Tíminn - 08.12.1961, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.12.1961, Blaðsíða 9
TÍMINN, fi>sturtaginn 8. flesember íaBl. 9 Rit J óns Sigur ðssonar Við höfum sýnt minningu Jóns Sigurðssonar forseta mikla og verðskuldaða virðingu síðustu ára- tugina. Bezt er það gert með út- gáfu hinnar miklu ævisögu hans, sem Páll Eggert Ólason ritaði. En hér í þessari bók er sýnd ný hlið á störfum Jóns Sigurðssonar, þar sem eru blaðagreinar hans, bæði í íslenzkum og erlendum blöðum. Jón Sigurðsson var mikill afkásta- maður, en fáir hafa vitað, að hann var langafkastamesti blaðamaður samtíðar sinnar. í þessum greinum kynnist almenningur nýrri hlið á störfum forsetans, störfum, sem eru á margan ^hátt þýðingamikil fyrir málstað íslands á erlendum vettvangi um marga áratugi. Jón Sigurðsson hóf blaða- mennskuferil sinn um svipað leyti og hann hóf afskipti af ís- j lenzkum stjórnmálum. Það var um10g komst þá stundum í kynni við 1840. Þá var vor í lofti. íslending-1 mátt blaðanna, ósjaldan var hann ar höfðu fengið loforð hjá konungi sviptur málfrelsi í dönskum blöð- fyrir endurreisn Alþingis. Jón Sig- um. íslenzkum blöðum. En margar þessar greinar eru hinar skemmti- legustu aflestrar og hinar girnileg- ustu til fróðleiks. í bindi þessu eru 38 blaðagrein- ar eftir Jón úr dönskum blöðuni, eru sumar þeirra veigamiklar og langar. Flestar eru þær með ádeilu blæ, varnargreinar og túlkun á pólitískum málstað íslands. Það er einkum á árunum 1865—1874, að Jón Sigurðsson verður hvað eftir annað að kveða sér hljóðs í dönsk- um blöðum til vamar pólitískum og fjárhagslegum skoðunum sínum ýmiss konar^ ritstörfum. Sennilegt er, að blaðalmennskan hafi gefið Jóni nokkrar aukatekjur. í þann mund, sem Jón Sigurðs- son hóf að lita greinar sínar í norska blaðiB voru miklir umbrota- tímar í Danmörku. Greifadæmin dönsku voiui deiluefni, og það vofði yfir, a@ sverðin skæru úr, hvort þau muindu á komandi árum fylgja Danmð'iku eða þýzka ríkinu. Jón Sigurðsson ritaði greinar sín- ar undir duhiefni. Hann lét í það skína, að þnð væri annaðhvort norskur eða danskur maður, sem ritaðí þær En hitt er auðséð, að hann vildi gýa rnan að ísland kæm- ist á dagskrá erlendis. Honum var það kappsmáli, að ísland yrði kynnt erlendis, þeso vegna greip hann þetta kærkomna tækifæri til að rita um íslenzk málefni í erlent blað. Það er einnig auðséð af heimildum, að hann fylgdist vel með gi'einum, sem birtust í erlend- um blöðum annars staðar. Hann gladdist sérstaklega yfir greinum Maurers, sem birtust í þýzkum blöðum og urðu til þess að kynna ísland í Þýzkalandi. Jón Sigurðs- son vann því sjálfstæðismálinu mikið gagn með þessum greinum sínum. Þær eru merkar og ættu sem allra flestir íslendingar í dag að kynnast þeim og nema af þeim. Jón Sigúrðsson hafði mikla þýð- ingu fyrir íslenzka blaðamennsku að því leyti, ad hann mótaði blaða- málið og hugtök og mál blaða- manna um stjórnmál. Það þurfti að íslenzka mörg erlend hugtök. Það var mikið happ fyrir islenzkt urðsson stofnaði brátt flokk áhuga- manna um málefni íslands í Kaup- mannahöfn. Flestar greinarnar, sem hann ritaði í dönsk blöð, eru iim málefni íslands. Hann þurfti á stundum að