Tíminn - 16.02.1962, Blaðsíða 12

Tíminn - 16.02.1962, Blaðsíða 12
i- ÍÞRDTTIR RITSTJORI HALLUR SIMONARSON Afmælisskíðamdt Í.S.Í. á sunnudag Skíðamót verður haldið í tilefni af fimmtíu ára afmæli íþróttasambands íslands, sunnudaginn 18/2 1962, við skíðaskálann í Hveradölum. Mótið verður sett kl. 2 e. h., af form ~nni S.í. Einari B. Páls- syni, sem flytur ræðu við þetta tækifæri, síðan hefst keppni og skráðir eru um 40 þátttakendur á mótið. Keppendur eru frá Akureyri, ísafirði, Ólafsfirði, Siglufirði svo og Reykjayíkurfélögunum fjórum, Ármanni, Í.R., K.R. og Víking. Keppt verður í svigi, um silfur- bikar, sem gefinn er í tilefni dags- ins. Bi'kar þessi er eignarbikar. Margir beztu skíðamenn landsins keppa á onóti þessu og verður tvímælalaust enjög hörð keppni. Mótstjóri er Stefán G. Björns- son, form. Skíðafélags Rvk. og með honum í mótstjórn eru: Guð- jón Valgeirss'on, Þórir Jónsson, Sigurjón Þórðarson, Guðmundur Magnússon og Ellen Sigihvatsson. Á meðan á mótinu sí.en-dur, hef- ur mótstjórnin skrifstofu í her- bergi nr. 6 í skíðaskálanmn. Það eru eindregin tilmæli mótstjórnar, að keppendur og starfsimenn móts- ins, mæti fyrir kl. 11, f.h. þar sem nafnakall er ákveðið við skíðaskál- ann kl. 11. Vonir standa til að eldri skíða- menn verði viðstaddir mót þetta. Eftir keppni verður sameiginleg kaffidrykkja í skíðaskálanum í boði Skíðaráðs Reykjavíkur og gestgjafa skíðaskálans, Óla J. Óla- sonar, þar mun einnig forseti Í.S.Í. Benediklt G. Waage, afhenda verð- laun. Mótstjórnin vonar að skíðafólk, eldra sem yngra, fjölmenni á mót þetta. Allar upplýsingar um ferðir eru gefnar hjiá B.S.R., svo og farmiða- sala. Firmakeppni í badminton Firmakeppni í badminton stend ur nú yfir og taka um 90 fyrir- tæki þátt í henni. Eins og áður er keppnin útsláiíiarkeppni og falla því úr þau firmu, sem tapa leik. En jafnframt er keppnin með forgjafarsniði, svo að úrslit leikj anna eru yfirleitt mjög tvísýn. Úrslit firmakeppninnar fara fram í húsi Vals n.k. laugardag, þann 17. þ. m. Keppa þá til úrslita þau 16 fyrirtæki, sem þá verða enn ósigruð. Keppt er um fagran silfurbikar, sem Leðurverzlun Magnúsar Víg- lundssonar gaf, og er það farand- gripur. En auk hans, hlýtur sú stofnun, sem sigrar í mótinu, áletr aðan silfurbikar til eignar, og einnig hlýtur það fyrirtæki, sem verður í 2. sæti, eignarbikar. Keppt er eingöngu í tvíliðaleik, og má búast við mjög harðri keppni og jöfnum leikjum í úrslit unum n.k. laugardag. Birgir Kjaran for- maður Olympíunefndar Á fundi sambandsráðs íþróttasambands íslands, þriðjud. 30. jan. 1962 var gengið frá skipan Ólympíu- nefndar íslands fyrir það Ól- ympíutímabil, er nú fer í hönd (Ólympíuleikana 1964, sumarolympíuleikarnir verða í Tókío í Japan, en vetrar- leikirnir í Innsbruck 1 Austur- ríki), og er hún þessi: Benedikt G. Waage, fulltrúi Al- þjóðaólympíunefndarinnar á ís- landi. Gunnar Vagnsson, tilnefndur af menntamálaráðherra. Birgir Kjaran, tilnefndur af sambandsráði ÍSÍ, og til vara Ólaf- ur Sveinsson. Gísli Halldórsson, tilnefndur af sambandsráði ÍSÍ, og til vara Lúð- vík Þorgeirsson. Bragi Kristjánsson, tilnefndur af fráfarandi Ólympíunefnd. Jens Guðbjörnsson, tilnefndur af fráfarandi Ólympíunefnd. Guðmundui Sigurjónsson, til- nefndur af Frjálsíþróttasambandi íslands, til vara Brynjólfur Ing- ólfsson. Einar B. Pálsson, tilnefndur af Skíðasambandi islands og til vara Gísli B. Kristjánsson. Ragnar Lárusson, tilnefndur af Knattspyrnusambandi íslands og til vara Sveinn Zöoga. Erlingur Pálsson, tilnefndur af Sundsambanöi islands og til vara Ragnar Vignir. Axel Einarsson, tilnefndur af Handknattleikssambandi islands og til vara Valgeir Ársælsson. Matthías Matthíasson, tilnefndur af Körfuknattleikssambandi