Tíminn - 08.12.1961, Page 6

Tíminn - 08.12.1961, Page 6
6 T f W t v iv. föstmla.ff'nn * desember 1961. Jóhann M. Kristjánsson skrifar rm: „Caroia“ eftir Joan Grant í þýðingu Steinunnar S. Briem — í vandaðri útgáfu prentsmííTunnar Leiftur. Er CAROLA DI LUDOVICI, laundóttir „FINN GÁLKN SINS“ og fátækrar saumastúlku, — fædd á ÍTALÍU á sextándu öld — SEKEETA, prestynja ljónsins og VÆNGJAÐUR FARAO EGYPTA- LANDS endurborin, og því gamall vinur okkar, sem lásum „Vængjaðan Faraó“ eftir sama höfund og sama þýðanda, sem út kom á s.l. ári? Þessari spurningu verður hver lesandi að svara fyrir sig, eftir að hafa lesið báðar þessar bæk- ur. „CAROLA“ lýsir litauðugu lífi stúlku, sem frá bernsku berst við hungur, pyntingar, sjálfan dauð- ann og svartasta myrkur blindra og ofstækisfullra trúarskoðana, sjálf sökuft um villutrú og galdra. En í öllu þessu andstreymi slokkn- ar aldrei dulvituð vissa hennar um tilgang lífsins, réttlæti og kær leika Guðs. Fórnfýsi hennar, mildi og umburðarlyndi — við alla nema hina grimmu abbadís i klaustrinu — færa birtu og yl. hvar sem hún fer. Með hugleiðslu og í svefni fer hún úr líkaman um og sækir á hærra vitundarsvia j margs konar reynslu og þekkingu.; sem hún að meiru og minna leyti getur samrýmt vökuvitund; sinni, en eins og í öllum dulspeki-1 fræðum eru líkamaklæddar verur í aðeins gervi hins absolúta sjálfs. Höfundur gefur því stundum þessu „sjálfi“ orðið, sem talar þá um Carolu í annarri persónu, og sem slík sér hún, hvar Carolu hef ir mistekizt; „ . . . . ég vissi, að einhversstaðar f þessari þyrpingu var það ég, sem vissi allt, er Car- ola þráði að vita . . . . “ „CAROLA" or bitur ádeila á skinhelgi, vonzku og heimsku mannanna. Hún er hrópandinn í eyðimörkinni um hjálp til handa sjúkuim og þjá'ðUm. Hún talar hispurslaust um feimnismái kynj- anna, sem á auglýsingamáli kvik- myndahúsa mundi heita „óvenju djörf". Hún er fagur óður til ást- arinnar, en harmi slegin yfir því eitri er mennirnir blanda hana. Hún er hetjan í harmleik grimmra örlaga, raunsæi á rök lífsins er hennar styrkur. Ég gef henni orðið i eftirfarandi línum: MÓÐIR CAROLU: „Til eru þrjár gyðjur, sem all- ar eru systur. Þær heita Ást, Sorg og Hatur. Sá, sem aðeins þekkir JOAN GRANT Ást, er blessaður. Sá, sem þekkir Sorg, getur einnig kynnzt Ást, og þá lætur hann huggast. En sá, sem velur sér Hatur að félaga til að verjast Sorg. þannig að hann sjái ekki ásjónu Ástar, hann deyr eins og sporðdreki — af völdum síns eigin eiturs GLEÐIKONAN LUCIA: „ . Vændiskonur ættu að vera kaldar eins og Appenninafjöll á vetrum, því að skyldi eldur ástarinnar þíða frosna einangrun þeirra, munu tár þeirra streyma eins og ár í vatnavexti á vorin . “ CAROLA VIÐ CARLOS: „ Aðei.ns óréttlætið er grimmt — og ef við lítum lengra en til ytri forma veraldlegrar tilveru, sjáum i vi.ð, að ekkert óréttlæti er til“ Sjáðu, héma er blóð á fingrin- u.m á mér. þar sem ég stakk mig á þymi. Á ég að ásaka rósina fyrir að hegna mér — eða viður- kenna. að þag var ég sem tók ógætilega á henni?“..........sama máli gildir um öll sár, hvort sem | þau eru hjartasár eða holdleg sár það erum við sjálf, sem völd er- um að þeim okkur til ógæfu Er , eigi að síðUr er þessi sama ógæfa fræið, sem korn reynslunnar vex I af. og úr því korni er hakað hið lifandi brauð" ,.