veija'hendur sínar, og margar greinar hans eru svör gegn árásum og ádeilur á aðgjörðir veit- ingavaldsins danska um embættis- veitingar heima á íslandi. Það er því í alla staði mjög gaman að kynnast greinum forsetans og rök- fimi hans og málflutningi. í þessu bindi eru allar blaða- greinar Jóns, er hann ritaði í ís- lenzk blöð, sem fundizt hafa. Á þessum tíma var það tízka, að menn rituöu undir dulnefni, og er því stundum erfitt að segja, hver sé höfundur blaðagreina. Það er vert að geta þess, að aðalmálgagn Jóns Sigurðssonar hér heima, Þjóð- ólfur, var lengst af lokaður fyrir honum, þó áð uridarlegt sé. Vegna þess er tiltölulega lítið eftir Jón í íslenzkar og danskar greinar eru ekki nema lítill hluti blaða- mennsku Jóns Sigurðssonar. Áiið 1862 gerðist hann blaðamaður, fastur fréttaritari í Kaupmanna- höfn hjá norska blaðinu „Christi- ania Intelligenssedier“ og stóð þessi fréttastarfsemi nærri heilan áratug. Fyrsta fréttagrein hans er dagsett í Kaupmannahöfn 6. júní 1862. En i sama mund fer hann að rita um íslenzk efni og nefnist greinaflokkur hans „Island og is- landske Tilstande". Síðar ritar hann fréttapistla „frá Reykjavík“. Þessar greinar hafa haft mikil áhrif, því að blaðið var mjög út- breitt og er talið, að það hafi kom- ið inn á flest heimili í Osló. Senni- legt er, að Jón Sigurðsson hafi gefið sig svo mjög að blaða- mennsku, af völdum þess, að hann þurfti að afla sér meiri tekna. Eins og kunnugt er var hann embættis- laus og vann mest fyrir sér með Grhikur sjónleikur eftir Sófokles í ísl. þýðingu Einnig fya sta bindi af rímnasafni SigurtSar Breií- fjörís og fleiri bækur frá ísafold. 'mál, að jafnhagur maður og Jón Sigurðsson varð til þess að móta mál íslenzkra blaða í upphafi um í stjórnmálin. Þessi þáttur í ævi- starfi Jóns Sigurðssonar hefur ekki verið athugaður eins og skyldi. en þegar þetta ritgerðasafn hans er allt komið út gefst fræði mönnum tóm til að rannsaka það til hlítar. í Félagsritunum eru fjölmargar þýðingar á erlendum orðum og orðtökum, sem snerta stjórnmál. Sama er að segja í ís- lenzkum blaðagreinum, sem birtar eru í þessu bindi. Blaðagreinar Jóns Sigurðsson er merk bók. sem ber að fagna. Ég veit, að íslenzkur almenningur kann að meta þessa bók, kaupir hana og les. Hún er lærdómsrík um margt. Greinarnar eru smekk- i lega og vandvirknislega útgefnar. | Sverrir Kristjánsson hefur lagt mikla alúð og vinnu í útgáfu þeirra. Enda veit ég, að það er mikið þolinmæðisverk að fást við útgáfu eins og þessa. því að allur saihanburður er erfiður og vanda- samt áð ganga frá texta. svo að allt veiði rétt. Jón Gíslason. „Gjafir eru yöur gefnar” Enn vantar mikið á, að þekk- ing Morgunblaðsins á starfsemi kaupfélaganna og Sambandsins sé í réttu hlutfalli við áhuga þess á samvinnumálum. f leiðara miðvikudagsblaðs- ins, 6. des., stendur meðal ann- ars þessi klausa um útflutning kjöts: „Það er líka svo, að lítil sem engin alúð hefur verið lögð við þennan útflutning — S.f.S. hef- ur verið aðalútflytjandinn og ekkert gert til að gera vöruna vel úr garði, heldur hafa skrokk arnir verið sendir óhrjálegir til útlanda“. Þetta eru stórar og furðuleg- ar fullyrðingar og órökstuddar með