Tíminn - 29.10.1961, Qupperneq 2

Tíminn - 29.10.1961, Qupperneq 2
2 TÍ.MINN, sunnudaginn 29. október 1961. Askja drepur sig úr dróraa (Framhald af 1. síðu). Frost á Öskjuvatni Ofan í Víti sézt ekki til vatns, en Öskjuvatn er óhagigað, meira 03 segja hem á því. Hraunið hef- ur því ekki runnið út í Öskjuvatn, eins og jarðfræðingar gátu sér til í fyrradag (shr. Tíminn 28. okt.). Hraunið logarautt Flugvél frá Flugfélagi íslands flaug frá Akureyri um hádegið í dag með farþega þaðan inn yfir Öskju. Tíminn ihafði í gær tal af tveknur Akureyringum, sem tóku sér far með henni. Björn Guð- mundsson heilbrigðisfulltrúi sagði þannig frá þeir.i ferð. Veðrið var gott, og við sáum vel yfir. Við sáum gos úr 3—4 gígum, og fór það æði ihátt, en þó ekki eins hátt og ég átti von á eftir lýsingum. Hraunig er allt loga- rautt og streymir upp úr því gufa hér og þar. Þetta er tii að sjá eins og eldur í smiðju, neistaflug- ið og svartir dilar skutust hátt í loft upp. Á fjöllunum'í kring var snjúföl, en nátturlega alautt í kring um þennan hita. Uppi á einum fjallshrygg eða melöldu sá ég hvíta dfla, eins og menn hefðu gengið þar og troðig snjóinn, en síðan hefðu vindar blásið lausa snjónum frá. Cloudmastenvélin fór mjög nærri og lét afskaplega illa, meðan hún var yfir eldsvæð- inu. Nærri dáleiðandi Bergur Erlingsson, 18 ára Akur eyringur, var einnig meg þessari vél. Hann lýsti ferðinni stuttlega þannig: Ég get ekki lýst þessu. Það var svo stórfenglegt, að það var nærri dáleiðandi. Þegar flogið var yfir nýja hrauninu, var uppstreymið svo mikið, að vélin hristist til, það var óþægilegt fyrir magann, og ég hélt, að hún ætlaði að hrista af sér stélið og vængina. í fyrrinótt Tíminn hafði í gær tal af þeim flugmönnum, sem síðastir flugu til Öskju í fyrri nótt. Annar þeirra flaug stórri farþegavél frá Flug- íélaginu, og heitir Viktor Aðal- steinsson. Kvaðst hann hafa verið yfir eldasvæðinu um kl. 11 í fyrra kvöld, og þá hefði verið sérlega bjart yfir og gott skyggni. Gat hann þess til, að eldbólstrarnir hefðu verið alltaf 400 metra háir, þegar mest gekk á, og hæst gosin austast. Skifti milli austurs og vesturs Klukkan rúmlega eitt kom hann aftur á sömu slóðir, og var þá skyggni nokkru verra. Hafði vind- áttin breytt sér nokkuð. Þá brá svo við, að gosin voru hæst að vestan, en minni að austan. Sýnd- ist honum, að hraunflóðið hefði lítið lengzt, en breitt meira úr sér til hliðanna. Sagði hann, að vélar Flugfélagsins flygju í ca 400— 500 metra fjarlægð frá gosunum. „Heilmikið gamlórskvöld" Nokkru síðar, eða rétt fyrir þrjú, var Erlingur Einarsson flug maður hjá Þyt á flugi yfir Öskju. Var þá skyggni mjög gott, varla skýhnoðri á himni. — Þetta var eins og heilmiikð gamlárskvöld, sagði Erlingur. Aðalstólparnir voru þrír, og stóðu allir mjög hátt. Hann kvaðst hafa flogið í 7—8 þús. feta hæð, en gizkaði á, að mökkurinn frá gosinu hefði staðið í 11—12 þsú. feta hæð. Bjarminn frá eldunum Ijómaði upp umhverf ið, en niðri á jörðunni voru bílljós að potast í áttina að eldasvæðinu. Gosglampar sáust víða Af Vaðlaheiði, Fljótsdalsheiði og Ljósavatnsskarði sáust miklir gosglampar í fyrrakvöld, en bjart var af tunglsljósi, og sást því ekki eins greinilega og ella. Að Svartár koti í Bárðardal sást eldstólpi í gærkvöldi og nótt að sjá norðar- lega í Dyngjufjöllum, og reykjar- strókur í gær. Móða er þar sára- lítil og ekki vitað til, að aska hafi