Tíminn - 16.02.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 16.02.1962, Blaðsíða 15
með kjarnorku Berlingske Aftenavis telur sífeilt sterkari líkur til þess, að molybden verði unniS úr jörSu á Norðaustur-Grænlandi með atómorku. Norræna námufélagið hefur nú beðið sérfræðinga Kjarnorkumála- nefndarinnar að gera áætlun um, hvað það muni kosta að stofna og reka kjarnorkuver nær því fimm sinnum stærra en það, sem menn höfðu áður hugsað sér, til molyb- denvinnslu í grennd við Meistara- ■vík. Sú framleiðsla, sem hið nýstofn- aða námufélag Dana og Ameríku- manna vonast til að geta komið af s'tað eftir um það bil tvö ár, verður í miklu stærri stíl en í fyrstu var búizt við, og þess vegna verður atómorkan að vera mun meiri. — Enn fremur er talið vafasamt, hvort venjulegt orkuver, þar sem nota þarf svo mikla orku, sé reis- andi í þessum eyðilega heimshluta, þar sem oft er mjög slæm aðstaða til olíuflutninga vegna ísalaga. — Hins vegar er örugglega hægt að reka kjarnorkuver í nokkur ár, einvörðungu með úraníum, sem ■ flytja má með flugvél. Ef þessi áætlun verður fram- kvæmd, verður því fyrsta kjarn- orkuver Dana reist í nágrenni Meistaravíkur. Aðils. Enduryarpsstöð á Þórshöfn Sem betur fer er nú svo komið, að flestir landsmenn búa við góð eða sæmileg hlustunarskilyrði hjá ríkisútvarpinu. Þó er svo, að ‘hér á Þórshöfn og í nærsveitum eru oft og tíðum vægast sagt mjög slæm hlustun- arskilyrði, mér liggur við að segja engin. Er það afleitt að við getum ekki heyrt til slíkrar ágæt- isstofnunar sem Ríkisútvarpið er. Það er og verður svo snar þáttur í lífi okkar, ekki sízt þeirra, sem búa úti á landsbyggðinni, að við það verður ekki unað, að til þess heyrist ekki. Eigi veit ég, hvort þessu máti hefur verið hreyft opinberlega fyrr. En ef svo er ekki, þá er það vissulega tímabært nú. Eru það vinsamleg tilmæli til Vilhjálms Þ. Gíslasonar, útvarps- •stjóra, að hann taki þetta mál í | sínar hendur nú þegar, því þetta er mjög aðkallandi. Þórshöfn 8. 2. 1962 Gísli R. Pétursson. Sænsk úrvaisframleiðsla LEVIN-FRYSTIKISTUR 105 — 250 — 410 lítra. V. Samband isl. samvinnufálaga véladeild. Frá Alþingi ,'Framhald at 6 siðu) greiðsla þeirra á frystingarreikn- ing 1961 nam? Skúli sagði, að þar sem viðhorf hefði breytzt nú, væri óhjákvæmi- legt að framlengja umsóknarfrest- inn, svo að þeir, sem ekki áttu kost að sækja í haust, geti einnig sótt um aðstoð. — Sagði Skúli, að enginn hefði gert kröfu um, að lánað væri út á vélar til 20 ára, heldur 10 ára, og hvers vegna er ekki hægt að lána bændum út á vélar til 10 ára eins og útvegs- cnönnum? — Að bændum gerði ekert til, hvað vextir væru háir, vegna þess að þeir kæmu inn í verðlagsgrundvöllinn, væri firra, iþví að öll fyrirtæki, hvort sem er í iðnaði eða sjávarútvegi, njóta þeirrar aðstöðu að telja vexti til rekstrargjalda. Landbúnaðurinn stæði verr að vígi, hvað þetta snerti, vegna þess að aðeins meðai skuldir á hvern bónda væru tekn- ar í verðlagsgrundvöllinn. Sumir skulduðu mikið og aðrir lítið, og þeir, sem skulda mikið, fá því ekki nema hluta af sínum vöxtum reikn aðan inn í grundvöllinn, en það væru einmitt þeir, sem skulduðu cnikið, sem er hér um að ræða. Ágúst Þorvaldsson sagði að bændur hefðu orðið fyrir vonbrigð um, er bráðabirgðalögin skýrðust og í Ijós kom, að bændum var ætlaður allt annar og skarðari hlutur en útvegsmönnuim, og kom þetta mönnum á óvart eftir fyrir- heit landbúnað'arráðherra. Ágúst sagði lausaskuldir bænda aðallega til orðnar vegna vélakaupa, en þeir hefðu orðið fyrir miklurn