Tíminn - 19.11.1961, Qupperneq 2

Tíminn - 19.11.1961, Qupperneq 2
2 TÍMINN, siuunudaginn 19. nóvember 196J Sama sem engin síld í gær í fyrrinótt var bræla og leiðinda veður á miðunum, og réru fáir bátar. Einn kastaði út af Jökli, en reif nótina og hætti við svo búið. Síldarleitarskipið Fanney leitaði síldar i, Grindavikursjó og út af Selvogi, og lóðaði á nokkra síld á síðari staðnum. Einn bátur kastaði þar eftir fyrirsögn Fanneyjar, en fékk lítiö af síld og smátt það sem var, og sleppti henni aftur. — Fanney mun leita betur á þessum slóðum í kvöld, ef viðrar. Prjóna á Rússa (Framhald at l síðu), Gefjunar og Friðrik Adolfsson, verkstjóra I Heklu. Gefjun fram- leiðir prjónagarnið fyrir Heklu, en verksmiðjan verður einnig að sinna framleiðslu á fataefni fyrir innlendan markaff; auk þess er þar ramleitt band fyrir gólfteppa gerðtna Vefarann, nokkrir tugir tonna á ári. Alull Teppín eru úr 100% ull í sex litagerffum. Peysurnar eru úr al- ull, tnynstraðar, þykkar vetrar- peysur, Framleiðslan er send út jafnóðum. Umsamið er, aff pönt- unin verði futlafgreldd í janúar- iok 1961. f Gefjun vinna nú 180 manns og um 125 í Heklu. í Gefjuni hef ur jafnan verig unnið á tveimur vöktum, en nú hafa vaktirnar ver ið tengdar, svo ekki þurfi að stöðva vélarnar. Nýtt íslenzkt olíuskip Eins og lítillega var minnzt á í bláðinu í fyrra dag, er nú hafin smíði nýs sambandsskips. Tíminn spurðist fyrir um það í gær hjá Skipadeild SÍS, hvar skip þetta væri smíðað og hve stórt það væri. Þetta er um 1100 tonna olíuskip, smíðað í skipasmíðastöð Kremer & Sohn í Elmshorn, skammt utan við Hamborg. Áætlað er, að það verði tilbúið til afhendingar í októ bermánuði næsta ár. Skipið mun eiga að vera í olíuflutningum við fslandsstrendur, og í förum til út landa, þegar þurfa þykír. Hið nýja olíuskip verður lítið eitt stærra en Litlafell, Ráðstafanir til úrbóta á högum fatlaðra Eftirfarandi útskrift úr fundar- gerðarbók „Sjálfsbjargar" í Vest- mannaeyjum hefur verið send Al- þingi og ríkisstjórn: Aðalfundur „Sjálfsbjargar“ í Vestmannaeyjum, haldinn 1. þ.m., tekur undir og minnir á samþykkt ar tillögur síffasta ársþings „Sjálfs bjargar" — landssambands fatl- aðra — þar sem skorað er á Al- þingi og ríkisstjórn að gera nú þegar ráðstafanir til aðkallandi úr bóta á högum fatlaðra, sem í þess- um tillögum felast. f.h. „Sjálfsbjörg" Vestm. Richard Þorgeirsson 25. sýning Gamanleikurinn „Allir komu þeir aftur'' verður sýndur í 25. sinn í Þjóð- lelkhúsinu í kvöld. Aðsókn að leiknum hefur verið ágaet og undirtektir lelkhúsgesta mjög góðar. Þessi gamanlelkur er einn sá vinsælasti, sem Þjóðleikhúsið hefur sýnt um langan tfma. — Myndin er af Bessa Bjarna- syni og Rúrlk Haraldssynl í hlutverkum sínum í leiknum Sex nýjar barna og unglingabækur Nýlega eru komnar út sex nýj- ar baina- og unglingabækur á veg- um bókaútg. Setberg, sem ætlaðar eru mismunandi aldursflokkum. Fyrst skal nefna bókina ÞRÍR KÁTIR KETTLINGAR, sem er í stóru broti og með fallegum lit- myndum á hverri opnu. Þetta er saga um þrjá kettlinga, þá Klóa, Gepil og Snepil. Letrið er stórt og greinilegt, enda er bókin ætluð yngstu lesendunum. — Þá er bók- in MAMMA SEGÐU MÉR SÖGU. Þetta er bók fyrir börn á aldrin- um 6—10 ára. í henni eru stuttar og lærdómsiíkar sögur, sem hollt er fyrir börnin að kynnast. Vil- bergur Júlíusson valdi sögurnar, sem prentaðar eru með greinilegu letri. Bókin er prýdd 32 teikning- um. — HELGA OG VINKONUR HENNAR er