Tíminn - 16.02.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.02.1962, Blaðsíða 9
X Þann 1. febr. s.l. fór fram frá' Setbergskirkju á Snæfellsnesi jarðarför Kristínar Gísladóttur, fyrrum húsfreyju að Móabúð í Eyrarsveit, er lézt í sjúkrahúsi í Reykjavi'k, þann 25. jan. s.l. Kristín í Móabúð var fædd að Hópi, sem nú er eyðibýli í Kóngs- bakka-landi í Helgafeíllssveit, þann 7. júlí 1890, yngsta bam þeirra hjóna Jósefínu Jósefsdóttur og Gísla Jónssonar, er bjuggu þar sín fyrstu búskaparár, en síðar að Tröð í Eyrarsveit. Kristín Gísladóttir var komin af dugnaðar- og mannkostafólki, móöir hennar Jósefína var fíngerð kona, orðlögð fyrir snyrtimennsku og þrifnað, faðir Kristínar, Gísli Jónsson í Tröð, verður af þeim, er til hans þekktu, talinn með mestu sjógörpum, er sjó sóttu á opnum bátum við Breiðafjörð, svo sem greinilegt er af þáttum þeim, er Jens kennari Hermanns- son frá Flatey hefur safnað um breiðfirzka sjómenn, og út voru gefnir fyrir nokkrum árum. Gísli í Tröð sótti mikla björg í bú ,í greipar Ægis, háði hann marga hildi við úfinn sjó á óhrein- M I N N I N G: Kristín Gísladóttir, Móabúð um leiðum á innanverðum Breiða- firði. Kappið var mikið og oft á tvísýnu teflt. En úrræðið, kjark- urinn, hraðinn og lagið brást ekki og skilaði honum jafnan í höfn. Gísli í Tröð var auk þess að vera mikill sægarpur, svo sem á hefur verið drepið, sérstakur per- Sónuleiki, mikið tryggðatröll og hjálpsamur í bezta lagi. Kristín í Móabúð erfði í ríkum mæli mannkosti foreldra sinna, dugnað, vinnuþrek og tryggð. Verk- efni þau er hún fékk til úrlausn- ar voru mikil, og án atorku og dugnaðar, hefðu þau ekki verið leyst svo sem hún gerði. Kristín ólst upp með foreldr- um sínum og fluttist með þeim til Eyrarsveitar fimm ára gömul og átti þar heima til dauðadags. Hinn 10. júlí 1915 giftist hún eftirlifandi manni sínum Kristjáni Jónssyni í Móabúð. Kristján var áður kvæntur Guðríði alsystur Kristínar, en missti hana eftir nokkurra ára sambúð. ásamt eldri dóttur þeirra hjóna, úr taugaveiki.. Yngri dóttirin Kristín, sem þá var nýfædd., var tekin í fóstur af afa sínum og ömmu í Tröð. Krist- ín Gísladóttir tók við búforráðum í búi Kristjáns í Móabúð, þegar þessi veikindi steðjuðu að. leysti þá mikið þrekvirki af hendi í heimili hans. Þau giftust nokknim árum síðar og áttu samleið síðan. meðan lífið enti.st báðum. Þau hiónin Kristín og Kristján i Móa- oúð eignuðust 13 börn, af þei.m ió eit.t við fæðinsu. og elzti son- ur þeirra. Gísli 15 ára gamall Börn þeirra ólust öll upp heima hjá foreldrum sínum, nema Hall- grfmur, er að mestu var upp al- inn hjá föðurbróður sínum Hall- grími vélstjóra í Borgarholti í Reykjavík. Einn d.ótturson sinn ólu þau Kri-stín og Kristján upp. Þegar við nútímafólk, sem lifum á þeim /tímum, að fjölskylduþæt- ur þykja sjáífsagðar með fyrsta barni,. virðum við fyrir okkur ævi- starf þeirra hjónanna í Móabúð. sem ólu u.pp 12 börn án allra fiöl- skyidubóta eða annarra félags- Tegrar aðstoðar, þá verður okkim lióst. að tímar eru tvennir ,og að langt bil er á milli. Hitt er okkur einnig ljóst. að mikla atorku þurfti ti.l að skila svo miklu verki. og jafn vel og þeim Móabúða- hjónum hefur tekizt. Á þeim tím- um stunduðu Eyrsveitungar sjó á opnum bátum. Kristján í Móabúð var mikill sjósóknari og aflamaður, og var