Tíminn - 29.10.1961, Blaðsíða 14
14
TÍMINN, smmudaginn 29. október 1961.
kosti ekki verið opnaður, sagðl
Wulf, er hann skoðaði inn-
siglin var lokið opnað, fylltist
Andrew endurtók aðeins:
— Opnið, og verið skjótir.
Hérna Godvin, taktu lykilinn
og opnaðu, því hönd min titr
ar af kulda.
Læsingin opnaðist brátt, og
þegar búið var að brjóta inn-
siglin var lokið opnað, fylltist
þá herbergið með sætum ilm.
í kassanum lá dúkur af ísaum
uðu silki, og ofan á honum
samanvafið bókfell.
Sir Andrew sleit silkibandið
og braut innsiglið, og opnaði
bókfellið, sem skrifað var
með óþekkjanlegu letri, Þar
innan í var annað bókfell
óinnsiglað, skrifað með æfðri
hendi. Það var ritað á frönsku
og hljóðaði yfirskriftin á þessa
leið:
— Þýðing á meðfylgjandi
bréfi, ef vera kynni að ridd-
arinn, Sir Andrew, hefði
gleymt arabisku, eða ef Rósa-
munda dóttir hans hefur ekki
lært það mál.
Sir Andew skoðaði bæði
bréfin og sagði svo:
— Nei ég hef ekki gleymt
arabisku, sem ég talaði alltaf
við konuna mína meðan hún
lifði, en hún kenndi hana aft-
ur dóttur okkar, en birtan er
slæm, og verð ég því að biðja
þig, Godvin, að lesa mér það
á frönsku, svo getum við borið
þau saman síðar.
f sama bili kom Rósamunda
út úr herbergi sinu, en þegar
hún sá, hvað þeir höfðust að,
sagði hún:
— Máske þú viljir að ég fari
aftur, pabbi?“
— Nei, barnið mitt, vertu
kyrr, fyrst þú komst. Eg býst
við að þetta mál snerti þig
ekki síður en mig. Lestu svo
áfram.
Godvin las áfram:
— f nafni hins miskunn-
sama og réttláta Guðs, læt ég,
Salah-he-din, Jusuf ibn Ay-
oub, drottnari hinna trúuðu,
skrifa þessi orð og innsigla
með minni eigin hendi til hins
enska lávarðar, Sir Andrew
d’Arcy, er giftur var hálf-
systur minni, hinni fögru en
hviklyndu Sitt Zobeide. sem
Allah hefur nú hegnt fyrir
synd sína. Eða þá, ef vera
kynni að hann væri einnig
dáinn, til dóttur hans, systur-
dóttur minni, prinsessu af
Sýríu og Egyptalandi, sem á
tungu vesturlandabúa nefnist
— hin kvenlega rós heimsins.
Þú, Sir Andrew, munt muna
það hvernig þú fyrir mörgum
árum síðan, þegar við vorum
vinir, vegna óhappa atviks
kynntist Zobeide systur minni,
meðan þú lást veikur sem
fangi í húsi föður míns. Hvern
ig Satan tældi hana til að
hlusta á ástarorð þín, svo að
hún varð tilbiðjandi krossins,
giftist þér að vesturlandasið
og flýði með þér til Englands.
Þú munt eijinig muna, að þótt
við gætum ekki náð henni aft-
ur frá skipi þínu, sendi ég þér
þau boð, að ég skyldi, fyrr eða
síðar, rífa hana úr faðmi þín-
um, og fara með hana á sama
hátt og vér erum vanir að
fara með ótryggar konur.
En komi boðberi minn aftur,
með þá fregn, að frænka mín
hafni þessu glæsilega boði
mínu, vil ég vara hana við því,
að hönd mín nær langt, og ég
mun víssulega taka hana með
valdi er mér gefst færi á.
Áður en ár er liðið frá þeim
degi er ég tek á móti svari
systurdóttur minnar, er kall-
ast rós heimsins, munu sendi-
menn mínir gera vart við sig,
hvar sem hún svo verður, gift
eða ógift, til þess að færa mér
hana, með mikilli viðhöfn sé
H. RIDER HAGGARD
BRÆÐURNIR
SAGA FRÁ KROSSFERÐATÍMUNUM
Vita ‘skalt þú, að riddari
einn, Lózelle að nafni, sem
býr í þeim hluta Englands, er
höll þín stendur, hefur skýrt
mér frá, að Zobeide hafi látið
eftir sig eina dótur mjög
fagra. Hjarta mitt, er elskaði
systur mína, dregst nú að
þessari frænku minni, sem ég
hef aldrei augum litið, því þó
að hún sé þitt barn og krist-
innar trúar, varst þú að
minnsta kosti, — þrátt fyrir
konuránið — hraustur og göf-
ugur riddari af háum stigum,
eins og bróðir þinn, sem féll
við Harenc, vissulega var. Þar
sem ég með Allahs hjálp er
kominn til mikilla valda, og
hef gnægð auðæfa hér í Dam-
askus og um öll Austurlönd,
hef ég áformað að hefja hana
í prinsessutign í fjölskyldu
minni. Þess vegna býð ég
henni, ásamt þér, sért þú á
lífi, að ferðast til Damaskus.
