Tíminn - 07.03.1962, Blaðsíða 1
Munið að tiikpna
vanskil á Iblaððnu
i síma 12323
fyrir kl. 6.
Fólk er beSið að
athuga, að kvöidsími
blaðamanna er
1 8303
55. frbl. — Miðvikudagur 7. marz 1962 — 46. árg.
Það hljómar ef til vill und-
arlega mitt í látunum um af-
vopnunarráðstefnuna í Gen-
eve, Berlínarþráskákina og ó-
samkomulagið við Kína, að þá
heldur miðstjórn Kommúnista
flokks Sovétríkjanna lokaðan
fund, þar sem aðeins eitt mál
er á dagskrá, — landbúnaður-
inn. En það gefur bendingu
um, hve mikið gildi hann hef-
ur í augum leiðtoga Sovétríkj-
anna, á sama tíma og Vestur-
landablöðin skrifa undir stór-
um fyrirsögnum um toppfund,
afvopnun og Kína.
Nikita Krústjoff hélt í fyrradag
sjö klukkustunda ræðu um land-
búnaðarmálin á hinum lokaða mið-
stjórnarfundi og í gær hélt hann
útvarpsræðu um málið. Eins og við
var búizt réðzt hann harðlega á
mistölcin i landbúnaðarmálunum
og fjölyrti þá um leið um óheppi-
legar afleiðingar Stalinismans.
Krústjoff sagði í útvarpsræðunni
að í fyrra hefði verið framleitt 16
milljónum lesta minna af korni
heldur en gert er ráð fyrir í sjö
ára áætluninni, þremur milljónum
tonna minna af kjöti og 16 milljón
um tonna minna af mjólk.
Fordæmi Pólverja
Margir gena því skóna þessa
dagana, að Krústjoff muni nota
tækifærið á þessum miðstjórnar-
fundi að fá framgengt róttækum
breytingum á skipulagi landbúnað-
arins. Geti þá svo farið, að hann
fari að dæmi Pólverja og gefizt
upp á samyrkjubúskapnum, en
bjóði frjálsari landbúnaðarháttum
heim.
Þegar óveðrið mikla gekk yfir
Evrópu um daginn, var Askja,
eign Eimskipafélags Reykjavíkur,
að losa íslenzkt scment í Scrapster
á Skotlandi, en það er ein þeirra
hafna, þar sem Sementsverksmiðj-
an lætur losa sementsfarma, sem
fluttir eru á skozkan markað. í ó-
veðrinu slitnaði skipið frá bryggju
og lamdist allmikið við hafnargarð
með þeim afleiðingum, að plötur
og bönd svignuðu og beygluðust,
og laskaðist Askja nokkuð af þess-
um sökum. Til stóð, að Askja færi
í klössun eða svokallaða 4 ára
flokkunarviðgerð í vor, og þegar
hún koin heim aftur eftir 3 sólar-
(Frarnn a i5 siðu
Af slysstað
Um kl. 16,20 í gær varð það slys
við húsið Kaplaskjólsveg 64, að 6
ára drengur hljóp út á götuna
framan við strætisvagn, sem stóð
þar kyrr við biðstöð, og varð
bíl, sem að bar. Drengurinn
út á götuna framan við vagninn
vinstra megin og lenti framan á
hinum bílnum. Féll hann í götuna
og kom niður á hnakkann. Fékk
hann lítilsháttar höfuðhögg og smá
sár á hnakka, en þegar blaðið átti
tal við lögregluna í gærkvöldi, var
drengurinn enn í rannsókn. Bíl-
stjórinn á bílnum, sem drengurinn
varð fyrir, er læknir, og tók hann
drenginn þegar og ók honum í
sjúkrahús án tafar, svo að þegar
hi'ingt var i lögregluna kl. 16,39 og
hún kom á s-taðinn, var allt horfið,
bíllinn, bílstjórinn og drengurinn.
