Tíminn - 17.12.1961, Síða 5

Tíminn - 17.12.1961, Síða 5
★ JDLABLAÐ TÍMANS 1961 ★ 5 »>mi>»»i>»iii>i>«www>iMiMiwtfu«>iiiiiii>i>iimiMUi>»ii>iii>iHit. fóru á eftir henni undir eins og þau komu heim úr skólanum. Með rófu- kvísl og hníf börðust þau fyrir tilver- unni — hverja einustu sykurrófu varð að grafa upp með handafli. Halina og Marek kunnu að nota kvíslina með tindunum tveim, og yngri bömin þrjú beittu hnífnum með öruggum hand- tökum. f regni og stormi, í hríðarélj- um eða undir heiðum frosthimni, sveifluðu þau þungum hnífum með bláum köldum höndunum og köstuðu rófunum í hlaða og rófukálinu í lang- ar raðir, sem vagni var ekið meðfram og kálinu hlaðið á. Á bessum skammdegisdögum féll straumur af sykurrófum yfir flatt sykurlendið á hestvögnum eftir mjó- um götum. Inn til borgarinnar með stóru sykurverksmiðjuna, sem gat framleitt sextán sykurmola úr hverri rófu og gat auk þess veitt þúsundum pólskra verkamanna á danskri grund, blessun vinnunnar. Á þessum tima árs voru allir land- ar Halinu glaðir eins og hún. Undir eins og uppskeruvinnunni var lokið urðu þeir flestir að kveðja Láland þetta árið og hverfa heim til Galiziu. Heim til sinna eigin þorpa við fljótið handan við fjöllin. Heim með sparifé í vösum og fellingum á fötum sínum, nóg til að lifa af veturinn, án þess að óttazt hungur og neyð. Þeim myndi finnast þeir ríkir, þegar þeir færu, en fljótlega myndi þráin eftir vorinu og sykurlendinu í norðri gera vart við sig. Þeir myndu koma aftur til þéss að vinna eitt haustið enn við rófurnar. Svo myndu þeir aftur halda heim á leið, heim 'til síns eigin lands, sem var að vísu undir erlendu oki, en þeir þráðu þó af hjartans innstu rót. Halina hafði í æsku farið slíkar ferðir nokkrum sinnum. Hún hafði oft hugsað um að fara aftur með Stani- slaw, þegar þau voru gift og setz að í sykurlandinu. En það varð aldrei úr því, og eftir að hún var orðin ekkja með fjögur börn, varð draumurinn um að fara aftur heim til gamla lands- ins^svo fjarlægur. Á hverju ári eftir að Stanislaw dó hafði hún sent kveðjur heim ] með löndum sínum. Ár eftir ár hafði hún brosandi veifað þeim í kveðjuskyni. En alltaf þegar kveðjurnar voru af- staðnar hafði hún grátið heila nótt af þrá eftir bernskustöðvum sínum og fundið til svíðandi sárauka, er hún minntist fljótsins, kirkjunnar og hinna Ijúfu bernskuminninga. En eftir slíka nótt hafði hún á hverju ári drúpt höfði í blygðun og reiði. Hún hafði krossað sig fyrir framan helgimyndina á kölkuðum veggnum og þulið bænir yfir talna- bandipu. Henni bar að vera þakklát, því að hún gat þó búið í þessu landi og hafði brauð handa sér og börnum sinum hvern dag, sem guð gaf, þó að hún væri ekkja og ekki ung Iengur. Þannig leið einnig þetta ár. Halina brosti og veifaði og sendi kveðjur til vina og ættingja, sem ef til vill voru löngu dánir. Síðan gekk hún heim í kofar- og úthellti þrá sinni og sorg í táraflóði í drungalegri, regnvotri nótt- inni á Lálandi til þess að iðrast, svo og biðja daginn eftir. Því næst náði gleðin yfir lifinu og öryggi þessa lands aftur yfirhöndinni, í gamla hús- mannskofanum á uppblásna akrinum yzt í landareign óðalssetursins. Og þegar áttn dögum fyrir jól gerð- is-t Pólska ekkjan eyðslusöm. Á kvöld- in kveikti hún á olíulampa