Tíminn - 08.12.1961, Blaðsíða 16

Tíminn - 08.12.1961, Blaðsíða 16
Föstudaginn 8. desember 1961. 311. bla'ð. Ný dísilstöð í Hornafirði Táknar þó ekki, atJ horfií sé frá virkjun Smyrlabjargaár Um þessar mundir er verið að byggja dísiirafstöS í Höfn í HornafirSi, og hefur henni veriS valinri staSur í Álaugar- ey. Hefur grunnur verið steypfur og verið er að reisa stálgrindur hússins. Gamla dísilstöðin var við aðalgötuna í þorpinu, en ekki þótti ráðlegt að reisa nýju stöðina þar. f Bygging þessarar dísilstöðv.ar táknar þó ekki, að horfið sé frá fyrri ráðagerðum um virkjun Smyrlabjargarár, þótt raunar hafi verið gert rát$ fyrir, að virkjunin kæmi á undan byggingu dísálstöðv- arinnar, sagði Guðjón Guðmunds- son hjá raforkumálaskrifstofunni, þegar blaðið ræddi við hann í gær. Dísilstöðinni hefur frá upphafi verið ætlað það hlutverk að vera varastöð og toppstöð, því að vatns- rennsli í Smyrlabjargaá er nokkuð breytilegt. Raflinui- voru reistar í fyrra, að nokkrp léyti í átt að fyrirhuguðum virkjunarstað, og allmargir bæir á þessum slóðum hafa þegar fengið rafmagn frá gömlu dísilstöðinni í Höfn. Nú er aftur byrjað að reisa staura fyrir línur, sem rafmagni verður hleypt á frá dísilstöðinni í Álaugarey, þegar hún tekur til starfa. Tveir eftir Klukkan eitt i dag áttu rekstrar- menn um 10 km eftir ófarna til byggða með féð, og var ekki búizt við, að þeir kæmu fyrr en seint í kvöld. Snjóbíllinn komst aldrei á móti þeim; hann er bilaður enn þá, en þeir hafa rekið í slóðina hans frá því á mánudaginn, og hún flýtt talsvert fyrir þeim, þótt bætt hafi j á síðan þá. — Tveir menn eru I eftir efra og munu leita í fönnum, Iþegar veður leyfir. PJ Uthlutun stæöa fyr- ir talstöðvarbíla Umferðarnefnd Reykjavíkurbæj- ar hefur mælt með því, að merkt verði fimm sameiginleg stæði fyrir talstöðvarbifreiðir á Granda- garði, tvö á Faxagötu, tvö á bif- reiðastæðinu við Hafnarhvol og sex til átta á Grensásvegi, vestan götu og norðan við gatnamót Heiðargerðis. Hún hefur einnig fallizt á, að B.S.R. verði til bráðabirgða veitt aðstaða fyrir talstöðvarbifreiðir við Dalbraut, sunnan Sporða- grunns, og við Háaleitisveg, sunn- an við Hvassaleiti, Bæjarléiðum við Dalbraut, sunnan við Sporða- grunn, og Steindórsstöð við Álf- heima, móts við Langholt, og við Birkimel á auða svæðinu vestan íþróttavallarins. 3150 vinningar 8 milljónir króna „ALLIR KOMU ÞEIR AFTUR" Á morgun verður gamanleikurinn „ALLIR KOMU ÞEIR AFTUR" sýndur í næstsiðasta sinn. Aðsókn að þessum leik hefur verið mjög góð, og hefur verið uppseit á flestar sýningar. Um 15.000 leikhúsgestir hafa nú séð þessa vinsælu leiksýningu. Ákveðið er að Ijúka sýningum á leiknum fyrir jól, og eru þá eftir fimm sýningar á leiknum, en sú siðasta verður 14 des. n.k. Aðsókn í Þjóðleikhúsinu hefur verið óvenju góð, það sem af er þessu leikári, og er vonandi að svo verði á næstunni. — Myndin er af Bessa Bjarnasyni, Jóhanni Páissyni og Erlingi Gíslasyni í hlutverkum sinum. Mánudaginn 1]: cjesemþer verður dregið í 12. flokki Happdrættis Háskóla íslands. Verða þá dregnir 3,150 vinn- ingar að fjárhæð 7.890,000 krónur. Er þetta langstærsti dráttur, sem fram hefur farið hjá nokkru happdrætti sér á landi. Til samanburðar má geta þess, að árið 1934, sem var fyrsta árið sem Happ- drætti Háskóla íslands starf- aði, voru dregnir út 5,000 