferðilega og menn- ingarlega böl þess miklu tilfinn- anlegra og háskalegra. Þar er eyði lagt það, sem ekki er unnt að bæta. Þar eru veitt þau sárin, sem lengst svíða í sjálfu manns- hjartanu og engin læknishönd get- ur grætt. Af þessum sökum hlýtur hver maður, sem á annað borð nennir að hugsa, og ber mannlegar til- finningar í brjósti, að sjá, að hér er ekki aðeins þörf, heldur lífs- nauðsyn skynsamlegra aðgerða til úrbóta. Að sjálfsögðu liggur beinast við að viðurkenna hreinskilnis- lega þá staðreynd, að áfengið er eiturlyf, og meira ag segja mjög lúmskt og hættulegt eiturlyf. En af því leiðir ,að það er ekki ein- ungis rétt, heldur beinlínis skylt að banna sölu þess í landinu. — Þetta hefur verið reyht, en það mistókst að verulegu leyti. Senni- lega voru hvorki löggjafamir, lög gæzlumennirnir né heldur þjóðin nægilega heilshuga um það, að stuðla að því, að lögin kæmu að haldi. Einmitt vegna þess, að hér var um eiturlyf ag ræða, sem fjöld inn var þegar orðinn sjúklega sólginn í, reyndist ekki unnt að framfylgja lögurium og þau urðu meira og minna kák. Og enn í dag eru margir dauftrúaðir á, að slík lög myndu koma okkur að veru- legu haldi nú, þó að sett yrðu, og raunar er ég einn í þeirra hópi. (Framhald a L2 síðu > Ríkissjóður missti spón úr aski sínum a Oftsinnis eru blöð Alþýðu- og Sjálfstæðisflokksins búin að telja þjóðinni trú um, að sparazt hafi þrjár milljónir króna vig það, að afnema Innflutningsskrifstofuna, sem gert var vorið 1960. Og nú síðast við framsögu fjárlagafrum varpsins fyrir 1962, að kveldi 17. þessa mánaðar, var þetta á sparn aðarafrekaskrá fjármálaráðherr- ans. Hann sagði: „Innflutnings- skrifstofan var iögð niður, oig er talið, að við það hafi sparazt yfir 3 milljónir króna.“ Ráðherrann talar urn þetta án fullyrðinga, eins og honum er gjaman lagið, ólíkt því, sem stuðn ingsblöð hans gera oft. En hver er raunveruleikinn um þetta? Hvað er sannleikur? Árið 1959 ,var síðasta heila ár- ið, sem ^ Innflutningsskrifstofan starfaði. Á ríkisreikningunum fyr ir það ár er tilfært á 5. gr. 25. bls. á liðnum „óvissar tekjur“ kr. 1.494.276,27, sem inborgað af Inn- flutningsskrifstofunnl. Þar ér einnig tilgreindur kostnaður við verðgæzlu, sem greiddur var af tekjum Innflutningsskrifstofunnar kr. 2.222.591,91. Eru þessir tveir liðir samtals kr. 3.716.878,18, sem ríkissjóðurinn hefur fengið í tekj- ur af Innflutningsskrifstofunni, á árinu 1959, eftir að allur kostn- aður við starfsemi hennar sjálfrar var að fullu greiddur. Það, sem skeð hefur, er það, ag ríkissjóðurinn hefur við afuám skrifstofunnar misst tekjur sem námu rúmlega 3,7 millji. króna á seinasta fulla starfsári stofnun- arinnar. / Innflutningsskrifstofan var ekki á fjárlögum 1959 né áður, og greiddi ríkissjóður ekkert fé til hennar. Tekjur hennar voru leyfis gjöld samkv. lögum. Ríkissjóður hefur ekkert spar- að á breytingunni, en hann hef- ur hins vegar tapað verulegri fjár upphæð eins og áður er greint. — En hefur þá einhver annar aðili eða aðrir sparað eitthvað? Senni- legast er, að enginn sparnaður hafi orðig heildarlega við breyting una. En það sem gerzt hefur, er, að gjaldeyrisbankarnir — Larids- bankinn og Útvegsbankinn — hafa fengið tekjurnar eða gróð- ann, sem ríkissjóðurinn hefði not ið að óbreyttum háttum. Kemur það að vísu vel niður og má segja — „þeim gaf, sem þurfti.“ En ekkert hefur um það sézt á prenti enn þá, hversu miklu þessi tekjuliður bankanna nam á síðastl. ári. A. „Askan var glóð- volgíhöndum mér” - Rætt við Vilborgu J. Kjerulf, sem lifði Öskjugosið mikla 1875 Öllum var bannað að fara út, þegar askan og vikurinn dundi á bænum eins og hagl- él og eldingarnar klufu niða- svart myrkriS í baðstofunni og jörðin nötraði af braki og brestum. Hún ein virti bannið að vettugi og stalst út til þess að svala forvitni sinni, en flýði æpandi inn aftur. — Þetta var 2. páskadag árið 1875. Þá átti hún heima á Kleif, efsta bænum í Fljóts- dal, og var á áttunda ári. Nú er hún bráðum níutíu og fimm ára gömul, —■, og í annað sinn á ævi hennar gýs Askja. — Mamma