og settist með börnum sinum við að klippa fal- leg munstur úr glanspappír. Á slíkum kvöldum mátti hún til að tala við börnin á móðurmáli sínu. Og þegar börnin heyrðu móðar sína segja frá landinu sínu, þar sem hún var fædd og uppalin, skinu dökk augu þeirra af ákafa og eftirvæntingu. Hrjúfar vinnuhendur þeirra voru aðgerðar- lausar. Hjartsláttur þeirra varð ör af eftirvæntingu og ímyndunarafl barns- ins málaði hma fallegu frásögn móð- urinnar sterkum litum. Það hljómaði eins og ævintýri. Rödd Halinu var svo hlý og mild, þegar hún kvöld eftir kvöld, sagði frá fátæku móðurinni, sem vafði barn sitt reifum og lagði það í jötu. Þegar móðir þeirra sagði frá, fannst börnunum samt sem áður, að hún hefði ekki verið svo fátæk. Því að þessi jata var í hugarheimi barnanna eins og himinsæng, alveg eins fín og sú, sem þau höfðu heyrt, að barn óð- alseigandans lægi í. Þó var hún enn veglegri, því að á óðalssetrið komu ekki englar og sungu, og engir vitr- ingar komu langt að til þess að sjá barn óðalseigandans. Ekki skeði held- ið hið óskiljanlega undur, að ný stjarna, sem lýsti bjartar en allar hin- ar stjömurnar kviknaði yfir voldug- um ökrum óðalssetursins. Ekkert af þessu gerðist, og börnin skildu, að móðir þeirra var að segja frá því, þegar sjálfur guðs sonur var í heiminn borinn. En alveg þangað til hún lauk frásögn sinni, með því að segja, að í dag væri mönnunum frels- ari fæddur, héldu þau með sjálfum sér fast við það, að hún væri að segja frá barni fátækrar konu, því að það var svo ævintýralegt. Þau hrifust af þessari, frásögn á hverjum jólum. Ef til vill af því, að móðir þeirra var sjálf svo hrifin, beg- ar hún sagði frá. Það var eins og and- lit hennar ljómaði þegar hún sagði frá, og hún liktist hefðarkonu éins og' konu skólakennarans bara á annan hátt. Og á þann hátt var allt svo bjart og gott. Það var látið loga á lampan- um tímunum saman á slíkum kvöld- um, og þegar gengið var út í eitthvert af hálfdimmum homum stofunnar, var eins og geislabaugur væri yfir lampaglasinu. Og vinnan við rófuupp- skeruna var um garð gengin, og þau þurftu ekki að fara á fætur fyrr en í dögun, þegar móðir þeirra var fyrir löngu komin upp á óðalssetrið til þess að mjólka kýrnar. Og svona gátu þau setið lengi. Þeg- ar hendur þeirra voru aftur farnar að eiga við glanspappírinn útskýrðu þau hvert fyrir öðru, hvað yrði á jólaborðinu. Marek sagði, að hann gæti ef til vill veitt þrjá karfa til þess að borða á aðfangadagskvöld, en jóla- dagana var gæsin aðalrétturinn. Þau höfðu svo oft gefið henni góðan bita, að hún var í augum þeirra hápunktur gæða jólanna. Eins konar umbun fyr- ir erfiði og slrit sumarsins og hausts- ins. En daginn sem Marek bjó sig undir að fara út á vatnið og veiða karfa varð hann allt i einu mjög veikur. Svo veikur, að móðir hans þorði ekki ann- að en senda eftir lækni, sem strax fór með drenginn á sjúkrahús inn til borgarinnar með stóru sykurverk- smiðjunni. Þegar sama kvöld var Marek skorinn upp við botnlanga- bólgu, og læknirinn sagði móður hans, að drengurinn yrði fljótlega frískur aftur, en hann yrði að liggja á sjúkra- húsi yfir jólin. Það kostaði peninga að fá lækninn heim. Þegar Halina tók kvíðafull fram sparipeningana sína fannst henni þeg- ar sem