Tíminn - 23.11.1961, Qupperneq 5
T í M I N N, fimmludaginn 23. nóvember 1961.
Útgefandi: FRAMSOKNARFLOKKÚRINN
Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. Rit.
stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés
Kristjánsson. Jón Ilelgason Fulltrúi rit
stjórnar: Tómas Karlsson Auglýsinga-
stjóri: Egili Bjarnason — Skrifstofur f
Edduhúsinu — Símar- 18300—18305 Aug
lýsingasimi 19523 Afgreiðslusími: 12323
- Prentsmiðjan Edda h.f —
Askriftargjald kr 55.00 á' mán innanlands.
í lausasölu kr 3.00 eintakið
Þorstemn M. Jónsson:
ningar Ólafs Try
Aðvörun Kennedys
Kénnédy Bandaríkjaforseti flutti í Los Angeles síðastl.
laugardag eina beztu ræðuna, sem hann hefur nokkru
sinni haldið.
í i'æðu þesstri beindi Kennedy máli sínu fyrst og
fremst gegn hinum nýju afturhaldsöílum, sðm nú færast
ískyggilega í vöxt í Bandaríkjunurn, og er þar fyrst að
nefna John Birch-félagsskapinn svokallaða. Helztá áróð-
ursvopn þessara afturhaldsafla er að stimpla alla þá, sem
eru þeim andstæðir, kommúnista og var Dag Hammar-
skjöld einn í hópi þeirra, sem hlaut þann stimpil hjá
þeim.
í ræðu sinni nefndi Kennedy ekki nein sérstök samtök
slíkra afturhaldsmanna, en deildi þeim mun fastar á þau
óbeint. Hann sagði, að viss öfl legðu áherzlu á, að hætt-
an kæmi að innan en ekki utan eða vegna þess, að það
væru svikarar meðal okkar sjálfra. Þannig væri talað um
svikin í Jalta og svikin í Kína, sem ættu að hafa orsakað
sigur kommúnista þar. Svikabrigzl væru borin á hina
beztu ménn í þjónustu kirkju og dómstóla, og mun Kenn-
edy þar ekki sízt hafa átt við það, að John Birch-félags-
skapurinn hefur lagt sérstakt kapp á að koma kommún-
istastimpli á Warren, forseta hæstaréttar Bandaríkjanna.
Loks sagði Kennedy, að þessi afturhaldsöfl teldu flokk
demókrata og velferðarríkið eitt og hið sama og í fram-
haldi af því teldu þeir velferðarrikiö og kommúnismann
vera eitt og hið sama. Þannig er revnt að koma kommún-
istastimplinum á demokrata.
Kennedy forseti varaði eindregið við þessum áróðri.
Hann stefndi að því að veikja þjóðina en ekki að styrkja
hana. Þess vegna bæri þjóðinni að forðast leiðsögn þeirra
manna, sem stunduðu slíka iðju.
Þessi aðvörunarorð Kennedys eiga vissulega erindi til
fleiri en Bandaríkjamanna. Hér á landi er t. d. rekinn af
hinum áhrifamestu mönnum og málgögnum áróður, sem
er alveg ,í anda John Birch-manna. Þessir menn og mál-
gögn nota kommúnistastimpil gegn öllum þeim mönnum
og málefnum, sem ekki falla þeim í geð, þótt þeir viti
vel, að þeir fari með vísvitandi ósannindi. íslendingar
þurfa því ekki síðuuað vera hér á verði en Bandaríkja-
menn.
Einar og lýðræðið
Einar Olgeirsson hefur nú farið sjálfur fram á ritvöll-
inn í Þjóðviljanum. Þó ekki í þetta skipti til þess að af-
neita Stalín, heldur til þess að afneita Sjálfstæðisflokkn-
um og samvinnunni við hann á undanförnum árum. Hvort
tveggja er jafn tilgangslítið fyrir Einar
Það er alveg tilgangslaust að ætia að neita staðreynd-
um eins og þeim, að Sósíalistaflokkurinn veitti stjórn
Ólafs Thors hlutleysi 1942 og sat í stjórn með Sjálfstæðis-
fiokknum 1944—46. Það er jafn vonlaust að ætla að
neita því, að Einar Olgeirsson og margir aðrir leiðtogar
Sósíalistaflokksins höfðu náið samstarí við Sjálfstæðis-
flokkinn sumarið 1958 um að fella vinstri stjórnina og
þegar það hafði tekizt, hófu þessir flokkar náið samstarf
um kjördæmabvitinguna.
Þetta eru staðreyndir, sem engar afneitanir fá dulið.
Foringjar Sósíalistaflokksins hafa alltaf verið reiðubúnh
Olaíur Tryggvason ei nijög vel
ritfær, skrifar goit mál og frá-
sagr.ir hans og rökfærslur skýrar,
o.g öll ber þessi bók hans vitnj um,
að hann viil vekja þjóðina til al-
varlegra íhugana um lífið og til-
veruna.