skáldsaga um heil- brigðar og tápmiklar stúlkur. Þessi bók er eftir sama höfund og bókin Fríða fjörkálfur, sem gefin var út í fyrra og seldist upp. Bókin Helga og vinkonur hennar er skrifuð á léttu máli og ætluð stúlkum á aldrinum 10 til 13 ára. — GUNN- AR GEIMFARI er spennandi saga fyrir drengi um ævintýralega ferð til stjörnunnar Marz. Hún er ætl- uð strákum á aldrinum 12 til 15 ára. — HEIÐA OG BÖRNIN HENNAR, sem er framhald bók- arinnar Heiða í Heimavistarskóla. Bækurnar um Heiðu, Pétur, Klöru og afa gamla á fjallinu, eru ein- hverjar vinsælustu barna- og ungl- ingabækur, sem þýddar hafa verið á íslenzku. — Þá er að síðustu bók in ANNA FÍA GIFTIST. Þetta er þriðja og síðasta bókin um Önnu Fíu og vinkonur hennar. Hinar bækurnar, Anna Fía og Anna Fía í höfuðstaðnum, sem komu út í fyrra, vöktu strax hrifningu ungra stúlkna á skólaaldri. Þessar Önnu Fíu-bækur fjalla um heilbrigðar og tápmiklar stúlkur, skólann þeirra, heimilið og þær sjálfar. Freysteinn Gunnarsson skólastj. hefur þýtt allar bækurnar um Önnu Fíu. (Fréttatilk. frá bókaútg. Setberg) Lækkuö vetrarfargjöld Eimskipafélag íslands hefur gef-1 ið út ferðaáætlun m.s „Gullfoss" fyrir árið 1962, og byrjar að taka á móti farpöntunum fyrir næsta j sumar. í þessari nýju áætlun er gert ráð fyrir að siglingum „Gullfoss" verði hagað á sama hátt og veiið hefur síðast líðið ár. Skipið verður í hálfsmánaðar ferðum yfir sumar- tímann milli Reykjavíkur og Kaup- mannahafnar með viðkomu í Leith í báðum leiðum. Yfir vetrartímann verða ferðirnar með þriggja vikna millibili og viðkomur í Leith í út- leið felldar mður Sú breyting verður geið á brott- fai-artíma skipsins frá Reykjavík næstkomandi sumar að skipið fer kl. 3 síðdegis á iaugardögum í stað! Innbrot í gær var brotizt inn i bílaverk- j stæði í Siðumúla og stolið þar j tveim rifflum og pakka með skot-j um. Auk þess var stolið nokkrum. Ijósasamlokum. þess að fara kl. 12 á hádegi, eins og verið hefur undanfarin sumur. Bæði er, að síðdegistíminn mælist vel fyrir meðal farþega, svo og að rýmri tími verður til afgreiðslu skipsins, en sá tími hefur jafnan verið mjög naumur. Jafnframt er þessi breyting gerð í samráði við umferðarlögregluna til þess að greiða fyrir umferð við höfnina, sem er mjög mikil um hádegið á laugardögum. Seinkunin á brott- farartímanum frá Reykjavík breyt- ir þó ekki komutíma skipsins tii Leith á þriðjudagsmorgnum. Síðast liðinn vetur var sú ný- breytni gerð á Gullfossi að einung- ip I. farrými var haft opið fyrir farþega og fargjöldin á því far- rými stórlækkuð þannig, að ódýr- ari farmiðaverðin á I. farrými voru ekki dýrari en venjuleg 2. fariým- is farmiðaverð. Þessari nýbreytni var tekið mjög vel af farþegum og reynslan hefur að öðru leyti orðið góð einnig. Þessu fyrirkomulagi verður því haldið áfram í vetur, og gefst þeim farþegum, sem nú taka sér far með skipinu kostur á I. farrýmis íarmiða fyrír 2. farrýmis verð á tímabilinu nóvember til marz í vetur. \ Kornmyllur í félagsdeildum Náttúrulækningafélag ís- lands háSi 8. landsþing sitt í Reykjavík dagana 20.