Tíminn - 19.11.1961, Blaðsíða 11
TÍMINN, sunnudaginn 19. nóvcmber 1961
11
VIO
naut
Þeir íslendingar eru lík-
lega teljandi, sem séð hafa
þjóSaríþrótt Spánverjanna,
nautaatið, öðruvísi en á kvik-
mynd. Og þeir eru áreiðan-
lega teljandi, sem séð hafa
konu berjast við naut. Þetta
er nú samt til, og nú ætlum
við að segja ykkur ofurlítið
frá einni konu, sem árum
saman hefur barizt við naut
í Portúgal og Mexíkó og get-
ið sér frægðarorð fyrir, eins
og nærri má geta.
Nafn hennar er Tamara, og
þykir hún góð í listinni. Að sögn
er hún mjög kvenleg, þótt mað-
ur geti freistazt til að álíta
annað. En skýringuna á því seg-
ir hún vera, að hún sé fyrst og
fremst kona, þar næst komi
nautaatið. Á daginn berst hún
við nautin í sólheitum hringn-
um, en á kvöldin er hún aðeins
venjuleg kona. Kona, sem þarín
ast eiginmanns, ástar og ef til
vill barna til þess að verða
reglulega hamingjusöm, eða svo
segir hún sjálf.
Svaiar reiði sinni á nautum
Hún hefur átt heldur storma-
samt líf, hvað karlmennina
áhrærir. Tvisvar hefur hún ætl-
að að ganga í hjónaband. í ann-
að sinn mátti hún bíða í kirkj-
unni eftii' brúðgumanum, sem
aldrei kom, og í hitt skiptið var
það hún, sem hljóp á brott úr
brúðkaupinu, því að henni varð
ailt í einu ljóst, að það vaír
alls ekki rétti maðurinn, sem
hún ætlaði að fara að giftast.
— Ef til vill er það þess
vegna, sem ég lagði nautaatið
fyrir mig, segir Tamara, svo að
ég gæti svalað reiði minni í garð
karlmannanna á nautunum.
Hún dregiur epga dul á líf
það, sem hún lifir. Hún er mikil
gleðskaparkona, drekkur mikið
og skemmtir sér. Hún hreykir
sér af því, að hún þekki margt
frægt fólk. Og sá, sem henni
líkaði bezt við, var enginn annar
en leikarinn frægi, Cary Grant.
Kenndi Gary nautaaf
Vegna atvinnu þeirrar, sem
Tamara stundar, er hún í lönd-
um nautaatsins hyllt eins og
hetja og boðin hvarvetna, sem
eitthvað er um að vera. Og í
einum slíkum gleðskap var hún
kynnt fyrir Cary Grant. Hún
hreifst þegar í stað af honum
og segir, að hann sé enn dásam-
legri í einkalífinu heldur en á
sviðinu.
Fyrst í stað reyndi hann að
stríða henni, en síðan viður-
kenndi hann fyrir henni, að í
raun og veru væri hann mikill
aðdáandi nautaatsins. En hann
vissi bara svo skelfing lítið um
það, og hann gæti ekki fengið
sig til þess að fara og horfa á
það. Og nú væri líann viss um,
að þegar hann kæmi aftur til
Hollywood, yrði ætlazt til þess,
að hann vissi allt um nautaat.
Þess vegna bað hann Tamara að
segja sér það helzta um það,
sem máli skipti.
Tamara var alls ekki viss um,
hvort honum var alvara eða
hvort hann var aðeins að gera
að gamni sínu. Þau fóru samt
nokkrum sinnum út saman, og
Tamara sagði Cary allt, sem
henni fannst máli skipta. En
enn þann dag í dag er hún að
velta því fyiir sér, hvort hann
hafði í raun og veru einhvern
áhuga fyrir nautaati, eða hvort
hann hafði aðeins áhuga á henni
sjálfri.
Yfir glasi af víni
Eiginlega var það algjör til-
viljún, að Tamara lagði fyrir sig
nautaatið. Það byrjaði allt í
hálfgerðu gamni.