Ungur að aldri hóf Ólafur bú-
skap í heimahóraði sínu, Suður-
j Þingeyjarsýslu. Eftir nokkurra ára
j búskap þar flutti hann til Akur-
| eyrar og bjó um allmörg ár á býl-
| inu Hamraborg ofan við Akuieyrj.
j En þótt Ólafur þyrfti að stunda
bú sitt til þess að geta séð fyrir
konu og börnum, þá leitaði fjöldi
manna ráða hans og hjálpar um
ýmis vandamál sín. Það hafði
spurzt út, að Ólafur skynjaði fleira
en almennt gerist og, að hann
gæti á dularfullan hátt ráðið bót
á ýmsum sjúkdómum. Aðsókn
fólks tjl Ólafs varð svo mikil, að
hann varð að hætta búskap. Hann
býr nú á Akureyri og hefur þar
„lækningastofu“. En lækninga-
stofa hans er á annan veg en
venjulegar lækningastofur, enda
er Ólafur ekki lærður læknir og
hefur ekki lækningaleyfi. Við
lækningar sínar notar hann ekki
lyf, smyrsli eða plástra. Ekki
heldur nudd, rafmagn eða rönt-
gen. Hann bejtþ andlegri orku við
lækningar sínar.
I formála fyrir bók sinni segir
Ólafur, að nokkrir vinir sínir hafi
hvatt sig til þess að gefa hana út.
Þar segir hann og meðal annars:
;,Enginn viðvaningur mun þó
skrjfa bók af því tilefni einu, að
aðrir vilji, að hann geri það. Höf-
undur verður að vilja það sjálfur
og finna, að hann hefur eitthvað
að segja, sem máli skiptir.
Og þessi er og önnur ástæðan:
Það þýddi ekki að flýja af hólmi
og fela sig fyrir þejm yfirskilvit-
legu fyrirbæruni og áhrifum, er
að mér sóttu um og eftir tvítugs-
aldur. Þau hrópuðu á mig og leit-
uðu mig uppi, ég var neyddur til
þess að finna, hiusta og jafnvel
sjá. Því fremur sem staldrað var
við og hlustað því betri var líð-
anin; því hraðari sem flóttinn var,
þejm mun meiri vanlíðan og ósam-
ræmi. Það var eins og einhver ægi-
valdur hrópaði á mann að korna
til sín og vinna með sér. Um tólf
ára skeið reyndi ég að losa mi.g
við öll þessi yfirskilvitlegu áhrif.
Á þessum árum lejð mér afar illa,
i svo þegar ég aftur eftir þessa tóif
I ára mótspyrnu tók að gefa hinum
| huldu kröftum part af starfsorku
, minni, fór mér að líða betur, og
ágætlega, þegar ég lét hin and-
legu störf sitja fyrir öðru. Skyldi
það ekki vera þetta, sem hér að
framan er vikið að, sem menn
nefna köllun? Margvísleg sam-
verkandi og sundurvirk öfi og
víxiláhrif knýja á og leita framrás-
ar í lífi mannanna, það er hikað
og beðið, eða taflið giipið og leik-
urinn hafinn — og örlögin verða
til, Ijúf eða sár — sjáandi eða
blind. Sennilega fer barátta fram
í hverri mannssál — m>lli efnis og
anda — mjlli himin= og iarðar —
og mörg hugsun oe Mu-jón „sem|
himinninn ætlaði -ér“ brýturj
væng sinn i þeirri viðureign."
• V-V-X'-V-X -V-X-V-
ÓLAFURTRYGGVASON
í bók sinni fer Ólafur tíðum
með lesendurna inn á landamæri
hins sýnilega skynheims þeirra 'og
hins ósýnilega yfirskilvitlega
heims, er fæstir þekkja svo
nokkru nemi. Sjáífur virðist hann
iðuglega staddur á þessum landa-
mærum, og fær um stund dregið
til hliðar tjaldið, sem skilur heim-
ana, og hann sér þá og skynjar
margt, sem flestir af oss, sem lesa
bók hans, hufa ekki átt kost á að
.sjá né skynja. Er tjaldið lyftist
má sjá ljótleika og fegurð eftir
því hvernig á stendur. Ólafur seg-
ir frá nokkrum sýnum sínurfi í
hinum yfirskilvitlega heimi. Og
hann sér og skynjar, að þar er
háð barátta sem í -skynheimi. vor-
um. Hann telur að báðir heimarn-
ir, hinn „sýnilegi" og hinn „ósýni-
legi“, orki hver á annan.
Allir, sem þekkja Ólaf, vila, að
hann segir ekki annað en það, sem
hann er sannfærður um, að sé rétt.
Og allir munu þeir bera honum
þann vitnisburð, að vammlausari
mann og óeigingjarnari þekki þeir
ekki.
Ólafur skiptir bók sinni í 15
kafla. Allar eru frásögur hans og
ályktanir athyglisverðar og gefa
lesendum mikið og merkilegt um-
hugsunarefni.
Einn kaflinn, Flugslysið, er um
flugslysið mikla, er Glitfaxi fórst
með 21-manni árið 1951. Um slys
þetta fékk Ólafur ag vita eftir
yfirskilvitlegum leiðum um sömu
mundir og slysið varð.
