Tíminn - 11.02.1962, Qupperneq 14

Tíminn - 11.02.1962, Qupperneq 14
 CarS Shannoii: ORLAGA Ég átti bágt með ag trúa, mínum eigin eyrum. Loksins átti hvítur maður að fá að ganga upp á fjallið helga. Mér varð litið til Múmú, og| rak í rogastanz yfir óánægju' svipnum á andliti hennar. I Var ákvörðun höfðingjansj henni svona þvert um geð? i Dweh G’Pede beið eftir svari mínu, svo að ég mælti: — Sannarlega ert þú hinn mesti af höfðingjum Búzzí- manna. Ekki var mér um það gef- ið, að eyða heilum degi til ónýtis, en eins og á stóð var ekki um annað að gera en bíða. Höfðinginn lét mig hafa einn af kofum manna sinna til íbúðar, og Dói Gíó og Bor- bor fluttu hafurtask okkar þangað. Ég reyndi að láta fara eins vel um mig og ég gat það sem eftir var dags- ins. Ég veit ekki, hvernig á því stóð, að mér datt í hug að skrifa herra Harmon bréf. Það hljóðaði á þessa leið: Kæri herra Harmon! Ég sendi yður þetta bréf frá Salata. Á morgun er áformað að ég fari upp á G’Bolo fja.ll, ásamt höfðingj- anum Dweh G’Pede og stríðs mönnum hans. Set læknir sagði mér, að dauði Pollets hefði orsakazt af kúluskoti beirit í hjartað. Yður er vafa laust kunnugt um, að hlé- barðamenn taka ævinlega hjartað úr fórnardýrum sín- um. Ef undantekning hefur ekki verið gerg í þessu til- felli, hlýtur hjarta Follets að hafa verið fjarlægt, áður en lík hans kom á sjúkrahúsið, og kúlan tekin úr því á öðr-j um stað. Það þýðir hins veg-| ar, að ekki er fullvlst, að skot j ig hafi valdið banasári. Vinsamlegast leggið þessa | spurningu fyrir Set lækni. j Mér þætti mikils um vert, ef! ég gæti fengið útskýringu áj þessu og yfirleitt þvl, hvers vegna Set læknir hefur leynt hinu sanna. Ég vonast eftir að fá afdráttaplausar upplýs ingar um þessi mál, þegar ég kem til baka. Yðar Mikael Leigh. Því næst sendi ég Borbor af stað með bréfið. Hann þurfti ekki að vera nema klukkustund að merkjunum, og úr því hlaut hann fljót- lega að rekast á einhvern af bilum félagsins, sem hann gæti fengið far meg til aðal- skrifstofunnar. Honum átti að vera innan handar að ná til mín aftur, áður en rhyrkr ið skylli á. Ég vildi gjarnan hafa hann með mér, ef við gengjum á G’Bolo fjall á morgun. Mér datt í hug breyting sú, er orð ið hafði á framkomu Múmú, og ég skildi hana ekki, hrein skilnislega sagt. Dói Gió bjó til mat handa okkur. Meðan ég sat ag snæð ingi, tók að heyrast trumbu- sláttur úr þorpinu, ■ og nú vissi ég, að skógarsíminn var tekinn til starfa. Þetta hélt áfram i tíu til fimmtán mín- úur. Þá varð þögn og mér fannst sem allt þorpið héldi niðri í sér andanum af eftir- 12 væntingu, meðan beðið var svars. Loks kom svarið ofan úr fjallinu. Þannig töluðust trumburnar vig í meir en klukkustund. Ég lagðist fyrir og steinsofnaði. Þegar ég vaknaði. stóð Múmú í dyra- gættinni. — Þú sofa vel, herra Leigh, sagði hún. Ég teygði úr mér og renndi fingrunum gegnum hárið. — Ég heyrði ekki, þegar þú komst, Múmú, sagði ég. — Hvers vegna ertu á móti því, að ég gangi á hið heilaga fjall? — Þú lesa í svip minn, svar aði hún brosandi, en varð svo allt í einu alvarleg á ný. — Það vera þýðingarlaust. Þú ekki finna neitt, sem hjálpa þér. á fjallinu helga. — Hvaðan veiztu það? spurði ég. Mér fannst sem þessi hörundsdökka kona vissi eitthvað um dauða Fol- letts 7- eða að minnsta kosti eitthvað um stuldinn á líki hans. — Ég vita mikið um hvíta herra Follett. Hann ekki vera góður maður. Mér varð það fyrir, að grípa tækifærið, þótt ég vlssi vel, að það gæti kostað mig missi hins áhrifamesta vinar míns meðal innborinna manna, — Varstu fylgikona herra Folletts? spurði ég. Hún rétti úr sér og anzaðl virðulega: — Ég aldrei verið nokkurs manns fylgikona síð an------— Þess var engin þörf fyrir Múmú að Ijúka við setning- una. Hún vissi vel, að ég mundi þá tíð, er Reinó Forbes lét hana búa hjá sér á heimili sínu. Það var mikið talað um sambúð þeirra þá, og Reinó Forbes varð fyrir miklum óþægindum út af henni. En því virtist herra Harmon hafa steingleymt nú. — Hver var þag