Tíminn - 19.11.1961, Page 5

Tíminn - 19.11.1961, Page 5
T í M I N N , sunnudaginn 19. nóvember 1961 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjdri: Tómas Árnason. Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.)3 Andrés Kristjánsson, Jón Helgason. Fulltrúi rit- stjórnar: Tómas Karlsson. Auglýsinga- stjóri: Egill Bjarnason. — Skrifstofur í Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305. Aug- lýsingasími: 19523. Afgreiðslusími: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Áskriftargjald kr. 55.00 á mán. innanlands. í lausasölU kr. 3.00 eintakið. Finnar og Rússar ÞaS vakti mikla athygli fyrir nokkrum vikum síðan, er rússneska stjórnin sendi finnsku stjórninni orðsend- ingu þess efnis, að hún krefðist viðræðna um öryggismál landanna í samræmi við samning, sem var gerður milli þeirra nokkru eftir stríðið, en efni hans var það, að slíkar viðræður skyldu hafnar, ef horfur væru taldar á hernaðarlegri árás frá Þjóðverjum. Umrædda kröfu sína rökstuddu Rússar með því, að Vestur-Þjóðverjar færðust nú mjög í aukana við Eystrasalt og fengju aukin ítök í Danmörku og Noregi og jafnvel Svíþjóð. Fyrir nokkrum dögum virtist svo, að ítússar hefðu horfið frá kröfunum um þessar viðræður, en myndu láta sér nægja, að Finnar ítrekuðu nógu greinilega hlutleysis- stefnu sína. í samræmi við það hafði Kekkonen forseti rofið þing og efnt til kosninga í febrúar næstk. Tilgangur hans með því var að láta það þannig koma skýrt í ljós, hver hugur Finna væri í þessum efnum. Þær vonir hafa hins vegar brugðizt, að Rússar létu sér þetta nægja. í stað þess hafa þeir óvænt krafizt að um- ræddar viðræður yrðu hafnar þegar í stað. Miklar getgátur hafa verið um, hver sé fyrirætlun Rússa með þessu. Sumir gera sér vonir um, að þetta sé aðeins einn taflleikur Rússa í sambandi við Berlínardeil- una og lítið muni því verða úr þessu. Aðrir óttast, að hér geti verið meiri alvara á ferðum. Reynslan ein fær skorið úr því, hvort réttara sé. Hitt er hins vegar óhætt að fullyrða, að það mun mjög hnekkja áliti Rússa, ef þeir nota þetta tækifæri til að þrengja eitthvað að Finnum. Enginn neitar því, að Rússar hafa slæma reynslu af Þjóðverjum og óttast þá því senni- lega um of. Hins vegar hafa Þjóðverjar ekki fengið neina þá aðstöðu á Norðurlöndum og hafa ekki heldur á annan iiátt sýnt merki þess, að þeir undirbúi árásarstyrjöld. Engin þjóð yrði og sennilega ver léikin, ef til styrjaldar kæmi en Vestur-Þjóðverjar, og það eitt er líklegt til að breytá viðhorfi þeirra frá því, sem áður kann að hafa verið. Rússar hafa því ekki neitt réttmætt tilefni til að bera fram kröfur gegn Finnum á grundvelli umrædds samnings. Finnar *hafa að undanförnu sýnt glögg merki þess, að þeir halda fast við hlutleysisstefnu sína. "Rússar hafa líka virzt sýna, að þeir skildu og mætu þessa afstöðu Finna. Þess vegna myndi það valda miklum vonbrigðum, ef nú yrði breyting á þessu. Það myndi auka spennuna í al- 'þjóðamálum og auka örðugleika þeirra, er vinna að friði cg sáttum. Hyggilega farið að á fundi L.f.Ú. Frekja Sjálfstæðisflokksins ríður ekki við einteyming. Þar sem þeir telja sig geta ráðið. vilja þeir láta gera pólitíska ályktun sér í vil á fundum. sem ekki er ætlað að fjalla um landsmál almennt, heldur málefni stéttanna. Á aðalfundi landssambands útvegsmanna nú reyndu þeir að þvinga fram ályktun til viðurkenningar á gengis- iækkuninni í sumar — og átti það að vera fjöður í póli- tískan hatt Sjálfstæðisflokksins. Útvegsmönnum úr öllum flokkum blöskraði, að þeim skyldi ætlað að samþykkja slíka ályktun og leggja blessun á gengislækkunina í sumar — þvert ofan í skoðanir þeirra Sonur minn Sinfjötli Guðmundur Daníelsson: — Sonur minn Sinfjötli. — fsafold igefur út. 260 bls. — Skáldsaga. Þag er orðin allgróin tízka ís- lenzkra höfunda að skrifa forn- aldarsögur. Kiljan ritað'i sína Gerplu, Kamban Vítt sé ég land og fagurt, Kristmann Gyðjuna og uxann, Gunnar Gunnarsson Fóst- bræður, og fjölmargar aðrar. Nú hefur Guðmundur Daníelsson rit- að sína fornsögu, og