Tíminn - 23.01.1962, Page 9

Tíminn - 23.01.1962, Page 9
I* — Og hvernig sfóð svo á því, að þér datt í hug að Fara að klifra upp á Kerl- inguna? — Ja, nú held ég, að þú ætlir bara alveg að máta mig, karl minn. Og Hjálmar verður hugsi og þegir góða stund. Hið mikilúðlega, fannhvíta skegg fer að iða og bylgjast. Það minnir á tignarlegan foss, sem steyp- ist fram af þverhníptu standbergi. Allt í einu lítur gamli maðurinn upp og glettnisglampa bregður fyr- ir í gráum augum hans. — Líklega hef ég aldrei gert mér ljósa grein fyrir ástæð- unni, en hafi ég geií það, þá er ég búinn að gleyma henni. Eigum við ekki að segja, að ég hafi bara fundið upp á þessu af tómu monti? Annars dettur mönnum nú svo margt í hug, þegar þeir eru á nítjánda ár- inu og þar í kring. Ellinni finnst það nú ekki allt gáfu- lega og kannske er það nú ekki. Já, líklega hefur þetta Kerling arpríl mitt einungis stafað af tómu monti. Það er níræður öldungur — og þó hartnær ári betur, — Hjálmar Þorgilsson frá Kambi í Deildardal, sem mælir þessi orð við mig, þar sem við sitj- um í setustc^fu sjúkrahússins á Sauðárkróki nú fyrir nokkrum kvöldum. Tröllin með kúna Allir íslendingar, sem komn- ir eru til vits og ára, kunna nokkur skil á Drangey á Skaga- firði, ýmist af sjón eða afspurn. Flestum mun líka kunnugt, að skammt frá eyjunni rís úr sjó þverhníptur klettadrangur, margir tijgir faðma á hæð. Heit- ir drangur sá Kerling. Fyrrum var annar drangur áþekkur í nánd við eyjuna. Nefndist hann Karlinn. Hann er nú hruninn í sjó fyrir löngu, en Kerling stendur enn og er hin brattasta. í þjóðsögunni mun þannig sagt frá sköpur. Drangeyjar og Karls og Kerlingar, að tvö tröll hafi verið á ferð í áríðandi er- indageiðum með kú sína þvert yfir Skagafjörð. En tröll þessi og búsmali þeirra munu hafa verið þeirrar náttúru, að þau máttu ekki sól sjá, þá týndu þau lífinu. En einhverjar ófyrir sjáanlegar tafir hafa orðið á för þeirra hjónakornanna með kú sína yfir fjörðinn, því að lengra voru þau ekki komin, er sól sveif á loft og þau urðu að steinum. Ekki fara sögur af mjólkurmagni tröllakýrinnar, meðan hún hafði þurrt land undir fótum, en hitt er víst, að dropadrjúg hefur hún reynzt, síðan hún settist að á Skaga- firði, þótt afurðir hennar kunni að vera annars eðlis en áður 4 fund fullhugans Hætturnar hafa löngum freistað þeirra, sem hugrakkir eru. Og þeir, sem þekkja Hjálm ar frá Kambi, vita, að hann hef ur alla tíð v.erið óvenjulegt karlmenni og eindæma ofur- hugi. Þegar í æsku var hann slíkur klettamaður, að honum reyndist leikur einn að fara það, sem öðrum sýndist ófært með öllu. Senr.ilega hefur hann þó aldrei lagt á tæpara vað en þegar hann ákvað að klífa Kerl inguna við Drangey. Þegar HJÁLMAR ÞORGILSSON myndin tekin fyrir skömmu. Hólmgangan — Já, það var víst bara tómt mont. Og Hjálmar vill ómögulega fara ofan af því, að það hafi verið montið eitt og ungæðis- háttur, sem kom honum til þess að leggja í þessa ofdirfskulegu för. — Reyndu menn ekki til þess að fá þig til þess að hætta við þetta uppátæki, þegar þeir vissu um ákvörðun þína? — Jú, o-jú, raunar vissu nú víst fáir mikið um þetta, fvrr en á hólminn kom. Eg held, að menn hafi ekki almennilega trúað því, að mér væri þetta alvara. En þegar mönnum varð ljóst, að hverju fór, þá held ég, að fáum hafi