þrátt fyrir mikla ómegð, talinn sæmilega efnum búinn eftir því sem þá gerðist þar í sveit. Hann hafði fyrir þann tíma er ég man fyrst eftir, byggt allstórt timbur- hús, sem var með þeim fyrstu húsum af þeirri gerð, er þar voru byggð. Þessi húsakostur kom sér vel fyrir hið fjölmenna heimili, þvi að auk barnanna héldu háset- ar Kristjáns til á heimili hans, á meðan árabátaútgerðin varaði. Eftirsótt var þá að komast í skipsrúm hjá Kristjáni í Móabúð, sakir þess hvað aflasæll og far- sæll formaður hann var. Það er augljóst hversu verkefni húsfreyjunnar í Móabúð var mik- ið, að annast uppeldi barna sinna, og sjá um hið fjöilmenna heimili, auk þess þurfti hún að annast skepnuhirðingu að einhverju leyti, þegar gæftir voru góðar og fisk- veiðar miklar. En til viðbótar því, sem hér er getið um störf Kristínar, er þess að geta, að farskóli sveitarinnar var starfræktur í Móabúð, uim áraraðir. Réð það mestu, að húsakynni voru þar betri en viðast annars staðar á heimilum í sveit- inni, auk bess að erfitt var að láta börnin þar njóta kennslu á annan hátt. Skólanum fylgdu hins vegar mikil störf fyrir húsmóðurina. Kennarinn dvaldi á heimilinu með an á skólatíma stóð og jafnvel jafnvel eitthvað af börnunum Auk þess fengu skólaböm öll ein- hverja fyrirgreiðslu þar. Mér hef- ur oft orðið um það hugsað frá minni skólagöngu þangað, hve undravert það var. að störf skól- ans 9kyldu ekki truflast af ung- barnahópnum svo fjölmennum. Og aldrei skyldi skorta neitt af því, er heimilið átti að sjá um, hvorki í ræstingu né öðru. Þessir hlutir gerðust ekki af sjálfu sér, húshjálp var sjaldgæf þar. og þæg indi ern nú orðin algenv. en þeim var ekki til að dreifa i Móabúð. þvi að meira að segja varð vatns- burðilr um verulega vegalengd eitt af störfum þei.m er húsfreyj an varð að annast. er karlmenn voru á sjó. Vinnudagur Kristínar í Móabúð (Framh á 13. síðu.) LÁRUSJÓNSSON: Kveðja til Handbókar bænda Sú hefur verið árátta mín, allt síðan ég fyrst hélt utan til náms, dag hvern, að snúa heim fullur eft irvæntingar og leita eftir blöðum og öðrum pósti að heiman. Þetta hefur ekki breytzt þótt árin hafi liðið. Dag nokkurn fyrir skömmu fann ég í bréfarifunni eintak af Handbók bænda 1962. Eftir að hafa lesið hana hlýt ég að segja eins og Örn Arnarson: „Ekki má það minna vera / en maður þakki fyrir sig." Undir fyrirsögninni Til lesenda, ræðir iitstjórinn um lélegar undir tektir undir tilmæli um umsögn um hinn fyrri árgang undir hans stjórn. Nokkuð er þar um of djúpt tekið í árinni. Landskunnur bóndi gerði sér ómakið á síðastl. sumri, að leita fundar ritstjórans, en náði ekki. Bað undirritaðan að koma því til ritstjórans, að ekki skyldu niðurfelldar úr bókinni greinar um búfjársjúkdóma. Eg kom boð- unum, en hvar eru greinarnar um sjúkdómana? Myndirnai hennar Hönnu eru mikil búbót, bókarprýði. Nokkuð eru áminningarklausurnar hroð- virknislega gerðar á stundum. Borið saman við eldri árganga er mörg nýbreytni í þessari bók. Er það skaðlaust. Niðurroðun efnis er ruglings legri en góðu hófi gegnir. Höfunda og heimilda er ekki getið sem skyldi. Þetta er ákaflega mikill fegurðargallí á slíkri bók. Ef kenna á ritstjóranum um allt, sem höfundarlaust er, því þá ekki að setja nafn á hlutina? Oftast er það ekkert að skammast sín fyrir. Allt of oft er örðugt að átta