fallið. Lítilsháttar öskufall Veðurstofan tjáði blaðinu, að móða sú, er grúfði yfir Reykjavík í gær, gæti verið eldmóða. Einnig var talinn möguleiki á því, að lit- ilsháttar öskufall hefði verið f höfuðstaðnum í gærmorgun. Bíl- eigendur veittu athygli undarlega gráu ryki, sem safnazt hafði á þök og rúður bíla þeirra. Sýnishom var tekið af þessu ryki og mun það efnagreint. Veðurfræðingar skákuðu diski út fyrir veðurstof- una um hádegið í gær, en ekkert hafði fallið á hann rétt fyrir kl. 4. „öskjufrl" Fjöldi fólks víðs vegar af land- inu hefur nú flogið yfir Öskju, lagt af stað þangað á bílum eða hefur í hyggju að gera það. Einka- flugmenn og Flugfélag fslands höfðu nóg að gera við að fljúga yfir Öskju með farþega og ferða- skrifstofur, skipuleggja þangað hópferðir. Guðmundur Jónasson lagði af stað frá Reykjavík kl. 5 e.h. á föstudaginn, og samkvæmt fráttum frá Loftskeytastöðinni í Gufunesi var hann kominn að hraunjaðrinum um kl. 3 i gær. í gærmorgun fór GIsli Eiríksson fjallabílstjóri af stað á vegum ferðaskrifstofunnar Lönd og leið- ir, og mun hann siðan selflytja farþega þaðan, sem venjulegir hópferðabilar komast lengst, og áleiðis til Öskju. Frá Akureyri fara flestir, sem vettlingi geta valdið, m.a. voru starfsmenn vega gerðar ríkisins þar að búa sig til ferðar Höfðu þeir með sér benzín og ýmis tæki, og ætluðu að hjálpa öðrum, auk þess sem þetta var skemtiferð fyrir starfs- fólkið. — í Reykjavík hafa ýmis fyrirtæki staðið fyrir hóp- ferðum starfsfólks síns og munu veita „Öskjufri“ í þeim tilgangi. Stóðu fyrstir á gíg- barminum Blaðið hafði í gær samband við Pétur Jónsson í Reynihlíð, sem fór við sjödffila'lfffinn'ttT’Öskju á föstudaginn. Sagðist Pétri svo frá ferð þeirra: — Við heimamenn i Reynihlíð | fórum ásamt tveimur mönnum af | Húsavik af stað klukkan níu að morgni hinn 27. október til þess að skoða eldgosin í Öskju. Við fór- um í tveimur jeppum. Vegurinn var góður og greið- fær, en snjór var, þegar við kom- um að suðuremda Herðubreiðar- tagla, svo illa gekk að fylgja bíla- slóðum. Þó gekk okkur ágætlega að aka eftir gömlu vikursléttunni1 frá 1875. Þriggja mannhæða hraunjaðar Þegar við vorum komnir miðja vegu frá Vikrafelli, komum við að þriggja mannhæða háum hraun- jaðri nýjum. Hraunið er svart yf-ir að lita, en jaðarveggurinn hrynur frá öðru hverju og er þá allt rauð- glóandi undir yztu skurn. Meginstraumurinn í norður Öskjuopið er fullt af nýju hrauni, en út frá því fer það í þrjár megitokvíslar. Ein rennu'r austur og er hún breiðust, önnur suður með Dyngjufjöllum og er hún komin að Nátttröllagili. Sú þriðja liggur norður með Litlu- Kistu og er hún heitust og tekur nú meginstrauminn. Eldlitur mökkur Við ókum suður fyrir nýja hraunið og upp með því að sunn- an upp í höllin austur úr opinu. „Stromplelkur" Kiljans er sýnd ur vlS ágætar undlrtektlr og góSa aSsókn I ÞjóSlelkhúsinu um þessar mundlr. Uppselt hefur ver IS á öllum sýningum og er allt útllt á aS svo verSI enn f náinnl framtíS. Myndin er af Róbert Arnfinns- synl og Þóru FriSrlksdóttur f hlutverkum sinum. Nœstl sýning verSur I kvöld. Keppnisbannið á Löve staðfest Dómur genginn í hinu hvimleiöa kringlukastsmáli Dómur hefur nú verið kveð- inn upp í héraðsdómstól Í.B.R. í málinu: Úrskurður Frjáls- íþróttasambands íslands frá 17i ágúst 1961 vegna meints brots Þorsteins Löve á iþrótta leikvangi 12. ágúst. Héraðs- dómstóllinn staðfestir óhlut- gengisúrskurð F.R.