Tíminn - 26.11.1961, Page 1
301. tbl. — 45. árgangur.
Sunnudagur 36. nóvember 196L
Veðrið er harðast
á Norð-Áusturlandi
f Skagafirði var mikið norð-
anveður með hríð í gær, en
hafði þó heldur lægt frá því
sem var á föstudaginn.
Skemmdir á mannvirkjum
höfðu helzt orðið á Siglufirði.
Auk skarðsins í flóðvarnar-
garðinn, sem sagt var frá í
blaðinu í gær, hefur komið í
Ijós, að miðjan úr lýsisbryggju
Síldarverksmiðju ríkisins er
farin úr og margar aðrar
bryggjur eru að einhverju
leyti skemmdar.
í gær var veður enn hvass-
ast á Norð-Austurlandi, 8—10
vindstig fyrir hádegið. Veður-
stofan taldi sennilegt, að
veðrið mundi heldur ganga
þar niður síðari hluta dags, en
um hádegið var versnandi út-
lit á Seyðisfirði.
í gær var enn símasamfoands-
laust við Kópasker og Raufar-
höfn, Bakkafjörg' og Vopnafjörð.
þar kann að hafa gerzt. Auk þess
hafði samfoandið rofnað við Þórs-
höfn, Bakakfjörð og Vopnafjörð.
Sambandið við Seyðisfjörð, Egils-
staði, Neskaupstað, Reyðarfjörð
og Eskifjörð rofnaði um stund
fyrir hádegið.
Langanes
Blaðið náði loftskeytasambandi
vig radarstöð hersins á Langanesi
og spurðist fyrir nm ástandið á
Þórshöfn. Þangað höfðu þá engar
fréttir borizt úr þorpinu í gær.
Enga vitmeskju var að fá um á-
standið í sveitinni, en stöðvarmað-
ur sagði, að það hefði verið slæmt
á föstudaginn. Á Langanesi var
hVassviðri, en ekki snjókoma.
bnrchnfn MYndin er tekin suðaustan við þorpið.
PUlaliUllI Sygst £ tanganum stendur læknisbústað-
urinn, þar sem brimrótið gekk upp á aðra hæð. Hægra
megin við hann eru gömlu kaupfélagshúsjn. Þar gekk
sjór inn og eyðilagði miklar vörur. Handan við byggðina
sést Þistilfjörðurinn opinn til norðurs. — Skemmdir á
veginum inn í fjörðinn voru kannaðar í fyrradag. Hann
er nú horfinn á 3 kílómetra kafla, eða hann liggur undir
hrönnum af fjörugrjóti.
Seyðisf jörður
Fréttaritari blaðsins ' á Seyðis- i
firði sagði, að þar hefði veð'rið
færst ,í aukana í fyrrinótt með
hvassri norðaustanátt og mikilli
snjókomu. Klukkam fjögur um
nóttina lagði maður frá Seyðis-!
firði upp á Rússajeppa og ætlaði:
til Fáskrúðsfjarðar. Hann kom til
Egilsstaða klukkan níu um morg-
uninn eftir fimm klukkustunda
barning yfir Fjarðarheiði, en hún
er ekin á þrem stundarfjórðung-
um í/góðu færi. Nú fer ekkert
farartæki yfir heiðina nema snjó-
bíll. Fagridalur lokaðist í fyrri-
(Framhald á 2 síðu.>
Fyrsti loftsteinn
féll hér á landi
- í viðurvist sjónarvotta
Páll Bergþórsson veður-
fræðingur skýrir frá því í
nýju hefti af Veðrinu, fímariti
um veðurfræði, að árdegis 6.
september í haust hafi loft-
steinn fallið á Siglufirði, og er
þetta í fvrsta skipti, að loft-
steinn eða brot úr loftsteini
finnst hérlendis. Steinninn er
tveir sentimetrar, eða rúm-
Alvarlegt tjón á hús-
um bryggju og skipum
Uoffsteinninn, sem féll á Siglufirði
f haust í nokkuS stækkaSri mynd.
lega það, á þann veginn, sem
hann er stærstur.
Það er í frásögur færandi, að
bifreiðarstjóri á Siglufirði, Jón
Þorsteinsson, varð sjónarvottur að
því, er steinninn kom til jarðar. í
Jón fór þegar með steininn í |
lögreglustöðina á Siglufirði. Sagð- ;
ist honum svo frá, að hann hefði!
komið auga á blys á lofti í suð-:
vestri. Nálgaðist það óðfluga, og1
fylgdi hann því eftir meg augun-1
um. Virtist honum það ætla að
fljúga beint á bílinn. En þó fór ■
betur en á horfðist, því að það i
skall á járngjörð á síldartunnu,
rétt hjá honum,
Jón sá þegar, að þetta myndi,
vera loftsteinn, og duldist honum
ekki, að hann hafði orðið hér vitni
að harla sjaldgæfum atburði.