sig á hvar höfundur hættir að vera höfundur. Nýr kafli er „Þeir skara fram úr“. Þetta er lofsverð tilraun, en ekki vanda- eða vandræðalaus. Kaflinn sýnir ljóslega þann mun, sem er á skipulagi fjáiTæktarfé- laga og nautgriparæktarfélaga, þann, að menn geta skráð aðeins lítið brot af fjárstofni sínum í fé- lagið. og haldið skýrslu aðeins yf- ir beztu ærnar. Tíl þess að minni forvitni hefði verið fullnægt, hefði til samanburðar þurft að greina frá fjölda og frjósemi allrar hjarð arinnar og svo vel sem unnt er frá meðalfallþunga. Fjárhúsii; hans Þóris eru falleg á mynd, en víst þyrfti að gera ráð fyrir vélvæðingr við fóðrun í hús- um með 33ja kinda görðum, ann- ars verður gjarnan heyburðurinn óhóflega langur. Kaflinn „Úr erlendum landbún- aðarritum" er ein þessara ágætu hugmynda, sem ekki tekst nógu vel að vinna úr. Þar er hvergi get- ið heimilda, og um efnisval má jafnan deila. Nokkuð er öfugt varðandi kartöflur og köfnunar- efni, að þar er engin ábending um magn af þeim áburði, sem mest er notaður á íslandi. ammoniumnitr- ati. Mjög nefur Björn Sigurbjörns- son skrifað ágæta grein um koni- rækt. Hún er ,sem kunnugt er, mjög tímabær. og mega bændur lesa hana með athygli. Ekki er ég þó viss um að hentugt sé að rækta korn á mýrarjörð, hún er til muna kaldarl en steinefnajarðveg ur. Einnig hefði ég viljað að getið væri uppruna þeirra afbrigða, sem mælt er með. Slikir kaflar sem „Kartöflur", „Jurtalyf“ og fl. eiga ekki undir nokkrum kringumstæðum að vera höfundarlausir. Um greinar búfjárræktarmanna ætla ég mér ekki að rita, en víst er lofsvert að þarna skuli vera grein um fóðursöltin. Tvímæla- laust er hún orð i tíma töluð. Ánægjuleg nýbreytni er greinin um selinn. Mættu fleiri slikar I fylgja, Hví ekki að fórna nokkrum 'stundum árlega til þess að segja rfrá búnaðarháttum, sem eru stað bundnir, eða að hverfa? Ekki veit ég hver auglýsir hlunn indi frá Reykhólum, en nokkuð !eru sum þeirra fornfáleg. Um stangarveiðitæki og veiði- hunda er ég ekki dómbær, en efn ið er hagnýtt. Ekki syrgi ég þann „vandræðaskap, sem leitt hefur til þess, að nú er meirihluta þjóðar- innar bannað að hafa hunda á heimilum sínum.“ Það er fágætt, að „vandræðaskapur leiði til þrifn aðar. Eg hef auk heldur ofnæmi fyrir hundum, þar sem þeir blaut ir og skítugir þvælast fyrir manni í almenningsvögnum eða á götum stórborga. En það eiu kjölturakk ar selskapssjúkra piparkerlinga, en ekki fjárhundar hjarðbænda. Mjög er hlutur húsmóðurinnar betri nú en áður, þó ekki um of. Sverrir í Hvammi ritar um skatta framtölin, enda fáir reyndari í þeim efnum. Mættu bændur gjarn an bera gæfu til þess að hlíta ráð- um hans í meiiu en gert er. Það er mikið i húfi að gjaldaliðir bús- ins séu rétt taldir og hvergi van. Þeim, sem undir núverandi á- standi finnst litlu skipta upp á verðlagningu, hvort framtölin séu rétt eða ekki, vil ég benda á, að hvorki eru lagabókstafir eða hag stofustjórar eilíf eða óumbreytan- leg fyrirbæri.. Eg hirði ekki um að fjöiyrða um fleiri greinar bókarinnar. Fjöldi styttri klausa er í henni, allar vel meintar og margar gagn- legar. Einn þáttur bókarinnar gladdi mig meira en aðrir. Þáttur héraðs- ráðunautanna. Á barnsaldri gerðist ég kúasmali nágrannabónda. Af ókunnugleik rak ég eitt sinn kýrnar út í foræði. Ein kýrin sökk dýpra er. kjarkur