Tíminn - 23.11.1961, Page 6

Tíminn - 23.11.1961, Page 6
6 T f M I N N, fimmtudaginn 23. nóvember 1961. Fimmtugu r: Þorsteinn Einarsson i. Það er löngu viðurkennt, að íþróttalögin frá 1940 séu ein merk- asta lagasetning síðari ára og með þeim hafi íslendingar gengið feti framar öðrum menningarþjóðum um skipulegt íþróttanám t. d. í sundi. Viturleg löggjöf fær þó litlu áorkað, ef hún er ekki í fram- kvæmdinni gædd þeim lífsanda og orku, sem gerir dauðan bókstaf að fjölþættu og lifandi starfi. Höf- undar íþróttalaganna skildu þetta, er þeir leituðu eftir manni til að annast framkvæmd þeirra. Þeir völdu Þorstein Einarsson, gagn- fræðaskólakennara í Vestmanna- eyjum. Hann hefur nú gegnt þessu þýðingarmikla starfi í rúmlega tvo áratugi og er löngu þjóðkunnur maður fyrir störf sín. 11. Þorsteinn Einarsson er fimmtug- ur í dag. Fæddur í Reykjavík 23. nóv. 1911. Foreldrar hans eru Guð- ríður Eiríksdóttir og Einar Þórð- arson. Þau eru Ámesingar að ætt og uppruna. Hann lauk stúdents- prófi í Rvík 1932. Kennari í Vest- mannaeyjum 1934—’41 og síðan íþróttafulltrúi ríkisins. Hann kvænist 1934 Ásdísi Jesdóttur prests Gíslasonar í Vestmannaeyj- um, hinni ágætustu konu. Eiga þau 10 mannvænleg börn. III. Þar sem Þ. E. var sá fyrsti er gegndi starfi íþróttafulltrúa ríkis- ins, kom það eðlilega i hlut hans að móta starfið og skapa því stöðu í þjóðfélaginu innan þeirra tak- marka, sem lögin setja. Verkefni hans voru einkum þríþætt: Eftir- lit með byggingu íþróttamann- virkja og síðar félagsheimila, íþróttakennsla skólanna og hið frjálsa íþróttastarf í landinu. Hann gerir sér far um að vinna að öllum þessum þáttum í samstarfi við mik inn fjölda manna víðs vegar um landið. Hefur hann náið samstarf við þá, sem í byggingum standa, íþróttakennarana og forustumenn íþróttahreyfingarinnar í landinu. Hann er sjálfur víkingur tjl vinnu, en hitt er þó öllu meira virði, hvernig hann getur kveikt áhuga hjá öðrum og skipulagt störf þeiiTa. Þótt hann sjái aldrei fram úr verkefnum í skrifstofu sinni og sé stöðugt að sinna fyrirgreiðslu vegna þeirra. sem standa i bygg- mgum víðs vegar um landið, telur hann samt skyldu sína að ferðast mikið um landið. Kynnast af eigin j raun byggingarframkvæmdum í ; þágu íþróíta og félagslífs og vera í lífrænu sambandi við alía þá, sem ; vinna að útbreiðslu íþróttanna. Hann leggur áherzlu á, að allur undirbúningur mannvirkja sé sem vandaðastur og unninn af sérfræð- ingum í hverri grein. Hefur ná- kvæmt eftirlit hans og kröfur um vandaðan frágang átt mikinn þátt í þeim myndarbrag, sem víðast hvar einkennir umræddar bygg- ingar. Þótt ýmsum finnist hann ef til vill of afskiptasamur og kröfu- harður,' kemur fljótt í ljós, að til- lögur hans eru gerðar af heilind- um og með hagsmuni þeirra fyrir augum, sem framkvæmdanna eiga að njóta um langa framtíð. Árangur íþróttalaganna og lag- anna um félagsheimili frá 1947 birtist í glæsilegum sundlaugum, íþróttahúsum, íþróttavöllum og félagsheimilum. Mikilli iþrótta- kennslu og fjölþættum íþróttamót- um. Alls staðar hefur Þorsteinn komið meira og minna við sögu, enda eru sporin hans orðin mörg víðs vegar um landið og árangur- inn mikill. Mun enginn opinber embættismaður jafn kunnugur mönnum og málefnum um land allt sem hann. Er hann aufúsu- gestur, hvar sem hann kemur. Hlýr og viðfelldinn í framkomu. Vel að sér um allt, sem starfið varðar. Heill og drengilegur og tekur ein- arða afstöðu til málanna, hvort sem mönnum líkar betur eða verr við fyrstu umræðu. Hefur slíkt ÞAKKARÁVÖRP Öllum, nær og fjær, sem þátt tóku í fjársöfnun í stundaklukku og klukkuspil í Siglufjarðarkirkju i tilefni af aldarafmæli séra Rjarna Þorsteinssonar. færum við hinar beztu þakkir. Alls söfnuðust kr. 52.345.00 og hefur upphæð þessi verið afhent formanni hátíðarnefndar i Siglufirði. og greinargerð um fjársöfnunina í heild hefur ver ið send