Tíminn - 29.10.1961, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.10.1961, Blaðsíða 6
TÍMINN, smmudaginn 29. október 19fjj»j m Lengst tll vinstri á myndinni sést mynztriS, sem púSarnir þrír eru saumaðir eftir, Takið eftir því, hve þeir eru ólíkir og hve mikiS nemendurnir geta gert úr mynztrinu, hver á sinn sérstaka hátt. Nýjung í Irandavinnukennslu í dag verSur haldin handa- vinnusýning í gagnfræðaskóla Austurbæjar á vegum frú Sig- rúnar Jónsdóttur handavinnu kennara. Frú Sigrún Jónsdóttir og dóttir hennar, Sigurborg Ragnarsdóttir, halda á'púðaborðl með llse-saum. (Ljósmyndi r: Tíminn — GE). — Handavinna af þessari teg- und hefur ekki áður þekkzt á ís- landi, sagði frú Sigrún í viðtali við blaðið í gær. Þetta er uppfinning sænsks bstvefnaðarkennara, Ilse Roempke, sem kennir við listahá- skóla í Svíþjóð. — Eg er nýkomin frá Svíþjóð, þar sem ég kynntist þessu og tók nokkur sýnishorn með mér i því skyni að kynna þetta hér heima. — Hvernig eru þessir munir unnir og hvað er sérstakt við þá? — Þetta er aðallega ætlað sem skólavinna. Hver nemandi fær pappírsblað, köflótt, f tíglótt eða með einhverju sérstöku formi. Síðan á að tengja kaflana saman, eftir því sem hver vill, og koma þá fram jafnmörg og ólík mynztur og nemendurnir eru margir. Síðan fá allir efni með þessu sama formi og eiga að sauma eftir því, sem þeir hafa teiknað. Þá má nota hvaða útsaum sem vill. Efnið getur einnig verið mismunandi dýrt, og er það þá miðað við getu nemandans. — Álítið þér þetta heppilegt til oattur KIRKJUNNAR Hraöi og hógværö „Sælir eru hógværir,“ sagði Kristur í Fjallræðu sinni. Það eru orð, sem oftar þyrfti að hafa i huga en nú virðist raunin á hér í Reykjavík. Hvarvetna berast fréttir af slysum og sorgum, vand ræðum og friðleysi, sem allt stafar af hraða og til- litsleysi hins hógværðar- lausa eða vanstillta. Það mætti segja, að skortur á háttvísi og hógværð væri einn aðaldráttur í ásýnd aldarfarsins, Fyrstu dágar vetrarins eru oftast auðugastir að alls konar árekstrum hér í f jölmenninu. Augu o'g hugir virðast ekki hafa vanizt myrkri og regni, sem um- vefur mestan hluta sólar- hringsins, en hraðinn og hávaðinn verður að hald- ast eihs þótt allt sé á kafi í súld. En aldrei ætti betur við máltækið forna: „Flýttu þér hægt“, en einmit.t á slíkum tímum, þegar fár og mæða, sorg og slys á miðj- um vofir vegi. Og það er viðar en j um- ferðinni, sem aðgát skvldi höfð. Heimilin eru einmitt á þessum tímamótujn líkt og í uppróti, þar sem eng- inn hefur tíma til að dvelja nema rétt meðan verið er að skipta um föt. hrifsa í sig matinn eða sofa dúr seinni part nætur. Og á þeim stundum vinnst lítiil tími til viðræðna og gagn- kvæms skilnings milli hinna ýmsu aðila fjölskyld unnar, pabbi þarf að flýta sér á fundinn, mamma í saumaklúbbinn eða hár- greiðslustofuna, sonur og dóttir í tímakennslu eða partý að ógleymdum öllum dansleikjum og „bíóurn", sem lokka og seiða. Enginn tími vinnst til viðræðna, því síður til lestrar eða bréfaskrifta, enginn tími til að vera manneskja, sem hugsar og skilur aðra og