is- lands og til vara Ásgeir Guð- mundsson. Iiermann Guðmundsson, til- nefndur af framkvæmdastjórn ISÍ og til vara Axel Jónsson. Guðjón Einarsson, tilnefndur af framkvæmdastj órn ÍSÍ og til vara Gunnlaugur J. Briem. Hannes Þ Sigurðsson, tilnefnd- ur af framkvæmdastjóm ÍSÍ og til vara Sveinn Björnsson. Hin nýskipaða Ólympíunefnd is- lands hélt fyrsta fund sinn laug- ard. 10. febr. s.l. og voru þar kjörnir í framkvæmdanefnd: Birgir Kjaran, formaður. Gísli Ifalldórsson, varaformaður. Jens Guðbjörnsson, gjaldkeri. Bragi Kristjánsson, ritari. Hermann Guð mundsson, fundairitari. Benedikt G. Waage er sjálfskip- aður í framkvæmdanefndina sem fulltrúi Alþjóðaólympíunefndar- innar á islandi. Góður hagur Skíða- félags Reykjavíkur Vörnin hjá KR opnaðist stundum illa í leiknum gegn Víking á mánu- dagskvcldið — eins og þessi mynd, sem Runólfur tók, sýnir vel. Björn Kristjánsson er með knöttlnn frír inn á iínu og enginn KR-ingur nálægt. Aðalfundur Skíðafélags Reykjavík-1 ur var haldinn 7. þ. m. í Skíðaskál anum í Hveradölum. Fundarstjóri j var forscti í. S. í., Benedikt G. j Waagc, en fundarritari Sveinn Ól- j afsson, forstjóri. Fáliðað var af hinum yngri skíðamönnum, en þeir, sem fundinn sátu voru allt gamalkunnir skíðamenn. Formaður félagsins skýrði rekst- ur þess á s.l. starfsári og lýsti um i Ieið hag þess, sem teljast verður góður. Brunabótaverð eigna félags ins er nú nær 2 milljónir króna, en skuldir rúmlega 100 þúsund. Var skýrsla formanns mjög ýtar- leg. Gjöld meðlima og styrktarfé- laga námu rúmlega 25 þúsund kr. Þakkar félagið sérstaklega hinn mikla stuðning styrktarmeðlim- anna. Félagið stóð fyrir 2 skíðamótum A afmælismóti ÍSÍ á þriðju dagskvöldið' var Guðmundur Gíslason heiðraður fyrir að setja 10 íslandsmet á síð- asta ári — en það er fjórða árið í röð, sem hann vinnur til afreksmerkis ÍSÍ. Guð- mundur er til hægri á mynd inni, Benedikt G. Waage í mi&junni, og stjórnar hann liúrrahrópum áhorfenda, og til vinstri er Einar Hjartar- son, dómari. s.l. vetur, þ.e. hinu fyrsta Miillers móti, sem fór fram í janúar og Riedeismótinu, sem fór fram í aprílbyrjun. Gjaldkeri lagði fram endurskoð- aða reikninga, sem samþykktir voru samhljóða. Mikið var rætt um það, með hvaða móti mætti vekja áhuga skíðamanna fyrir þessu brautryðj endafélagi, svo að þeir ótilkvaddir gerðust meðlimir og styrktu þann ig starfsemi þess, en föstum með- limum fer stöðugt fækkandi, þótt þeir séu enn að viðbættum ævifé- lögum og styrktarfélögum, hátt á fjórða hundrað. Verður það að teljast öfug þró un á sama tíma og vinsældir skíða skála þess fara stöðugt vaxandi. I samráði við veitingamanninn er svo ákveðið, að meðlimir hafa vissan forgang um gistingu og greiða enn fremur mun lægra fyr ir gistingu en utanfélagsmenn. Fyrir venjulegar helgar hafa meðlimir forgang, ef gisting er pöntuð fyrir hádegi á föstudegi. Fyrir páska ef pantað er 10 dög um fyrir skírdag og fyrir aðrar stórhátíðir ef pantað er með viku fyrirvara. Verðmunur á gistingu fyrir meðlimi og utanfélagsmenn er frá 5 til 10 krónur yfir nóttina. Formaður félagsins var endur- kjörinn Stefán G. Björnsson, fram kvæmdarstjóri. Sömuleiðis með- stjórnendur og endurskoðendur. Að loknum fundi. þágu fundar- menn veitingar i boði félagsins. Eins og vel á við var snjókoma og skafrenningur á meðan á fund- inum stóð og ofsaveður á leið i bæ inn, en af því hafði enginn áhyggj ur bæði fram farköst og veiting- við stýrið. Er mjög vel til fundið að halda aðalfundi Skíðafélagsins uppi Skíðaskála, en þar sem félagið býð ur bæði fram farskost og veíting- ar, mætti búast við að þeir væru betur sóttir. TIMINN, föstudagur 16. febrúar 1962. \ . . 12

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.