Tíminn - 29.10.1961, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.10.1961, Blaðsíða 5
T ÍMIN N, sunnudaginn 29. október 1961. 5 Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason. Rit stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson. Jón Helgason Fulltrúi rit stjórnar: Tómas Karlsson Auglýsinga- stjóri: EgiU Bjarnason. — Skrifstofur i Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305 Aug lýsingasími: 19523 Afgreiðslusími: 12323, — Prentsmiðjan Edda h.f. — Áskriftargjald kr 55.00 á mán innanlands. í lausasölu kr 3.00 eintakið I Lánið fer í viðreisnar- hækkunina f vantraustsumræSunum tilgreindi Björn Fr. Björns- son greinilegt dæmi þess, hvernig „viðreisnin“ hefur skert framtak hinna mörgu, sem vinna að því að eign- ast eigið íbúðarhúsnæði. Björn sagði: „Byggingarkostnaður hóflegs íbúðarhúsnæðis árið 1959 var 350.000, en orðinn kr. 466.000 í september 1961. Hækkun kr. 116.000. Þar af hefur byggingarefni hækkað um kr. 91.000, eða 74,4% og vinna um kr. 25.000, eða 11%. í dag eru byggingarlánin um kr. 100. 000. Slíkt lán tekið í dag (ef það fæst þá) nægir vart til að greiða þá hækkun, sem orðið hefur einungis á bygg- ingarefni. Lánið fer í viðreisnarhækkunina. Ekkert til greiðslu á öðrum kostnaði. Þetta bendir okkur strax á þá sjálfsögðu ráðstöfun, að byggingarlánin verði hækk- u.ð upp í a. m. k. 200.000 kr„ ef nokkurs samræmis á að gæta miðað við árið !958—59. Auk þessarar alvarlegu skekkju kemur svo til stórkostlega aukin greiðslubyrði vegna vaxtahækkunar, hinnar almennu kjaraskerðingar ásamt lánsfjárhöftum.“ ^ En það er ekki aðeins á sviði byggingarmálanna, sem „viðreisnin“ hefur þannig lamað framtak manna og dregið úr framkvæmdum. Slíkt má ekki viðgangast áfram. Um það fórust Birni svo orð í lok ræðu sinnar: „í landi mikilla framtíðarmöguleika, þar sem flest er enn ógert og mætá þarf sífellt vaxandi verkefnum og nú- tímaviðhorfum, getur og má ekki undanfarin tveggja ára öfugþróun eiga sér lengur stað, Þess vegna verður að víkja til hiiðar kyrrstöðuöflum og afturfararstefnu núverandi stjórnarfl. og hefja sem fyrst aðra sóknalotu 1 alhliða framfara- og endurreisnar- starfi, sem hefur að marki hagsmuni og hamingju þjóð- arinnar.“ Að öðlast kjark Þráinn Valdimarsson, erindreki Framsóknarflokksins, sagði nýlega frá athyglisverðu viðtali hér í blaðinu. Þrá- inn sagði: „Fyrir nokkru síðan hitti ég mann, sem hefur verið eindreginn Sjálfstæðismaður um árabil. Hann sagði eitt- hvað á þessa leið: Ég verð að viðurkenna að vinnubrögð núverandi ríkisstjórnar hafa sannfært mig um, að for- ráðamenn stjórnarflokkanna hafa á engan hátt sýnt, að þeir vilji stjórna landinu með hagsmuni almennings fyrir augum. Ekkert hefur sannfært mig betur um þetta en bráðabirgðalögin og gengislækkunin í sumar. Hann sagði enn fremur: Það er vissulega þungbært, þegar maður fyrst þarf að fara að viðurkenna það fyrir sjálfum sér, að hafa haft rangt fyrir sér, þegar rætt var um þessi stóru og þýðingarmiklu mál, stjórnmálin. — Já, og það í svona mörg ár. — En þegar maður hefur öðlazt kjark til þess að viðurkenna þetta fyrir öðrum, hverfa þessi sárindi og starfsáhuginn í stjórnmálum vaknar á ný. Ekki til þess að vinna fyrir það, sem reyndist rotið og svikult, heldur til þess að uppræta það. sem þannig reyndist. „Leiðin til bættra lífskjara" er að minnka í næstu kosningum völd og áhrif þeirra, sem nú stjórna.“ Walter Lippmann ritar um alþjóðamál Ágreiningur Vesturveldanna j um meðferð Berlínardeilunnar \ Frakkar og ÞjóSverjar mega ekki hindra samningaumleitanir DEILAN um Stalinismann í Moskvu er okkur enn of óljós. Þetta er líkast því, að sjá ann- an þátt leynilögreglusjónleiks, en hafa misst af þeim fyrsta. Hví skyldi Stalínisminn hafa orðið svona brennandi mál allt í einu? Að því má leiða getur, en ekkeit getum við vitað. Gæti það stafað af því, að kuldaleg afstaða Sovét-Kína, Albaníu og Austur-Þýzkalands herra Ulbrichts sé ósamræm- anleg meginhugsjónum Krust- joffs-Rússlands, en hún er að koma fram tuttugu ára áætlun- inni um framkvæmdir innan- lands? Sé þetta skýringin, má vel svo fara, að einn góðan veður- KENNEDY dag gerist markverðir atburð- ir í Austur-Þýzkalandi eins og t. d. það, að kommúnisti af sömu gerð og Gomulka hinn pólski verði látinn leysa Stal- ínistann Ulbricht