Tíminn - 05.11.1961, Page 7
TÍMINN, sunnndaginn 5. nóvember 1961
7
SKRiFAÐ OG SE'RAFAÐ —
Stórsprengingar Rássa vekja ótta víða um heim - Ömurleg hjáseta fráigmanna Sósialista-
íiokksins - Stalin afhjúpaður tii fullnustu - „Fullkomnustu máiaferli heimsins“ - „Heimurinn
er fátækari á eftir“ - Vatná myilu afturhaldsstjórnar - Eina von ísl. kommúnista - Rétt svar
Það' fór svo, að ráðamenn
Rússa létu allar óskir og á-
skoranir, sem þeirn höfðu
borizt, sem vind um eyru
þjóta, og sprengdu hina 50
megatonna kjarnorku-
sprengju sína á mánudaginn
var. Hún mun jafnvel hafa
verið enn öflugri, enda sagði
Krústjoff frá því sigrihrós-
andi á flokksþinginu, að sér-
fræöingarnir hefðu víst reikn
að eitthvað skakkt!
Enn er ekki fullreynt á það
hve hættan frá sprengingum
Rússa mun reynast mi£il, en
víst virðist þó, að hún geti
orðið veruleg víða um heim.
Sumir sérfræðingar telja lík-
legt, að hún geti orðið einna
mest á því svæði, sem ísland
liggur.
Þeim atburðum mun seint
verða gleymt, að þegar það
kom til meðferðar á Alþingi,
fengust ekki þingmenn Sósí-
alistaflokksins, sjö talsins, til
þess að skora á Rússa, að
hætta sprengingum sínum.
Fyrst reyndu þeir að dreifa
athygli frá málinu með því
að flytja tillögu um mótmæli
gegn kjarnorkusprengingum
almennt, enda þótt það séu
Rússar einir, sem stunda slíka
iðju nú og hafi með því rofið
hið óbeina samkomulag, sem
orðið var með helztu kjarn-
orkuveldunum um að hætta
slíkum ófögnuði. Þegar þing-
menn Sósíalistaflokksins
fengu ekki þessa breytingar-
tillögu fram, sátu þeir hjá um
aðaltillöguna.
Ástæðan var vitanlega ekki
önnur en sú, að þeir vildu
ekki móðga leiðtoga sína og
lærimeistara í Kreml. Það
hefur þannig sannazt enn á
ný, hve algerlega leiðtogar
Sósialistaflokksins eru háð-
ir húsbændunum í Moskvu.
Af þessum ástæðum, hafa
þeir líka haft flokkinn í eins
konar feluleik undanfarið og
breitt yfir hann skikkju Al-
þýðubandalagsins. Sú skikkja
mun þó ekki reynast betur en
nýju fötin keisarans, eins og
nú er komið.
Stalín útskúfaður
En það er fleira en afstaða
Sósíalistaflokksins til kjarn-
orkusprenginga Rússa, sem
hefur afhjúpað þá að undan-
förnu.
Austur í Moskva hefur stað-
ið yfir flokksþing rússneskra
kommúnista. Þar hefur Krúst
joff afhjiipað það endanlega
hvílíkur glæpamaðiw Stalín
var. í framhaldi af því, sam-
þykkti flokksþingið einróme
að fjarlægja lík Stalíns úr
grafhýsi Lenins. Jafnframt
hefur að undirlági Krúst-
joffs verið hafinn undirbún-
ingur að því að reisa sérstakt
minnismerki um fórnardýr
Stalíns.
Sú var tíðin, að málgagn
Sósíalistaflokksins, Þjóðvilj-
inn, átti ekki nógu sterk orð
til að lofa Stalín og stimpla
það hina fullkomnustu lygi,
ef einhverjar efasemdir voru
látnar í ljós um réttvísi hans.
Foringjar Sósíalistaflokksins
kepptust við að lofsyngja
hann og lýsa aðdáun sinni á
stefnu hans og verkum.
Nú er hins vegar komið
annað hljóð í strokkinn í
Þjóðviljanum og hjá leiðtog-
um Sósíalistaflokksins.
