Tíminn - 16.02.1962, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.02.1962, Blaðsíða 3
Efnahagsbanda- lag Evrópu verði stjórnmálalegt NTB—Baden-Baden, 15. feb. De Gaulle og Adenauer héldu með sér skyndifund í Baden-Baden í dag og urSu ásóttir um aS reyna eftir megni að flýta fyrir stjórn- málalegri einingu Evrópu. Ríkisleiðtogar Frakklands og Vestur-Þýzkalands ræddu, auk Kitonasamn- ingur gildur - en Tsjombe skammar USA NTB—Elisabethville og Leopoldville, 15 febrúar. Katangaþing samþykkti i dag með öllum greiddum at- kvæðum Kitonasamning Tsjombe Katangaforseta og Adoula, forsætisráðherra Kongó. Má þá segja, að and- staðan milli Kongó og Kat- angahéraðs sé að mestu horf- in. — Á þingfundinum veitt- ist Tsjombe harðlega að Bandarikjunum, sem hann sagði bera ábyrgðina á öng- þveitinu, sem var í Kongó. — } dag lýsti bandaríska utan-, ríkisráðuneytið yfir því, að heimsókn Tsjombe til Banda- ríkjanna væri ekki æskileg. Þjóðþing Katanga samþykkti samninginn um innlimunina í Kongó með öllum 42 atkvæðum viðstaddia þingmanna. 27 þing- menn voru fjarverandi. Þar með er Kitonasamningurinn, sem Sam- einuðu þjóðirnar og Bandaríkin uíinu ósleitilega að, orðinn að veruleika, í ræðunni, sem Tsjombe hélt á undan atkvæðagreiðslunni réðist hann harkalega að Bandaríkjun- um, sérstaklega auðvaldssinnum þar og utanríkisráðuneytinu. Hann sagði það vilja ná kverka- taki á Katanga til þess að útiloka Katanga-koparinn frá heimsmark- aðnum í þágu bandarísku auð- valdssinnanna. Hann skammaði einnig mið- stjórnina og herlið hennar. Tsjombe hefur verið boðið til Bandaríkjanna í marz af æskulýðs- samtökum, sem eru hlynnt aðskiln- aðarstefnu Katanga. í dag lýsti bandaríska utanríkisráðuneytið hins vegar yfir því, að heimsókn hans á þessum tima geti haft slæm áhrif á starfið við að endurreisa Kongó. Adoula forsætisráðherra er sagður á sömu skoðun. Sendiráðsfulltrúi myrtur Hernaðarsérfræðingur banda- ríska sendiráðsins í Leopoldville var myrtur í gærkvöldl heima hjá sér. Hann var skotinn af ófundn- um tilræðismanni gegnum glugga. Ekki er vitað, hver ástæðan er. sljórnmálalegrar einingar Evrópu, einnig sambúð Austurs og Vesturs, Berlínar- og Þýzkalandsmálin og loks afvopnunarmálin. Talið er, að Adenauer hafi haft ábyggjur af áætlunum de Gaulle um að skapa þriðja aflið í heims- málunum óháð NATO og búið eig- in kjarnorkuvopnum, því Aden- auer vill þvert á móti styrkja NATO og vináttuna við Bandarík- in sem allra mest. Hann er talinn hafa beðið de Gaulle um nánari upplýsingar um þessa áætlun, sem var talin dauð fyrir löngu, og ekki hafa látið í ljósi neina hrifningu á hinu los- aralega bandalagi sjálfstæðra ríkja óháð Bandaríkjunum og Sovétríkj- unum, sem áætlanir de Gaulle gerðu ráð fyrir. Á fundinum komu þeir sér sam- an um ályktun, þar sem segir, að Efnahagsbandalag Evrópu eigí í framtíðinni að verða að stjórn- málalegum einingarsamtökum Evrópu, og að flýta verði þeirri þróun eftir mætti, vegna hinnar miklu hættu, sem ógni hinum frjálsa heimi. ÞEGAR Parísarbúarnir átta, sem létust i átökum verka- manna og stúdenta viS örygg- Islögregluna á fimmtudaginn I síðustu viku, voru jarðsettir á mánudaginn var, votfuSu yf Ir 200,000 borgarbúar þeim hlúttekningu sína með nær- veru slnni. Hér á myndinni til hliðar sést yfir hluta mannfjöldans á leiSinni til kirkjugarSsins. Hlutleysisstefna Kekk onen NTB—Helsinki, 15. febrúar. Kekkonen stendur nú sem Hinn sterki maður finnskra stjórnmála og er fastlega reiknað með að næstu sex árin í Finnlandi verði meira mótuð af honum en nokkru sinni áður. í dag var hann formlega kjör- inn forseti landsins í annað sinn og með miklu meiri glæsibrag en í fyrra skiptið. Hann fékk nú tvo þriðju hluta atkvæða kjörmanr.