vaknaði um morgun- inn, áður en fólkið fór að klæða sig og sá eldglæringar, sem komu hvað eftir annað. Það var hlýtt og gott veður og féð var látið út um morguninn, en það tolldi ekki við og rásaði fram og aftur. Það fáffin á sér gosið. Klukkan tíu kom það. Það voru nú meiri ósköpin, þegar þag dundi yfir. Myrkrið var alveg biksvart, og maður sá ekki handa sinna skil. Það var alveg voðalegt, þegar þrumurnar riðu yfir og hávaðinn óskaplegur, því að það glumdi svo mikig í hamra- beltinu fyrir ofan bæinn. Svo lýstu eldglæringarnar upp bæinn, þegar dynkirnir riðu. Það var alveg eins og snjóbyljir kæmu yfir, þegar askan dundi á húsinu. Já, það voru nú meiri ósköpin. — Var nokkur úti við, þegar gosið kom? — Nei, þag voru allir inni. Öll um var bannað að fara út. En ég læddist nú samt út, svo að enginn sá. Það var svo mikið fjör í mér þá. En ég greip bara fyrir eyrun, því að háyaðinn var svo ógurlegur, ag hann ætlaði að sprengja í mér hlustirnar. Svo hljóp ég æpandi inn í bæinn. Eg var nú svo ung þá. — Hvað hélzt þetta lengi svona? — Það var nú bara stutt. Það var alveg myrkur í hálftíma en svo birti aftur. — Var fólkið hrætt? — Nei, nei, það var farið að búast vig þessu. Menn höfðu séð eldglæringarnar frá um veturinn. Pósturinn, sem kom til okkar sá oft glæringar. Eg man líka eftir því, að ég hrökk stundum upp við dynkina á næturnar. — Hvernig var umhorfs eftir gosið? — Hún lá yfir öllu, askan, og ég man, að ég sópaði henni- saman með höndunum og lék mér að henni, og hún var glóðvolg í hönd unum á mér, Mér fannst þetta vera hnoss og hafði gaman af að leika mér að henni. Hún var svona j í ökla í dældunum. Það var svo einkennilegt, að þykkasti mökk- urinn fór aðallega út Jökuldalinn og lenti miklu meira þar en hjá okkur. Askan var líka miklu meiri neðar í dalnum heldur en hjá okk u/ á Kleif. — Hvernig reiddi fénu af? ' — Þag var allt í lagi með það. Það fyrsta, sem við gerðum var' að huga að hestunum. Það var haldið, ag þeir hefðu kannske far ið í Jökulsána, en þegar fólkið kom út, stóðu þeir í hnapp og hreyfðu sig ekki. — Hvernig fór með beitina? — Það var vindurinn, sem bjarg aði. Hann reif öskuna, alveg eins og snjó í stóra skafla. En það var miklu verra hjá þeim neðar í daln um, því að askan dreifðist út dal inn, en minnkaði eftir því sem innar dró. Þeir komu með féð til okkar og beittu því í Kleifaskóg- inn, og þar krafsaði það í öskunni eins og snjó. Það varð að vaka yfir því dag og nótt. Allt féð úr Fljóts dalnum kom í skóginn til okkar, og mennirnir, sem gættu fjárins, hjálpuðu okkur að aka burtu ösk unni í hjólbörum niður í Jökuls- ána. Þag var ógurlegur þrældóm- ur á fólki þetta vor, en það sem hjálpaði var það, að tíðin var góð og að vindurinn skyldi rífa þetta svona. Þess vegna komst grasið upp. — Skepnurnar hafa þá bragg- azt? — Kýrnar voru alveg þurrar fyrst um sumarið, því að þær höfðu svo litla beit, en þær voru feitar um haustið, og þag var góð fylling í fénu og sá ekki á ullinni. Það var líka talsverð mjólk í án- um um sumarið. En sumarið var afskaplega stormasamt, og þá rauk askan svo, að maður blihdaðist, og þegar við vorum að borða úti við, sátum við uppi á stórum steinum, svo ag askan fyki ekki í matinn. — Var ekki brennisteinsstybba af vatninu? — Nei, það var ágætt hjá okk- ur. Við höfðum svo margar upp- sprettur. En það var skrítið, að sumarið eftir gosig var afskaplega mikill mývargur. Það hafði aldrei sézt annað eins. Hestarnir voru alveg viðþolslausir, og það var ekki mögulegt að halda fénu á beit, því ag það fór alltaf inn í beitarhúsin, þótt við gerðum allt til þess að halda því úti. Þann tíma, sem það hélzt úti við, tróð það' sér í hnapp undir steina. Eina leiðin var að beita því smástund á túnin á kvöldin. — Var mývargurinn eitthvað í sambandi við gosið? — Hann fýlgdi gosinu, héldu menn. — Hvemig lízt þér á Öskju núna? — Æ, mér finnst það leiðinlegt að hún skuli vera byrjuð aftur, en mér fannst nú gaman ag sópa öskunni með höndunum. Birgir. (Ljósm.: Tíminn, G.E.)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.