vinningar allt árið að fjárhæð^ 1,050,0Q0 krónur. Annað er merkilegt við þennan drátt, en það er það, að nú verður í fyrsta skipti dreginn vinningur að fjárhæð ein milljón króna. Fyrsta árið var stærsti vinningurinn fimmtíu þúsund krónur. Þar sem 65% af hlutamiðunum í happ- drættinu eru annaðhvort hálfmið- ar eða fjórðungsmiðar, eru mest- ar líkur til þess að milljón króna vinningurinn skiptist í tvo eða Takið vel á móti Nú er 25 starfsár Vetrarhjálp- iarinnar í Hafnarfirði; sem rekin 1 er af söfr.uðunum tveimur þar, þjóðkirkjunm og fríkirkjunni í fyrra söfnuðust nær 36 þús. krón' ur og talsvert af fatnaði og auk þess lagði bærinn fram 25 þús. kr. Þessu var lafnað í 127 staði. f ár eru ástæður í Hafnarfirði sizt betri, og væntir Vetrarhjálp in þess, að vel verði tekið á mó.tt skátunum, sem knýja munu dyr Hafnfirðinga á næstunni. Einnig má koma gjöfum til stjórnenda vetrarhjálparinnar, en þeir eru: Sr Garðar Þorsteinsson, sr. Kristinn Stefánsson, Gestur Gamalíelssiv kirkjugarðsvörður. Guðjón Mag ússon skósmiður. og Þórður Þór arson fiamiærslustjóri. fjóra staði, en samt gæti svo farið, að á mánudaginn verði einhver j einstaklingur skyndilega milljón- | eri, og það í beinhörðum pening- j um, skattfrjálst. Eiiji milljón króna er sannarléga svimandi há fjár- hæð, en samt hefur verið réttilega bent á þao, að fimmtíu þúsund krónur fyrir stiíð voru töluvert meira verðmæti. Þessar tæpar átta milljónir, !sem dregnar verða út í 12. flokki, ! skiptast þannig: Þrír hæstu vinn- ingarnir verða ein milljón, tvö hundruð þúsund og eitt hundrað þúsund krónur. Þá koma 117 vinn- ingar á 10.000, 564 á 5.000 og 2,460 ! á 1.000, svo að nokkrar þúsundir Það er notuS ýta til þess að hreinsa snjóinn af ísnum á Reykja víkurtjörn, svo að unga fólkið geti brugðuð sér á skauta á kyrr- um kvöldum. Margir eiga góðar minningar um skautaferðir á æskudögum, og enn fer æskan að heiman með skautana sína til þess að njóta þar yndis og hress- ingar, ef hún á kost á saemileg- um ís. (Ljósm. TÍMINN: GE.). manna munu fá glaðning nú fyrir jólin. Auk þess verða aukavinning- ar á þau númer, sem eru sitt hvoru megin við milljón króna vinning- inn, 50,000 krónur á hvort númer. Og 10.00 krónur fá þeir, sem eiga 1 númer sitt hvoru megin við 200.000 j og 100,000 króna vinningana. Drátturinn hefst klukkan eitt á mánudag og mun standa fram yfir j miðnætti. Vegna anna við próf- 1 arkalestur á vinningaskránni kem- ur hún svo að líkindum út á fimmtu j dag. Vinningar verða svo greiddir í Tjarnarbíó dagana 18., 19., 20. ! og 21., frá klukkan 13,30 til 16,00. »7 Sú rödd var svo fögur 7» Sólskríkjusjóður, sem frú Guðrún Erllngs stofnaði til minn- ingar um mann sinn, Þorstein Erllngsson, hinn mikla dýravin, hef- ur nú öðru slnni gefið út jólakort, sem seld verða til ágóða fyrir sjóðinn. Jólakort þessi eru gerð af listamönnunum Kjarval, Höskuldi Björnssyni og Guðmundi frá Miðdal og einnig eru á þeim vísur eftir Þorstein Erlingsson. Ágóðanum er varið til þess að kaupa fóður handa smáfugiunum, sem eiga oft við þröngan kost að búa á vet- urna. í fyrra var keypt fuglafóður fyrir um það bil sjö þúsund krónur og dreift víðs vegar um bæinn Á myndinnl sést eltt af jólakortunum, sem Sólskríkjusjóður hefur gefið út, gert af Hösk- uldi Björnssyni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.