komið til hugar annað en ég mundi steindrepa mig. — En þú hefur ekki verið á þv? — Nei, datt það aldrei í hug- Eg var vanur klettamaður. Vissi ekki, hvað lofthræðsla var. Fram af Deildardal er fjall, sem Ófæruhyrna nernist. Hún þykir ekki árennileg. Þar er klettaskeið, sem ég veit ekki til, að neinir hafi farið nema faðir minn og ég. — Vissirðu til, að Kerlingin hafi verið klifin áður? — Jú, óneitanlega var það nú dálítið óþægilegt og raunar sú versta smíði, sem ég hef fengizt við um dagana, en það var þó engan veginn erfiðara en ég bjóst við. Nei, ég varð ekki fyrir neinum vonbrigðum með það. — Hvað er Kerlingin talin há? — Hún er álitin vera 80— 100 faðmar, líklega vita menn það ekki nák’ æmlega, en mér þykir sennilegt, að hún sé nær 100 föðmum. Og þvei'hnípt að kalla allt í sjó niður. — Hvað varstu lengi að fikra þig upp? — Eg man það nú ekki. Hef líklega ekkert hirt um að at- huga það. Hef ekki hugmynd um, hvað Jóhann Schram var lengi og líklega veit það eng- inn, svo að hér var ekki um það að ræða að setja nýtt hraða met. — Varstu ekki feginn, þegar upp kom? — Veit ekki hvort ég get beinlínis sagt það, en ég var náttúrulega anzi mikið upp með mér- Já, eiginlega rígmontinn, svo montinn, að ég gat ekki stillt mig um að fara að æfa þar íþróttir. — Já, einmitt. Mér. þykir nú minnsta ótta í þessari för, þá hefði taflið verið tapað. — Hvernig gekk svo niður? — Ja, það þykir nú kannske ekki trúlegt, en eiginlega fannst mér verra að klifra nið- ur og þó var ég þá auðvitað laus við stigasmíðina. En það var slæmt, að Karlinn var fall- inn. Hann er talinn'hafa verið talsvert hærri en frúin, eins óg vera ber, svo að liklega hefði ég heldur kosið að kljást við hann. En hann hrundi nú, að talið er, fyrir 300 árum, svo að hún er farin að reskjast þessi vísa: Kviðarhallið Kei’lingar kúrði í fjallið Haga. Eg sá Karlinn einnig bar í jarðfallið Málmeyjar. Þessi staka hefur sjálfsagt átt að vísa á ákveðin mið. — Hvernig var þér innan- brjósts, þegar þú komst aftur ofan í bátinn? — Jú, ég var glaður. Eg get ekki neitað því. Glaður yfir unnum sigri, þótt ég efaðist aldrei um, að ég mundi vinna hann, eða að minnsta kosti að mér mundi ekki hlekkjast veru- lega á. Auðvitað hefði ég átt að lofa guð fyrir hans hand- leiðslu. Og kannske hef ég gert það, svona með sjálfum mér. En þó er ég ekki viss um það. Það gleymist nú stundum, þeg- ar maður er á þessum aldri og telur sér alla vegi færa. Já, gleymist of oft. — Vildirðu ráðleggja nokkr- um að leika eftir þér þessa bjarggöngu? — Nei, engum, því að hættu laust er þetta nú ekki, segir Hjálmar hógværlega, en ég mundi kannske ekki heldur letja neinn, enda sæti það ekki á mér, engum sönsum tók ég. Tuttugu vertíðir viS Drangey — Varst þú ekki margar ver- tíðir við Drangey Hjálmar? — Jú, nokkuð, ég var 20 ve.r tíðir, lengst af sigmaður. Hafði alltaf góða og trausta menn á brúninni. Það ríður á miklu Undir þeim á sigmaðurinn líf- ið, þótt hann geti auðvitað týnt því í bjarginu, án þess að festar mönnum verði um kennt. Jn smávægileg mistök hjá einum manni geta Samt sem áður or- sakað dauða þess, sem í b.iarg- inu er. Eg hafði gaman af að síga og ég held að ég hafi aldrei komizt í verulegan lífs- háska við það. Eg tók við sig- inu af manni, sem hét Gnðni Frímannsson, annálaður