Tíminn - 16.02.1962, Blaðsíða 13

Tíminn - 16.02.1962, Blaðsíða 13
I för, gat hann staulazt um á hækj- . um, það var mikil framför, og mikil gleði, að geta þó hreyft sig ofurlítið án þess að vera bundinn j við stólinn. Svíþjóðarförin var stórt ævintýr. JNýjar vonir vöknuðu. Nýr bíll var keyptur — og byrjað að læra á hann. — Og veturinn kom, með skólavis-t í Bifröst í Borgarfirði. Þar lifði hann síðast liðinn vetur í fyrsta sinni með mörgu, ungu, glöðu og heilbrigðu æskufólki. Það voru dásamlegir dagar fyrir hann, sem þekkti andstæður þessa alls svo miklu betur. Ég veit, að foreldrar Unnsteins- eru þakklát fyrir þann sólskins- blett, sem dvölin í Bifröst var hon- um. En stærsta og mesta þökk KVEÐJUÖRÐ SVERRE A. TYNES byggingameistari Minningarorð: Unnsteinn Guðjónsson í dag er borinn til grafar frá Akraneskirkju ungur maður, Unn- steinn Guðjónsson frá Syðstu- Fossum í Andakíl í Borgarfjarðar- sýslu. Hann vai fæddur 28. janúar 1941, að Eystra-Súlunesi í Mela- sveit. Foreldrar hans voru þau hjónin Ólöf Runólfsdóttir og Guð- jón B. Gislason. Unnsteinn var því nýlega orðinn 21 árs — er ævi hans var öll. En að baki þessum æviárum er þó löng hetjusaga, — ógleymanleg öllum sem til þekktu; barátta hans og foreldra hans, frá fyrsta degi til hinztu stundar Allt skyldi gert sem hægt' var til hjálp- ar þessu sjúka barni, — en Unn- steinn var fæddur lamaður. Fyrstu árin var hann heima á Syðstu-Fossum, hjá elskuðum for- eldrum og þrem systrum, sem öll gerðu sitt til að gera honum lífið sem léttast. Og sjálfur var hann alltaf glaður og ánægður — þó að hann yrði að sitja í hjólastólnum sínum, þegar systur hans hlupu um og léku sér. Unnsteinn var vel gefinn og gæddur einstakri ró- semi, sem aldrei yfirgaf hann. Það var sú líkn með þraut, — sem guð oft gefur. Um 10 ára aldur gekk Unn- steinn svo undir skurðaðgerð hjá Hauki Kristjánssyni — á sjúkra- húsi Akraness.. Það var fyrsta til- raun til að fá mátt í hina lömuðu fætur. En batinn lét á sér standa. Svo var næsti áfangi — á sjúkra- deild Elliheimilisins Grundar' í Reykjavík, þar sem hann var í nokkur ár, við æfingar fyrir lam- aða, og nám. Og svo 1960 fór Unnsteinn til Svíþjóðar. Þar var hann um bálfs árs skeið í Borás undir handar- ,iar ri doktors Stefáns Haraldssonar, sem þar er yfirlæknir á stóru sjúkrahúsi. Gekk hann þar undir niargar stórar skurðaðgerðir, — og áiangurinn varð sá, að þcgar Unnsteinn kom heim úr þessari vildu þau efalaust færa Guðlaugu Einarsdóttur skólastjórafrú, sem hjálpaði honum þar, eins og bezta móðir. Svo kom sumarið, „grænt og hlýtt“, eins og aðeins borgfirzkt sumar getur verið. En skýin tóku á ný að hranna sig um himininn. Og þegar skólafélagarnir frá Bif- röst tóku að streyma til skóla síns að nýju, var mörgum Ijóst, að skólaganga Unnsteins, í tvennum •skilningi, mundi þegar á enda. Sú varð og raunin. Hann andaðist að sjúkrahúsi Akraness, 9. þ. m. Þetta er í stórum dráttum ytra borð ævisögu þessa unga manns. — En hin innri reynsla hans og foreldranna — öll sárin, vonbrigð- in og tárin, voru aldrei „borin á torg“. Þeim var leynt undir hlýju brosi. — Og stundum var líka hægt að gleðjast. En hinn mikli bókhaldari, að baki allra örlaga, mun geyma það allt, og gefa þreytta, þjáða jarðar- barninu háa einkunn. „Við erum ekki sköpuð til að skilja“, segir skáldið. En þó höld- um við áfram endalaust að spyrja, eins og lítil böm, „hvers vegna — hvers vegna?