í septembermánuði s.l. buðust 165 menn tll að ganga í „Hunters' Corps", en það er hópur sérstaklega
harðþiálfaðra hermanna. Nú eftir sex mánuði eru 11 þeirra eftir og hafa nú gengið I gegnum hörðustu
lokaraunina. Þeir hafa verið þjálfaðir bæði i Þýzkalandi og Danmörku. Síðastliðin mánuð voru þeir á
Jótlandi við æflngar dag og nótt, sváfu undir berum hlmni, földu sig, hvar sem þeir fundu skjól, renn-
andi blautir, þreyttir og hungraðir. Þeir hafa að mestu leyti nærzt á hráum fiski, sem vissulega er slæmt
fyrir danskan mathák. — Á myndinni sjást tveir úr hópnum snæða hráan fisk síðasta daginn.
Pólland er eina landið í aust-
urblökkinni, sem hefur gefizt upp
á samyrkjubúunum. Það er líka
eina landið, sem hefur uppfyllt á-
ætlanir um framleiðsluaukningu
landbúnaðarins.
Falsaðar skýrslur
henda
af salti?
Horfur eru nú á, að fleygja
verði tveim skipsförmum af
spænsku salti, sem Kol og Salt
fékk seint í febniar með skipum,
sem flutt höfðu kopar, áður en þau
tóku saltfarminn, sem mengaðist
af miklum kopar. Saltið, sem nú
hefur verið einangrað hér í Reykja
vík, er á fjórða þúsund tonn, og
sýnist ekki liggja annað beinna við
en henda því. Dómkvödd nefnd sér
fræðinga vinnur nú að rannsókn
málsins.
Þegar saltinu er skipað um borð,
er það efnagreint ag koparmælt.
Þegar ljóst varð, að óvenju mikið
af kopar var saman við saltið, var
farið að rannsaka málið, og kom
þá í ljós, að skipin, sem fluttu það
til landsins, höfðu flutt kopar
skömmu áður, annað í næsta túr á
undan, en hitt fór millitúr.
Blaðið spurðist fyrir um þetta
mál hjá Geir Borg, framkvæmda-
stjóra Kol og Salt í gær. Hann stað
festi þessa frétt, en kvaðst ekki
vilja segja nákvæmlega frá þessu,
fyrr en úrskurður dómkvaddrar
nefndrar sérfræðinga, sem falið
var rannsaka málið, þegar farmur-
inn kom til Iandsins og sýnt þótti,
að ekki væri allt með felldu lægi
fyrir. Hans er að vænta næstu
daga. Geir sagði, að þetta væri salt
frá sama stað á Spáni oig Kol og
Salt hefur flutt inn salt frá síðast-
liðin 9 ár. Hefur aldrei verið
kvartað yfir því salti. Þegar fyrir-
tækið fór að grennslast fyrir um
það, hvað skipin hefðu flutt, áður
en þau tóku saltið, reyndist það
hafa verið kopar. Ekki vildi Geir
segja á þessu stigi málsins, hvaða
skip þetta éru né hvaðan, en þau
eru tvö. Annað kom til landsins
með saltfarminn 24. febrúar, en
hitt nokkru fyrr. Hann sagði, að
saltið hefði verið einangrað hér í
Reykjavík, en magnið er á fjórða
þúsund tonn, eins og áður segir.
Þá er von, að Rússar líti í eigin
garð. Á sama tíma sem þeir ná
glæstum árangri í vísindum, tækni
og iðnaði, stendur landbúnaðurinn
í stað eftir 40 ára Sovétstjórn og
samyrkju.
Krústjoff sagði í ræðu sinni í
fyrradag, að það, sem menn þyrftu
væri hveiti en ekki falsaðar hveiti-
skýrslur. Var hann þá að gagnrýna
það, sem Malenkoff sagði á flokks
þinginu 1952, er hann hélt því
fram, að hveitivandamálið væri
leyst. Krústjoff gaf aðra lýsingu á
hveitimálunum í útvarpsræðunni í
gær. Hann sagði, að á þessu tíma-
bili hefði ekkert raunverulegt
brauð verið á boðstólum í Sovét-
ríkjunum, heldur aðeins gervi-
brauð úr öðru efni en mjöli.
Malenkoff varð síðar að játa, að
sovézki bóndinn væri lítið betur
settur nú en fyrir 40 árum. Og í
fyrradag skrifaði Pravda, að árang
(Framhald á 15 síðu).
F SKÝRSLA POWÉRS
SJÁ 3. 5ÍÐIJ