Tíminn - 08.12.1961, Blaðsíða 14

Tíminn - 08.12.1961, Blaðsíða 14
14 • --------------* *r-r»»' oyajp T í IVII N N, föstudaginn 8. desefiiber 1961. höllinni, því undravín Al-je- bals hafði gert þá ærða. — Drottning! Drottning! hrópuðu þeir. — Drottning herra vofs og okkar allra. Sínan heyrði það og brosti. Hann gaf siðan merki og datt þá allt i dúnalogn, en hann tók hönd Rósamundu og kyssti á hana, sneri sér síðan við og gekk út úr höllinni með söngkvennasveitina á undan sér, ásamt ráðgjöfum sínum og hermönnum. Godvin og Vulf gengu nær til þess a£S tala við Rósa- mundu, en Masonda mælti þá með hárri og skærri rödd: — Það er ekki leyfilegt. Farið riddarar og kælið höfuð ykk ar úti í skemmtigarðinum, bar sem svalandi uppsprettur renna. Systir yðar er í minni vernd. Óttizt ekki því, henn 'ar verður gætt. — Komdu, sagði Godvin við Vulf, — okkur er víst bezt að hlýða. Svo gengu þeir fram hjá gestunum sem eftir voru, en flestir þeirra voru farnir út úr höllinni. Menn viku frá þeim, meðfram í virðingar- skyni, því þeir voru þó bræð- ur hinnar nýju fegurðar- stjömu, er birzt hafði meðal þeirra. Þeir komust svo út á gangþrepin og þaðan út í garö inn. Víðs vegaij- undir trjánum og í tjöldum, er voru reist hér og hvar, voru breiddar út skrautlegar ábreiður. og lá á .þeim fjöldi gesta er drukkið höfðu vín í veizlunni um kyöldið ,en hvíldu sig nú eða sváfu. — Eru þeir drukknir? spurði Vulf. > — Það lítur út fyrir það, svaraði Godvin. Þessir menn virtust þó miklu fremur sturlaðir en drukknir, því þeir gengu alveg beint, en með galopin dreym- andi augu; og þeir, sem lágu á ábreiðunum, virtust held- ur ekki sofa, heldur lágu þeir og störðu upp í loftið, og hreyfðu varirnar í sífellu, og andlit þeirra ljómuðu af ein- hverri ógeðslegri æðishrifn- • ingu. Stundum stóðu þeir upp og gengu nokkur skref með útbreiddan faðminn, er svo lagðist saman eins og þeir föðmuðu einhverja ósýnilega veru, er þeir lutu að og töl- uðu við. Síðan gengu þeir aft ur að ábreiðum sinum og lögð ust þar þegjandi niður. Meðan þeir lágu þannig komu til þeirra hvítklæddar konur þaktar blæjum, er lutu niður að þeim og hvísluðu ein hverju í eyru þeirra, og þegar þeir risu upp öðru hvoru gáfu þær þeim að drekka af bik- urum. er þær höfðu meðferð- is, og lögðust þeir þá aftur hiður og lágu svo meðvitund arlausir. Kpnurnar gengu því næst til annarra og gerðu þeim sömu skil. Sumar þeirra nálguðust einnig bræðurna og buðu þeim að dreypa á bik urunum, en þeir gengu áfram án þess að gefa þeim nokk- urn gaum. Konurnar gengu hlæjandi frá þeim og hvísluðu eitthvað á þessa leið: — Við hittumst á morgun, eða- — þið munuð verða fegnir að drekka og komast til para- dísar. — Þegar okkar tími kemur, munum við, sem hér höfum verið, óefað verða glaðir, svar aði Godvin alvarlega, en af því hann talaði frönsku. skildu þær hann ekki. — Höldum áfram, bróðir, sagði Vulf, — því mig fer að syfja aðeins af því að sjá þess! ar ábreiður, og vínið í skál-| unum glóir eins skært og augu þeirra, er bera það. Þeir heyrðu síðan lækjar-^ nið og gengu þangað, böðuðui þai; andlit sín og drukku af vatninu. — Þetta er betra en vinið þeirra, sagði Vulf. í sama bili komu þeir auga á fleiri konur, er söfnuðust umhverfis þá, svífandi sem andar, þeir