“ Vonandi gefur eilífðin okkur svarið. Að endingu vil ég samgleðjast Unnsteini, að vera nú laus úr viðj- um síns veika líkama. Og áreiðan- lega hafa u.mskiptin orðið honum sælurík. „Hjá guði þar er engin, engin nótt, en oft er hér svo skammt á milli élja“. Og við syrgjandi foreldra hans vildi ég segja þetta: Minnist hugg- unarríkra orðá Einars Benedikts- sonar: „bölið sem aldrei fékk uppreisn á jörð var auðlegð á vöxtum í guðanna ríki“. Ég trúi því. ' V G.Á. Aðaifund ur Matsveinafélags S.S.Í. verður haldinn mánudaginn 19. febr. kl. 20.30 í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu (efstu hæð). Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. Stjórnin. 3 herbergja íbúð Vantar þriggja herbergja ibúð sem fyrst. Helzt á hitaveitustæðinu. Upplýsingar í síma 13270 frá kl. 9—17. í dag er kvadur hinztu kveðju, frá Fossvogskapellu, Sverre A. Tynes, byggingameistari. Hann andaðist í Landsspítalan- um 9. þ. m. eftir erfiða sjúkdóms- legu. Nú þegar leiðir skiljast, langar mi.g að minnast þessa hugljúfa mannkostamanns og þakka honum fj'ölmargar ánægjustundir frá liðn um árum, og þá ekki sízt það starf, er hann innti af hendi í þágu siglfirzkrar æsku, sem skáta- foringi í Siglufirði í rúman áratug. Sverre A. Tynes var fæddur 10. apill 1906 í Dröbak við Oslófjörð. Foreldrar hans voru hjónin Frid- rikke og Andreas Tynes. Faðir hans var liðsíoringi í norska hern- um. Nokkru eftir fæðingu Sverre, fluttist fjölskylda hans til Bergen og gekk Sverie þar í skóla og lauk prófi í húsasmíðum frá Bergens Fagskole. Kynni okkar Sverre Tynes hóf- ust nokkru eftir að hann kom til Siglufjarðar árið 1926. Ekki veit ég, hvort það hefur verið ætlun hans að setjast að á íslandi, er hann kvaddi ættingja sína í Nor- egi áðurnefnt ár og hólt til ís- lands, en eitt er víst, að svo varð. Án efa hefur aðalástæðán fyrir íslandsferðinni verið sú, að heim- sækja föðurbróðurinn, Ole Tynes, síldarkaupmann í Siglufirði, og fjölskyldu hans. Hús Olé Tynes var næsta hús við heimili mitt. Ég man því mjög vel, þegar Sverre Tynes kom fyrst til Siglufjarðar. Hann vakti athygli fyrir glæsi- mennsku. Hann var hraustlegur vel meðalmaður á hæð — svip- fallegur með dökkt, liðað hár — allur hinn drengilegasti, og ég minnist þess nú, að mér fannst þá, að einmitt svona hafi landnáms- mennirnir — landar hans — litið út. Sverre A. Tynes náði mjög fljótt valdi á íslenzkri tungu og talaði hana mjög vel. Það var m. a. til þess, að hann nokkru eftir komu sína til Siglufjarðar gerðist skáta- foringi þar á stðnum. Hann skipu- lagði rneð prýði margar deildir drengjaskáta