þá, sem var fylgikona herra Folletts, Múmú? Alltaf var það sama, gamla sagan. — Það vera hvíta frúin frá sjúkrahúsi. Vesalings Nella. Hún ætti bara að vita, hvílik glerhús það eru, sem hvítir menn I Afríku búa í. En kynferðis- lega séð hlaut Follett að hafa liðið sæmilega upp á síðkast ið. — í kvöld ég segja frá fleiru, bætti hún vig og að því loforði gefnu hvarf hún eins hljóðlega og hún hafði komið. Þegar leið að kvöldi, var því líkast sem loftið í Salata væri þrungið ósýnilegri spennu. Hermenn ættbálksins komu út úr kofum sínum í fullri stríðsmálningu. Þeir voru nærri naktir, en höfðu smurt sig hvítuiií1 ileírív frá hvirfli til ilja, og árhöfðinu báru þeir kýrhorn, skraut- fjaðrir og hlébarðaklær. Héldu fjórir þeirra vörð úti fyrir kofa höfðingjans, og aðrir fjórir höfðu varðstöðu hjá töfralækni þorpsins. Litl- ir negrastrákar reyndu að líkja eftir feðrum sínum með því að maka sig í leir og stinga fjöðrum í hárið. En smátelpur hjálpuðu mæðrum slnum og öðrum konum við að sækja þurrt eldsneyti til að auka bálin, Úti á stóru auðu svæði stóðu trumbuslagarar og gerðu fá- dæma háreysti með trumb- um sínum, en þær voru gerð ar úr holum trjástofnum og antilópuskinn þanið yfir. Ég hafði oft og mörgum sinnum horft á sýningar eins og þessa, en fékk mig aldrel fullþreyttan á þeim. Ég vissi, að lætin myndu aukast um allan helming eftir sólsetur, og ekki verða lát á þeim fyrr en um dagmál, eða þá er 'við legðum af stað upp á fjallið. Dói Gíó hafði komizt yfir kjúkling og var nú ag steikja hann I nýrri pálmaoliu, en ilmandi matarlyktina lagði inn um opnar kofadyrnar. Líka sá ég, að piltur hafði náð í fersk ananasaldin og fullþroskaða banana, sem ég átti að fá í aukarétt. Lífið var svo sem leikur. Ég sá, að eina flösku vantaði í viský- birgðir mínar, og vissi þegar, að hún hafði verið notuð sem gjaldeyrir fyrir hin góðu matföng. Mér varð það fyrir, að blanda saman sóda og viskýi og drekka eitt glas, — sem sóttvörn gegn mýrar- vöjrjii E<r yjs«í. að einhvern “ma vrg; ðc n ' «■-><'9 Dweh G’Pede eina viskýflösku, en mér fannst það of snemmt enn þá. Lét mér því nægja að drekka heillaskál höfðingj ans einn — i öðru glasi. Mér til mikillar furðu kom Borbor aftur nokkru fyrir sólarlag. Fékk hann mér inn siglað umslag og sagði mér því næst ferðasöguna i stuttu máli: — Mig fá vagn í tólftu deild. Mig fara rakleitt til herra Harmons. Mig fá honum bréfið. Ilann taka mig með sér til sjúkrahúss. Hann tala lengi við mikla hvíta lækni. Unga hvíta frúin tala við mig á meðan. Spyrja mikið um herra Leigh. Harmon koma til baka. Hann fá mér bréf til herra Leigh. Hann aka mér til önnur deild. Mig fljótur á leiðinni hingað. Fáorð, en fullkomin ferða- lýsing, hugsaði ég. Og Jana Set hafði slíkan áhuga fyrir mér, að hún spurði þjón minn sm'ör'.m”m úr. Ekki amalegt að vita fil þess. — Hvað sagðirðu ungu frúnni um húsbónda þinn? spurði ég. Borbor hló út að eyrum, þegar hann svaraði: — Mig segja ungu frúnni, að herra Leigh berja mig mikið, og að herra Leigh ekki borga mér kaup í marga mánuði. Ég rak hann út úr kofanum. Því næst opnaði ég bréfið og las: Kæri Leigh! Set féll allur ketill í eld og kannaðist vlð, að þag væri hann, sem hefði skotið Foll- ett, vegna þess að hann hefði gerzt nærgöngull við frú Set. Hann játaði einnig, að hafa farið rangt með, er hann kvað Follett hafa verið skot- inn í hjartað. Þér höfðuð á réttu að standa. Hjartað hafði verið tekið. Set fékk nokkra svertingja til ag taka likið og fleygja því í Mora fljótið, til þess að umdæmis- jwraj-í'* , Hún er komin heim! Okkur er þa'S sérstök ánægja aS tilkynna viSskiptavinum okkar, aS Sigrún Jónsdóttir er komin heim AS vísu fer hún utan aftur, en á meSan hún dvelst hér, gefst ykkur tækifæri til aS heyra hana og sjá í Glaumbæ og Nætur- klúbbnum — FYRSTU SIG- RÚNARKVÖLDIN: í DAG, SUNNUDAG, ÞRIÐJU- DAG, FIMMTUDAG — BorSpantanir: sími 22643 Glaumbær 14 TÍMINN, sunnudaginn 11. febrúar 1962

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.