Ég sé ást j ina sem stiga, sem nær til eilífð arinnar: sá, er gengur þann stiga. ! verður að þekkja hverja tröppu í honum — ef hann hefu.r aldrei þekkt girndina og sigrazt á henni. j getur hann ekki hafið sig yfir tak j markanir holdsins, fágað sál sína ng'fullknmnað andann “ PETRUCHIO VIÐ CAROLU: .........Um stundarsakir getum j við lifað í ljósi annarra. og þá verður myrkur okkar uppljómað En Öll verðum við einbvem tíma ð kveikja okkar eigin loga, við -erðum að skýla honum með hönd um okkar. þótt hann kunni að hrenna holdið. því að geti vindar eiklyndisins slökkt hann, verður . hundrað sinnum erfiðara að tendra hann afturo ‘gn^ 'n.ann í fyrsta siiináuofiánllstó 'gíáeð i- þennan loga. er kannske t.ár | okkar' og blóð hjartans, en við I megum ekki vera nízk á hana — því að þessi logi mun að lokum lýsa okkur að hliðum himnaríkis."; RÖDDIN: .. . Þú þekktir ást,; ósveigjanlega sem sjávarföll, og sem ströndin skalt þú gleypt verða í ástríðu dýpri en sjálf haf- djúpin, og þá mun hann yfirgefa þig mjúka og óflekkaða til þess eins að snúa aftur og leita hylli þinnar. „Af mætti mínum munt þú aftur fæð&st til lofs manna. Þú skalt klæðast fegurðinni sem jasminu- sveig, og skáldin munu skrifa nýtt TEINUNN S BRtE/V. orð á blöð sín, er þeir lofsyngja yndis-leikann: nafn þitt. Og þú munt syngja, eins og engin rödd hefir áður sungið, með öllum kristalblæbrigðum draumsins “ ^ CAROLA: „Þá sá ég sýn öll: þau. sem voru é g, eins og mynd- vefnað úr Ijósgeislum Hann var ímynd fortíðar minnar, . . Það var ,ekki Lúsifer, sem ég hafði séð, heldur é g. Það é g, sem Car- ola verður að hjálpa til að tor- tíma“ é g óttans, é g valdagræðg- innar, é g, sem táknar. gleymsku hin>s raunverulega é g“. CAROLA VIÐ CARLOS: . . . . ,,Guð verður aðeins séður í spégli okkar eigin hjarta, og aðeins í rödd reynslunnar getum við heyrt svör Hans við ölum spurning- um ..... I CAROLA: „ ; . Ég sá sýn það é g, sem er É G.“ .... Þegar þýða á ljóð, kemur fleira til greina en tungumálakunnátta ein. Djúpsæ ljóð verða ekki að skað lausu flutt af einu tungumáli á annað. nema af þeim, er sjálfur gæti náð tilsvarandi dýpt í hlið- stæð eigin verk. Sama gildir um þýðingar á dul- fræðilegum bókum. Frú Stei.nunni S. Briem hefði því ekki nægt hið fullkomna vald er hún hefir yfir enskri tungu, og óvenju fágaður stíll íslenzks máls við þýðingar á bókum Joan Grant — „Vængjaður Farao" og Carola“ — ef hún hefði eikki áður sótt í djúp dulinna raka til- ' erunnar þá innri vitund, sem er frumskilyrði þess að geta skynjað hið bjarta hljómfall hins æðra lífs, en þessar bækur báðar eru að miklu leyti um efni, sem er utan við þann heim skynjana. er við iaglega hrærumst í Hve mikið þær stöllur — Joan Grant og Steinunn S. Briem — eiga hvor um si.g í þeim b 1 æ, er einn megnar að gára dulvitund lesaud- ans. og ef til vill vekja ferska vinda úr dámollu andlegs sljó- leika, skal ósagt hér. en eins og svifþanin norðurljós — í svölu og tæru heiði norðursins — tendra ljósofnum vöfum myrkan hadd næturi.nnar, eins bregða leiftrum dulofnir töfrar andlegr- ar birtu og hreinleika á myrkt og dapurlegt umhverfi Carolu, eintöl henuar og samtöl við ýmsar per- sónur bókarinnar, eins og þau koma í hendur íslenzkra lesenda í þýðingu frú Stei.nunnar S. Briem. Listin að skrifa, er sú, að hægt sé að „lésa“ meira en það. sem skrifað er, listin að lesa er sú, að geta ,,lesið“ það, sem óskrifað er. Höfuudi og þýðanda,„CAROLU“ hefir tekizt það fyrrnefnda. Það er lesandans að leita.bess síðara. Reykjavík 4.12. 