af hólmi. Varla þarf að taka fram, að við ættum þó ekki að vera of viss um neitt. ÁGREININGURINN milli Vesturveldanna er hvergi nærri eins mikilvægur fyrir þau eins og ágreiningurinn milli Sovét-Kina og Sovét-Rúss- lands er fyrir kommúnistarík- in. Sovét-Kína er orðinn mjög voldugur keppinautur, þegar það hefur náð framförum í iðn væðingunni. Fjölmenni þess er gífurlegt og sameiginleg landamæri þess með Sovét- Rússlandi löng og óglögg. Kína mun því ekki einungis ógna forustuhlutverki Sovétríkjanna meðal kommúnistaríkjanna, heldur einnig vörnum þess á meginlandi Asíu. Þetta er miklu djúpstæðari ágreiningur en innbyrðis-á- greiningur Vesturveldanna um Berlínarsamningana. En á- greiningur er fyrir hendi og ekki má gera of lítið úr hon- um. Hann getur grafið um sig og orðið að hættulegri mein- semd, ef hann er látinn af- skiptalaus. KJARNI hins vestræna ágrein- ings er þessi: Við erum skuld- buiyinir gagnvart frelsi Vestur- Berlínar. frjálsum samgðngum til borgarinnar og framhald- andi dvöl vestrænna hersveita þar. En við erum ekki ófrávíkj anlega skuldbundnir' tií að á- byrgjast óbreytt ástand í öllu Þýzkalandi, eins og Adenauer hefir slegið föstu í utanríkis- stefnu sinni. Við erum skuld- bundnir til þess að viðurkenna ekki stjórn Austur-Þýzkalands. Þessi skuldbinding verður j heiðri höfð, nema Bonri-stjórn- in líti svo á, að líklegasta leið- in til sameiningar sé að taka upp samband við stjórn, sem tæki við af stjórn Ulbriehts í Áustur-Þýzkalandi. En þangað til þetta gerist erum við reiðu- búnir að athuga og — ef skil- . málar virðast hagstæðir — taka upp samkomulagsumleit- anir á breiðari grundvelli, sem tryggi frelsi Vestur-Berlínar með öðru og meiru en ævar- andi vilja til að hleypa kjarn- orkustríði af stað. VEGNA ÞESSA erum við nefndir friðkaupendur og franski sendiherrann í Wash- ington áminnir okkur opinber- lega um, að við megum ekki eyðileggja samtök Vesturveld- anna. Slíkar hótanir heyrast frá París og Bonn, en þær benda til þess, að samtök Vest urveldanna séu mjög veik- byggð. Raunverulegur tilgang- ur með þessum hótunum er, að ná neitunarvaldi gagnvart öllum samkomulagsumleitun- um. Hótanirnar eru óskemmti- legar, og þær munu einnig reynast árangurslausar og ó- framkvæmanlegar. Séu Banda- ríkin ster'kasta aflið í vörnum Vesturveldanna, þá ber þeim einnig úrslitaálbyrgðin á því, hvort ríkja skuli stríð eða frið- ur. Reynslan hefir sannað, hve dýrt getur orðið, að hafna allri þátttöku í samningatilraunum. S. 1. sumar tók forseti Banda- ríkjanna þá örlagaríku ákvörð- un, að halda fast við grundvall- arskuldbindingar okkar gagn- vart Vestur-Berlín, jafnvel þó að það kostaði stríð, en leita samkomulags um önnur mál. Þá neitaði de Gaulle öllum samningaumleitunum, Skömmu síðar urðu atburðirniir þrett- ánda ágúst, þegar mörkum yf- irráðasvæðanna í borginni var lokað. Hefðu Vesturveldin fengið að athuga möguleikana á samkomulagsumleitunum, hefði sennilega aldrei komið til lokunar eins og þeirrar, sem varð 13. ágúst, a. m. k. ekki meðan athuganirnar fóru fram. ADENAUER Rusk-Gromykó-umræðurnar fóru fram eftir atburðina 13. ágúst og þar var fallið frá 31. des. sem lokafresti til undir- skriftar sér-friðarsamninga. Það er ómögulegt- fyrir okkur að hverfa frá þessum samkomu lagstilr'aunum. Við komum vestrænrii samvinnu skammt ef hver höndin er upp á móti annarri. Við getum ekki endur tekið skyssuna frá í sumar. Sú skyssa leiddi til Iokunarinnar í Berlín. Sama skyssa nú mundi leiða til undirskriftar / MACMILLAN DE GAULLE sér-friðarsamninga Rússa við Austur-Þjóðverja, og þá vær'i fyrir höndum það óþrifaverk, að semja við Ulbricht. ÞAÐ ERU helber ósannindi, að samkomulagsvilji okkar stáfi af veikleika og óákveðni. Hann stafar af því, aij5 það verður ljósara og ljósara, að samkomu lagsumleitanir við Sovét-Rúss- land eru eina færa leiðin til að vernda Vestur-Bei'lín, og koma á skipulegri framvindu mála um gjörvallt Þýzkaland og ör- yggi Mið-Evrópu. Markmið Vesturveldanna nást ekki með stríði, sem eyddi alla Evrópu. Þau nást heldur ekki með ógn- unum eða blekkingum og það stoðar ekki að narra sjálfan sig með því, að ef við blekkj- um nógu glæsilega, þá viti Krustjoff ekki að við séum að blekkja og. muni því rétta upp hendur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.