og myndaði síðan skátasveit. Ég átti því láni að fagna að starfa í þessum félagsskap og minnist nú með sérstakri ánægju og þabklæti sveitarforingj- ans, sem virtist vera fæddur uppal- andi og fræðari. Sverre A. Tynes var „gentle-maður“, sem átti rík- an þátt í því, að gera siglfirzka stráka að mönnum á fjórða áratug þessarar aldar. Það voru margar ungar stúlkur í Siglufirði, sem litu þennan frjáls- mannlega Norðmann hýru auga, en hann sá aðeins eina — það var ung, vestfirzk stúlka — seum var ritari bæjarfógeta — Hrefna Samúels- dóttir. Þau gengu í hjónaband í Siglu- firði 3. okt. 1931. Heimili þeirravað Handbók bænda ‘Framnaid ai 9 sióu helzt augastað á væri ofið úr þráð um félagshyggju og samvinnu, því skyldi brugðið á blökk aukinnar þekkingar fastri á staur rannsókna og vísinda? Hafi ég skilið þá rétt er ég þeim sammála. Þessi kafli var sannar- lega ánægjulegur, og á skilið að endurtakast og þá með öðrum að- ilum, t. d. formönnum búnaðar- sambanda, ráðunautum Bf. Isl. eða öðrum. Handbókin er að finna sitt rétta form. Ritstjórinn er ungur, áhuga samur og hugmyndaríkur, þegar hann verðui líka vandvirkur verð ui handbókin nokkuð, sem menn hlakka til, um leið og þeir hlakka til jólanna. Eg þakka fyrir mig. Uppsölum á miðjum þorra. Hverfisgötu 2 varð fljótlega opið fyrir okkur siglfirzku unglingana, því að frú Hrefna vann álika starf innan kvenskátahreyfingar Siglu- fjarðar, og maður hennar innan drengjaskátahreyfingarinnar. Áður en lagt var af stað í skíðá- ferðir, fjallgöngur eða útilegur, hittust menn hjá Hrefnu og Sverre, og meðan beðið var eftir, að allir þátttakendur væru komnir, var setzt inn í stofur — spjallað, spilað.og sungið, og þá þótti það bærilegur „d.esert“ að koma þar við að íerð lokinni, hvílast og fa hressingu. Allt þetta rifjast upp, þegar Sverre Tynes er'kvaddur. Á Siglufirði stundaði Sverre húsasmíðar, m. a. byggði hann ásamt Einari Jóhannssyni, Siglu- fjarðarkirkju. Sverre fluttist til Noregs með fj'öjskyldu sína árið 1939 og dvaldi þar öll stríðsárin, en árið 1946 flutti fjölskyldan aftur til fslands og settist að í Reykjavík. Þar starf aði hann til dauðadags sem bygg- ingameistari og teiknari hjá ýms- um byggingafélögum í bænum, svo sem Brú h.f., Phil og Sön og nú síðast hjá Almenna Byggingafélag- inu. Alls staðar, þar sem liann starf- aði, lilaut hann viðurkenningu sem ábyggilegur og duglegur maður. Frú Hrefna og Sverre eignuðust þrjú börn, en þau exu: Ásta, gift í Noregi, Otto, kvænt- ur, búsettur i Reykjavík, og Jón, sem er við nám. Hinir fjölmörgu vinir Tynes-fjöl- skyldunnar, senda nú innilegustu samúðækveðju. Frú Hre'foa og . börn hennar hafa mikið misst, en minningin um góðan föður og maka lifir og vermir. Jón Kjartansson. INNSNG: Framhald ct 8 siðu var langur og hvúldarlaus. Vinnu- þrekið var hins vegar frábært og imyndarskapur í öllum störfum, því tókst að skila svo miklu dags- verki, er raun ber vitni. Ég gat þess hér að framan, að Kristín í Móabúð hefði verið vin- föst og