Tíminn - 08.12.1961, Blaðsíða 11

Tíminn - 08.12.1961, Blaðsíða 11
TÍMINN, íöjíadsgjnn desember 11 um borð í Flestum líkaði vel viS Juli- an Harvey. Hann var mynd- ariegur maður á velli með liðað hár, 44 ára að aldri. Hann var orðinn vel þekktur á höfnunum í Florida, þar sem hann vann sem skip- stjóri og stundum sem háseti á leigusnekkjunum. Hann var mikill líkamsræktarmað- i»r og hreystilegur á velli. Og það sem meira var, hann var eins hugrakkur og hann leit út fyrir að vera. í sextán ár var Harvey í flug- hernum. Hann flaug til Afríku, Evrópu og Suðurhafseyjanna í heimsstyijöldiimi síðari. Hann gat sér mikla frægð fyrir dugn JULIAN HARVEY að og hreysti og hlaut heiðurs- peninga. En hreystimennið mikla stytti sér aldur síðast í nóvember á þessu ári, og sjálfsmorð hans varð til þess, að ýmislegt áður óþekkt kom í ljós um fyrra líf hans. Einn til frásagnar í fyrstu virtist sem Harvey hefði stytt sér aldur vegna harms. Eiginkona harts, Mary Dene, 34 ára, fyrrverandi flug- freyja, sem hann hafði verið gift- ur í aðeins fjóra mánuði, hafði farizt fjórum dögum áður, þegar jkemmtisnekkjan Bluebelle, sem Harvey stjórnaði, sökk. Julian Harvey komst í björgunarbál ásamt René- Duperrault, 7 ára dreng, sem var einn af farþegun- um. Þegar þeim var bjargað, var drengurinn dáinn. Harvey var því einn til frásagnar um þennan harmleik. Snekkjan Bluebelle hafði verið leigð til viku skemmtisiglingar af hinum auðuga dr. Arthur Dup- errault. Auk hans voru með í för- inn kona hans, Jean, synir þeirra tveir, Brian, 14 ára, og René og dóttir þeirra, Terry Jo, 11 ára gömul. Mary Harvey eldaði mat- inn og njálpaði eiginmanni sín- um við sjglinguna. í tvo daga var snekkjan á hægri siglingu á milli Bahama-eyjanna. Helginni eyddi fólkið á Great Abaco-eynni, og dr. Duperrault hafði orð á því við mann einn, sem hann hitti þar, að þetta væri yndis-legasta leyfi, sem hann hefði nokkurn tíma átt. Síðan sigldi snekkjan áleiðis til Florida. Harvey sagðist svo frá, að um kl. 11 að morgni, daginn eftir að þau sigldu af stað til Florida, hefði komið skyndilega svipti- vindur, sem braut aðalmastrið, áður en hann gat fellt seglin. Mary Harvey og dr. Duperrault meiddust lítilsháttar, þegar mas'trið féll. Harvey var aðskil- inn frá þeim vagna mastursins, sem lá þvert yfir þilfarið. Þá brauzt út eldur í snekkjunni, sem breiddist ört út í áttina til segl- anna, sem lágu í hrúgij á þilfar- inu. Harvey setti út björgunar- bátinn og skipaði, að allir yfir- gæfu snekkjuna. Síðan steypti hann sér í sjóinn og synti að björgunarbátnum, sem rak und- an. Hann gat náð René, sem flaut meðvitundarlaus á sjónum í allt- of stóru björgunarbelti. Af öðr- um sá hann hvorki tangur né tötur. Næsta morgun, þegar þeim væri að sökkva, og hann svaraði því játandi. Síðan fór hann frá mér og náði í björgunarbátinn, og ég sá hann ekki meira, svo að ég náði mér í lítinn fleka og komst á hann. Ég sá aldrei neitt af hinum, enda var þá svo dimmt. Sjórinn var sléttur. mastrið var í lagi, og það var engin merki elds að sjá. Harvey hafði verið kvæntur sex sinnum, og þær fyrrverandi eiginkonur hans, sem enn eru á lífi, eru allar sammála um það, að hann hafi verið hégómagjarn og erfiður eiginmaður. og ást hans haíi kólnað fljótt. Fyrsta kona hans sagði: — Ég fullnægði alls ekki kröfum hans, og ég held, að það hafi engin kona getað. Hann var mjög eigin- gjarn. Hann hafði sífelldar á- hyggjur út af sjálfum sér. Þriðja kona hans sagði: — Ég veit ekki enn, hvers kona ég var. Það var ekki eins og ég væri yfirleitt gift. Hann hafði einungis áhuga á sjálfum sér. Það kom einnig í ljós, að Harvéy hafði verið skuldum vaf- inn, og lánardrottnar hans voru orðnir óþolinmóðir. Tveim mán- Danska akademían úthlutaði nýlega bókmenntaverðlaunum sínum, sem námu að upphæð 50 þúsundum danskra króna. Þau féllu í skaut rit- höfundurinn