ekki getur hjá því farið, að hún marki nokk- ur tímamót á ritferlr hans. Ég opnaði þessa bók með mik iUi forvitni. Bar margt til þess. Efnið er ekki í fcot sótt — ráðizt á annað helzta guðspjall heiðinn- ar bi'blíu, sjálfa Völsungasögu. Sú saga er í senn stórbrotið listaverk og helgisaga í vitund þeirra fslend inga, sem lesið hafa íslenzkar og norrænar fornsögur sér til nokk- urs minnis og skilnings. Það hlaut því að teljast töluvert áhættumál að gera hana að innviðum nýrrar skáldsögu. Tækist illa til cnátti við því búast, að íslenzk þjóð ætti bágt með að fyrirgefa þá synd, og höfundurinn uppskæri fæð, sem yrði langæ og kulsöm í hans garð, jafnvel svo að önnur góð' verk frá hans hendi nytu varla réttsýni. Mér þótti þetta efnisval því svo kaílrnannlega færzt í fang, að ég vissi varla hvort mér var ótti eða eftirvænting ríkari í huga um skil Guðmundar á því. En það er skemmst af að segja, að ég lokað'i bókinni að ipknum 'lestri með heitum feginleik. Mér þótti meira en vél hafa tekizt. Völsungasaga hafði í engu verið limlest, þótt frjálslega væri með. hana farið, og miklu við aukið. Kjarninn hafði ekki verið höggv- inn tií; heldur ný saga ofin um hann og felld að honum, högum og mildu.m höndum. Þetta er stórbrot in saga og örlagaþung. Þótt svið- ið sé fornt og heiðin kyngi og spekimál séu stuðlar hennar, verg ur hún ný og fersk eins og nútíma stoáldsaga, því að ástin er enn söm við sig og harmur nístir brjóstið' á sama hátt og á fomri tíð. Dauð- inn hefur lítið breytzt, og manns- lundin fer svipaðar götur. Það mun því ebkert efamál, að Guðmundur Daníelsson hefur leyst fomsöguna sína vel af hendi. Þetta er mesta skáldverk hans og bezta, nýr og sterkur þáttur í sagnaritun hans. Guðmundur Daníelsson er eng- inn sveinstauli lengur á ritvangi, enda eru nú hartnær þrír áratugir sdðar fyrsta bók hans kom út. Samt tekur hann sífelldum breyt- ingum, eins og ungur höfundur. Þess vegna eru menn alltaf for- vitnir um ný verk frá hans hendi og búast við einhverju nýju af honum .Og Guðmundur lætur þær vonir sjaldnast sér til skammar verða. Á þriðja tug höfundarævi sinnar hefur hatin ,færzt mjög í aukana. Blindingsleikur, sem út kom 1955 var ágæt skáldsaga, lík- lega bezta verk hans til þess tíma. Hrafnhetta var síðri, en nú kem- ur Sonur minn Sinfjötli, og með þeirri bók hefur Guðmundur náð nýjum, háum og örðugum hjalia. Sagan Sonur minn Sinfjötli, skiptist í tvo megin hiuta. í fyrri GUÐMUNDUR DANIELSSON hluta segir frá Völsungi konungi og börnum hans, Signýju í Brá- lundi og bræðrum hennar, og við- skiptum þeirra Saxa og Gauta, er Siggeir konungur kemur og fær Signýjar. Síðan er hún flyzt í Dýravang á Gautlandi, svikaaðför að Völsungum og afdrifum Völs- ungssona, herförum Siggeirs kon- ungs og lífi Signýjar, dvöl Sig- munds í mörkinni og glóðum þess hefndarelds, sem að höfði Gauta safnast. Síðari hlutinn greinir frá hefndinni sjálfri, Sigmundi og Sin fjötla, dauða Signýjar, konung- dómi Sigmundar og för Sinfjötla á fund Óðins. Stórbrotnir atburðir og mikil örlög gerast í þessari sögu. Þar eru hrikalegar orustur, ofur- mennskar hetjudáðir og afreks- verk. Þó er hér svo vel ag unnið, að þetta eru ekki burðarásar sög unnar, heldur hugræn átök, mann legar kenndir; ást, hatur og harrn ur, siðræn barátta og trú. Með slíkan efnivið í hendi hlaut það að verða áleitin freisting ag auka spennu sögunnar með dýrorðum lýsingum af bardögum og afreks- verkum. En Guðmundur leiðir hana hjá sér. Hann er fáorður um stórorrusturnar, þær líða hjá í skyndi meg nokkrum stoýrum dráttum. Það er baráttan í manns sálinni, sem hann Iýsir og dregur þá ekkert af. Það hlýtur að hafa verið höf- undi allmikið álitamál, hvaða stakk hann skyldi sníða máli sínu og stíl í þessu verki. Auðveldast hefði liklega verið að þræða forna troðninga, reyna að líkja eftir fornsögumáli og stíl, fyrna orð- færið til móts við söguefnið. En jafnvel þótt slíkt hefði sæmilega tekizt, hlaut það ag lenda í ógöng- urú, og vertoið að verða að yfir- bragði útþynning og uppmálun