búsifj- um vegna viðreisnarhækkananna. Dráttarvél, sem kostaði 50 þús. 1958 kostaði nú á annað hundrað þús. krónur. í því sambandi minnti Ágúst á loforð Ingólfs 1959 til bænda um að dráttarvélar myndu lækka í verði, þegar búið væri að afnema Framsóknarskattana. Ág- úst minnti á, að aðstaða þeirra, sem búnir væru að gera fram- kvæmdir og hinna, sem ættu það eftir, hefði aldrei verið eins ójöfn og nú. Áður fengu menn lán með 214%—4i/2% vöxtum til 20 eða 25 ára, en nú með 6Y>% vöxtum til 5 til 10 ára skemmri tíma og sam- tímis og lánskjörin eru gerð þetta lakari en þau voru, er skellt yfir tveimur gengisfelli.ngum. Eysteinn Jónsson minnti á að Framsóknarmenn hefðu gagnrýnt bráðabirgðalögin strax og ljóst var, hve ófullkomin þau voru, en í upp hafi átti aðeins að afhenda bænd- um þessi bréf á nþess að gera frek ari ráðstafanir til að þeir gætu losnað við þau. Aðalmálgagn ríkis- stjórnarinnar hefði svarað þessu með því að segja, að lögin væru góð og fullkomin. Ef ráðherra hefði gefið yfirlýsingu um það strax, að bændum yrði tryggt að bréfin yrðu gjaldgeng, þá hefði málið horft öðru vísi við og fleiri bænd.ur sótt, en ráðherrann gerði síður en svo nokkuð í þá átt. Það er ekki fyrr en eftir margra mán- aða baráttu Framsóknarmanna og þegar bændur almennt á bænda- fundum hefðu gengið í málið, að nokkurt lát kemur á ráðherrann í mállinu. Hver ætlun ráðherrans var, sést bezt á því, að við 1. umr. málsins sagði hann, að vextir væru fyrst og fremst hafðir svona háir til þess að bændur gætu sjálf ir samið um að fá skuldareigend- ur til að taka við bréfunum. Nú hafa bréfin að verulegu leyti verið gerð gjaldgeng í bönkum, og sæist af þeirri reynslu, sem fengizt hefði í þessu máli, hversoi skynsamleg barátta stjórnarandstöðu og góð saptök geta komið til leiðar, þótt á brattann sé sótt. Ingólfur Jónsson sagði það síður en svo Framsóknarmönnum að þakka eða bændafundum að samn- ingar hafa tekizt við seðlabank- ann — ég hafði alltaf hugsað mér að láta lögin verða að gagni. Þá sagði Ingólfur það ósannindi, að hann hafi nokkru sinni dregið úr ÁNÆGÐIR MEÐ EYVIND J0HNS0N Dönsku blöðin lýsa yfir mik illi ánægju, vegna þess að Norðurlandaráð hefur veitf Eyvind Johnson bókmennta- verðlaun ráðsins fyrir bók hans, Hans Nádes Tid. En í fyrrakvöld var tilkynnt opin- berlega um úthlutun verð- launanna, Blöðin flytja öll langar greinar um rithöfundarferil Johnsons og leggja áherzlu á hversu yfirgrips mikið efnisval hans sé, og sömu- leiðis hversu fjölhæfur hann sé sem skáldsagnahöfundur, en það mun vera ein af ástæðunum til VÍÐAVANGUR (Framhald ai 2. síðu). Danir þurfi ekki að breyta stjórnarskrá sinni vegna inn- göngu í Efnahagsbandalagið þá þá verður alls ekki þar af dreg in sú ályktun að ísland geti gerzt aðili án stjórnarskrár- breytingar. Þvert á aióti virðist augljóst að stjórnífrskrárbreyt- ing sé ólijákvæmileg, ef Island gerist fullgildur aðili Efnaliags- bandalagsins.“ KEKK0NEN , Framhaid al 8 síðu. legri veröld, sem er hvorki betri né verri en við sjáum hana á hverj um degi. Tillaga Vesturvelda (Framhald ai l síðu). um eitthvað, ef Kennedy sýnir, að honum sé alvara í afvopnunarmál- unum, með því að hætta við kjarn- orkutilraunirnar. Ekki er talið, að Rrústjoff taki neina endanlega ávkörðun, fyrr en hann heyrir hljóðið í hlutlausu ríkjunum, sem taka þátt í afvopn- unarráðstefnunni, — Brazilíu, Burma, Indónesiu, Ethiopíu, Ind- landi, Mexíkó, Egyptalandi og Svíþjóð. Ef um helmingi þeirra I finnst rétt, að ríkisleiðtogarnir 1 mæti á afvopnunarráðstefnunni, |muni