Hún var stödd í Lissabon og
vai' í beyglum eftir síðasta ástar-
ævintýrið, sem fékk hálf leiðin-
legan endi. Þar rakst hún á vin
sinn, sem var stjórnandi nauta-
atsins í Lissabon. Hann sat þar
að drykkju á bar nokkrum og
bauð henni til drykkjunnar með
sér.
Tamara sagði honum frá vand-
ræðum sinum. Unnusti hennar
hafði stolið loðfeldum hennar og
skartgiipum til að borga skuld-
ir, sem hann hafði komizt í við
fjárhættuspiíl, meðan hún var í
verzlunarerindum í London.
Vinur hennar vildi bara upp-
örva hana með góðlátlegu gamni
og sagði, að hann skyldi glaður
endurnýja allar eignir hennar og
meira til, ef hún vildi berjast
við nput í hringnum í Lissabon.
— Ég tek þig á orðinu, sagði
Tamara.
Síðar iðraðist hún þessa sár-
léga, en stolt hennar "neyddi
hana til að standa við orð sín.
Æfði sig á kálfum
Hún vissi nákvæmlega ekki
neitt um nautaat. Hún hafði að-
eins séð það nokkrum sinnum
og var ekki sérlega hrifin af því.
Og nú hafði hún aðeins mánuð
til að læra þá list, sem góðir
nautabanar voru mörg ár að
læra. En Tamara tók þetta nýja
viðfangsefni með mikilli alvöru.
Tvær síðari vikurnar æfði hún
sig af kappi undir leiðsögn vin-
ar síns, Diamontino Vizeu, sem
var vanur nautabani. Hann var
strangur kennari og æfði hana
eins og atvinnuboxara. Auk æf-
inganna varð hún að lifa reglu-
legu líferni. Snemma á fætui',
snemma að hátta, engan gleð-
skap fram eftir nóttu. Hún hefði
líka verið of þreytt til þess.
Tilraunadýrin voru ungir kálf
ar, og henni gekk ekki of vel
með þá. í hvert sinn sem þeir
stönguðu hana niður í forina,
varð hún að rísa tafarlaust upp
aftur og byrja á ný. Að lokum
var Tamara orðin mjög óþolin-
móð og vildi aðeins fá að ljúka
þessu sem fyrst. Henni fannst
að hún hlyti nú að vita allt um
nautaat.
— Hlægilegt, sagði hún siðar,
ég vissi ekki þá, að naut, alveg
eins og menn, eru ákaflega mis-
jöfn.
Ekki drepin í Portúgal
Nautaatið í Portúgal er tals-
vert öðruvísi en á Spáni. Á Spáni
eru nautin drepin, og þar er
konum bannað að stunda þessa
hættulegu iþrótt. í Portúgal er
það leyft. Þar eru nautin ekki
drepin, og þar er nautaatið ekki
_ álitið grimmdarleg íþrótt. En
nautin þar eru alveg eins hættu-
leg, og T..mara segir, að nauta-
atið sé grimmdarlegt fyrir þá,
sem við þau berjast.
Þegar fréttin barst út um
það, að Tamara ætlaði að berj-
ast við naut, reyndu margir að
fá hana til þess að hætta við
það. En Tamara var ákveðin,
héðan af yrði ekki snúið við.
Og lok-ins rann hinn mikli
dagur upp.
í þetta sinn ha fði nautið betur.
Valið naut
Dagblöðin geiðu sér mikinn
mat úr þessu. — Fegurðin býst
til að sigra skepnuna — sagði
eitt þeirra. — Tamara kýs held-
ur nautshringinn en giftingar-
hringinn — sagði annað. Spánskt
dagblað kaliaði hana — E1 Sex-
appeal de Los Toreros. —.
Áhorfendasvæðið var þéttskip-
að. Tamara var ekki vitund
smeyk. Hún var ekki einu sinni
taugaóstyrk. Þama var hún,
fjörug og friðelskandi ung kona,
sem af augnabliksdrykkjuórum
hafði látið leiðast út í það að
berjast við naut. Henni fannst
það bara hlægilegt.
Til allrar hamingju hafði naut-
ið verig valið sérstaklega fyrir
hana. Það var stórt naut með líf-
leg augu, en var talið tiltölulega
hættulítið og laust við alla
hrekki. Þáð var sú tegund nauta,
sem áhugamanneskja eins og
Tamara gat haft von um að
sleppa lifandi frá.