1961. Jóhann M. Kristjánsson. , Það er engu líkara en að Tíminn hafi einhvern sérstakan ýmigust á Þjóðleikhúsinu, og flest tækifæri notuð til þess að hnýta í það. Ef eitthvert leikfélag sýnir leikrit, þá eru þær sýningar hafnar til skýj- anna, það eru hinir stóru leiklist- arviðburðir í sögu þjóðarinnar, og ekki nóg með það, heldur þarf endilega að koma því að um leið, hvað þessar ieikfélagasýningar séu miklu betri heldur en leiksýning- ar Þjóðleikhússins. Þegar leik- gagnrýnandi Tímans skrifaði t. d. um síðustu leiksýningu Leikfélags Reykjavíkur, þá dugði ekki minna en að segja að fagmennirnir í leik- listinni væru í Iðnó en amatörarn- ir í Þjóðleikhúsinu. Nú síðast þegar tilraunaleik- flokkur, sem kallai sig Grímu, sýndi leikrit í Tjarnarbíói, notar annar „spekingurinn" tækifærið til þess að bera á borð lygar um mig og stefnu mína í leiklistarmálum. Þar heldur hann því fram, að ég hafi lýst yfir algjörri stefnubreyt- ingu, já, álgjöru skipbroti, að fram- Guðlaugur Rósinkranz, þjóðleikhússtjóri: Hvar er menningin vegis skuli eingöngu sýna kassa-.við Alþýðublaðið í haust. að leik- stykki, menningin skuli fyrir bí. j húsið ætti í fjárhagslegum örðug- Nú á ekki lengur að loga á menn- leikum, fyrst og fremst vegna ingarvitanum, segir greinarhöf- j þess, að allur tilkostnaður hefði undur, og þess vegna sé það mikið aukizt og allt kaup hækkað mikið, gleðiefni að um leið ég ég hafi j og aðeins sú kauphækkun. sem lög- lýst yfir aigerri stefnubreytingu Þióðleikhússins. „hafi kviknað á menningarvití í aflóga bíói“. Það er ánægjulegt að leikararnir í . Tjarnarbíói nemendurair úr Leik- jlistarskóla Þjóðleikhússins, skuli jverða að menningarvita otrax og þeir koma í þetta aflóga bíó En j það er leitt. að þeir skuli bara vera jlélegir amatörar þegar þeir leika j á sviði Þjóðleikhússins! Það, sem höfundur umræddrar greinar notar til þess að snúa út úr, er það. að ég sagði í viðtali boðin hafði verið í. sumar. yki út gjöld leikhússins. um 800 þúsund kr. á ári og ekki væri hægt að hækka aðgangseyri, sem þessum hækkunum öllum næmi. Þá gat ég þess, að styrkur sá. sem leikhúsið fengi, væri alltof lítill og ekki nema einn tíundi af því, sem sam- bærileg leikhús fengju i nágranna- löndum vorum á Norðurlöndum. Þjóðleikhúsinu væri nauðsyn að fá meiri fjárhagslegan stuðning frá ríkinu. En ef við fáum engan stuðning frá því opinbera. neyð- umst við tij þess að sýna „kassa- stykki" og hækka aðgangseyri, hefur blaðið eftir mér. Um þetta segir þannig í þessu umrædda viðtali við mig: „Mér finnst því ekki óeðlilegt, og ekki nema sjálfsagt, ag hið opinbera geri það (þ.e.a.s. styrki leikhúsið meira), vegna þess, að fjárhagslegir örðugleikar eins og þessir valda því, í fyrsta lagi, að ekki er hægt að leggja í ýmislegt, sem maður vildi gera og krögg- (Framh á 13. síðu.) >- N-N-X*X*V*X*V* •V-XX»VX*X*VX*X ÞAKKARÁVÖRP Ég þakka innilega kveðjur, gjafir og aðra vinsemd á 85 ára afmæli mínu 30. nóvember síðast liðinn. Ásgeir frá Gottorp. ••VX-X,V.'V.'V.X,-V.-V-X.'V.-\..\ ■v.v x x v. v.N.v x.v.v Innilegar þakkir til vina og vandamanna sem heiðr- uðu mig á sextíu ára afmæli mínu 8. nóv. s.l. með gjöfum, heimsóknum og skeytum. Hjartans þakkir til ykkar allra Guðbjörg i Sandfellshaga. KAPPDRÆTTI H SKÓLÁ ÍSLANDS Dregið á mánudag í 12. flokki Á morgun eru seinustu forvöð að endurnýja. 3150 vinningar að fjárhæð 7.890.000 krónur desember- Ath.: Aðal?krifstofan verður lokuð briðjudagp HAPPDRÆTTI HJÍCKÓL/I ÍSLANDS 12. fl. 1 á 1.000.000 kr 1.000.000 kr. 1 - 200.000 200.000 i 1 - 100.000 100.000 — 117 - 10.000 .170.000 — 564 - 5.000 ^.820.000 — 1 460 - 1.000 ? 460.000 — Aukavinningar 2 á 50.000 10.000 kr. 4 - 10.000 40.000 — 4 - 10.000 \ \ 40.000 — 3.150 7.890.000 kr.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.