Knuth Backer, og sézt hann á myndinn! hér að ofan ásamr norsku skáldkonunni Karen Blixen, sem óskar honum til hamingju. var bjargað upp í skip, var dreng- urinn látinn. Svo sagði Harvey. Framdi sjálfsmorð En þrem dögum síðar barst sú fregn, að Terry Jo Duperrault hefði fundizt á litlum fleka, með- vitundarlaus, þjökuð og hræði- lega sólbrunnin. Grískt vöruflutn- ingaskip fann hana. Ef hún kæm- ist til meðvitundar á ný, yrði hún annað vitni að harmleiknum. — Ó, guð minn góður, þ'etta er dásamlegt, stamaði Harvey, þeg- ar Jjann heyrði fregnina. v iífláugo *r^i.útum síðar afsakaði hann sig rö| fór til gistihúss síns, þar sem hann skar ?ig á háls með rakvélarblaði. Vinir Harvey sögðu, að sjálfs- morð hans hefði stafað af því, að hann heíði lifað af of mörg slys um ævina. Áiið 1949 lifði hann af bílslys, þegar hann ók bíl sín- um í gegnum handrið á brú í Florida og bifreiðin steyptist nið- ur í fljótið. Önnur kona hans og móðir hennar fórust. Tvisvar sinnum hafði hann orðið að varpa sér í fallhlíf út úr brenn- andi vélum, og einu sinni hafði hann sloppið með naumindum frá nauðlendingu og meiddist þá svo, að hann varð að hætta í flughernum. Og þrisvar sinnum í viðbót haíði Harvey. bjargað líf- inu naumlega, þegar slys bar að höndum. Vinir.hans staðhæfðu. að atvikin með Bluebelle hefðu orðið taugum hans ofraun. Að ósk Julian Harvey var líki ans sökkt í sæ, vöfðu í rauðan flauelsdúk. Einmitt um sama Ieyti náði Terry Jo sér svo, að hún gat talað. Og þá fór sjólfs morð Harvey að fá aðra þýðingu. Vitnisburður Terry var algjör mótsögn við það, sem Harvey hafði sagt. Kvöldið, sem þessi hræðilegi atburður átti sér stað, fór hún og René bróðir hennar ‘:1 klefa sinna um kl. 9. — 'Skömmu síðar vaknaði ég /ið óp og hávaða, svo að ég fór upp til að aðgæta, hvað gengi á. Þá sá ég móður mína og bróður liggja .á þilfarinu, og allt flaut í hlóði. Ég fór til skipstjórans, en hann skipaði mér að fara niðu aftur. Skömmu síðar birtist skir tjórinn i klefanum með riffi! 'endinni, en hann fór aftur. á þess að gera okkur mein. En þ ók sjó að flæða inn í klefan: og þegar hann náði upp að rúm- inu mínu. fór ég aftur upp á þil far. Ég varð hvorki vör við föður minn eða Mary Harvey. Ég spurði Harvev, hvort snekkjan Þegar vitnisburður Tefry Jo hafði verið opinberaður, fór ýmis- legt fleiia skuggalegt að koma i ljós í sambandi við Julian Harvey. Þegar hann komst einn lífs af úr bifreiðarslysinu. en kona hans og tengdamóðir drukknuðu í fljötinu, undruðust lögreglan, kafarinn, sem rann- sakaði hinn sokkna bíl og tengda- faðir Harvey, að HarVey skyldi komast oskaddaður út úr bílnum og að hann skyldi ekki reyna néitt til þess að hjálpa konunum, sem fórust. — Bifreiðin var á slíkum hraða og fallið niður í fljótið það lágt, að vafasamt er, að nokkur maður hefði komizt út úr bif- reiðinni, áður en hún náði vatns- yfirborðinu, án þess að hann væri slíku viðbúinn, sagði kafar- inn. Þegar grafizt var fyrir um önnur slys þau, sem Harvey hafði lent í, kom i ljós, að þar var einnig eitthvað óhreint á ferð- inni, enda hafði hann hagnazt á þeim skaðabótum, sem honum voru dæmdar vegna þeirra. Hann hafði einnig hagnazt á skaðabót- um vegna missis Bluebelle. TERRY JO DUPERRAULT uðum áður en Bluebelle fórst, liftryggði hann Mary Harvey fyr- ir 20 þúsund dollara. En að öllum líkindum mun saga Juiian Harvey aldrei öll verða kunn, og þá ekki heldur, það sem skeði um borð í Blue- belle. Og ef litla stúlkan hefði ekki bjargazt með svo undursam- legum hætti, hefði sú saga aldrei verið einu sinni hálfsögð. Við birtum nýlega myndir og frásögn af lífinu í „Holubænum" hérna á síðunnl. Vegna rúmleysis urðum við þá að sleppa þessari skemmti- iegu mynd.sem birtist nú hér að ofan. Lltla stúlkan vinnur að verk- efnl sfnu af sýnilegri alvöru.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.