trygg. Mikill vinskapur var með móður minni og þeim Móa- búðar-hjónum. Minnist ég vináttu þeirra frá bernskuárum mínum þar vestra o.g tryggðarinnar síðar þótt fjarlægð væri orðin meiri á milli heimilis þeirra og móður minnar, síðustu árin sem hún lifði. Ég minnist einnig með inni- legu þakklæti nýja fisksins, sem ég flutt.i sem snúningastrákur heim frá Móabúð, án greiðslu. Fleiri atvik um vináttu þeirra hjónanna í Móabúð og rausn, eru mér minnisstæð, þó að þeirra verði ekki getið hér. Eins og að framan er getið, eru ellefu börn þeirra Kristínar og Kristjáns í Móabúð, á lífi, öll eru þau myndar- og dugnaðarfólk, svo sem þau eiga ætt tií, er hvarvetna njóta trausts og álits, þeirra, er til þekkja. Börn þeirra eru þessi: Guðríður, gift Pétri Sigurðssyni, verzlunarmanni í Reykjavík, Guðrún, gift Stefáni Guðnasyni, skipstjóra á Tröllafossi, Jósefína, gift Tryggva Sigurðssyni, verzlunarstjóra í Reykjavík, Una, gift Bjargmundi Jónssyni, smið í Stykkishólmi. Jón, vélstjóri í Grafarnesi, Hallgrímur, farmaður, Kristján, skipstjórj, kvæntur Hall- dóru Jóhannsdóttur, Reykjavík, Gísli, s'kipstjóri, kvæntur Lilju Finnbogadóttur, Grafarnesi, Ragnar, sjómaður, > kvæntur Þór- dísi Gunnarsdóttur, Gráfarnesi, Guðbjörg, gift Þórði Sveinbjórns- syni, blikksmið, Grafarnesi, Arndís, gift Viðari Gunnlaugssyni, flugmanni, Reykjavík Þessi stóri barnahópur lagði for- eldrum sínum lið strax og kraftar þeirar leyfðu, og reyndust þeim mikil stoð til síðustu stundar. Ég tel mig, á ekkert þeirra halla, þó að ég láti í ljósi þá skoðun, að Jón hafði þó þar lagt mest til. Hann dvaldi alltaf með foreldrum sínum og hefur haldið með þeim heimili, og staðið fyrir því, eftir að kraftar þeirra voru áð þrotum komnir, og reynzt þeim hinn bezti sonur. Þau Kristín og Kristján áttu heihiili í Móabúð þar til í kring- um 1950, að þau flytjast til Grafar ness, og hafa átt þar heima síðan. Börn þeirra voru þá flest upp- komin og burtu flutt. Árabátatímabilið var liðið, O'g jafnvel trillubátaútgerðin einnig, kauptún var þá að myndast'í Graf arnesi, og nóg atvinna þar. Þaðan sótti Kristján sjóinn eitthvað fyrstu árin, en 'stundaði síðan landvinnu meðan heilsan leyfði. Þau hjónin höiðu yfirleitt verið heilsuhraust þar til fyrir þrem ár- ur, að heilsa Kristínar brást, svo að' hún hefur ekki getað sinnt vinnu síðan. Eins og áður er frajn tekið, fór jarðarför Kristínar í Móabúð fram þann 1. þ. m Mikið fjölmenni var við útförina. Sveitúngar hennar vildu sýna hen-ni ag þeir hefðu metið að verðleikum, hvað hún lagði krafta sína fram til að létta öðrum byrðarnar. Strangur starfsdagur var liðinn; þeim er gott hvíldar að njóta, er mikið starf hafa af hendi leyst, eins og Kristín i Móabúð hafði gert. Ég enda þessar línur með því að senda eiginmanni hennar og börnunu'm beztu sámúðar- kveðjur. Halldór E. Sigurðsson. Guðiaugur Einarssoi? Frpvmqötl) 37 simi 19740 . . . í Málflutningsstofa TIMINN, föstudagur 16. febrúar 1962. 13 I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.