Tíminn - 23.11.1961, Qupperneq 12

Tíminn - 23.11.1961, Qupperneq 12
12 TIMIN N, fimmíudaginn 23. nóvember 1961. / / / / '/ / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / \ / / / / / / / / / / / / / Ævintýrið um Thailand (í fréttabréfi mennmgarstofn unar S.Þ. er sagt frá athyglis- verðri kennsluaðferð í sviss- neskum skóla si. ár.). „í gær var opnuð sýning um Thailand í mannfræð'isafninu". Ólíklegt er, að þeir sem lásu þessa frásögn í dagbiöðunum í nóvember sl. hafi veitt henni sérstaka athygli. Kynningarsýn ingar eru orðnar algengar og ekkert óvenjulegt, að slík sýn ing skyldi vera til húsa í safni. Sannleikurinn er sá, ag þessi sýning var mjög óvenjuleg. Að henni stóðu ekki sérfræðingar í Austurlandafræðum, heldur 24 skólastúlkur, ellefu og tólf ára gamlar. En þetta var fræði leg sýning og drottning Thai- lands opnaði hana ag viðstödd- um helztu yfirvöldum borgar- innar Neuehatel í Svisslandi. Hvernig varð þessi sýning til? Gaginfræðaskólinn í Neuchatel er hlekkur í alþjóðlegu kerfi, sem UNESCO hefur komið á fót. Er skipzt á nemendum á gagnfræðastigi milli 45 landa, hvaðanæva úr heiminum. Nú höfðu svissnesku telpurmar í lieilt ár safnað upplýsingum og gert rannsóknir á ýmsu varð- andi Thailand og voru orðnar miklir sérfræðingar á því sviði. Það er ekki létt verk fyrir ellefu og tólf áratelpur, sem aðeins tala frönsku, að safna sér fróðleik um Thailand. Bæk ur eru fremur fáar um efnið og allar þær beztu á ensku. Og hvar átti að byrja? Á sögu, list, trúarbrögðum eða lýsxngu á náttúrugæðum? Svo vel viidi til, að í Neucha tel var námsstúlka frá Thai- landi, Panna að nafni. Hún kom í kennslustund til stúlkn- amna og lýsti fyrir þeim heima landi sínu, bátamarkaðnum í Bankok, fílaveiðum í skógum og skrautlegum Búddamuster- um Telpumar skiptust í hópa og söfnuðu upplýsingum um mismunandi þætti lífs í Thai- landi. Þær lærðu leturgerð Thaimanna, lærðu að matreiða sérstaka rétti og kynntu sér handahréyfingar dansendanna, sem þeir verða að kunma svo vel, að iíkast sé, að logar blakti af fingurgómum. Ekki leið á löngu þar til þær bjuggu yfir miklum fróðleik og þá stakk einn kennari þeirra upp á því, að þær skyldu nota þennan fróðleik til að skrifa skáldsögu, sem gerðist í Thailandi. Allur bekkurinn lagði saman að á- kveða efni sögunmar og síðan var köflunum skipað niður milli hópa og gekk ekki hljóð- laust, því að allar vildu fá að skrifa um suma kaflana, t. d. þegar fjársjóður fannst eða lýsa átti bátamarkaðnum. Smám saman skýrðust hinar fjórar aðalsöguhetjur, sem voru systkin, sem ólust upp á ein- um fljótabátnum í Bankok og tveir ungir piltar frá Neucha- tel. Er skáldsagan var búin, á- kváðú hinar ungu höfundar að láta samborgara sína njóta góðs af rannsóknum sínum. Svo veí vildi til, að á sama tíma var haldið í Neuchatel nám- skeið á vegum UNESCO, og fjallaði það um Austurlönd. — Telpunum var boðið að kynna Thailand á námskeiðinu og kynnti hver hópur sitt sérsvið, þjóðsögur, daglegt líf, bygging arlist, dans, hátíðahald, tónlist, jafnvel Búddatrú. Mest færðust þær þó í fang, er þær komu upp sýnimgunmi á mannfræðasafninu. Meg aðstoð kenmara síns tókst þeim að safna ýmsum dýrum og merki- legum