Tíminn - 08.12.1961, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.12.1961, Blaðsíða 5
TÍMINN, föstudig'-'n 8. 1961. 5 Útgetandl: FRAMSOKNARFLOKKURINN Framkvæmdast.ió-ri Trtmas Arnason Rit stjórar Þórarinn Þórarinsson 'áb > Andrés Kristjánsson lón Helgason Fulltrú) rit stjórnar Tómas Karlsson Auglýsinga stjóri Egill Bjarnason Skrifstotui > Edduhúsinu - Símar 18300- 18305 Aug lýsingaslmi 19523 Afgreifislusimi 12323 - Prentsm]ð.ian Edda n.t - Askriftargjaíd kr 55 00 á mán innanlands I laus3sölu kr 3.00 eintakið Niðurgreiðslumar og lágtekjufólkið í flestum vestrænum lýðræðislöndum er það nú gert í ríkum mæli að greiða niður með ríkisfé verð á ýmsum mikilvægustu nauðsynjavörum almennings, einkum þó landbúnaðarafurðum. Þetta þykir hin mesta kjarabót og þó einkum fyrir þá, sem hafa lágar tekjur, en hafa fyrir stórum fjölskyldum að sjá. Jafnframt er þetta styrkur fyrir framleiðendur viðkomandi vara, þar sem þetta eykur sölu á þeim. í Bretlandi, Vestur-Þýzkalandi og Noregi, svo að nokk ur lönd séu nefnd, hafa slíkar niðurgreiðslur átt sér staö í ríkum mæli. Hér á landi hafa slíkar niðurgreiðslur átt sér stað ) vertilegum mæli hin síðari ár. Óhætt er að fullyrða. að þær hafa verið hin mesta kjarabót, jafnt fyrir bæiarmenn og bændur. Vegna þeirra hefur láglaunafólk bæjanna getað keypt meira af mestu nauðsvnjavörunum, eins ug mjólk, kjöti og kartöflum en ella. Aukin sala bpssara vara hefur svo verið ávinningur fyrir landbúnaðinn. Fjár til þessara niðurborgana, heíur verið aflað fyrsl og fremst með auknum tollum eða sköttum á aðrar vörur. sem ekki eru jafn bráðnauðsynlegar Hér hefur þvi raun- verulega verið um tilfærslur að ræða, sem stutt hafa auk in kaup á þeim vörum, er nauðsynlegastar eru, en þá aft- ur á móti dregið úr kaupum á öðrum, sem ekki eru jafn nauðsynlegar. Þessi tilfærsla gerir það að verkum, að niðurgreiðsi- urnar eiga að vera vel viðráðanlegar af fjárhagslegum ástæðum. ÞaS hefur verið álitið, að þótt ríkisstjórnin gengi langt í því að skerða kjör þeirra, sem lakast eru settir, myndi hún þó láta niðurgreiðslurnar haldast. Nú hef- ur það þó gerzt, að Mbl. hefur verið látið gefa í skyn að stórlega muni dregið úr þéim. Það er því bersýni- legt, að stjórnarflokkarnir hafa það nú mjög til athug- unar að draga verulega úr niðurborgununum. Ef stjórnarflokkarnir hverfa að því ráði, er það ný sönnun um þá stefnu þeirra að þrengja að hinum efna- minni tifhags fyrir þá efnameiri. Jafnframt sýnir það við- horf til landbúnaðarins. sem engum ætti að geta dulizt. Bátamíðín Sjávarútvegsmálaráðherra hefur nú upplýst. að í nefnd þeirri, sem fjallar um mál togaranna er enginn fulltrúi, sem beinlínis verður talinn tilnefndur af bátaút- veginum. Nefnd þessi á þó að fjalla um hvort auka sknli veiðirétt togaranna á bátamiðunum '' Hér er ekki rétt á málum haidið Það a að láta ful) trúa bátaútvegsins fá strax aðstöðu tii þess að fjalla um þetta mál. í þessum efnum kemui það mjög til greina. eins og Eysteinn Jónsson hefur lagi til á Alþingi. að full- trúar frá deildum Fiskifélagsins og fulitniar bínsfio'kk anna fái að fjalla um málið Þetta var gert 1958. er veiði réttíndi togaranna voru ákveðin þá. Það spáir ekki góðu, ef ríkisstjórnin ha'nr sh’kri at hugun. Walter Lippmann ri:a»" um al|j|óðamál " Er hægt aö vinna kalda stríðiö þoíinmæði og staðfestu? Hættuleg krafa Goldwaters um „skilyrtlislausa uppgjöf4 FYRIR nokkru síðan flutti Kennedy ræðu í Seattle. Þar lýsti hann yfir því, að hann mundi ekki láta undan Sóvét- ríkjunum né kaupa frið af þeim, heldur reyna að semja við þau. Þrem