Tíminn - 05.11.1961, Síða 11
(TÍMINN, sunnudaginn 5. nóvember 1961
11
Þau eiga ekki illa saman þessi, eSa hvað finnst ykkur? Vinsælasti leik-
ari ítala, Marcello Mastroianni, og þekktasta stjarna Frakka, Brigitte
Bardot, leika saman í kvikmyndinni „Elnkallf". Brigltte dvelst nú í
litla bænum Spoleto á Ítalíu. ítalir eru dálítið kvíðnir vegna þessarar
nýju myndar. Þeir eru nefnilega hræddir um, a3 Brigitte muni stela
áthyglinni frá eftirlætisbarninu þeirra En Marcello er ekki miklð hrædd
ur, og hann hefur opinberlega svarið, að hann' muni nú ekki aldeilis
finna upp á því að verða ástfanginn í Brigltte. Mynd þessl er tekin í
Spoleto, en þessi litli bær er nú alveg á öðrum endanum vegna þessara
frægu gesta.
Lemmy p
— Maður má ekki gleyma
því, að það er fleira til í heim-
inum en whisky og löðrungar.
Þetta er kjarninn í lífs-
reynslu Eddie Constantine.
Hann hefur nú árum saman,
við góðan orðstír, sýnt sig á
hvíta tjaldim'U, þar sem hann
deilir löðrungunum á báða
bóga, faðmar og kyssjr ljós-
hærðar kynbombur og drekk-
ur hvert whiskyglasið á fætur
öðru í botn.
Hann segir það með sama
sæta og ógnandi brosinu og
hann er frægur fyrir í myndum
sínum, og menn beygja sig fyr
ir þessum myndarlega og há-
vaxna manni.
í einkalífinu er Lemmy ekki
sá ógnvekjandi sjarmör, sem
greiðir mönnum eyrnafíkjur
við mitmsta tilefni, eins og
hann er í kvikmyndunum. Það
eru vissulega margt, sem er
meira virði en löðrungar, en
Lemmy hafa þeir reynzt imiik-
ils virði, hann hefur grætt
milljónir á þeim.
í dag er Lemmy milljóneri.
Að vísu er það ekki eingöngu
myndum hans að þakka, held
ur einnig söng hans. Það gleym
ist nefnilega æði oft, að upp-
runalega var hann, og er reynd
ar enn þá, aldeilis ágætur vísna-
söngvari.
Þegar Lemmy var aðeins sex
ára, seldi hann snæri í New
York. Hann gat unnið sér inn
nægiiegt fé til að öðlast nokkra
kenmslu í söng, og með þá
menntun upp á vasann, fór
hann til borgar borganna, Par
ísar.
Þar hefur hanm verið sdðan.
Og nú er hann orðinn meiri
Frakki en Ameríkumaður og
einn af dáðustu kvikmynda-
hetjum heims.
Margur mundi líklega varla
trúa þvi, en í einkalífi sínu er
varla hægt að hugsa sér nægju
samari og meir friðelskandi
mann heldur en Lemmy. í
þeim fáu frístundum, sem
hann á, sýslar hann á sínu
fagra herrasetri í útjaðri Par-
ísar meðal eplatrjáa, leikur
sér við börn sín, fær sér stöku
sinnum reiðtúr á eftirlætis-
hestinum sínum eða bara til-
biður konuna sína.
Lemmy er nefnilega einn af
beztu eiginmönnunum, sem til
eru í Frakklandi. Nafn eigin-
konunnar er Helene, og var
hún ballettdansmær í París,
áður en hún giftist Lemmy.
Og þið ráðið, hverju þið trú-
ið, en satt er það, að Lemmy
og kona hans sofa í himin-
sæng!
Og verið svo ekki með nein
mótmæli, þið fáið þá bara löðr
ung.
f¥Sistiappna5 hjónaband?
Nú er mjög í tízku, og hefur
lengi verið, að leggja alls kon-
ar spurningallsta fyrir fólk,
sem það á að svara eftir beztu
samvizku. Útkoman á síðan að
sýna því greinilega, hvers kon-
ar fólk það eiginlega er. Og
fólkið gín yfir þessari fíflsku
og leggur trúnað á, að í raun
inni sé það eins og úikoman
gefur til kynna. Ein amerísk
húsmóðir segir frá því, sem
hún komst að, þegar hún svar-
aði spurningalista um, hvernig
hjónaband hennar væri. Við
skulum gefa henni orðið.