flýttu sér pví burt og komust á opið svæði, þar sem hvorki voru ábreiður. sofandi menn né vínbyrlar- ar. — Nú, sagði Vulf, er þelr námu staðar, — segðu mér, hvað á allt þetta að þýða? — Ert þú bæði heyrnarlaus og sjónlaus? spurði Godvin. — Sérðu ekki að fjandmaður okkar er ástfanginn í Rósa- mundu og ætlaði sér að kvæn ast henni, og honum tekst það sjálfsagt. Vulf stundi þungan og svar aði loks: — Eg sver þess eið að drepa hann, þó það máske verði minn bani. — Já, sagði Godvin, — ég sá að þú varst í þeim hugleið ingum í kvöld. En gættu þess, að það er bani okkar allra. Við skulum heldur bíða með að grípa til vopna, þangað til það er óumflýjanlegt, til þess að frelsa hana frá því versta. — Hver veit hvort við fáum nokkurt annað tækifæri til þess? Reyndar — og hann andvarpaði á ný. — Meðal skartgripa þeirra er héngu um mitti Rósa- mundu, sá ég hníf, gimstein- um settan. Hún mun nota hann ef þess gerist þörf, og svo verðum við að gera það. sem við getum. Eg ætlast til að við deyjum á þann hátt. að þess verði minnst meðal bessara fjaUa. Meðan þeir töluðust við, höfðu þeir nálgazt annan hluta garðsins, og stóðu nú bögulir þangað til þeir sáu hvítklædda veru í skugga af sedrustré einu? — Við skulum fara, sagði Vulf. — Þama kemur víst ein til með þessa hræðilegu vín- bikara. En áður'en $eir tíofðu snúið sér við, var yerán kom in til þeirra og hafði dregið blæjuna frá andlitinu. Þetta var þá Masonda. — Fylgið mér bræður, hvísl aði hún, — ég hef nokkuð að segja ykkur. Hvað? Þið drekk ið ekki? Gott, það er líka hennilegast. Og um leið og hún hellti víninu úr bikarnum á jörðina, sveif hún framhjá þeim. Hún gekk áfram þögul sem vofa; þeir sáu hana ýmist á ber- svæði, eða hún næstum hvarf þeim í skuggum hinna þéttu sedrusviðarrunna, þangað til hún kom að einstökum kletti er stóð rétt á g.iárbarminum. Beint á móti kletinum var hóll, líkur þeim er fornmenn heygðu í dána menn. Á hóln um voru sterkar dyr, huldar villtu viðarkjarri. Masonda tók lykla frá belti sínu, og eftir að hafa gengið úr skugga um að þau væru ein/opnaði hún hurðina. — Gangið inn, sagði hún og ýtti þeim á undan sér. Þeir hlýddu, og heyrðu þeir þá í myrkrinu að hún lokaöi dyr- unum á eftir þeim. — Nú er okkur óhætt í svipinn, sagði hún og stundi við, — eða það vona ég að minnsta kosti. En ég ætla að fara með ykkur þangað, sem er dálítið bjart- ara. Hún leiddi þá siðan með- fram brekku, þangað til þeir sáu tunglsljósið á ný, og urðu þeir þá þess varir, að þeir stóðu við hellismunna, er var þakin runnum, og 1á örmjór og brattur klettahryggur að dyrunum upp frá gjárbarm- inum. — Sjáið, þetta er eini veg- urinn, sem liggur frá Masya.fs kastala, að brúnni undanskil- inni, sagði Masonda. — Slæmur vegur, sagði Vulf og starði niður fyrir. — Og þó geta hestar, sem vanir eru fjöllum, fylgt hon- um. Hann nær niður á botn í gjánni, og eina mílu eða svo til vinstri handar er önnur djúp gjá, sem liggur til borg arinnar og frelsisins. Viljið þið nú ekki nota hann? Á morgun við dögun getið þið verið komnir langt burtu. — Og hvar mundi Rósa- ipunda þá vera? spurði Vulf. — Að öllum líkindum í kvennabúri Síans fursta, svar aði hún með köldu blóði. — Ó, segið það ekki! hróp- aði Vulf um leið og hann greip handlegg hennar, en Godvin