Tíminn - 16.02.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.02.1962, Blaðsíða 8
Munið eftir síldinni u.m í eldfast mót, strá braug Súrsæt síld. mylsnu yfir og setja á þaö 4 útvötnuð síldarflök, 1 stór bita af smjörlíki, eða: laukur, 10 piparkorn, 1 lár 2. Raða síld, lauk og kartöfl- viðarlauf. Sildin er mikil kostafæða og því sjálfsagt að nota hana sem oftast. Svíar þykja miklir snill ingar að matreiða síld og það- an eru þessar uppskriftir. Sé saltsíld keypt flökuð, er nóg að útvatna hana yfir nótt, heila síld skal útvatna sólar- hring. Útvatnaða síld er ágætt að steiikja og það má gera í ofni. Einnig má sjóða hana þannig, að hellt er sjóðandi vatni yfir sfldarflökin í mót, sem setja má yfir kartöflupott- inn meðan kartöflurnar sjóða, mnmSSmm Hér er gott ráð um endur- bætur á dragtarjakka, sem orð inn er of þröngur. Fjórir stór- ir hnappar eru festir á barm- ama og lykkjur búnar til úr böndum til að hneppa með. Barmarnir aðeins látnir mæt- ast. því að sfldin þarf raunar ekki annað em hi.tna í gegn. Síðan skal hella vatninu af flökun- um, og er gott að bera þau fram með söxuðum, harðsoðn- um eggjum, kartöflum og bræddu smjöri. Þegar útbúa á súrsæta síld, þá verður lögurinn að vera all- sterkur áður en honum er hellt yfir síldamar, því að það dreg- ur úr bragði hans, þegar það blandast sfldarfeitinmi. Smáréttir úr sfld. 2 sfldarflök, bvort sem ' vill kryddsíld, saltsíld eða súrsæt sfld, 1% dl. þreyttur rjómi, Vz teks. edik, 2 harðsoðin egg. smátt saxaður graslaukur, 4 stór salatblöð. Síldin skorin í smábita. Auð- veldara er að sbera kalda síld en sfld, sem legið hefur frammi. Rjóminn kryddaður með edikinu, síldar- og eggja- bitunuim blandað í, réttinum raðað á salatblöðin og skreytt með dálitlu af saxaða egginu og graslauknuim. Berist fram vel kælt með rúgbuauði og smjöri Síld með tvenns konar sósu. 4 saltsfldarflök. Sósa nr. 1. 1%—2 dl. þeyti- rjiómi, eða súr rjómi, 1 laukur. 1 epli, pipar. Ferski rjóminn er þeyttur, en ekki sá súri. Laukur og epli saxað mjög smátt og blandað í rjómann, kryddað með pi.par Sósa nr. 2. 1 mat.sk. sinnep, 2 tesk. sykur, 1% teks, edik. hjjÍj ^ ^ ^ ★ 3—4 matsk. cnatarolía, 1 dl. nýr eða súr rjómi. Sykur og sinnep hrært sam- an og olía út í, síðan edik og rjómi. Annarri hvorri sósunni er dreift yfir síldarflökin. Skreytt með söxuðum, harð- soðnum eggjurn, rauðrófum eða graslauk. Kartöflur bornar með. um í lög í mót, strá yfir brauðmylsnu og smjörlíkis- bitum og hella á það rjóma. Bakist í meðaliheitum ofni ca. 45 mínútur. Ofnsteikt sfld með lauk. 3 saltsíldar, 2 rauðlaukar eða dill, brauðmylsna, smjörlíki. IV2 dl. rjómi. Síldarnar flakaðar, útvatnað- Beinhreinsuð sfldarflök Sfldargratín. 