Krústjoff fara sjálfur til Genéve. hændum að kaupa dráttarvélar, hvorki 1959 eða annan tíma og skoraði á Ágúst að standa fyrir máli sínu á fundum í Suður- landskjördæmi (Ágúst kvaðst ekki kvíða því). Ingólfur kveðst aldrei hafa lofað gulli og grænum skóg- um heldur yrði þjóðin að taka á sig óþægindi meðan verið væri að létta Framsóknarsköttunum af henni. — Ingólfur sagði engan vafa leika á því að bændur hefðu i s-umar lagt í kostnað til að láta meta eignir sínar og sótt síðan um lán, þótt ekki hefði verið fyllilega tryggt að þeir fengju fyrirgreiðslu. Þeir bændur, sem eklci.höfðu dug í sér í sumar til að sækja um að- stoð verða að súpa seyðið af því, — að framlengja umsóknartímann mun aðei'ns tefja málið. Framsóknarvist í Keflavík Framsóknarvist verður spiluð í Ungmennafélagshúsinu i Kefla- vík í kvöld 16. fcbrúar. Enginn aðgangseyrir. Góð verðlaun. þess, að honum voru veitt verð launin. Blaðið Information skrifar, aí fyrstu bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs hafi ráðið launað þann mann serr. jafnvel sjálf Nóbels- verðlaunanefndin muni öfunda það af. Einnig segir í blaðinu, að John son eigi ekki einungis heima með al beztu norrænna rithöfunda sinn ar samtíðar, heldur megi bera hann saman við aðra evrópska rithöfunda, enda þótt hann hafi ef til vill ekki enn náð slíkri að- stöðu, en þessi síðasta viðurkenn ing ætti að veit'a honum hana. Hér er á ferðinni rithöfundur, sem skrifar ekki eingöngu út frá norrænum eða sænskum viðhorf- um, heldur má segja, að verk hans næstum án undantekningar, sam- ræmi evrópsk sjónarmið. ________ — Aðils. RíkissjóSur greiði... Framhald af 6. síðu. tap sjóðanna klippt og skorið. Ríkissjóður þarf þó ekki að leggja heildarupphæð gengis- tapsins út í einu lagi. Hann getur greitt gengistapið árlega í réttu hlutfalli við lánin og gjöld þau, er greiða þarf ár hvert til hinna erlendu lánar- drottna. Mun láta nærri; að hluti rík- iss'jóðs af árgjöldunum verði ár hvert: 1. Vegna Ræktunarsjóðs ís- lands 8.5 tnillj. kr. 2. Vegna Byggingarsjóðs sveitabæja 2 millj. kr. Lagt er til, að rikissjóð'ur greiði sinn hluta árgjaldanna 1960 og 1961 og svo eftirleiðis. Fjárlög gerðu að vísu ekki ráð fyrir þessum útgjöldum 1960 og 1961, og þau voru ekki heldur tekin á fjárlög líðandi árs. Þessu verð'ur vitanlega ekki breytt. Hrökkvi tekjuafgangur þes'sara ára ekki til greiðslu ár- gjaldanna 1960—1962, benda flutningsmenn á þann vaxta- lausa reikning, sem stofnaður var í nafni ríkissjóðs í Seðla- bankanum samkv. 5. gr. efna- hagslaganna frá 19. febr. 1960, þar sem færa skal gengistöp ým iss konar, sem ríkissjóður er ábyrgur fyrir. Hvers vegna ætti ekki, ef með þarf, að nota þanp reikn- ing í þessu sacnbandi? Samkvæmt efnahagsreikningi Seðlabankans 31. des. 1960 var skuld í þessum reikningi, sem nefndur er þar „Gengisreikn- ingur ríkissjóðs", kr. 191242 306.53 í lok þess árs. Ýmislegt, sem greitt hefur verið úr þess um reikningi, er hliðstætt gengisimun þeim, sem hækkaði við gengisfellingamar 1960 og 1961 sikuldir stofnlánasjóða Bún aðarbankans. Frá sjónarmiði flutnings- manna skiptir ekki höfuðmáli, hvaða greiðsluleiðir kunna að þykja hentugastar, þegar til framkvæimda kemur. Aðalatriði er, að létta verður tafarlaust fargi gengisfellinganna af Rækt unarsjóði íslands og Byggingar- sjóði sveitabæja. Ástríður Jóhannesdóttir, prestsekkja, Eiríksgötu 19, Reykjavík, andaðist að kvöldi þess 14. febrúar. Vandamenn. T í MI N N, föstudagur 16. febrúar 1962. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.