„Fullkomnustu mála
ferli heimsins”
Dag eftir dag eru nú birtir
í Þjóðviljanum útdrættir úr
ræðum Krústjoffs, þar sem
hann rekur réttarfarsbrot og
glæpi Stalíns. T. d. sagðist
Þjóðviljanum svo frá á mið-
vikudaginn var:
„Krústjoff nefndi einni?
líflát Túkatsévskís og ann-
arra vfirmanna sovézka hers-
ins. I því sambandi minntist
hann á bandarískar heimild-
ir þess efnis aff hýzka Ieyi--
þjónustan hefði falsað skjöl
sem áttu að sanna sök beirr"
Túkatsévskís og látið Benes,
foi*seta Tékkóslóvakíu, koma
þeim í hendur sovézkra.
Istjórnarva'.da. ,Sta\in lét á ■
grundvellí þessara skjala líf-
láta beztu foringja sovézka
hersins,“ sagði Krústjoff. ,.En
hvernig gat hann gert slíkt?
Hvernig gat hann ímyndaö
sér að þessir hermenn væru
þýzkir njósnarar“?“
Þetta er talsvert annaö en
það, sem stóð í Þjóðviljanum,
þegar þessi málaferli voru á
döfinni. Þann 9. marz 1938
fórust t. d. Einari Olgeirssyni
svo orð í Þjóðvilianum:
„En ef 7 hershöfffingjar i
Rússlandi verða uppvísir að
njósnum og landráðum og því
skotnir eða 20 fyrrverandi
embættis- og trúnaðarmenn
Sovétstjórnarinnar reynast
sekir um landráð og aðra
glæpi — og verða að játa sekt
sína og fá sinn dóm af opin-
berum rétti eftir að hafa get-
að variff sig — þá ætlar Al-
þýðublaðið af göflunum að
ganga.“
Þann 10. apríl 1938 fórust
Þjóðviljanum orð á þessa leið:
„Menn verða að gæta þess, að
þessi réttarhöld voru á allan hátt
rekin þannig, að hinum ákærðu
var tryggt hið fyllsta öryggi sem
hugsanlegt var Það er vafamá',
hvort nokkru sinni hafa farið
fram í heiminum máliferli, sem
rekin kafa verið á fullkomnari
hátt að öllu leyti, en m'álaferlin
í Moskvu.“
Þegar þetta var ritað, du’d-
ist það ekki neinum, sem ekki
hafð' lokuð augu og eyru, að
Stalín var að fremja ein
verstu réttarmorð sögunnar.
En Þjóöviljamenn hafa hald-
, 3óSi félaginn"
ið áfram að kalla þetta
„heimsins fullkomnustu mála
ferli“, unz sjálfur Krústjoff
gerist til að afhjúpa það. Og
þá stendur ekki á Þjóðviljan-
um að trúa.
„Góði féíaginn”
Það er sannarlega ótal
margt, sem mætti rifja upp
af þessu tagi. T. d. skrifaði
Einar Olgeirsson grein í Þjóð
viljann og Nýja Tímann við
fráfall Stalíns í marzbyrjun
1953. Þar segir á þessa leiö:
,Stalín er látinn. Með hon-
um hafa allir hinir fjórtr
miklu brautryðjendur og
lærifeður sósíalismans: Marx,
Engels, Lenin, Stalín, kvatt
oss. E'nhverri stórbrotnustu
ævi, sem lifað hefur verið er
lokið.
Vér minnumst mannsins
Stalíns, sem hefur verið elsk-
aður og dáður meir en flestir
menn í mannkynssögunni áff-
ur og naut slíks trúnaðar-
trausts, sem fáir menn
nokkru sinni hafa notið, —
en Iét sér aldre' stíga þá ást
og aðdáun til höfuðs, heldur
var til síðustu stundar sami
góði félaginn sem mat mann-
gildið öllu ofar, eins og þá er
hann fyrst hóf starf sitt.