—21. okt. 1961 í upphafi þingsins flutti frú Arnheiður Jónsdótt- ir, varaforseti bandalagsins, minningarorð um Jónas Krist- jánsson, lækni og minntist annarra látinna félaga. Þing- forseti var kosinn Klemenz Þórleifsson, kennari. Að undanförnu hefur aðalstarf samtakanna verið uppbygging og rekstur heilsuhælisins í Hvera- gerði. Á siðustu 2 árum hefur ver- ið byggt þar starfsmannahús og gróðurhús og unnið að fegrun lóð- ar. Hælið sækja nú um þúsund manns. Læknar hælisins eru Karl Jónsson, gigtlæknir, og Högni Björnsson, sem tók við af Úlfi Ragnarssyni, er hann lét af störf- um. Félagið hefur gefið út tímarit ið Heilsuvernd, og er ritstjóri þess Björn L. Jónsson, læknir. Þingið samþykkti ýmsar tillög- ur, svo sem ályktun þess efnis, að haga viðurværi í heilsuhælinu eins og að undanförnu, koma á mat- reiðslunámskeiðum sem víðast um landið og stuðla að því, að korn- myllum verði komið upp meðal félagsdeildanna og þeim veitt að- stoð til að afla sér heilnæmrar matvöru, og að athugaðir verði möguleikar á að koma upp mat- stofu í Reykjavík. Forseti félagsins var kosinn frú Arnheiður Jónsdóttir, varaforseti Pétur Gunnarsson, tilraunastjóri, og meðstjórnendur frú Guðbjörg Birkis, Klemenz Þórleifsson, kenn ari og Óskar Jónsson, útgerðarmað ur. Framkvæmdarstjóri félagsins er Arni Ásbjarnarson. Sunnud. 22. okt. s. 1. bauð stjóm félagsins fulltrúum til hádegisverð ar í heilsuhælinu í Hveragerði. Fiugvöllum iokaö í Kongó NTB—Leopoldville, 17. nóv, Hersveitir S.Þ. í Kongó lok- uSu í dag öllum flugvöllum í grennd viS Kindu í Kivuhér- aði til að reyna að einangra þá herdeild Kongóhers, sem ber ábyrgð á morði ítölsku her- mannanna þrettán. í heimildum herstjórnarinnar f Leopoldville segir, að þessi her- deild hafi tekið að ræna og rupla í húsunum í Kindu og leiki enn lausum hala, svo að bæði Evrópu- mönnum og Kongóbúum stafi hætta af, HAPPDRÆTTIÐ Á Þorláksmessu verSur dregið um íbúðlna pg ferðalög utan- lands og Innan. Það er þrlðji og síðasti dráttur I happdrattinu. Þeir, sem fenglð hafa helmsenda mlða, og ekki hafa gert skll, eru beðnlr að hafa samband við skrifstofu happdrœttlslni á Lindar- götu 9a, — Sfml 12942. Aðalfundur Framherja verður haldlnn i dag klukkan 2 í Edduhúsinu. Venjuleg aðalfundarstörf, ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON, alþm., mætlr á fundinum, St|órnln, Námskeíð í verkalýðsmálum á vegum Félagsmálaskóla Framsóknarflokksins hefst næstkomandi miðvlkudagskvöld, 22. nóvember klukkan 8,30. Karl Krlstjánsson, alþinglsmaður, flytur erlndi um vinnulöggjöflna. — Á eftir verða frjálsar umrœður. — Væntanlegir þátttakendur eru beðnlr að hringja í slma 16066 eða 19613, þar sem þeir fá nánarl upplýsingar. — Fólk úr verkalýðsfélögunum er sérstaklega hvatt tll þátttöku i námskeiðlnu Félagsmálaskóli Framsóknarflokksíns Mánudagskvöldið klukkan 8,30 verður fundur í Edduhúslnu og verða frjálsar umræður um Efnahagsbandalagið og verkalýðsmál. Allt Framsóknarfólk, eldra sem yngra, velkomið. Mætum stundvíslega. Almennir stjórnmálafuntfir i Suðurlands- kjördsmi K|ördæmlssamband Framsóknarmanna í Suðurlandskjördæmi e-fnlr til almennra st|órnmálafunda í dag, sunnudag, sem hér seglr: VÍK ( MÝRDAL kl. 2 e.h. Frummælendur: Ágúst Þorvaldsson, alþm. og Ragnar Þor- stelnsson, bóndi. BRAUTARHOLTI, Skeiðum, kl. 2 e.h. Frummælendur: Ásgeir Bjarnason, alþm., Jón Eiriksson, bóndi og Óskar Jónsson, fulltrúl. HVERAGERÐI kl. 2 e.h. Frummælendur: Árni Benediktsson, skrifstofustj., Helgi Bergs, alþm. og Halldór E. Sigurðsson, alþm. rélagsmálaskóli Árnessýslu Fyrstu tvö námskeiðin verða haldin á Selfossi, miðvlkudaglnn 22. og 29. nóv. n.k. HELGI BERGS, verkfr. flytur érlndi um Efnahagsbandalagið. Frekari upplýsingar hjá MATTHÍASI INGIBERGSSYNI, Selfossi, forstöðumanni Félagsmála- skólans. )

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.