hátíðarnefnd. Reykjavík, 15. nóvember 1961. J,ón Kjartansson, Björn Dúason, Óskar J. Þorláksson. Faðir okkar Guðmundur Hansson, Akurger'ði Akranesi, andaðist 21. þ. m. aS Elli og hjúkrunarhelmilinu Grund. Jarðarförin auglýst sfðar. Börn hins látna. kapað honum traust og álit í starfi, þvi að engum dylst, að í hverju máli vill hann láta gott af sér leiða. Hann flytur hvarvetna með sér hressandi blæ, heilbrigðar lífsskoðanir og góðvild til alls þess, sem vex og lífinu er vígt. Þess vegna er hann áhrifamaður í starfi sínu, áróðursmaður fyrir áhugamálum sínum og vel virtur af öllum. Slíkir menn láta sig ekki án vitnisburðar. IV. Ungmennafélögin í landinu eiga Þ. E. mikið að þakka. Hann hefur frá upphafi haft mikil og góð sam- skipti við þau. Stutt forvígismenn félaganna, hvatt þá til starfa og leiðbeint peim á marga lund. Hann hefur verið_ sjálfkjörinn ráðunaut- ur U.M.F.Í. um íþróttir Alltaf mætt á sambandsráðsfundum og þingum U.M.F.f. og haft þar fram- sögu um iþróttir. Hann hefur stjórnað öllum landsmótum U.M.F.Í. frá þvi 1943 og unnið manna mest að undirbúningi þeirra. Hann á mikilvægan þátt i þeirri reisn og glæsibrag, sem jafnan hefur einkennt landsmótin, en þau hafa verið hin mesta lyfti- srtöng fyrir íþrótta- og félagslíf þjóðarinnar. Þar hafa forustu- hæfileikar Þorsteins notið sín vel og munu margir vart geta hugsað sér landsmótin án hans. Undir stjórn Þorsteins þykir öllum gott að vinna. Þá hefur hann skrifað mikið í Skinfaxa um íþróttir und- anfarin ár. Hann hefur einnig unnið mikið : starf í sama anda innan Í.S.f. og einnig þar notið fyllsta trausts. Með þessum störfum sínum og drengilegum viðhorfum til mál- anna hefur hann upprætt þá tor- tryggni sem gætti milli samband- anna á fyrstu árum íþróttalag- anna. V. Þótt Þ. E. sé allur í starfi sínu — mjög önnum kafinn — og hver dagur sé honum of skammur — þótt lengi sé unnið — á hann samt ýmis áhugamál utan íþróttanna. sem hann leggur alúð við. Hann er t d. mikill náttúrufræðingur — einkum fuglafræðingur — og fer árlega í rannsóknarferðir. Hefur hann skrifað margar greinar um íslenzkt fuglalíf í innlend og er- lend timarit. sem athygli hafa vakið. Hann hefur verið lengi einn af forustumönnum skátahreyfing- arinnar á íslandi og í stjórn Dýra- verndunarfélags íslands. Formað- ur í skólaráði íþróttakennaraskóla íslands frá upphafi og látið sér mjög annt um þá stofnun. Um íþróttamál hefur hann skrifað mikið. Ég hef haft langt og ánægjulegt samstarf við Þ E. vegna U.M.F.f. í íþróttanefnd ríkisins Ég tel mig því mæla hér af nokkrum kunnug- leika og að ekkert sé of sagt hér að framan. en mörgu sleppt. sem vert væri að geta um En þar sem ég vona. að Þorsteinn sé nú í há- degisstað. með 20 ár að baki og 20 ár framundan sem íþróttafulltrú' þá læt ée þetta næ'ria að sinm Ég vil að Inkum flvtja honum innileear avnpðaróckir og bakkir við b?'S' merku timamót i ævi hans Er °° bess fullviss.- að undir þær óskit tekur mikil) fjöld' manna víð- "egar um allt land. íþróttamenn ungmennafélagar. kennarar sveitarstjórnarmenn o m fl sem hann hefur haft sam 1 skiptr við ' umfangsmiklu starfi sínu Það er ósk okkar allra sem með hnnúm höfum unnið. að hans megi enn njóta vi? um langa stund - og hann megi bæta mörgum árum ! við merkan starfsferit sinn Víkið burt ranglætinu! Ríkisstjórnir og þingmeiri- hlutar reyná af fremsta megni að stjórna landinu viturlega, ef vilji er fyrir her.di að vinna þjóðinni gagn, og þann \ilja hafa allar ríkisstjórnir, hversu misvitrar sem þær eru. Eitt af því, sem stjórnarvöld telja sig vilja vinng/ að, er frelsi og efnalegt sjálfstæði at- vinnufyrirtækja og stofnana. og þykir engum mikið. Athafn- ir og ásetningur eru í þeim efn um hins vegar ekki alltaf hið sama, og á það að vísu víða við í mannheimum. Af einhverjum dularfullum ástæðum hefur núverandi þing- meirihluta og stjórn ekki sýnzt