Gagnvart mannlegum mik-
illeik þessa látm baráttu-
j manns drúpum við höfði —
j í þökk fyrir allt, sem hann
I vann fyrir verkalýðshreyfing-
una og sósíalismann — í
djúpri samúð við flokk hans
og alþýðu Sovétríkjanna.“
Kristinn Andrésson varð
enn hástemmdari en Einar.
Honum fórust svo orð um
Stalín í minningarræðu, sem
haldin var á vegum Máls og
menningar:
„Við andlát Stalíns hefur í
svip slegið þögn á heiminn og
það er sem allir finni ljóst eða
leynt, hve hann er fátækari
eftir . . .“
Þannig var Stalín dýrkaður
lífs og liðinn af forkólfum
Sósíalistaflokksins áður fyrr.
Nú er dansað með
verja hvers konar- afglöp og
, óhæfuverk, sem unnin hafa
verið af einræðisherranum í
Kreml, hver sem hann hefur
verið. Ef Krústjoff efndi til
nýrra málaferla í stíl Stalins,
myndi ekki standa á Þjóðvilj-
anum að kalla þau „fullkomn
ustu málaferli heimsins". Af-
staða hinna sjö þingmanna
Sósíalistaflokksins, er eklci
fengust til að mótmæla kjarn
orkusprengingum Krústjoffs,
vitna bezt um það.
Vatn á myllu aftur-
haldsins
Ef foringjar Sósíalista-
, flokksins væru aðeins lítill
sértrúarsöfnuður, myndu
menn veita þeirri skurðgoða-
dýrkun sem þeir stunda, litla
athygli og láta sér nægja að
gera hæfilegt skop að henni.
Slíku er hins vegar ekki að
fagna. Þe’m hefur með ýmiss
konar áróðri tekist að afla sér
verulegs fylgis og ná ítökum
í áhrifamiklum stéttarfélög-
um.
Með þessum hætti hefur
foringjum Sósíalistaflokksins
tekizt að sundra samtökum
íhaldsandstæðinga og útilok-
að starfhæfa vinstri stjórn
í landinu um nær þriggja
áratuga skeið. Alltaf þegar
til einhvers alvarlegs sam-
starfs hefur komið, hafa
hin framandi og annarlegu
sjónarmið þeirra orðið til að
sundra því.
Og nú þegar óvinsæl aftur-
haldsstjórn reynir með ofríki
og ofbeldi að treysta sig í sessi
telur hún sér vænlegast að
geta bent á Moskvuþjónustu
leiðtoga Sósíalistaflokksins
og notað hana til aö rang-
túlka. afstöðu verkalýðsfélag-
anna vegna þess, hve áhrifa
þeirra gætir mikið innan
þeirra.
Af þessu öllu geta hinir
óbreyttu liðsmenn, sem hing-
að til hafa fylgt leiðtogum
Sósíalistaflokksins og Al-
þýðubandalags’'ns, ekki dregið
nema eina ályktun: Hún er
aö snúa endanlega baki viö
þessum mönnum og efla einn
sterkan, umbótasinnaðan
flokk íhaldsandstæðinga,
Framsóknarf lokkinn.
Krustjoff
Nú er hins vegar komið
annað hljóð í dálka Þjóövilj-
ans. Nú er tekið undir allt það,
sem Krústjoff segir um Stal-
ín. Þegar til kom var það
ekki Stalín, sem þeir Einar og
Co. fylgdu, heldur einræöis-
herrann, sem stjórnar hverju
sinni í Kreml.
Sýnishornin, sem eru til-
greind hér að framan sanna
að það hefur aldrei staðið á
Þjóðviljann og útgefanda
hans, SósíaiLtaflokknum, að
Rétta svarið
I þessum erfiðleikum, sem
ísl. kommúnistar eiga nú í.
telja þeir sig geta eygt von
um að viðhalda aðstööu sinni,
þrátt fyrir þá. Þessi von er
byggð á því, að sú rangláta
stjórnarstefna, sem nú er
fylgt skapi þá kjaraskerðingu
og fátækt, sem hjálpi þeim til
að þrífast, þrátt fyrir allt.
Þetta er vissulega ein af
ástæöunum, sem gerir það
Framhald á bls 15.