gripum á sýninguna. Sumt fengu þær beint frá Thai landi, annað að láni í sviss- neskum söfnum, auk þess fengu þær ágætar litaöar ljós- myndir. Sirikit Thaiiandsdrottning var á ferð um Sviss um sama leyti og telpurnar skrifuðu henni og báðu hana að opna sýninguna. Drottningin tók því Á eftir gekk hún um alla sýn- inguna og hældi telpunum fyr- ir frammistöðuna. Hún horfði á þær dansa og bragðaði matar réttina, sem Panna hafði hjálp að þeim að útbúa. Þó ag' sýningunni sé lokið. drottningin farin og skólatelp- urnar í Neuchatel aftur setzt- ar við námsbækurnar, þá hafa þær ekki gleymt sínu thai- lenzka ævintýri. Allar vonast þær eftir að fá síðar tækifæri að heimsækja landið. En þær hafa auðgazt að staðgóðri þekk ingu um lifnaðarhætti þjóðar, sem býr fjarri hinum sviss- nesku Ölpum, á bökkum stór- fljóta í thailenzkum skógum. Þær hafa líka komizt að þeirri niðurstöðu, ag telpa, sem borð ár hrísgrjón á fljótabáti í Bangkok, er þrátt fyrir alit um marga hluti lík skólastúlku í Neuchatel. Reiðskóli fyrir lömuð börn Rauði krossinn í Bretlandi hefur stofnað reiðskóla fyrir lömuð börn. Þó að börnin kom- ist ekki sjálf á bak smáhestun- um, sem notaðir eru, geta þau setið í hnakknum og reynslan hefur sannað, að reiðtímarnir styrkja vöðvana í fótleggjun- um. Fyrstu tímarnir fara fram í lítilli girðingu rétt hjá hest- húsinu. Einn hestasveinn teym ir hestinn, en annar styður reið manninn, ef þess gerist þörf. Strax og börnin eru orðin því vön að sitja hestinn, vilja þau fara að látá hann brokka með sig. Þessir reiðtímar eru ókeyp is fyrir þá, sem ekki hafa ráð á að borga hið lága gjald, sem annars er sett upp. Rauði kross inn leggur til reiðbuxur og hina skrýtnu kúluhatta, sem enskir reiðmenn telja sér svo nauðsynlega. Sagt er, að veruleg framför hafi sézt á þeim börnum, sem notið hafa reiðkennslunnar, ekki aðeins líkamlega, heldur hafi skemmtunin einnig orsak- að stórkostlega andlega fram- för hjá mörgum þeirra. í eldhúsinu Á sænskri vörusýningu voru þessir tveir ísskápar sýndir s.l. sumar. Til vinstri er frysti- og kæliskápur, felldir inn í vegg, en sinn með hvorri hurð. — Frystiskápurinn er fyrir ofan. Hvor skápurinn um sig er með sérstöku elementi. Til hægri er svo þurrkskápur fyrir þvott, sem teljast verður mjög haganlegur þar, sem hús- rými er af skornum skammti. Efst í honum er vifta, sem blæs heitu lofti niður í skáp- inn, sem í eru þrjár raðir af teinum tii að hengja þvottinn á. Leggja má teinana upp með bakinu í skápnum. ef verið er t.d. að þurrka mjög stór stykki. Neðst er rist. sem breiðq má á rnkka og annað smáiegt Á sömu sýningu var mikið úrval af þvottavélum. en nú orðið er að verða mjög algengt að hafa þvottavélarnar annað hvort í baðherbergi eða í eld- húsi. Ef ekki fylgir þeim þurik ari þá mætti hugsa sér. að "'rrkskápar svipaðir þessum á '■kningunni væru þá byggðir mnaðhvort í sambandi við bað- herbergið eða eldhús og spar rst þá það húsrými, sem ann ars fer undir þvottahús •-V*V*-VV*-N Viökvæm andlitshúð Margir unglingar stríða mán- uðum, jafnvel árum saman, við bólur og útbrot í andliti. Áður fyrr var eina huggunin það, að þetta lagaðist með tímanum og vissulega á það við um marga, en