Er hjónaband mitt vel hepp.n
að? Eigum við hjónin vel sam-
an? Giftist ég þeim rétta? Er
ég honum góð kona?
NEI!
Það er varla hægt að segja.
áð hjónaband mitt sé mis-
heppnað. Nær er að segja, að
það sé eitt ægilegt slys. En það
hafði ég ekki hugmynd um,
fyrr en ég dag nokkurn rakst
á spurningalista með yfirskrift
inni: Eruð þér hamingjusam-
lega giftar?
Eftir nítján ára hjónaband,
hef ég nú komizt að því, að
maðurinn minn og ég eigum
ekki betur saman en hundur
og köttur. Ef ég á að vera hrein
skilin, get ég ekki svarað einni
einustu spurningu fullkomlega.
Og ekki varð útkoman glæsi-
leg, þó að ég svaraði öllu eft-
ir beztu samvizku.
Og hér getið þið séð spurning
arnar og svörin.
1. sp.: Eruð þið hjónin san/.
mála um fjármál heimilisins?
Svar: Tja, hvorugt okkar get
ur þolað eyöslusemi. Hann get
ur ekki þolað eyðslusemi mína
og ég ekki hans.
2. sp.: Hafið þið sameigin-
leg áhugamál?
Svar: Nei. Hann er ákafur
fiskveiðimaður, ég beinlínis
hata að vaða í köldu vatni.
Hann vill helzt sjá kvikmynd-
ir um flugmenn, mér finnst
mest gaman að myndum um
milljónera. Báðum finnst okk-
ur gaman að leika tennis, en
alls ekki hvort við annað. Eg
fæ höfuðverk af jassplötum,
sem hann spilar sí og æ, og
hann fær magapínu, þegar ég
spila Strn"ssvalsa
3. sp.: Móðgizt þér auðveld-
lega við mann yðar?
Svar: Auðveldlega og auð-
veldlega ekki! Hvað nú, ef ég
spyr hann hvort ég sé orðin of
gömul til að ganga í stuttbux-
um, og hann segir já?
4. sp.: Nöldrið þér mikið við
mann yðar?
Svar: Hvernig í ósköpunum
ætti ég annars að fá hann til
þess að slá grasflötina?
5. sp.: Hafið þið eitthvert
sameiginlegt takmark í lífinu?
Svar: Ja, við vildum bæði
mjög gjarnan vera rík. En það
getum við aldrei orðið úr því
að við g*iftumst hvort öðru.
6. sp.: Gerir eiginmaður yð-
ar oft eitthvað, sem fer í taug
arnar á yður?
Svar: Hvort hann gerir! Þeg-
ar hann fer í sturtu, getur mað
ur ekki séð sig í speglinum
næsta hálftímann. Hann still-
ir útvarpið svo hátt, að hann
heyrir ekki einu sinni, þegar
ég öskra á hann að lækka í
því. Og hann setur eplaflus í
öskubakkana.
7. sp.: Fara smáatriði í taug
arnar á honum?
Svar: Já, hin hlægilegustu
smáatriði. Eins og blautir sokk
ar, sem drýpur af niður í bað-
kerrið. Billyklar, sem ekki
finnast. Símtól, sem ekki hef-
ur verið lagt á. Reikningar og
annað smávegis.
8. sp.: Finnst yður þér vera
of góð til að vera húsmóðir og
móðir?
Svar: Nei, ekki of góð, heid-
ur of þreytt.
9. sp.: Njótið þið þess að tala
saman?
Svar: Ja, okkur þykir báðum
gaman að tala, en hvcrugt vill
hlusta.
10 sp.: Eyðið þér jafnlöng-
um tíma í að snyrta yður fyrir
mann yðar, eins og bér væruð
að fara í stóra veisiv?
Svar: Bölvuð vát’cysa er
þetta.
11. sp.: Reynið þið hvort um
sig að auka sjálfstrarst hins?
Svar: Já, ég er að minnsta
kosti alltaf að segja honum,
að maður með hans' skynsemi
og hæfileika ætti sjálíur að
geta útbúið sinn eigin morgun
mat. Og hann segir mgr, að
jafnvel seinlætispadda eins og
ég ætti að geta skipt um ör-
yggi, þegar það springur.
12. sp.: Kennið þið hvort
öðru um, ef eitthvað er ekki
eins og það á að vera?
Svar: Ekki alltaf. Stundum
kennum við börnunum um það.
Stundum rikisstjórninni. Stund
um ske’lum við bara hr.rðum.
i'rainiialci a 15 siðu.