Frásögnin, Þegar staurinn féli,
er um atburð.'sem er svo kyngi
magnaður, að hann líkist sögum
frá 17. öld, þegar trúin var sterk
ust á svarta galdur.
Ólafur segir frá nokkrum lækn-
ingum sínum. Um huglækningar
segir hann meðal annars:
„Huglækning er fólgin í hug-
geislun og inngeislun andans fyrir
margvíslegar vrxilverkanir hiris
persónulega og hins ópersónulega
anda, hins mannlega og hins
guðdómlega.“
Margt er athyglisvert, sem Ólaf
ur segir i útskýringum sínum á
huglækningum:
„Skilningur samúðarinnar er
dýpsti skilningur. Því meir, sem
við vitum um lögmál efnisins en
unirurn 1 andlegu lífi minna, því
verr erum við stö-dd, því veikari
grundvöllur mannlegs lífs og
mannlegrar hamingju.
Góðvildin er kastljós vitundar-
rnnar fram á veginn, hún leitar
leyndardómanna, sem heima eiga
í himindjúpum tilverunnar, án
ástúðarinnar verða þeir aldrei
fundnir."
Ólafur svarar spurningunni,
hvaðan huglækningamenn fái
kraft sinn:
„Aft nokkru leyti með þeim
orkubirgðum, er við eigum sjálf
yfir að ráða, líkamlegum og and-
legum, en þó miklu fremur fyrir
kraft frá •geislabjörtum sendiboð-
um frá æðri heimum, sem öðlast
orku sína frá enn ’æðfi upp-
sprettu ... “
í bókinni birtir Ólafur vottorð
frá allmörgum mönnum, er hafa
fengið lækningu á alls konar sjúk-
dónrurn _með hjálp hans.
I Bók Ólafs er ekki aðelns um
huglækningar, hugboð og sýnir
höfundarins, heldur er hún einnig
l hoðun bræðralags góðv'ildar og
hjálpsemi Hann telur sig hafa
| sannanir fyrir framhaldslífi eftir
| dauðann og segir, að menn búi
sig bezt undir það „með óeigin-
gjörnu, heiðarlegu og fórnfúsu
líferni. Mannkærleikuri'nn muh
þar drýgstur á meturrl." Og bók-
inni lýkur hann með þessum setn-
ingum:
Þegar svo er komið, að einn —
tveir menn hafa ráð og örlög
mannkynsins í hendi sér, virðist
áreiðanlega tímabært, að einstakl-
ingar staldri vig og hugleiði í ein
Iægni og alvöru, hvort sú stund
sé ekki að nálgast, að ráðlegt sé
að skipa sér undir himinborinn
fána kristinnar trúar og kristinnar
lífsskoðunar."
Fyrir nokkrum árum var ég,
sem þessar fáu línur rita, svo hepp
inn að kynnast Ólafi Tryggvasyni.
Eg kynnti mér þá sérstaklega ár-
angur hans á lækningu á drykkju
fýsn nokkurra ofdrykkjumanna.
Eg var þá formaður áfengisvarna
nefndar Akureyrar og lét mig
þetta nokkru skipta Árangurinn
af lækningatilraunum Ólafs. hvað
snerti ofdrykkjumenni'na, var
tmdraverður. Sumir þessara
manna voru svo illa komnir, að
flestir, er þekktu þá. töldu að
þeim væri ekki viðbjargandi. En
Ólafur losaði þá svo við drykkju-
fýsn sína, að þeir hættu allri á-‘
fengisneyzlu og hafa síðan verið
bindindismenn.
Kvöldgáfuútgáfan á Akureyri á
þakkir skildar f.vrir útgáfu þessar-
ar bókar, og vil ég ráða sem flest
urn að lesa hana.
<i! samstarfs við íhaldið, þegar það hefur þurft á þeim
að halda.
Broslegastar verða- þessar afneitaiur Einars. þegar
hann heldur því fram að.fylgi Sósíalistaflokksins við kjör-
dæmabvltinguna hafi verið sprottið af lýðræðisást. Flokk-
ur, sem dásamaði einræðis- og ofbeidisstjórn Stalíns cg
dásamar nú einræðisstjórn Krústioffs. getur vissulega
ai engu síður státað en því, að hann sé sannur lýðræðis-
flokkur.
Enn ófundinn
NTB—Hollandia, 21. nóv.
Skip og flugvélar leituðu í
dag úti fyrir ströndum Nýju-
Guineu að Rockefeller yngri,
en án árangurs.
Miohael Rockefeller sást síðast
á sunnudaginn var, þegar hann
synti af stað til lands úr bát ski-
um, sem þá var staddur 25 km.
uudan landi, Faðir hans, Nelson
Rockefeller, fylkisstjóri í New
York fylki, bættist í dag í hóp
leitarmanna, og fjöldi flugvéla og
skipa tekur þátt í leitinni, en von-
irnar um ag finna hinn týnda,
dofna nú óðum