dögum síðar itrekaði Goldwater öldungadeildarþing- maður meginatriði utanríkis- stefnu sinnar. Hann fullyrðir, að við stöndum hallir fyrir Sóvétríkjunum þar til forsetinn lýsir yfir því, að markmið hans sé „sigur“. Tímaritið Life hefur nýlega rætt þessa kenningu allítarlega. Þar segir, „að einungis þolin- mæði og staðfesta" hafi ekki getað „hindrað einstefnu kalda stríðsins“. Og síðan er bætt við. „að engin vestræn ríkisstjórn hafi enn gert það að yfirlýstri stefnu sinni að sigra í kalda stríðinu og þá um leið að sigr- ast á kommúnismanum. Og þó eru Bandaríkin þátttakendur ' kalda striðinu samkvæmt á kvörðun kommúnista, en — eins og Douglas MacArthur hershöfðingi hefur sagt. er „lífshættulegt að leggja út i stríð án viljans til að sigra ; þvi“ I-Ivers vegna hefur ekki stjórn Bandaríkjanna lýst þvi ppinbariegftrujyfir sem stefnu pkkat.uaðYíásr«;t' kalda stríðinu og birta heiminum þannig bá sannfæringu okkar, að kommúnisminníniuni láta und 9ii síga?“ HVAÐ veldur þvi, að rikis- stjórnir vestrænna landa eru svo orðvarar sem raun ber vitni? Sé kaflinn. sem ég vitnaði i hér á undan, lesinn af gaum- gæfni, kemur í ljós, að hann hefst á háværri kröfu um raun- verulegan ósigur kommúnism ans, en endar á þeim hógværu orðum, að „kommúnisminn muni láta undan síga“. Og enginn veit betur en Mac- Arthur hershöfðingi, — sem stjórnaði landgöngunni til In chon og þvingaði Norður-Kóreu ntenn þar með til að hörfa aft- ur á 38. breiddarbaug, — að það er heill heimur milli þess. að þvinga óvininn til þess að hörfa, og hins að sigra hann. Þetta vita rikisstjórnir vest- rænna landa. Þær hafa gengið gegnum þessg raun áður, meira að segja tvisvar. Það er gamalt merki, sem Goldwater öldunga deildarþingmaður hefur nú haf- ið á loft hér í landi. Reynsla vestrænna þjóða af stefnu hans nær til beggja heimsstyrjald- anna. Og það er bilúr reynsla. Ef Goldwater kynni betur sögu tuttugustu aldarinnar væri honum ljóst, að það, sem hann vill fá Bandaríkin og banda- menn þeirra til, er að gera skii- yrðislausa upgjöf andstæðings- ins enn einu' sinni að mark- miði sínu. í FYRRI heimsstjöldinni vildi Wilson semja frið. Hann vildi „frið án sigurs". Gold- waterar samtímans hrópuðu hann niður og heimurinn hélt áfram að berjast eitt andstyggi- legt ár í viðbót, þegar blóminn af karllegg Frakka, Breta og Þjóðverja var brytjaður niður Að lokum vannst fullnaðarsig- ur á Þjóðverjum, en hann var hræðilega dýr, og þeini sigri fylgdu hinir fyrirskipuðu friðar skilmálar Versala. Adolf Hitler kom svo f kjölfarið. Fyrir seinni heimsstyrjöldina reyndu bandamenn að mæta afleiðingum af skyssu hinnar skilyrðislausu uppgjafar með annarri engu minni skyssu, þ. e. að reyna að komast hjá ó- friði með undanláti, en minning in um blóðbaðið 1917 var ein mitt orsök þeirrar tilraunar Þau tvö höfuðsanriindi, sem sið ari heimsstyrjöldin leiddi í ljós eru þessi: í fyrsta lagi þýðir ekki að reyna að kaupa sér frið af árásaraðila. í öðru lagi er ekki hægt að öðlast lífvænleg- an frið með því að heimta skií- yrðislausa uppgjöf. Stjórnir vestrænna ríkja, — þar á meðal stjórn vor — hafa öðlazt þessa reynslu og lært þessi sannindi. Vegna þess verja þær Vestur- Berlín. Þær láta hana ekki af höndum til þess að kaupa sér frið. Og það er einmitt vegna þessarar sörnu reynslu, að þær krefjast ekki skilyrðislausrar uppgjafar Sóvétríkjanna, en undirbúa samninga við þati. ÞAÐ ER sú trú„ að „þolin mæðin og staðfestan" hafi eKki nægt. til að stöðva einstefnu kalda stríðsins, sem veldur þvi. að tímaritið Life boðar svo á kaft stefnu, sem hefur btugðizl herfilega