öllu.' Ættu þó bændur landsins og trúnað'annenn þeirra í samvinnufélögunum heimting á, að þær væru rök- studdar, ef hægt væri. Eitt af höfuðviðfangsefnum samvinnufélaganna frá upphafi hefur verið viðleitni til vöru- vöndunar. Kaupfélögin hafa byggt fjölda sláturhúsa og frystihúsa. Árlega verja þau tug um og hundruðum þúsunda til þess að endurbæta þessa að- stöðu og gera hana alltaf full- komnari og fullkomnari. Þau leita hinna beztu markaðá og þótt Morgunblaðið sé haldið slfkri vanþekkingu, sem orð þess bera vitni, vita það aðrir, að Sambandið gerir allt, sem í þess valdi stendur til að gera íslenzkt dilkakjöt svo verðmætt sem kostur er, enda er það alls staðar, þar sem það er á mark- aði, talið jafngott því bezta ann- ars staðar frá. Aðrir hafa held- ur ekki fundið sig knúða til for ustuhlutverks í þessum efnum. Allt kjöt, sem út er flutt, er skoð’að og metið af stjórnskip- uðum matsmönnum. Það er í mesta máta ómaklegar ásakanir á hendur þeim, að þeir sendi úr landi „óhrjálega" kjöt- skrokka, enda vita allir nema Morgunblaðið, að þetta er ekki satt. Það er köld jólakveðja til bænda, jafnt sjálfstæðismanna sem annarra, að þeir leggi sig fram um að framleiða ósölu- hæfa vöru og láti sér standa á sama um. hvað þeir fá fyrir hana á markaði, því að „ríkis- sjóður greiði það, sem á vant- ar. til að ná innanlandsverð'i, þegar kjöt er selt til útlanda" En l.iklega veit leiðarahöfund urinn ekki. að til eru sláturhúc í Iandinu, að árlega er verið að endurbæta þau os byggja önn- ur ný. Hann veit ekkí heldur, að til eru frystihús Um þau gildir hið sama, stórfé er varið árlega til að endurbæta og byggja að nýju. Hann veit ekki. hvaða árangri Sambandið hefur náð með sölu íslenzks dilka kjöts erlendis. Og að lokum veit hann alls ekki, að til eru kjötmatsmenn, sem vinna á á- byrgð ríkisvaldsins. Það er því sannarlega ekki vanþörf' að ræða þetta mál meira við þenn an áhugaasama „Ieiðara". PHJ. ísafoldarpr. entsmiðja hefur enn sent frá s ér nokkrar nýjar bækur á jóiamarkað. Meðal þeirra er hinn frægi forngríski harmleikur Antígóna eftir Sofokles í þý ðingu dr. Jóns Gíslasonar, sioólastjóra. Þetta gr háfratgt verk í nútíð og. fortiðvrOC^ S.nf(^les^inn hin bezti höfundur forngþ-ískrar gullaldar í bókmenntum. Tiatlið er og, að Antí- góna sé sá hinna forngrísku harm- leikja, sem greí&astan aðgang eigi að hugum nútímá manna, enda oft- ar en aðrir grískJir leikir sýndir á sviði nú á dögum. Dr. Jón ritar ýitarlegan inngang um þróun leiklistjir og þá fyrst og fremst um gríska harmleiki og gildi þeirra. Er a3' sjálfsögðu mik- ill fengur að þeim bókarauka svo fróðs manns um gcískar fornmennt ir. Margar forngrís kar myndir eru í bókinni, sem er' hin vandaðasta að öllum búnaði. Eítill vafi mun á því, að þýðing dr. Jóns sé unnin af ást og mikilli alíúð, enda fjallar þar um sá maður, tsem hnútum er kunnur og þýðir all sjálfsögðu úr grískunni. Utgáfa iþessarar bókar hlýbur að teljast bókmenntavið- burður. Einbúinn I Himal aja heitir önn- ur bók, sem ísafold gefur út eftir Paul Brunton í þýðin.gu Þorsteins Halldórssonar. Brunton er einn hinn frægasti þeirrn Vesturlanda- manna, sem um Yois'a rita og hef- ur dvalizt