dugn- aðar- og bjargmaður, svo að mér var nokkur vandi á hönd- um að standa mig ekki verr En hvort mér hefur tekizt að halda í horfinu, skal ég ekki um dæma. Á eftir mér kom, að mig minnir, Friðrik Jónsson frá Sauðárkróki og síðan Maron Sigurðsson og þeir bræður. Allt voru þetta mjög snjallir bjarg- menn. Já, Dranguy færði mörg um milda björg í bú í þá daga. Eg held, að það sé alveg óhætt að segja, að hún hafi stundum bjargað sumum heimilum frá hungri. Drangeyjarkveðlingar — Var ekki mikið ort við Drangey, Hjálmar? Kanntu ekki margar Drangeyjarvísur? — Ojú, oft var nú kastað fram kveðlingum, misjöfnum, eins og gengur. Eg kunni tölu- vert af þeim, en það er nú flest farið eins og annað. „Ellin ’iall ar öllum leik“. Eg á töluvert af þessu skrifað heima, en ég man fátt eitt af því, svona í augna- Framhald á 15 síðu. Tröllin með kúna Hjálmar gerði uppskátt um þá ætlun sína, mun flestum hafa sýnzt, að með því tiltæki væri hann að búa sér örugga ferð og fljóta beint inn í eilifðina. En annað kom á daginn og Hjálmar er enn hérna megin tjaldsins. Okkur Jóhanni Þorvaldssyni kom saman um, að gaman gæti verið að fá Hjálmar til þess að segja lesendum Einherja eitt- hvað frá þessu einstæða ferða- lagi sínu. Eg lagði því leið mína til hans í sjúkrahúsið á Sauð- árkróki, en þar er nú Hjálmar vistmaður í „öldungadeildinni“. Hallfríður hjúkrunarkona fylgdi mér til herbergis Hjálm- ars. Gamli maðurinn lá ai- klæddur aftur á bak í rúmi sínu, er við komum inn. Hann reis þegar á fætur, beinvaxinn, svipmikill og karlmannlegur, þrátt fyrir sína 9 áratugi, og tók þétt í hönd mína. Svone hafa gömlu víkingarnir litið út. hugsaði ég og sagði honum er indi mitt: Eg væri kominn til að fræðast um fangabr'ögð hans við tröllkonuna hjá Drangey. Hjálmar kímdi við og við geng um inn í setustofuna. Magnús Gíslason á Frostastöðum ræð- ir við Hjálmar Þorgilsson frá Kambi í Déildardal um Drangeyjarferðir og fleira frá fyrri árum — Já, um 1840, að mig minn- ir, gerði það maður að nafni Jóhann Schram. Hann var danskur í aðra ættina. Mér þótti hart til þess að vita, ef að heill íslendingur gæti ekki gert það, sem hálfur íslending- ur gat. — Hvaða útbúnað notaðirðu svo við uppgönguna? — Eg hafði með mér járn- fleina, við getum kallað það stóra na,gla. Bergið er fremur gljúpt og á því byggðist áæclun mín. Naglana rak ég svo inn í bergið ofan við mig, jafnóðum og ég prilaði upp og útbjó mér þannig eins konar stiga. — Var ekki erfitt að standa að slikum smíðum svo að segja í lausu lofti? sennilegt, að toppurinn á Kerl- ingunni sé sérstæðasti íþrótta- völlur á heimsbyggðinni. Hvaða íþróttir æfðirðu svo þarna uppi? — O.jþær voru nú ekki fjöl- breyttar, en ég stóð á haus. Og þá litu þeir nú undan, sem niðri biðu. Gíánahátturinn heí ur víst alveg gengið fram af þeim. Og það var von. Eg skil það núna, að svona uppátæki var hrein og bein storkun við forsjónina. En hún lét mig ekki gjalda þess, ónei, og hefur aldr- ei gert. Eg var algerlega ótta- laus. Ekki frekar lofthræduur en þó ég stæði á jafnsléttu, ann ars væri ég nú heldur ekki hér. Eg er handviss um, að ef ég hefði nokkurn tíma kennt hins v-- '• ' . .: , . /J*' ' ■ - ':. : Drangey og Kerling til hliSar. ! TÍMINN, þriðjudaginn 23. janúar 1962 9

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.