Steinninn ílattist út, er hann lenti
járngjörðinni, og ber hann greini-
leg merki eftir höggið. Dálítið af
ryðkornum úr gjörðinni hefur
einnig runnið saman við bráðinn
steininn.
Steinninn hefur ekki verið efna-
greindur enn.
Vegir eru skemmdir af sjógangi
rétt vestan Haganesvíkur og aust-
an Sauðárkróks, en þar er nú mik-
ið landbrot, svo mikið, að það er
farið að nálgast flugvöllinn,
ískyggilega.
Vanhöld á fé
Enginn bíll hafði komizt til Sauð
árkróks á hádegi í gær úr nær-
sveitunum, en vitað var, að einn
mjólkurbíll ætlaði með hjálp að
brjótast þangað. Á stöku bæjum
vantar eitthvað af fé, mismunandi
mikið, og er erfitt að henda reiður
á því, hvaða bæir hafa orðið verst
úti.
Á Siglunesi var á föstudaginn
mesta brim, sem menn muna eftir
að orðið hafi þar’. Áttu sauðleitar-
menn þar í talsverðum erfiðleik-
um, en allt gekk þó að óskum.
Hofsós
Hér hefur verið aftakaveður með
stormi og stórhríð, en er nú tals-
vert að ganga niður. Bændur munu
þó flestir hafa náð inn fé sínu að
mestu, en ekki er það þó fullvitað,
þar sem símasambandslaust er við
suma bæina. Á Lónkotsmöl í
Fellshreppi hreif brimið með sér
þi jár sjóbúðir, sem stóðu á malar-
kambi við sjávarlón, og hafa ,þær
staðið þar óáreittar í meira en
öld. Sjór hefur ekki gengið í lón
þetta síðan 1934.
Skemmdir urðu miklar á vegin-
um milli Hofsós og Haganesvíkur
hjá Sandós. Þar grófst vegurinn í
sundur og brimið gekk upp í vatn.
Tjón í þorpinu sjálfu hefur ekki
orðið neitt sem heitir nema að
nokkrir bátar munu hafa skaddazt
lítillega N.H.
RafmagniS enn skammtað
Akureyri, 25. nóv.
Nú er mun skárra veður, en þó
norðanhríð enn þá og töluverður
snjór kominn, og ekki fært nema
um fáeinar götur hér í bænum,
en til stóð að far’ið yrði að skafa
þær í dag. Rafmagn er skammtað
enn, en búizt við að það fari að
lagast. Barnaskólanum og gagn-
fræðaskólanum var lokað.
Brotizt með mjólk
í gær voru biðraðir við allar
báðir, sem verzla með steinolíu,
(Framhald a 2 síðu j
Samgöngu- og tal-
sambandserfiðleikar
Ofsaveðrið, sem gengur yfir
; landið norðanvert, hefur leik-
ið samgöngur heldur grátt.
Ekkert er flogið, aðeins er vit-
að um, að farið hafi verið á
bílum yfir eina heiði, Holta-
vörðuheiði, vegir í héruðum
eru víða þungfærir og jafnvel
ófærir, talsímasamband hefur
verið léíegt og margir staðir
sambandslausir.
Sneri við á flugbrautinni
Allt innanlandsflug hefur legið
■niðri þessa óveðursdaga. í fyrra-
dag var gerð filraun til að fljúga
til Hornafjarðar, en flugvélin sneri
við úti á flugbraut. í gær var hætt
við * flugtilraun til Akureyrar og
Egilsstaða. Reykjavíkurflugvölluir
hefur þó alltaf verið opinn og
millilandafiugið því gengið snurðu
laust.
Enginn leggur á f jallvegi
Gera má ráð fyrir, að velflestir
fjallvegir á norðurhluta landsins
séu þegar lokaðir eða í þann veg-
inn að lokast vegna snjókomu. Sem
stendur eru heiðarnar ófærar
beinlínis vegna fárviðrisins. Eng-
inn leggur i að reyna þær.
Á Vestfjörðum hefur fennt geysi
lega mikið og eru sennilega allar
heiðar þar ófærar. Norðan lands
og austan hefur snjókoman verið
minni, en víðast hvar er talið, að
hún hafi verið nóg til að loka heið-
unum, þótt það sé yfirleitt ekki
fullreynt.
Snjóplógur á HoltavörðuheiSi
Aðeins hefur borizt vitneskja
um, að farið hafi verið yfir eina
heiði, Holtavörðuhéiði.