Tíminn - 07.03.1962, Qupperneq 13

Tíminn - 07.03.1962, Qupperneq 13
Sú óhæfa má Framhald af 7. síðu. fela henni þar með uppeldi barna sinna á svo áhrifaríkan hátt. Þegar við hugleiðum hættuna, sem tungan yrði sett í, þá er gott til glöggvunar á því, hve miíkið er þar í húfi, að minnast orða Einars Benediktssonar: „Tunga skapar svipinn sálar, sefa dýpi, munans hátt, dregur hjartað heim í átt“. ísland er ekki lengur afskekkt land, eins og áður, og þarf að forða bömum sínum frá því, er dregur hjörtu þeirra að heiman, — en það mun hið erlenda sjón- varp gera. Gott er líka í þessu sambandi að minnast hinna sígildu orða Stephans G. Stephanssonar: „Greiðasta skeið til að skríl- menna þjóð er skemmdir á tungunni að vinna“. Hvað mundu Bandaríkjamenn segja um, að eftirláta prédikun- aristólinn góða hjá sér, — sjón- varpið sitt — einhverri annari þjóð? Veit nokkur þá þjóð, sem er sjálfri sér ráðandi, en lýtur svo lágt að búa við sjónvarp einhverr ar' erlendrar þjóðar, sem er með sjónvarpi því að stytta hermönn- um sínum stundir í dauflegri úti vist þeirra? Við ísíendingar erum félitlir og fáir, en svo snauðir erum við ekki og smáir — sem betur fer — að við þurfurn að lúta svona lágt. Svona lágt þarf engin frjáls þjóð að lúta, nema að hún hugsi sjálf ekki hærra. Hver vill halda því fram, að íslenzka þjóðin sem þjóð hugsi ekki hærra? Glöggur og — ég leyfi mér að segja — gleðilegur vottur þess, að íslendingar gera sér almennt grein fyrir þeim háska, sem hér er á ferðum, er, hve margir máls metandi menn úr öllúm stjórn- málaflokkum, hafa opinberlega látið í ljós ákveðin og vel rök- studd mótmæli gegn sjónvarpi frá varnarliðsstöðinni. Einnig hafa félög námsmanna mótmælt og sýnt með því sér til heiðurs, að þrátt fyrir sína sjálf- sögðu nýjungagirni, er æskan sjálf þarna á verði. Frá erlendum aðilum hafa sem vonlegt er heyrzt raddir undiún- ar yfir því, að íslendingar séu að leiða yfir sig erlent varnarliðs- sjónvarp. Takmörkun sjónvarpsleyfisins Áðurnefnd þingályktunartil- laga okkar Framsóknarmanna um þetta mál er í 3 liðum. , Fyrsti liðurinn er áskorun á ríkisstjórnina: „Að gera nú þegar fullnægj- andi ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir þá stækkun sjónvarps sviðs, sem fyrirhuguð hefur ver- ið frá Keflavikurstöð varnarliðs- ins“. Við teljum eðlilegt, að varnar- liðið — meðan það dvelzt hér á annað borð — fái að hafa sjón- varp fyrir sig, þó að því til- skildu, að sjónvarpssviðið nái ekki — svo nothæft sé — út fyr- ir dvalarsvæði varnarliðsins, þ. e. hið svonefnda samningssvæði þess. Vitað er, að tæknilega er vel framkvæmanlegt að inniloka sjónvarpið þannig, að það nái alls ekki nema til dvalarsvæðis varnarliðsins. Slík þráðbundin sjónvörp tíðkast meir og meir. Þau eru að vísu dýrari að sögn. — En við getum ekki tekið tiliit TÍMINN, miðVikudaginn 7. marz i ■ aldrei ske til verðmunar í þessu máli. Það, sem í húfi er hjá okkur, er miklu verðmætara, en dollurum taki. Það getur ekki talizt um of harkalegt sem í tillögunni felst, að'Alþingi leggi hæstv. ríkisstj. á iherðar, að hún reyni nú þegar að gera fullnægjandi ráðstafan- ir til