hallaði sér upp að hellisveggnum. — Hvers vegna ætti ég að leyna sannleikanum? Hafið þið ekki augu til þess að sjá, að hann er hrifinn af fegurð hennar, eins og þið hinir. Sin an húsbóndi minn missti fyr- ir skömmu drottningu sína — hvernig, þurfum við ekki að spyrja um, — en sagt var að hann hefði verið orðinn leið- ur á henni. En laganna vegna verður hann að syrgja hana í einn mánuð, frá tunglfyll- ingu til þeirrar næstu, en daginn eftir fyllinguna, sem er þriðja morgun hér frá, get ur hann kvænzt aftur, og ég hygg að hann ætli sér að ganga að eiga hana. Til þess tíma er systur ykkar jafn ó- hætt eins og hún væri á heim ili sínu á Englandi, áður en Salah-he-dín dreymdi draum sinn. — Þess vegna, sagði Godvin, verðum við annað hvort að vera sloppnir, eða þá deyja. — Það er einn þriðji veg- ur, svaraði Masonda og yppti öxlum. — Hún gæti orðið kona Sínans. Vulf tautaði eitthvað milli tannanna, gekk síðan nær henni og sagði ógnandi: — Bjargið henni. eða .... — Hættiö, Jón pilagrímur, sagði hún hlæjandi. Ef ég bjarga henni, sem vissulega mun erfitt veitast, er það ekki af ótta við yðar langa sverð. — Hvað ætti þá að geta hrært yður, Masonda? spurði Godvin hryggur. — Að bjóða yður peninga væri gagnslaust, þó að við gætum. ÚTVARPID Föstudagur 8. desember; 8.00 Morgunútvarp. 8.30 Fréttir. 9.10 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp. 16.00 Veðurfregnir. — Tónleikar. 17.00 Fréttir. — Endurtekið tón- listarefni). 17.40 Framburðarkennsla í esper- anto og spænsku. 18.00 „Þá riðu hetjur um héruð": Guðmundur M. Þorláksson tal- ar um Hrafnkel Freysgoða. 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Daglegt mál (Bjarni Einarsson cand. mag.) 20.05 Efst á baugi (Björgvin Guð- mundsson og Tómas Karlsson) 20.35 Frægir söngvarar; VI: Nellie Melba syngur. 21.00 Upplestur: Einar M. Jónsson skáld les kvæði eftir nokkra höfunda. 21.10 Dönsk orgeltónlist: Jörgen Berg frá Kaupmannahöfn leik ur á orgel Dómkirkjunnar í . ' Reykjavík. a) Fjórar stuttar prelúdíur úr op. 51 eftir Carl Nielsen. b) Prelúdía, pastoral og fúg- ato op. 11 eftir Leif Thybo. 21.30 Útvarpssagan: „Gyðjan og ux- inn‘ eftir Kristmann Guð- mundsson; XXXni. (Höfundur les). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Um fiskinn (Stefán Jónsson fréttamaður). 22.30 Á síðkvöldi: Léttjklassísk tón- list. a) Wolfgang Marschner leik- ur fiðlulög eftir Kreisler. b) Joan Sutherland syngur ar- íur úr óperum eftir Thomas, Delibes og Meyerbeer. c) Konunglega fílharmoníu- sveitin i Lundúnum leikur norska dansa op. 35 efti.r Grieg; George Weldon stj. 23.20 Dagskrárlok. H. RIDER HAGGARD! BRÆÐURNIR SAGA FRA KROSSFERÐATIMUNUM 48 FJRÍKUR VÍÐFÖRIJ Ulfurinn og Fálkinn 117 Nú kom Hallfreður til þeirra. — Ég er búinn að tapa úlfunum mín- um, sagði hann, hryggur. — Elt- ingaleikurinn við Bústaðaléns- mennina hefur gert þá að villi- dýrurn aftur. Við skulum hafa okkur á braut, áður en þeir koma og gera árás á okkur. — Hjálmurinn minn er týndur, sagði Sveinn, — það er það versta, sem fyrir mig gat komið. Eiríkur reyndi að hughreysta hann, en Sveinn var óhuggandi. Þá heyrðist allt í einu ýlfur í skóginum, og Sveinn klifraði í flýti upp í tré. — Úlfarnir koma!, æpti hann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.