tilvera fjölskyldunnar stæði höllum fæti. Líklega myndi hún alltaf fá brauð handa sér og börnum sínum í þessu landi, en gamla hræðslan bjó enn í huga hennar. Hún gat aldrei gleymt skuggunum frá berasku sinni í sínu þjakaða föðurlandi. Vofa fá- tæktarinnar hafð; oft gengið við hlið GRUNDFIRÐINGAR Vinnið að einingu og vexti ykkar eigin félags, með því að skipta eingöngu við það. Á þann hátt tryggið þið bezt ykkar eigin hag, og leggið jafnframt grundvöll að öruggri og betri framtíð ykkar og niðja ykkar. Kaupfélagið mun jafnan veita viðskiptamönnum sínum bezta þjónustu, í hvers konar viðskiptum. Kaupfélag Grundfirðlnga Grafarnesi nninmmiuniiWiiiianiwwwtmii hennar þá og hafði aldrei misst vald sitt yfir huga hennar. Áður hafði ótt- inn við hugur og neyð kúgað hugar- heim hennar og gert hana auðmjúka og sífellt þakkláta guði og mönnum. Munkarnir i föðurlandi hennar höfðu rækilega mótað huga hennar í guðs- trú og ótta. Læknirinn leit af skelfdum. augum Halinu á litla böggulinn 'með spari- fénu. Síðan strauk hann yfir andlit sér,' meðgn Haíina beið skjálfandi eftir að heyra hina svimandi háu upp- hæð, sem hann myndi nefna. Þá sagði hann: — Þetta kostar ekki neitt, kona góð. Gleðileg jól. Svo sneri hann sér við og gekk burt. Þegar pólska ekkjan kom heim eftir átta kílómetra langa göngu frá borginni, slátraði hún gæsinni, plokk aði hana"og:'útbjó hana á snýríílegan liátt. Það var slydda þBtta Þorláks- messukvöld, þegar hún stóð aftur á tröppum sjúkrahússins. Þaraa inni bjó læknirinn, hélt hún. Læknirinn, sem ætlaði að gera drenginn hennar heilbrigðan og vildi ekki taka borgun fyrir það. Halina stóð úti í myrkrinu og reyndi að geta sér til um það, bak við hvaða rúðu Marek væri. Á morg- un yrði hún aftur að fara þangað og heimsækja hann. Þá myndi hún sitja við rúmið hans og hvísla dálitlu að honum. Trúa honum fyrir því, að móðir hans og systkini ætluðu að gefa honum alla gæsina, honum einum. En samt á þann hátt, að þau gæfu lækn- inum hana, svo að hann gæti verið glaður og gert Marek heilbrigðan án þess að iðrast þess, að hann hafði ekki tekið peninga fyrir það. Á þann hátt myndi Marek skilja, að gæsin væri til hans. Halina Dobosz stóð lengi í myrkr- inu við tröppur sjúkrahússins og hugsaði um það, hvernig hún gæti glatt drenginn sinn. Hún tók ekki eftir kuldanum fyrr ,en hún missti böggulinn, sem hún hélt á undir hand- Ieggnum. Þá hrökk hún við og tók upp böggulinn, læddist að dyrunum og lagði hann varlega inn fyrir. Bögg- ullinn bungaði út eins og feit jóla- gæs. Við hann hékk lítill seðill með viðvaningslegri skrift: Til Iæknisins frá Marek. Það var birt upp og farið að frjósa, þegar Halina gekk aftur átta kíló- metra leið yfir sléttlendi Lálands á leið heim til leirlímda kofans yzt í landareign óðalssetursins. Þegar hún kom inn í dimma stof- una, hljómuðu barnaraddirnar á móti henni: —Fékk Marek þá alla gæsina, var það ekki mamma, var hann ekki glaður? Pólska ekkjan strauk sér um aug- un. Svo tók hún börnin með sér fram að dyrunum. opn-'ði hurðina og sagði eitthvað við þau á pólsku og benti út i blikandi frostnóttina á stjörnuna frá Betlehem. «^5, i |r ___ ðMgein i'llilll "ftk ' V 'i* Hh.>* : '-íi' ,>;! ■I m

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.