að bæta úr lítt skiljan- legri fljótfærni sinni í apríl í fyrra, þegar hún veitti íyrirvara- laust og með hraði leyfi til stækk unar sjónvarpsstöðvarinnar. Það er ótrúlegt, að þetta sé hæstv. ríkisstjór'n ofurefli, þó að henni kunni að þykja leiðinlegt að fara þannig í gegnum sjálfa sig. En ALþingi getur vitanlega ékki tek- ið tillit til þess, heldur hins, hvað gera þarf. Málið ætti að verða ríkisstjórn- inni auðvelt til úrbótar. — "Því verður ekki trúað, að Bandaríkja stjórn taki því ekki vel, að gefa eftir hið fengna stækkunarleyfi, þegar hún veit afstöðu Alþingis. Það kemur ekki til mála að ger'a ráð fyrir, að Bandaríkin telji við eigandi að láta smáþjóðina gjalda þess, að ístöðulítilli stjórn lands ins varð á að veita margnefnt leyfi að of lítið hugsuðu máli. Það væri of smálegt af stórveldi eftir málsástæðum. Skilyrðin frá 19S4 Annar liður tillögu okkar Framsóknarmanna er að skora á ríkisstjórnina: „Að ganga ríkt eftir því, að af hálfu varnarliðsins sé full- nægt þeim skilyrðum, sem sett voru árið 1954 fyrir sjónvarps- leyfi þess.“ Þessi liður nær fyrst og fremst til ástandsins á líðandi stund og sjónvarpsrekstursins í dag. Leyfið til sjónvarpsreksturs- ins sem veitt var með bréfi í nóv. 1954, var í té látið með eftirfar andi orðrétt uppteknum skilyrð- ; . uim m. a.: 1) Að nothæfri sjónvarpssend ingu verði ekki náð í neinni ís- lenzkri byggð (Icelandic comuni ty). Þetta skal prófa af fulltrú- um rikisstjórnarinnar meg góð- um sjónvarpstækjum, sem vam- arliðið iætur í té. Gæði sjónvarpsins skulu dæmd af íslenzkum fulltrúum. 2) Ef hægt er að ná nothæfri sjónvarpssendingu í ísienzkri byggð og varnarliðið getur ó- mögulega eytt slíku nothæfu sjónvarpi, skal eigi starfrækja stöðina. 3) Allur kostnaður greiðist af varnarliðinu. Þessir skilmálar voru settir við leyfisveitinguna 1954. f þeim gætti fullrar varfærni af hendi þáverandi stjórnar. Hitt er ann að mál, að upp á síðkastig hefur ekki verið gengið eftir því að við þá sé staðig að sögn. Það sleifarlag má ekki eiga sér stað. Varnarliðið á að standa við skul'dbindingar sínar. fslenzk stjórnarvöld éiga ag ganga eftir því. Alþingi hlýtur að gera kröfu til þess að þau geri það. Þriðji og síðasti liður tillögu okkar er um íslenzkt sjónvarp. Um leið og því er slegig föstu að leyfa ekki varnarliðinu að hafa hér laust sjónvarp, hlýtur sú spurning að krefjast svars, hvort og hyenær fslendingar sjálfir vilji og ætli að koma sér upp eigin sjónvarpi. ísienzkf sjánvarp Menn hafa mismikinn áhuga á sjónvarpi. Sumir telja það meira að segja óæskilegt. Flest- ir munu þó vita að sjónvarpið er tælci, sem er gott og slæmt eftir því, hvemig á er haldið, og augljóst er, að sjónvarp ryð ur sér til rúms hjá okkur sem öðrum þjóðum. Því er spág eftir sterkum lík- um, að innan skamms muni þær þjóðir, sem hafi ráð á því, end- urvarpa úr háloftunum frá gervi hnöttum tali sínu og myndum um öll lönd og álfur. Mundi nokkur þjóðrækinn maður telja, þegar svo væri komig að þjóð hans væri ekki nauðsynlegt að eiga sitt sjónvarp heima fyrir — sinn prédikunarstól — fyrir sig, sína tungu, sína menningu, sín lífsviðhor'f. Þriðji liður tillögunnar er á- skorun til ríkisstjórnarinnar, þanrnig orðuð: „Ag láta ríkisút- varpið hraða ýtarlegri athugun á möguleikum þess, að íslenzka ríkið komi upp vönduðu sjón- varpi, er nái til allra landshluta og sé rekið^ sem þjóðlegt menn- ingartæki. Áætlanir um stofn- og rekstrarkostnað slíks sjónvarps, svo og álit sitt og tillögur um þetta mál, leggi stjórn ríkisút- varpsins sem fyrst fyrir Alþingi.