Í. og „skal Þorsteini Löve vera fyrirmun- að að taka þátt í öllum opin- berum íþróttakeppnum þar til 15. júlí 1962." í forsendum fyrir dómnum segir meðal annars: \ „Dómurinn 'hefur skoðað íþrótta tösku þá, sem Þorsteinn notaði í 'keppninni, svo og þag sem í tösk unni var meðan á kastkeppni stóð og einnig athugað báðar kastkringl ur Þorsteins, er snerta mál þetta. Neðangreind háttsemi Þorsteins Löve, að hafa aðsetur langt frá öðrum keppendum með íþróttadót sitt meðan á kastkeppni stóð, að hlaupa strax að afloknum köst Snjór hindraði bílferðir þar. Nú blasti við í vestri gosmökkurinn, sem var að taka á sig eldslit með rökkrinu. Sjö menn tóku sprettinn í áttina og klukkan fimm stóðu þeir á vesturbrún fjallaranans sunnan við upphaf Öskjuops. Þar 'rétt fyrir framan okkur var aðal- gígurinn og upptök hraunsins. Raðuglóandi eldleðja Vall þar upp stórfljót rauðgló- andi eldleðju, sem rann síðan norður í opið og austur með norð- urhlíð þess. Mökkur glóandi. agna var jafnhár fjallinu, sem þeir stóðu á og lýsti upp umhverfið. Sást víða að um nóttina Þessi mökkur og bjarminn af honum sást alla nóttina glóandi, hvaðan sem sést til Dyngjufjalla. Héðan sást hann vel undir morg- un undir Bláfelli austanverðu. Stöðugur bílastraumur Tuttugu bílar eru farnir fram hjá Reynihlið á leið til Öskju og ég býst við mörgum fleirum. Straumurinn er stanzlaus af bíl- um. Veðrið er mjög gott til ferða- lagsins. um sínum eftir kringlunni og sækja hana sjálfur, að stinga keppniskringlu sinni ofan í íþróttatösku sína að loknu kasti, en slíkt er brot á leikreglum F.R.Í. að mála ólöglegu kringluna kvöldið fyrir keppnina á sama hátt og hina löglegu kringlu, að gera tilraun tjl þess að fá löggildingu v/kastkringlu sinn ar áritaða á heftiplástur, — bendir mjög til þess, að Þor- steinn Löve hafi af ásettu ráði komið með hina ólöglegu kast- kringlu í keppnina og það, að hann reynir að koma ólöglegu kast kringlunni á laun úr keppninni, bendir einnig til hins sama.“ Stoliö þvotti f nótt var brotizt inn í útibú efnalaugarinnar Glæsis að Blöndu hlíð 3. Þjófurinn hefur farið inn um gluga að, húsabaki. Stolið var mörgum pökkum af þvegnum skyrtum og öðrum fatnaði. FÉLAGSMÁLA SKÓLI FRAM ' SÓKNAR FL0KKSINS Fundur verður annað kvöld kl. 8.30 í Framsókn arhúsinu, uppi. Erindi flytur Helgi Bergs, verkfr. og tal- ar hann um Efnahags- bandalagið Framsóknarmenn, yngri, velkomnir. Eftir erindið verða frjálsar um- ræður og einnig verður svarað fyrirspurnum. eldn scm Skrifstofa happdrættisins or flutt í Edduhúsið v!ð Llndargötu 9 a. Símlnn er 12942. HappdrætM Framsóknarflokksins. Féiag Framsóknarkvenna í Reykjavík heldur saumakvöld mánudaainn 30. okt (annað kvöld) kl. 20 30, að Laufásvegl 2. — Stjórnln. AKRANES . Framsóknarfélag Akraness heldur fund í Félagsheimill templ- ara I dag, kl. 4 e.h, \ Mjög áríðandl mál á dagskrá. Framsóknaremnn, fjölmennið á fundlnn HAFNARFJðRÐUR Aðalfundur Framsóknarfélags Hafnarfjarðar verður haldlnn I Góðtemplarahúsinu I dag, og hefst hann kl. 4 e.h. Venjuleg aðalfundarstörf. Jón Skaftason, alþm. mætir á fundinum. MÝRASÝSLA Framsóknarfélag Mýrasýslu heldur aðalfund sinn í Samkomuhús- Inu Borgarnesl f dag, og hefst hann klukkan 2 eh. Að loknum aðalfundarstörfum verður ALMENNUR STJÓRNMÁLAFUNDUR. Frummælendur: alþingismennirnir SIGURVIN EINARSSON og HALLDÓR E. SIGURÐSSON.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.