Enn fremur, svo að þú þurfir
engin svik að óttast, sver ég
við nafn Guðs og við orð Sal-
adíns, sem enn hefur aldrei
verið brotið ,að þó að ég treysti
því að hinn miskunnsami Guð
snúi hjarta hennar, svo að
hún taki trú vora af frjálsum
vilja, vil ég ekki þvinga hana
til þess að taka hana, né binda
sig því hjónabandi, er hún
óskar ekki sjálf. Ég vil ekki
heldur á neinn hátt hefna
mín á þér, Sir Andrew, fyrir
það sem þú hefur gert, né
leyfa öðrum að gera það, held
ur vil ég hefja þig til mikilla
metorða og lifa í vináttu við
þig eins og forðum.
_14J
hún fús að koma, annars m’eð
valdi sé hún treg. Sem vott
um ást mína, sendi ég henni
nokkrar dýrmætar gjafir, á-
samt útnefningu hennar sem
prinsessu og stjórnanda borg-
arinnar Baalbec og er titill sá,
ásamt tekjum og réttindum
sem honum fylgja, skráð í
skjalasafni keisaradæmis
míns til hagsmuna hennar og
réttborinna erfingja hennar,
og viðurkennt að vera bind-
andi fyrir mig og eftirmenn
mína til eilífðar.
Sendimaður sá, er færir
þér þetta bréf og gjafir, er
kristinn maður, Nikulás að
nafni, og getur þú afhent hon-
um svarið, því að hann hefur
unnið þess eið að leysa þetta
af hendi, enda mun hann gera
það, því að honum er það full-
kunnugt, að geri hann það
ekki, hlýtur hann að deyja.
Undirritað í Damaskús af
Saladín, stjórnanda hinna trú
uðu, og innsiglað með innsigli
hans vorið 851 eftir múhamm
eðönsku tímatali.
Veittu því einnig athygli, að
eftir að ritari minn hefur les-
ið bréfið upp fyrir mér, áður
en ég ritaði nafn mitt undir
og innsiglaði, varð mér það
ljóst, að ef þér, Sir Andrew,
eða þér „rós heimsins“ þætt'i
það undarlegt, að ég legði svo
mikið kapp á að ná í konu,
sem ekki hefur sömu trú og
ég, og sem ég hef aldrei séð,
og getir því efazt um tilgang
minn í þessu efni. Ég ætla
því að skýra frá ástæðum mín-
umí fám orðum. Eftir að ég
hafði heyrt talað um þig,
„kvenlega rós heimsins" hefur
Guð látið mig þrisvar dreyma
draum þér viðvíkjandi.
Sunnudagur 29. október:
8.30 Létt morgunlög.
9.00 Fréttir.
9.10 Veðurfregnir.
9.20 Morgunhugleiðing um músik:
„Áhrif tónlistar á sögu og
siði‘ eftir Cyril Scott; n. (Ámi
Kristjánsson).
9.35 Morguntónleikar:
a) Pastorale í F-dúr eftir
Bach (Helmut Walcha leikur
á orgel).
b) „Rodrigo', svíta eftir Hánd
el (Hljómsveitin Philomusica
í Lundúnum leikur; Anthony
Lewis stj.).
c) Boris Ch.ristoff syngur lög
eftir Tjaikovsky.
d) Píankonsert nr. 2 í d-moll
op. 40 eftir Mendelssohn (Pet-
er Katin og Sinfóníuhljóm-
sveit Lundúna leika: Anthony
Collins stjómar).
11.00 Hátíðarguðsþjónusta í Siglu-
fjaröarkirkju á aldarafmæli
séra Bjarna Þorsteinssonar
tónskálds fyrra sunnudag
(Séra Sigurður. Stefánsson
vígslubiskup prédikar, séra
Óskar J. Þorláksson og séra
Ragnar Fjalar Lárasson þjóna
fyrir altari. Organleikari: Dr.
Páll ísólfsson).
12.15 Hádegisútvarp.
13.10 Erindi eftir Pierre Rosseau:
Saga framtíðarinnar; H:
Homo sapiens í foxtíð og fram
tíð (Dr. Broddi Jóhannesson).
14.00 Miðdegistónleikar: Frá tón-
listarhátiðum í Evrópu I ár.
a) Frá Chartres í júlí: Sónata
í F-dúr fyrlr selló og píanó
op. 99 eftír Brahms (Gaspar
og Chieko Cassado leika).
b) Frá Salzburg í ágúst: Ni-
colai Gedda syngur lög eftir
Richard Stnauss, Duparc, Poul
enc, Mjaskovsky og Khat-
sjaturjan.
c) Frá Monaco í júní: Konsert
fyri.r flautu, hörpu og hljóm-
sveit (K 299) eftir Mozart
(Jean-Pierre Rampal, Lily La-
skine og hljómsveit Monte-
Carlo óperunnar flytja. Stjóm
andi: Louis Fremaux).