heyrir hjartslátt þeirra. En einmitt vegna þess get- ur veturinn orðið svo kald- ur, að frostið nisti innst inn að hjartarótum og skuggarnir hylji birtu bros anna, áður en varir og skammdegisnótt ógæfu og einstæðingsskapar hafi tek ið öll völd á ævileið. Storm ur og kuldi hraðahs og glaumsins hafa farið yfir sumarlönd gróandi ástúð- ar og skapað þar vetrar- veldi sitt Sæla og sólskin hógværðar og hófstillinffar er í órafirrð, líkt og vorið um skamdegiskvöld, þegar norðangolan nistir inn að beini. , Þannig getur ástandið orðið á hógværðarsnauðn heimili, þar sem hraðinn hefur setzt í öndvegi. En ekki er betra né indælla um að litazt í heimi félags- mála og samfélags stétta og þjóða, ef hógværðina vantar. Þar hefur hógværð arleysið hlotið nafnið „kalda stríðið", og er þá átt við helsprengjur haturs og tortryggni, ótta og angist- ar, sem sendar eru til að eitra bæði andrúmsloft og hugarfar. Og þar hjálpa dagblöð og stjórnmála- greinar til að ræna öllu, sem heitir hógværð og hjartafriður með taumlaus um og hraðfara straumi rógs og ásakana, illkvittni og ósanninda. Þar er svo sannarlega eilifur storm- beljandi þess vetrarkulda, sem engu eirir. Og vandséð er, hvorar sprengjurnar eru eitraðri, þær, sem sprengd- ar eru í andrúmslofti jarð- arbúa eða hinar, sem eitra hugarfar og tilfinningar og heita blaðagreinar. Þannig verkar skortur á hógværð og háttvísi, hvert sem litið er, og land frels-- is og friðar, sem mannkyn- ið ætti að erf-a, þokast allt- af fjær út í ískaldan geim „kalda stríðsins.“ Þannig verður tilveran i heimi hraðans og efnis- hyggjunnar, ef hið eiha nauðsynlega gleymist, sú hógværð og hófstilling, sem heyrir Guðs orð og ýarð- veitir það. Hlustum við rétt á röddu sannleikans, gefum við gaum boðskap og kenningu meistarans, sem sagði: Sælir eru hóg- vEorir, hjartahreinir og miskunnsamir, sælir eru friðflytjendur, þá hverfa áhrif hraðans og hávaðans og friður og öryggi þoka brott ótta og neyð veraldar. Ef við hlustum rétt, er líkt og mild hönd dragi úr hraðanum, slysunum fækk ar, spennan minnkar, allt fær að eignast sína réttu stund, við lærum að nota augnablikið og njóta þess. Við sjáum bráðlega meira en yfirborð hlutanna, við eignumst innsæi og víð- sýni, sem Kristur lýsir með orðunum f,þeir munu Guð sjá.“ Tilveran eignast nýtt innihald, nýtt yfirbragð hins góða, sanna og fagra. Smám saman verða störf- in auðveldari, við afköstum meiru án þess að þreytast, og gjörum þó alltaf betur i dag en við gjörðum í gær. Þetta er það, sem Krist- ur kallar „að erfa landið", sem er fyrirheit til hinna hógværu, eignast land lifs- gleði og starfshamingju. Það er eins og við höf- um fundið hrynjandina í straumi daganna og tim- ans, komizt í takt við til- veruna í dansi kynslóð- anna og svífum áfram án þreytu, sæl og vonglöð eft- ir músik frá hjartaslögum sjálfs alföður lífsins. ,.Sæl- ir eru hógværir. þeir munu landið erfa“. Árélíus Níelsson. handavinnukennslu í skólum? — Já, alveg tvímælalaust. Þar sem nemendurnir teikna mynztrin sjálfir, er fjölbreytnin geysilega mikil. Með þessu