4 síldarflök, 2 laukar, 8 með- alstórar kartöflur, 2—3 matsk smjörlíki, 2 matsk. brauð- •| mylsna (1 dl. rjómi, ef vill). Útvötnuð síldarflökin skorin í 1 crri. breiða bita, láulcurinn sneiddur og brúnaður létt, kart öflurnar afhýddar. Síðan má annaðhvort: 1. Raða síld, lauk og kartöfl- ar og roðflettar. Ytra borðið þakið brauðmylsnu, tvö og tvö flök lögð saman, en söxuðum lauk eða dill stráð á milli þeirra. Lagt í smurt, eldfast mót og bakað í 15 mínútur. Rjómanum hellt yfir síldina og látið aftur 5 mín í ofninn. Ber- ist fram með bökuðum kartöfl- um. Meðalstórar kartöflur bak- ast á 35 mínútum. Kryddlögur: 3V2 matsk. edik 1 dl. vatn, 5 matsk. sykur. Sfldin skorin í bita og lögð í glas og laukhringar á milli laga, ásamt kryddinu. Lögur- inn soðinn og kældur og hellt yfir síldina. Ekki er gott að borða síldina fyrr en hún hefur legið sólarhring í kryddinu. Sé hún geymd á köldum stað má geyma hana i meira en viku Kalt kartöflusalat. V2 kg. soðnar kartöflur, 1 dl. þeyttur rjómi, IV2—2 dl. majones, steinselja, dill og graslaukur (eða smásaxaður gulur laukur), kapers, sinnep. harðsoðið, saxað egg og sax aðar rauðrófur. Rjóma og majoness blandað saman og kryddað eftir smekk. Kartöflurnar sneiddar og bland að í sósuna. Látið á fat og skreytt með röndum af söxuðu eggi, steinselju og rauðrófum Varizt að láta rauðrófurnar á fyrr en rétt um leið og fatið er borið inn, því að liturinn rennur út í salatið. Þetta fer vel með heitum eða köldum kjötréttum, t.d. er mjög gott að bera fram þunnar sneiðar af fleiri en einni kjöt- tegund með svona salati. Bóndaeggjakaka. 2 hráar kartöflur afhýddar og sneiddar þunnt, og nokkrar sneiðar af lauk, steikt saman í allvænum bita af smjöri. Dá- litlu af kjötafgöngum, sem saxaðir hafa verið, blandað út í, þegar laukur og kartöflur hafa brúnazt. Tvö egg hrærð með 3 matsk af vatni, kryddað með salti og pipar og eggjahærunni hellt yfir það, sem fyrir er á pönnunni. Hrært í nokkrum sinnum með gaffli. Þegar eggja hræran er stirðnuð, er eggja- kakan tilbúin. Svona húfu geta handlagnar stúlkur Saumað sjálfar. Kollur- inn er úr skinni eða löðnu efni, en neðri'hlutinn er úr mislitum klút, sem hnýttur er í slaufu að framan. Samlitur hálsklútur er skemmtilegur með. (í blaði sænskra samvinnu- mann skrifar Hermann Stolpe grein undir þessari fyrirsögn. Hér er útdráttur úr greininni). Fjölmennasta stétt landsins eru húsfreyjurnar, sem ein- göngu sinna heimflum sínum. Nú er það liðin tíð, að starf húsfreyjunnar sé ekki talið starf, heldur — eins og sagt var t.d. um hjúkrunarkonur — köllun, og var þá fyrst og fremst átt við það, að þessar konur ættu ekki að hyggja til launa fyrir störf sin. Þær áttu þvert á móti að vera eilíflega þakklátar fyrir að fá að vinna sínum nánuslu og öðrum með- bræðrum gagn. Þrátt fyrir þetta hefur ætíð verið Ijóst, að verikefni kvenna, sem í heimilunum vinna, eru meðal hinna veigamestu í þjóð- félaginu, jafnvel á meðan þau ekki töldust til „starfa“. Það fer fyrst og fremst eftir því hvernig húsfreyjan rækir starf sitt, hvert verður það um- hverfi, er skapar einstakling- inn og vellíðan hans. Það fer eftir heimilinu. Þar er verk- svið