- anna, en árið 1956 náði hann að- eins tveggja atkvæða meirihluta yfir Fagerholm. Foi'setakjörið í dag var aðeins formsatriði og kom engum á óvart. Það var löngu fyrirfram vitað, að Kekkonen mundi vinna yfirburða- sigur. Hann fékk 199 atkvæði af 300, en frambjóðandi kommúnista, Alito, fékk aðeins 63 atkvæði, og hinir mótframbjóðendurnir þrir enn minna. Meðalvegur í utanríkis- málum Kekkonen var boðinn fram af Bændaflokknum, sem vann mik- en inn sigur í kosningunum í janúar. Er sigur Bændaflokksins og Kekk onen talinn vera mikill sigur fyrir miðlunarstefnuna í utanríkismál- um og trygging fyrir, áframhaldi þeirrar stefnu, eins og bezt kom fra-m í ræðu þeirri, sem Kekkonen hélt í kvöld í tilefni kjörsins. Árið 1956 var Kekkonen kosinn forseti Finnlands 1 fyrra sinnið. Þá vann hann nauman sigur eftir mikið þóf. Eftir tvær spennandi kosningaumferðir náði hann í þriðju umferðinni 151 atkvæði á móti 149 atkvæðum frambjóðanda jafnaðarmanna, Karl August Fag- erholm. , Þá naut Kekkonen að lokum stuðnings kommúnista, en nú sigr aði hann alveg án atkvæðis þeirra. Bendir' það til þess, að hann verði í þetta sinn langtum styrkari og frjálsari í stefnu sinni. Ræða Kekkonen Kekkonen flutti í kvöld ræðu, þegar úrslit forsetakosninganna urðu kunn. Hann sagði, að kosning ar þessa árs í Finnlandi hefðu að- allega staðið um utanríkismálin, og að helzta verkefni sitt yrði að verja hagsmuni Finnlands í utan-[ rikismálunum. Utanríkisstefna okkar mun byggjast á friðar- og öiyggis- stefnu, sagði hann. Hlutleysis- stefna okkar er almennt viður- kennd erlendis. Það, sem við höf- um náð á því sviði, verðum við að varðveita. Sérstaklega er Finn- landi mikilsvert, að Sovétríkin skuli vera vinsamleg stefnu Finn- lands í þessum máluni. Hlutleysisstefnan hornsteinn Kekkonen sagði hlutleysisstefnu Finnlands vera orðna hornstein í friðarviðleitninni í Norður-Ev- íópu. Kekkonen varð mjög tíðrætt um sambúðina við nágranna sína Sovétríkin og sagði, að Finnar hefðu eftiir 20 ára erfiðleika í þeim efnum náð furðanlega góð- um árangri. Kekkonen talaði einnig um stöðu sín sjálfs sem forseta. Hann sagðist ekki vera forseti sem full- trúi Bændaflokksins, hcldur væri hann einnig forseti kommúnista, jafnaðarmanna, íhaldsmanna og annarra. Við erum allir Finnar, sgði Kekkonen. Finnar reynslunni ríkari Kekkonen kom í lok ræðu sinn- ar að fpmtíðarhorfum Finnlands i efnahágs- og menningarmálum. Hann sagði Finna hafa á þriðja tug aldarinnar lifað á barmi eld- gígs, en nú lifum við í meira ör- yggi, sagði hann. Við höfum geng- ið í gegnum harðan og erfiðan skóla, en nú lifum við í raunveru- (Framhald a 15 síðu i Prestum fjölgað? Kirkjumálaráðherra heíur eftir tillögu Kirkjuráðs ákveðið að láta undirbúa framkvæmd lagaákvæða um fjölda presta í Reykjavík. — Verður nú hafin athugun á lögboð- inni prestafjölgun í samræmi við fjölgun bæjarbúa undanfarin tíu ár, eða síðan prestum var fjölgað síðast í bænum. Hefur biskup fal- ið safnaðarráði Reykjavíkur að gera tillögur um þau skipulags- mál, er þetta varða. — (Fréttatil- kynning frá skrifstofu biskups). TÍMINN, föstudagur 16. febrúar 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.