móti getur sköp- unarhæfileiki og útsaumskunnátta nemandans fengið að njóta sín, en það er talið hafa mikla sálræna þýðingu. Eins og allir vita, sem hafa lært handavinnu í skólun- um hér, er hún ákaflega einhæf. Hingað til hafa nemendur saumað eftir mynztrum, sem aðrir hafa teiknað. Það er ekki vafi á því, að áhuginn verður meiri, þegar þeim er sjálfum ætlað að skapa þetta að mestu leyti. Þannig fær persónuleiki og sköpunarhæfileiki hvers og eins að njóta sín, og sköpunargleðin vgrður meiri. Mér er sérstök ánægja að því að kynna þessa nýbreytni hér, því að ég hef, eins og fleiri handa- vinnukennarar hér, fundið til þess, hve útsaumskennslan er ein- hæf og verður oft leiðinleg til lengdar. — Hvemig var þessu tekið f Svíþjóð? — Þessi handavinna, sem er kölluð Ilse-saumur í Svíþjóð, hef- ur bókstaflega slegið í gegn síðan hún kom fram 1952. Heilir skólar hafa komið að skoða og pantað form til þess að sauma eftir. Frú Ilse Roempke hefur verið kennari í rúmlega tuttugu ár. Hún hefur því mikla reynslu í þessum efnum og veit, hvað það er nauð- synlegt, að hugmyndaflug barn- anna fái að njóta sín. Hún hefur satt að segja byggt þetta upp á sálrænan hátt. — Hafa margir skoðað þessi sýnishom hjá yður hérna heima? — Eg hef boðið ýmsum að skoða þeha og þar á méðal frú Arnheiði Jónsdóttur námsstjóra. Henni fannst sjálfsagt áð kynna þetta fyrir fólki og er hún eigin- lega hvatamaður að þessari sýn- ingu. Allir munirnir á þessari sýningu era verk frú Ilse Roempke. Eins og þér sjáið eru þetta allt frá litlum dúkum, sem ætlazt er til, að yngstu börnin saumi, upp í stærðar veggteppi. — Hafið þér í hyggju að kenna þeim, sem hafa áhuga á þessari nýbreytni’ — Já, ég ætla að halda nám- skeið í nóvember og verð fyrst um sinn til viðtals milli klukkan 10 og 12 fyrir hádegi á heimili mínu að Háteigsvegi 26. Einnig býst ég við, að sýningin, sem er sérstaklega ætluð handavinnu- kennurum, verði opin almenningi milli klukkan 5 og 10 í stofu 16. — Og svo er það aðeins eitt að lokum. Hvernig imdirtektir haldið þér að Ilse-saumurfnn fái á fslandi? — Ja, það er nú einmitt það, sem ég er að velta fyrir mér. Það verður sjálfsagt eins og með aðrar nýjungar, sem koma hingað, ann- aðhvort verða þær hvorki fugl né fiskur eða þær breiðast út eins og eldur í sinu. En ég vona sannarlega, að þessi þarfa nýbreytni hljóti verð- ugar undirtektir. rag. Aukaaðilar NTB—Stokkhólmi 25. okt. í dag urðu talsverðar umræð- ur um aðild og afstöðu Svía til Efnahagsbandalagsins í báð um deildum sænska þingsins. Ríkisstjórnin lagði fram greinar gerð fyrir þeirri ákvörðun sinni, að leita eftir aukaaðild Svíþjóðar að bandalaginu. Engir mæltu því gegn, nema þingmenn kommún- ista, að Svíar gerðust með ein- hverjum hætti meðlimir banda- lagsins, en fram kom gagnrýni hægri manna og þjóðarflokksins á stjórnina vegna þess, að hún skyldi ekki kynna sér sérstaklega með hvaða skilmálum Svíar gætu orðið fullgildur meðlimur Efna- hagsbandalagsins, áður en hún á- kveða að sækja um aukaaðild.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.