í tveimur heimsstyrj- öldum. Ég tel þetta slæma blaðamennsku og ég neita jafn- framt einstefnu kalda stríðs- ins kommúnismanum í hag. 1 meginhluta hins vestræna heims er einmitt nú á döfinni öflugri endurreisn en þekkzt hefur i marga ættliðu. Það sýn- ir vöntun á innsæi, að láta sem kalda stríðið vinnist á Kúbu, í Viet-Nam eða öðrum slíkum úthjörum átakanna. Kalda stríð ið snýst um átökin milli Sovét- ríkjanna og Kina annars vegar og VesturEvrópu og Norður- Ameriku hins vegar Við höf- um fulla ástæðu til að álíta okkur í sókn í þeim átökum, en ekki á und- anhaldi Vöxturinn í iðnaði Vestur-Evrópu stendur nú fylli- lega á sporði hinum glæsilega vexti iðnaðarins í Sóvétríkjun- urn. I landbúnaði eru yfir- burðir hins vestræna heims svo miklir, að jafnvel hið sveltandi Sóvét-Kína er þegar farið að þreifa fyrir sér um möguleika á aðstoð frá Vesturlöndum. í hæíni og framförum hins vestræna þjóðfélags er fólginn möguleikinn til þess, sem við öll óskum eftir. þ.e. að breyta þannig, að „kommúnisminn láti undan síga“, eins og stendur í Life. En það er ekki hægt að láta kommúnismann hörfa í Austur-Evrópu með því að krefjast skilyrðislausrar upp- gjafar Sóvétríkjanna Austur- Evrópa hefur ekki gleymt þýzku innrásinm, og hún telur jafnvægi í mætti Vesturveld anna og Austurveldanna nauð- synlegt öryggi sínu. Og komm- únisminn lætur undan síga, ef við minnkum ófriðarhættuna milli Austurs og Vesturs um leið og við styrkjum Atlants- hafsbandalagið. Yfirfljótanleg velmegun og frelsi i vestræn- um löndum mun orka eins og kynngi magnaður segull á Aust ur-Evrópu. Rénun ófriðarhætt- unnar linar; tök Sóvétríkjanna á fylgiríkjum þeirra. Það er alveg rétt, að „þolin- mæðin og staðfestan“ eru ekki fullnægjandi En án þeirra verð ur samt sem áður ekki komizt 1 viðbót þarf svo raunhæía stjórnvizku. senr fær er urn aö sjá og skynja þá framtíð, sem unnt er að tryggja sér, og týnir ekki því niður. sem við lærð- um af því liðna. > > > > > > > ( / > > > > > j > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > ( > > > i t > > f r f > > ( f ( ( ( > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > ( > > > > > > > V-N..VN.. Frá bókaútgáfunni Hildi hafa borizf tv<»r ’-ýddar skáld- sögur og ein þýdH drengjabók. Önnur skáldsagan nefmst Æsku- þrá eftir 18 ára danska stúlku, sem heitir Ulla Dahlerup Þetta er frumsmíð hennar og vakti tölu- verða athygli, þegar hún kom út 1 Danmörku, og var jafnvel haft við orð, að með henni hefðu Danir eignazt sína Francoise Sagan. Þetta er ástarsaga og er talin 'iilka reynslu þessarar ungu stúlku sjálfrar og usn leið hinnar rótlausu tn tápmiklu æsku nútímans. Sag- m er sögð af hispursleysi og ein- tægni, en heilar og ungæðislegar kenndir ráða ríkjum. Gísli Ólafs- son hefur þýtt bókina. * Skáldsaga eftir 18 áragamla stúlku í íslenzkri þýðingu Hin þýdda skáldsagan er eftir danska skemmtisagnahöfundinn Ib Henrik Cavling og heitir Karlotta. Sögur þessa höfundar hafa náð miklum vinsældum sem framhalds- sögur vikublaða á Norðurlöndum, og sumar hafa verið gefnar út hér á landi Þetta er alllöng skáld- saga. Ræningjar á reikistjörnum nefn ist ævintýralee saga um geimfara ei'tir Carey Rockwell og er fyrsta bók í sagnaflokki um geimfarann Tómas Corbett og vini hans. Þeir geisast um geiminn á geimfari sínu Polaris, og láta sig meira að segja ekki muna um að draga heila hnetti heim til jarðar og láta stjörnur breyta braut sinni. Er sagt. að fleiri sögur af þeim fé- lögum séu væntanlegar á næst- unni. Þýðandi er Guðmundur Karlsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.