húsfreyjunnar, það er hún, sem ber ábyrgð á fóstrun barnanna, og hún ber ábyrgð á vörukaupum og framleiðslu á eigin varningi. Það er verulegur hluti þjóð- arteknanna, sem fer um hend- Fjárhagslegt sjálf- stæði húsmæðra ur húsmóðurinnar, þrátt fyrix það ,að hún hefur ekki yfir neinu húsmóðurkaupi að ráða. Fyrrurn var altitt, að húsmæð- ur yrðu að láta sér nægja að fá fé til heimilishalds og smá- eyðslu eftir hendinni, eða eftir því, sem heimilisföðurnum þóknaðist að skammta henni af tekjum sínum. Oft hafði hún enga yfirsýn yfir heildarfjár- hag heimilisins. Heimilisbók- hald var oft ekki annað en út- gjaldareikningur húsfreyjunn- ar, hvergi var á bók festur hlut ur heimilisföður, hvorki tekjur né gjöld. Vonandi er slíkt fyririkomu- lag úr sögunni. Húsfreyjan er jafnrétthár aðili innan heim- flis og heimilisfaðirinn og á að sj'álfsögðu að þekkja allan fjárhaginn og ákvarðanir um ráðstöfun fjárins ei£a þau að taka í sameiningu. Ákveði þau að vissu fé skuli varið til heim ilisútgjalda, á það auðvitað að vera ákveðin upphæð, sem greidd er á vissum tímum (t.d viku- eða mánaðarlega), en ekki nokkrir tíkallar annan hvem dag. Aukin velmegun og sú venja að húsmæður fái reglulega fasta upphæð til heimflisút- gjalda, hefur veitt konunum meira fjárhagslegt sjálfstæði. Þar við bætist, að æ fleiri gift- ar konur hafa launaða vinnu. auk heimilisstarfa. Það styrkir sjálfsvitund þeirra og veldur því, að þær beygja sig ekki lengur fyrir eirihliða fjármála- ráðstöfunum eiginmannsins. Annað tákn vaxandi sjálf- stæðis húsmæðra er aukin þátttaka þeirra í samvinnufé lögunum. Nú er það ekki leng- ur siður hér, að karlmennirnir séu einir meðlimir kaupfélag anna, heldur eru eiginkonurn ar það líka og sums staðar eru húsfreyjurnar I meirihluta. Þar sem innkaup til heimilis hafa svo lengi hvílt á húsmæðrun um, sýnist eðlilegt að þær sjálf ar séu félagsbundnar í kaup félögunum. Aukið fjárhagslegt sjálfstæði hefur lagt húsfreyjunum á herðar aukna ábyrgð, t.d. um það, hvernig spara megi fyrir fjölskylduna. Miklar líkur eru tfl þess, að sparnaður sá, sem húsfreyjurnar sjá um, myndi verulegan þátt í sparifjársöfn un. Um þetta hefur nýlega ver- ið rituð grein í „Svensk tids- skrift“. Þar er bent á, að þeg ar fullnægt sé eftirspurn eftir munum til heimila, svo sem sjónvarpstækjum og bílum, þá verði að taka við vaxandi sparifjársöfnun húsmæðra Bankar og sparisjóðir eigi mikið verkefni fyrir höndum í þvi, að bjóða húsmæðrum slík kj'ör, að þær laðist til að safna sparifé. Þessu hafa samvinnu- félögin þegar svarað með þvi. að taka á vexti arðinn af við skiptunum við kaupfélögin. Húsmæðurnar ættu að styrkja efnahagslegt sjálfstæði sitt með því að hagnýta alla möguleika til söfnunar eigin sparifjár. Þá bæta þær um leið hag heimilisins og þjóð félagsins. J 8 Vs V' -i VVV) Í1 !? !' 1 HiiV \.\ > (-1 > t f * TIMIN N, föstudagur 16. febrúar 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.