15.30 Kaffitíminn: — (16.00 Veður-
fregnir).
a) Magnús Pétursson og félag-
ar hans leika.
b) Leni og Franz Dellacher
syngja austurrisk jóðllög.
16.15 Á bókamarkaðinum (Vilhj. Þ.
Gíslason útvarpsstjóri).
17.30 Barnatími (Skeggi Ásbjarnar-
son kennari):
a) Sólveig Guðmundsdóttir les
sögu: „Bernskuminning‘.
b) Leikrit: „Gosi' eftir Collodi
og Disney 1. þáttur. Kristján
Jónsson býr til flutnings og
stjórnar.
18,20 Veðurfregnir.
18.30 „Þú komst í hlaðið”: Gömlu
lögin sungin og leikin.
19.10 Tilkynningar. — 1930. Fréttir
og íþróttaspjall.
20.00 Erindi: Hinn norski arfur fs
lands (Dr. Bjarni Benedikts-
son forsaetisráðherra).
20.25 Tónleikar í útvarpssal: Sin-
fóníuhljómsveit íslands leikur
sinfóniu n.r. 2 1 D-dúr op. 36
eftir Beethoven. Stjórnandi:
Jindrich Rohan.
21.00 Spumingakeppni skólanem-
enda I: Kvennaskólinn og
Hagaskólinn keppa (Guðni
Guðmundsson og Gestur Þor-
grímsson sjá um þáttinn).
21.45 Lög úr „Rígólettó' eftir Verdi
(Mario del Mopaco, Aldo
Protti, Hilde Guden og Giu-
iietta Simionato syngja).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.05 Danslög. — 23.30 Dagskrár-
lok.
Mánudagur 30. október:
8.00 Morgunútvarp.
8.05 Morguntónleikair: Valdimar
Ömólfsson stjórnar og Magn-
ús Pétursson leikur undir.
8.30 Fréttir.
9.10 Veðurfregnir.
12.00 Hádegisútvarp.
12.25 Fréttir og tilk.
13.15 Búnaðarþáttur: Ólafur E. Stef
ánsson ráðunautur talar um
nautgiripasýningar á síðasta
sumri.
13.35 „Við vinnuna”: Tónleikar.
15.00 Síðdegisútvarp.
16.00 Veðurfregnir.
17.00 Fréttir.
17.05 Stund fyrir stofutónllst (Guð-
mundur W. Vilhjálmsson).
18.00 Rökkursögur: Hugrún skáld-
kona talar við bömin.
18.20 Veðurfregnir.
18.30 Þingfréttk-. — Tónleikar.
19.30 Fréttir.
20.00 Daglegt mál (Bjarni Einars-
son cand. mag.):
20.05 Um daginn og veginn (Andrés
Kristjánsson ritstjóri).
20.25 Einsöngur: Elsa Sigfúss syng-
ur. Við píanóið: Carl Billich.
a) ,,Linden Lea‘ eftir Vaughan
Williams.
b) „Jeg fandt et brev' eftir
Kjeld Bonfils.
c) „Du Lasse, Lasse lille” eftir
Lillebror Söderlund.
d) „Adieu mon coeur eftir
Marguerite Monnot.
e) „Regnen holdt op at regne”
eftir Erik Kaare.
f) „Parlez moi d’amour” eftir
Jean Lenior.
20.45 Leikhúspistill: Sveinn Einars
son fil. kand. talar um borgar
leikhús og ræðir við Baldvin
Halldórsson leikara.
21.10 „Drottinn Guð er vor sól og
skjöldur', kantata nr. 79 eftir
. Bach (Þjóðleikhúskórinn og
hljófæraleikarar úr Sinfóníu-
hljómsveit íslands leika. Stj.:
Dr. Róbert Abraham Ottós-
son).
21.30 Útvarpssagan: ,,Gyðjan og ux-
inn‘ eftir Kristmann Guð-
mundsson; XXII. (Höfundur
les).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Hljómplötusafnið (Gunnar
Guðmundsson).
23.00 Dagskrárlok.
EIRÍKUR
VÍÐFÖRLI
Úlfurinn ov
Fálkinn
84
Eiríkur þaut gegnum skóginn, unz
hann kom að útjaðrinum að bæki
stöð Geitfingurs. Hann kom sér
fyrir á hæð, en þaðan sá hann sér
til undrunar, að Bústaðalénsmenn
voru að reisa virki. Eiríkur braut
heilann um, hvaða boð Geitfingur
hefði fengið, sem hefðu leitt til
þessarar framkvæmdar. Þá sá
hann hóp riddara yfirgefa bæki-
stöðvarnar og stefna í vestur. —
Tyrfingur?, hugsaði Eiríkur, hvað
er nú að gerast? Hann tók skyndi-
lega ákvörðun. Það eina, sem
hann gat gert, var að veita þeim
eftirför og fylgjast með rás við-
burðanna.