lengi í háifjöllum Hima- laja. Þar ritaði hann. hjá sér hugs- anir sínar f einverunni. og hér birt ast þær í bók^rformi. en íafnframt er þetta ferðasaga og lvsing á stór fenglegn landslagi ’f v>óVinni er meira að segja að finna endur- minningar um fvrri iparðvistir Þá hefur ísafold gefið út fyrsta bindi af rírhnasafni Siijíurðar Breið- fjörð. en ætlunin er a ð gefa þetta safn út í einum 6—13 bindum á næstu árum. Þetta vrrður þriðja bindi safnsins og hei'ur það að geyma Tristransrímur,, rímur af Ásmundi og Rósu. rímur af Hans og Pétri, rímu af Alkon Skeggja- bróður. Ferjumannarímu og Emmu rímu í næsta bindi e|ga að vera Númarímur. Sveinbjörn Beinteins son annast útgáfuna og ritar for- mála. Aftast er náfnaskrá og orða skýringar eru á spássíum. Teikning ar eru eftir Jóhann Briem og mun í ráði, að hann myndskreyti önnur bindi rímnasafnsins. Tvær barnabækur eru nýkomn- ar út hjá ísafold, önnur íslenzk, en hin þýdd. íslenzka bókin er eft- ir Kára Tryggvason, kennara, og nefnist Dísa og Skoppa og mun vera þriðja bókin um Dísu á Grænalæk. Kári er ipjög vinsæll og góður barnabókahöfundur, skil ur vel hugarheim barnanna og kann að haga frásögn syo að þau skilja án þéss að nota fáyrt barna- mál. Málfar hans er þvert á móti fjölskrúðugt og kjarngott. Myndir eftir Odd Björnsson eru í bókinni. Þýdda barnabókin er eftir Björn Rongen og heitir Litli vesturfarinn, þýdd af ísak Jónssyni, skólastjóra. Segir þar frá æsku Knúts Nielsen, norsk-amerísks stjórnmálamanns, sem fæddur var í Voss og fór ung- ur til Ameríku, tók þátt í Þræla- stríðinu, varð síðar málafærslu- maður og fylkisþingmaður og loks öldungadeildarþingmaður á Banda ríkjaþingi síðast á öldinni sem leið.- Þetta er ágæt og þroskandi drengjasaga, og fsak helgar þýð- ingu sína „öllum góðum drengj- um, sem vilja á heiðarlegan hátt brjótast á eigin spýtur til mann- dóms og frama og létta öðrum lífs- baráttima“, eins og segir í formála. Tvær nýjar barnabækur eftir Ármann Kr. Einarsson Ármann Kr. Einarsson sendir frá sér tvær barnabæk ur nú fyrir jólin, og gefur Bókaforlag Odds Bjprnssonar þær út báSar. Önnur bókin nefnist Óskasteinninn hans Óla og mun vera upphaf að nýjum flokki drengjasagna. Hin heitir Ævintýri í borginni, og er þar komiS framhald vin- sællar útvarpssögu, sem lesiö var í barnatíma útvarpsins. í fyrra kom út síðasta Árna bókin, en sá flokkur drengjasagna varð mjög vinsæll. og hefur einmg vakið athygli erlendis, búið að gefa út fjórar Árna-bækur í Noregi og í haust komu tvær Árnabækur út i Danmörku. Bókin Óskasteinninn hans Óla mun raunar jafnt við hæfi drengja og telpna. Þetta er ævintýraleg saga og drífur margt á daga og leikurinn berst víða hjá þeim Óla og Jóa frænda hans. Þess ma geta, að bók þessi er einkar skemmtilega og nýstárlega út gefin, og er kápan einkum skemmtileg í Ævintýri í borginni segir hins vegar frá þvi, er Rósa heimsækir vmkonu sína i borginni, og skeður þar sitt af hverju. Munu börn, sem fylgdust með framhaldssögunni í útvarpinu hyggja gott til að lesa um ný ævintýri telpnanna þar. Ágætar teiknímyndir eftir Hall- dór Pétursson eru í báðum þessum barnabókum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.