nauðsynlegt að fjárhagslegt frelsi og sjálfstæði kaupfélag anna í landinu stæði föstum fótum. Um langt s-keið hafa kaup- félögin leitazt við að finna leið ir til þess ag vera sem mest sjálfum sér nogir um veltufé til fjölbreyttrar starfsemi. Kaupfélagsmenn fundu í þeirri leit hagkvæmt og viturlegt ráð. Það fólst í því, að stofna við kaupfélögin Innlánsdeildir, sem varðveittu og ávöxtuðu sparifé kaupfélagsmanna, stunduðu ekki útlánastarfsemi að hætti sparisjóða, en legðu til rekst- ursfé handa þeirra eigin fyrir- tæki, að svo miklu leyti, sem ráðdeild þeirra og sparnaður hrykki til. Þetta gafst mjög vel. Innlánsdeildimar hafa ver ið kaupfélögunum hin beztu bjargráð, svo langt sem þær hafa náð. Nú hefur það hins vegar gerzt, að' löggjafarvaldig skip- aði Innlánsdeildunum að af- henda Seðlabankanum veruleg- an hluta af fé sínu og væntan- legum innlögum í deildirnar. Þetta er kaupfélögunum mjög bagalegt og veikir aðstöðu þeirra stórum. Stríðir það gegn öllum áformum um traustan og frjálsan atvinnurekstur og verzlun. í stórum landshlutum eru kaupfélögin máttarstoðir alls atvinnulífs. Það stríðir gegn öllum rökum, að hvaða ríkis- s-tjórn, sem að völdum situr, hljóti ekki að styðja þau í þýð- ingarmiklu hlutverki þeirra. Frjáls verzlun, heilbrigt og traust atvinnuiíf og velmegun em kjörorg allra ríkisstjórna. Nú situr alpingi að störfum. Það eru hæg heimatö'kin fyrir löggjafarvaldið, að leiðrétta það ranglæti, sem kaupfélags- fólkið er beitt með skerðingu Innlánsdeildanna og breyta tafarlaust þeim lögum, sem um það fjalla. Það er engu^i til gagns en öllum til tjóns, að svipta út úr rekstri kaupfélag- anna 7 til 10 milljónum á einu ári, eins og líklegt má telja. að Innlánsdeildirnar verði að greiða Seðlabankanum, ef rang lætinu er ekki af létt. P.H.J. Gullbrúðkaup Dan. Agústínusson. Gullbníðkaup eiga í dag sæmd- arhjónin Markús Guðmundsson fyrrv. vegavinnuverkstjóri, og Sigurbjörg Jónsdóítir. Markú^s er Þykkbæingur og ólst þar upp. en um tvítugsaldur fiuttist hann. til Stokkseyrar. en þar ér Sigurbjörg fædd og uppalin. hjá fósturforeldr- um. þeim Pálmari Pálssyni, bróður Isólfs Pálssonar og Þóru. konu hans Bjarnadóttur, sem gengu henni í foreldrastað. þvi að hún missti móður sína 5 ára Markús var fljótur að ná i þessa myndar- legu heimasætu. er hann var flutt- ur ti) Stokkseyrar Og hefur hún nú verið nans lífsförunautur í 50 ái í dag Bvrjuðu þau búskapinn á Stokkseyri og bjuggu bar í 4 ár. Voru þau bá algjörlega eignalaus Var Markús í vegavinnu á sumrin. en í vegavinnu fór hann. er hann var 15 ára. og vann alla tíð í vega vinnu ti) 70 ára aldurs Um 30 ár var hann, vegaverkstjóri Eftir pessi 4 búskaparár á Stokkseyrinm fluttu þau til Reykjavíkui og hafa átt þar heima síðan. lengst af á Klapparstíg 9. þar á Markús 2 líti) timburhús. Þá hefur hann alla tíð átt nokkuð af kindum, því að hann er dýra- vinur mikill. Einnig átti hann hesta fyrr meir. og var hesta- maður. Dætur tvær eignuðust hjónin, sem eru Ingveldur, gift Stefáni Iljaltalín rafvirkjameistara. og Guðlaug. gift Birni Guðmundssyni lagermanni hjá ríkisskip, og fóst- urdóttur hafa þau alið upp og gengið í foreldrastað Sigurbjörgu Mörtu Stefánsdóttur hárgreiðslu- konu, gifta Guðmundi Sigurðssyni. Dæturnar hafa alla tíð búið með foreldrum sínum. og búa enn þá á Klapparstignum. og má það fá- gætt teljast, Markús hefur verið harðdugleg- ur til allrar vinnu, fjörmaður mik- ili og félagslyndur Hefur hann sýnt það í átthagafélagsskap Þykk- bæinga. þvi að þegar Markús stjórnar þar samkomum. vantar ekki fjöríð i fólkið þótt hjónin séu farin að grána á kolli Það munu margir i dag senda þessum sæmd- arhjónum nlýjar kveðjur. Ég. sem þessar fáu línur rita, þakka þeim góða kynningu og óska þeim allra heilla og blessunar á þessuin merkisdegi ævi þeirra. H. Sig.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.