fornsögunnar, en ekki nýtt skáld- verk. Guðmundur hefur kosið meðalveg, sem reynist honum greiður. Hann leitast Við að virkja elfi málsins alla, sinnir ekki, hvort orðaval er fornt eða nýtt, heldur bregður því orði, sem segir hug hans bezt, því ag íslenzkan er ein og mál dagsins er jafnt fornyrði sem nýyrði. Hann beitir bvössum lýsingarstíl, notar samþjappaðar og samofnar setningar og máls- greinar. Hann beitir ótæpt forn- um talsháttum, málsháttum og jafnvel orðskviðum, og manni finnst í fljótu brag'ði, að þetta fari 'háif undarlega í náinni fylgd nýrra dæguryrða, en sættir s'ig við það. Fyrir kemur pó, að höfundur rnissir mál og stil úr reipum, eink- um þegar hann hefur mikið í böíid um, enda munu honum eiginlegri knáleg tök og stórræði en smáleg noslursemi. En í verkinu öllu er stígandi og reisn, sem í engu læg- ist allt til loka. Guðmundur hef- ur lagt að sér við þetta verk, agag sig stranglegar en oftast áð- ur, og árangurinn leynir sér ekki, því að hann hefur kosti við að kljást. Stíiblærinn er mjög sam- felldur bókina á enda og verður — þrátt fyrir fornan hljöm — sterkur og persónulegur. Sonur minn, Sinf'jötli er mikil skáldsaga með stórbrotna örlaga- ráð allt til loka, mögnug forn- legri kyngi trúar og siðfræði en öll viðbrögð mannleg og síung, þótt aldir hafi runnið. Hún er i stórvel rituð, sumir kaflar henn- ar svo glæsilegir að stíl og máii, að unun er að. Lífsspekin sindrar og glitrar, jafnt í fornum hend- ingum sem nýjum. Guðmundur hefur vaxið mjög af þessu verki og ósýnt þykir mér, að betri skáld saga en Sonur minn Sinfjötli komi út á ís'landi á þessu ári. .! V ■■' AK fiestra. Þeir samemuðust því mjog margir um að fella þessa ályktun. Gerðu það með yfirgnæfandi rneiri hluta atkvæða, og þ. á m. atkvæðum velflestra bátaútvegsmanna. Sneru sér síðan að því að gera áíyktanir um og fvlgja eftir mál- efnpm sjávarútvegsins. Vafalaust var þetta hyggilega ráðið og styrkir sam- tókin, að neita því á þennan hátt að blanda s.am'an flokks- pólitík og málefnum útvegsins. Góð barnabók Enn þá man ég fögnuðinn yfir því að fá „Bernskuna“, þótt ég væri þá aðeins sex ára gamall. Það var í rökkrinu rétt fyrir jólin, að þessi sending barst til mín. Aldrei fannst mér tunglið brosa bjartar né norðurljósin blika í meiri ljóma. Og af blöðum bókarinnar var ein- hver ilmur líkt og af suðrænum ávöxtum, sennilega einhvers konar búðarangan. Samt var gleðin yfir að lesa bók- ina enn þá meiri. Ég lærði sumar sögurnar utan að, sagði þær öðrum og man sumar orðrétt enn þá, til dæmis „Bolasögu11, „Kapp er bezt með forsjá“, og söguna af honum Lalla: „Ég skal samt læra að synda". Liklega bý ég að áhrifum þessarar barnabókar enn í dag og þau áhrif voru holl og góð. Nú er Bernskan fáanleg bæði heftin ásamt Geislum og Skeljum við sanngjörnu verði í fallegu bandi, gefin út af „Leiftri“. Hún er fallega myndskreytt eftir marga af okkar beztu lista- mönnum í myndlistinni Kjarval, Tryggva Magnússon, Halldór Pét- Ursson og Eggert Guðmundsson. Þegar þess er gætt, að Sigur- björn Sveinsson er einn af beztu barnabókarhöfundum, sem skrifað hafa á íslenzku, þá má telja þessa útgáfu lystilegan lestur, eiginlega andlegan gimstein handa börn- um á sjöunda tug 20. aldar á ís- landi, svo fallegar eru myndirnar og málið gott. Og ekki mun af veita að beina hugum þeirra og hjörtum frá soranum og léttmet- inu, sem að þeim er rétt fyrir ærið fé. Við þurfum sannarlega að kenna íslenzkri bernsku og æsku betri bókmenntsmekk en svo, að hún lesi ruslið helzt. Betri jóiagjöf en Bernskuna og ritin hans Sigurbjarnar Sveinsson- ar verður vart fundin, þótt úr mörgu sé að velja á bókamarkaðn- um. Og ég vil sem þakklátur les- andi hans vitna í orð sr. Friðriks Friðrikssonar, þegar hann segir um Bernskuna og eftir lestur hennar: „Mér fannst ég verða bæði betri og sælli.“ Það er einmitt þetta, sem ég óska börnum íslands bæði yngri og eldri og því mæli ég með þessu ritverki,^ orðum þess og mvndum. Árelíus Níelssop 1

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.