Taugarnar bila
En skyndilega komust taugar
hennar í ólag. Hún gat ekki skil-
ið, hvað komið hafði yfir hana,
en hún fann, að ef hún fengi
ekki að ljúka þessu af strax,
mundu taugar hennar algjörlega
bila. Svo að hún bað um, að hún
fengi að berjast fyrst í staðinn
fyrir síðast, eins og ákveðið
hafði verið.
Henni var sagt, að það væri
ómögulegt, en hún grátbað um,
að sér yrði leyft þetta, og eins
og venjulega þegar hún grátbað
um eitthvað, fékk hún vilja sín-
um framgengt.
Ein með stóru,
svörtu nauti
Og það varð til þess, að hún
varð að berjast við annað naut
en ákveðið hafði verið, naut, sem
aðeins þaulvanur nautabani gat
vonað að geta ráðið við.
Hún gekk inn á sviðið, um-
kringt eftirvæntingarfullum á-
horfendum. Hún tók ekki eftir
þeim. Hún var alein, ein með
þessu stóra, svarta nauti og dálít
ið 'óþægilegri tilfinningu hið
innra með sér.
Og gegnum lofíið
hún flaug
Nautið tók stefnuna i áttina til
hennar ,og hún varð gagntekin
ótta. Fyrir einhverja hept)ni
tókst henni að forðast nokkrar
fyrstu tilraunir þess ágætlega.
Áhorfendur hrópuðu af Ihrifn-
ingu og hvöttu hana óspart.
Ef til vill hefur hvatningin
stigjg henni tjl höfuðs, því að
hún hætti sér of náiægt og mis-
reiknaði fjarlægð hornanna. —
Þetta geysistóra höfuð boraði sig
inn í hana, hún fann til ónota-
tilfinningar og flaug í gegnum
loftið.
Þegar hún vissi næst af sér,
lá hún á skurðarborði og sá ótal
a-f.'it umhverfis sig. Hún sá
ekki með öðru auganu, hún
hafði sáran sting fyrir bringunni,
og henni leið ákaflega illa. Engu
að síður krafðist hún þess, að
hún fengi að Mæða sig og fara
inn í hringinn aftur. Aliir reyndu
að stöðva hana, en hún varð að-
eins ákveðnari.
MeS annaS augaS opiS
Þegar hún kom inn í hring-
inn á ný, var hinn frægi nauta-
b"~i, Juan Moreno að fást við
r 'T Hann varð skelfingu lost-
inn, þegar hann sá hana birtast
þarna, marða og meidda. með
aðeins annað augað onið. en þeg-
ar hann sá, hversu ákveáín hún
var, ákvag hann að hjálpa henni.
Hann beið viðbúinn að þjóta
henni til hjálpar, ef eitthvað
kæmi fyrir.
Nautið kom þjótandi að hsnni
með ofsahraðá. Af ótta e" mátt-
leysi gat Tamara ekki hreyft sig.
Juan hrópaði til henra-. og hún
sneri sér við, rétt mátulega til
að forðast horn nautsins. Þá var
eins og hún áttaði sig, 6g upp
í huga hennar skaut e:nhverju af
því, sem henni hafð'i verið
kennt.
Átta brotin rif
Enn þann dag í da? getur hún
ekki almennilega gert sé-* írem
fyrir þvf, hvað eig'nlega skeði,
en hún gerði vissulega ‘el Hún
barðist enn við nautið nokkra
stund, og áður en hún fél’ í ann-
að sinn, heyrði hún. að áhnrf-
endur fögnuðu henm ems og ó"'ir
væru.
Næsta dag var hún orðin fræg.
Hún var stórfrétt a!!-a blaða,
ekki aðeins í Portúgai og á
Spáni, heldur víða um heim.
Tamara var lítið hrifin af
frægðinni þá. Hún lá á sjúkra-
húsi með skaddað auga og átta
brotin rif. Og hún hafði miklar
áhyggjur af b'í. hvar allt þetta
mundi lenda
IIú'i hirf varla að hafa áhyggj-
ur úl aí því 1 dag.