þetta getur verið afleitt viðr ureignar, meðan á stendur. Sænsk blaðakona tók sig til og fór með sautján ára gamalli stúlku, sem barðist við ffla- penso og bólur, til prófessors eins í Lundi, sem er sérfræðing ur í húsjúkdómum og bað hann að gefa góð ráð við meininu. Prófessorinn sagði, að varn- arráðstafanir ætti að gera sem fyrst, annars gætu myndazt ör í húðinni, sem ekki hverfa. Margir unglingar fikta í út- brotunum, og það er afleitt og útbreiðir sjúkdóminn. Stundum vilja unglingarnir ekki fara til læknis sjálfir, þeir skammast sín fyrir að ræða um þetta og eru það einkum piltarnir, sem fylla þann hópinn. Læknirinn sagði, að útbrotin orsökuðust af hormónastarf- semi í líkamanum og kæmu einkúm frám um kynþroskald- urinn, þá eykst framleiðsla fituefna og hornhimnulaga í húðinni, sem stífla svitaholur. Þess vegna er nauðsynlegt að ná fitu aftur úr húðinni og halda henni vel hreinni, svo að 'hornhimna fái ekki tæki- færi til að stífla svitaholurnar. i Hjá mörgum skiptir matar- \ æði miklu, einkum fer það illa með marga að borða' feitmeti. Vissar fæðutegundir geta haft slæm áhrif á suma einstakl- inga. Getur reynzt nauðsynlegt að þreifa sig áfram með, hvaða matur hefur verst áhrif. f því sambandi er gott að halda dag- bók um. hvaða matar er neytt, til þess að ganga úr skugga um áhrifin Alla vega er réttast að borða ekki mikið kryddað-' an mat. Hægt er að fá í lyfjabúðum br^nnisteinsáburð, sem er litað ur þannig, að hann gerir hvori tveggja í senn, að fela útbrotin og lækna. En vandlega verður að hreinsa húðina kvölds og morgna og oftast er nauðsyn- legt að fá sérstakan áburð hjá lækni til viðbótar brennisteins- smyrslinu. Forðast ber feit húð krem og ungar stúlkur ættu heldur ekki að nota púður eða „pan-cake“, meðan þær hafa bólur. i Einu sinni eða tvisvar í viku er gott að gera sér andlitsbað með því að vinda frottéhand- klæði upp úr heitu vatni og leggja á andlitið nokkrum sinn- um. Á eftir er reynt að hreinsa upp úr svitaholunum með píp- ettu, og síðan er andlitið þveg-. ið úr köldu vatni. Aldrei skal kreista húðina umhverfis aug- un og yfirleitt fara gætilega að öllum hreinsunaraðgerðum. Sól skin er hollt fyrir húðina og líka er gott að beina á hana kvartslampa, nema hún þorni um of af því. Ef útbrot eru einkanlega á enni, ber að var- ast að greiða fram á ennið, það getur ert húðina. Ætli menn að gera verulegt átak til þess að losna við út- brotin, væri ráð að bannfæra eftirtaldar fæðutegundir í 14 daga og sjá, hvort það hefur áhrif: Ost, súkkulaði, hnetur, möndlur, kókosmjöl, áfengi, iyf með brómi, síld, skelfisk, salt, sem joð er í eða hóstasaft með joði. Borða lítið af fleski, kók- osfeiti, rjóma-krydduðum mat, tómatsósu eða öðrum sterkum sósum. Minnka við sig smjör og smjörlíki og drekka heldur undanrennu og súrmjólk en ný- mjólk. Dugi þetta ekki og útbrotin versni enn, ætti að hætta við: sítrusávexti og saft og /gos- drykki, sem sítrónu-grape eða appelsínusafi er í, eggjarauðu, tómata. plómur, jarðarber, pap rika eða lyf, sem bragðbætt éru með ávaxtasafa. Þetta er ekki fyrirhafnar- i laust, en stundum næst ííka góður árangur.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.