Tíminn - 23.12.1961, Side 5

Tíminn - 23.12.1961, Side 5
Útgetandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN FramJcvæmdastió-ri' Tómas 4rnason Rit stjórar Þórarinn Þórarinsson (áb i Andrés Kristjánsson Jón Helgason Fulltrúi rit stjórnar- Tómas Karlsson Auglýsinga stjóri: Egil) Bjarnason - Skrifstofur ' Eddutiúsinu - Símar 18300- 18305 Aug lýsingasími 19523 Afgreiðslusimi 12323 - Prentsmiðjan Edda ti.f — Askrfftargjaid kr 55 00 á mán innanlands í lausasölu kr 300 eintakið Gjaldeyrisstaðan y Stjórnarblöðin láta mjög af því um þessar mundir, að gjaldeyrisstaða bankanna út á við sé nú betri en um langt skeið. í reyndinni er þó sannleikurinn sá, að raun- veruleg gjaldeyrisstaða bankanna er nú nær helmingi lak- ari en hún var í árslok 1958, er núv. stjórnarsamsteypa tók við völdum. Að vísu mun hún eitthvað betri á papp- írnum, en þá er þess að gæta, að nú fá einstök kaupsýslu- fyrirtæki að stofna til stuttra lána erlendis, en það var óleyfilegt 1958. Séu þessi lán dregin frá, verður hin raun- verulega gjaldeyrisstaða bankanna miklu verri en tölur bankanna gefa til kynna. Þetta er nánara rakið annars staðar í blaðinu. Það mun hins vegar rétt að gjaldeyrisstaða bankanna hefur heldur batnað á þessu ári. Því veldur fyrst og fremst, að fiskafljnn mun verða miklu meiri á þessu ári en nokkuru sinni fyrr, jafnvel alit að því 20% meiri en 1958. Þetta er einkum að þakka tvennu. í fyrsta lagi er hér að koma til sögu árangur af útfærslu fiskveiðiland- helginnar 1958, sem vinstri stjórnin framkvæmdi gegn andstöðu Sjálfstæðisflokksins. Það er nú ótvírætt, að hún hefur stórbætt afkomu bátaflotans: í öðru lagi er svo það, að hin bættu rekstrarskilyrði bátaútvegsins í tíð vinstri stjórnarinnar lögðu grundvöll að stórfelldri aukn- ingu bátaflotans. Þetta tvennt í sameiningu hefur leitt til þess, að heildaraflinn á þessu ári verður miklu meiri en nokkuru sinni fyrr, þótt dregið hafi úr afla togaranna. Þess ber svo vel að gæta, að útflutningstekjurnar í ár, hefðu getað orðið miklu meiri en þær verða, ef ekki hefðu átt sér stað meiri og minni stöðvanir af völdum stjórnar- stefnunnar. Það tap, sem hlotizt hefur af þeim, skiptir áreiðanlega mörgum hundruðum millj. kr. í útflutnings- tekjum. En þrátt fyrir ,,viðreisnina“ hafi útflutningstekjurnar samt stóraukizt af ástæðum, sem áður greinir. Hjá því varð vitanlega ekki komizt, að þetta hefði þau áhrif að gjaldeyrisstaðan batnaði heldur út á við. Hin bætta gjaldeyrisafkoma út á vi3 er ný söhnun þess, a3 engin þörf var fyrir gengislækkunina í sumar. Fyrir henni voru m. a. færð þau rök, að ella myndi gjald- eyrisstaðan ganga úr skorðum. Reynslan segir nú, að þetta var rangt, þar sem hinar auknu útflutningstekjur hefðu vel vegið gegn því, þótt gjaldeyriseftjrspurnin hefði eitthvað aukizt. Það er líka mjög vafasamt, að gengis- lækkun dragi nokkuð úr gjaldeyriseftirspurn, því að gengislækkun dregur ekki neitt úr heildartekjunum, held- ur aðeins breytir skiptingu þeirra. Gengislækkunin þýðir það, að þeir, sem verða fyrir barðinu á henni, geta keypt minna, en hinir, sem hagnast á henpi, geta keypt meira. Alit hjálpast nú þannig að því að sanna það, að engin heilbrigð rök er hægt að finna fyrir því, að ríkisstjórnin felldi gengið í sumar. Það sannast alltaf betur og betur, að þar var .um að ræða óréttlætanlega hefndarráðstöfun. Læknadeilan Læknadeilan virðist nú í þann veginn að leysast. Læknar ’munu hafa gert sjúkrasambginu gagntilboð, sem talið er sanngjarnt, og sennilega hefði getað náðst sam- komulag um strax á síðastliðnu sumri, ef félagsmálaráð- herra hefði ekki staðið í vegi þess. Enn mun stranda mest á honum. .V'X.X.V.'V'V.' KENNEDY og frú hans í förinni til Suður-Ameríku. KENNEDY og kona hans fóiu í heimsókn til Venezuela og Columbia um seinustu helgi. Þeim var forkunnarvel og' hefur för þessi því álit Kennedys. tekið aukið KRISHNA MENON, her- málaráðherra Indverja, er í hópi umdeildustu manna, sem jiú er uppi. Hann hefur um árabil verið aðalfulltrúi Ind- verja á þingum Sameinuðu Þjóðanna og hefur oft staðið þar styr um nafn hans. Eink- um hafa Vesturveldin talið hann sér óvinveittan. Heima í Indlandi stendur einnig mikill styr urn hann, en hann hefur hingað til notið vináttu sinnar við Nehru. Menón hefiir verið hermálaráðherra, jafnframt því, sem hann hefur mætt á þingum S. Þ. Það féll því í hlut hans að undirbúa innrásina í Goa. Ef til vill styrkir það álit hans heima fyrir, en hins vegar eykur það ekki veg. hans í Vesturlöndum. TSHOMBE lætur nú í ljós mikla óánægju yfir samkomu- lagi því, sem hann hefur gert við Adoula. Hann kennir sendi- herra Bandaríkjanna í Kongó, Edmund A. Gullion, um það, hve óhagstætt samkomulagið varð ,en hann fylgdist með samningagerðinni TSHOMBE og GULLION TIMINN, laugardaginn 23. desember 1961, 5

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.