minn þoldi. Eftir að hafa velt vör.g um, lagt kollhúfur og litið í krir.g um sig stundarkorn, brölti kýrin þó upp úr pyttinum. Öðru sinr.i, þá var ég vaxinn úr grasi, átti ég hlut að þvi að bjarga kú úr öðru feni. Þar var holt undir bakka og kýrin ósjálfbjarga. Þar vorum við þrír, og höfðum kaðal og blökk sem við festum í girðingarstaur. Nú vil ég ekki líkja ísler.zkri bændastétt við belju í feni, en víst er hún í feni of smárra og arð- rýira búa og rangláts verðlags. Og þá getur verið gott að huga að að- ferð kýrinnai. Athuga aðstæður í ró, flana ekki að neinu, en þegar bezta leiðin er fundin, þá krækja hlökkinni i sterkasta staurinn og bregða þar i traustasta reipinu. Var það misskilningur minn að reipið, sem ráðunautarnir hefðu (Framh a 13 síðu Stofnar Nato háskóla? Æskuiýðsfulltrúi NATO, hr. Yavuz Karaözbek, kom hingað til lands fyrir síðustu helgi og sat hér ráðstefnu Varðbergs, sem haidin var í Reykjavík um helgina. Við hittum hann að máli og spurðum hann nokkurra spurn- inga um hann og starf hans hjá NATO. Hr. Karaözbek er ungur að árum, um eða innan við þrítugt, fyrrverandi full- trúi i upplýsingaráðuneyti Tyrklands. — Hvt lengi hafið þér starf- að hjá NATO, hr. Karaözbek? — Ég hóf þar starf fyrir einu ári. og tók þá við því t starfi, sem ég nú gegni, þ. e. sem æskulýðsfulltrúi. (Youth officer). — í hverju er þetta starf fólgið? — Það er fyrst og fremst að aðstoöa félög ungra áhuga- manna i NATO ríkjunum við að ná sambandi sín i milli, veita þeim upplýsingar, ef ósk- að er, svo og aðstoða þau við að koma á ráðstefnum Haldn- ar hafa verið ráðstefnur með þátttöku frá mörgum löndum. fyrir hás:kólamenn, æskulýðs- leiðtoga og leiðtoga í verka- lýðsmálum, og fyrirhugað er að efna til ráðstefnu í Noregi fyrir unga bændur í náinni framtíð Þá má nefna kynnis- ferðir. sem þannig er fyiir komið. að hópar ungra manna koma frá einhverju NATO-ríkj- anna til aðalstöðvanna i París, og kynnast starfinu þar, en fara síðan tii annarra landa i kynnisferðir. — Hvað er að segja um starf- semi eins og Varðbergs í öðr- um NATO ríkjum? — Slík félög hafa verið stofn- uð í öllum NATO ríkjunum nema Tyrklandi, Noregi og Luxemburg, og starfa þau á svipaðar. hátt og hér er geit. —■ Hvað er að segja um heildarsamtök þessara félaga? — Fyrsta þing þeirra var haldið 1958 og hið næsta 1960 í Wasliington, en ekki hefur verið ákveðið enn í hvaða formi þessi heildarsamtök yngri manna félaganna verða, en sennilega verður það ákveðið á þriðja þinginu, sem fram fer í Þýzkalandi á þessu ári. A þing- um þessum er rætt um efna- hagsleg og stjórnmálaleg mái- efni, svo og önnur þau mál, sem eru ofarlega á baugi hverju sinni. — Heyrzt hefur að NATO hafi í hyggju að stofna háskóla, hvað er um það að segja? —- Jú, það er rétt, en ekkert hefur verið ákveðið um hvar hann verði stofnaður, helzt eru nefnd Danmörk og ítalía í þvi sambandi. — Að lokum, hvað viljið þér segja mér um álit yðar á starf- semi Varðbergs? — Ég tel, að féíagið hafi miklu hlutverki að gegna, og það hefur slarfað mjög vel þennan stutta tlœa siðan þa? var stofnað. Ráðstcfnan sem það hefut fyrirhugað að lialdú hér í sumar mun eJlaust auka mjög þekkingu manna erlcadis á málofnum íslendingn. \ / TÍMINN, föstudagur 16. febrúar 1962. 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.