“ Þetta er málefni, sem ekki má draga að atihuga, og athuga sem allra ýtarlégast. Og vitanlega á að athuga möguleika á því, að allir lands- hlutar sitji þar við sama borð, ef mögulegt er. Það á að vera mark- miðið í öllum efnum, að allir landsmenn eigi hins sama kost. Hér er ekki verið að tala um að flýta sér úr hófi fram. Hér er verið að tala um að taka stórt og vandasamt inál svo skynsamleg- um tökum, sem unnt er, og með þeirri fyrirhyggju, sem hægt er við að hafa. ( Þjóðin getur ekki vikið öllum sjónvarpsrekstri frá sér með skír skotun til þess, að hann sé við- sjáll, vandasamur og kostnaðar- samur. Þjóðin getur sér að skaðlausu væntanlega beðið um stund — óví.st þó hve lengi — með að taka upp sjónvarpsrekstur. En hún má samt ekki draga stundu lengur að gera sér glögga gnein fy-rir því, hvernig hún ætl- ar að rækja skyldurnar við sjálfa sig í þessum efnum. Skyldur þær, að koma upp eigin sjón- varpi, er rekið sé sem þjóðlegt menningartæki. Hið fyrsta, sem að kallar á þessu augabragði, er þó vitanlega það, sem tillaga okkar Framsókn- armanna setur fremst, að koma í veg fyrir, að varnarliðssjónvarpið á Reykjanesskaganum, verði gert að sjónvarpi fyrir meirihluta landsmanna. Slík óhæfa má aldrei ske. Ef Alþingi tekur nú í stjórnar- taumana, eins og því er skylt, samþykkir eðlileg mótmæli og gerir kröfur um algera innilokun sjónvarpsstarfseminnar hjá varn- arliðinu, eins og við Framsóknar- menn höfum lagt til, þá eru fyllstu líkur til, að þær kröfur verði til greina teknar, þrátt fyr- ir útgefna leyfið, af því að við þjóð er að eiga, sem skráð hefur á skjöld sinn, að hún virði sjálf- stæði smáþjóða og rétt þeirra til að Iifa sínu lífi. 'Rætf við Pétiar Jónsson Framhald af 9. síðu. Uraundælingar, karlakór, og hann hélt samkomu fyr’ir almenning í nóvember í vetur. Það var 40 ára aímælishátíð kórsins, síðan hefur verið lítið um samkomur. Ung- mennafélagið hafði svo samkomu aftur 2. janúar. Svo var haldin núna 2. febrúar svokölluð hjóna- gleði, og eldra fólkið er látið sitja fyrir að mæta á þeirri skemmtun. Eg hef nú ekkert fr’étt af þeirri sl’emmtun. Svo skemmta sveita- nrenn sér við að spila, þar. er spilafélag, sem tekur þátt í spila- keppni ungmennafélaganna. Þetta er nú svona rétt að byrja. Erfiðar samgöngur — Hvernig hafa samgöngur ver ið milli Mývatnssveitar og ann- arra héraða? — Þær hafa verið svona heldur erfiðar, mjólkin hefur verið flutt á „trukkbíl“ og ferðirnar strjálli en venjulega, vegna veðurvonzku og illfæris. En aldrei tekið alveg íyrir þær. Við flytjum mjólkina xil Húsavíkur. - Er mikið byggt? ( - Það eru tvö íbúðarhús í smíð um núna, sem byrjað var á í vor sem leið. Annað er' í Vogum, hitt er í Reykjahlíð. Baldur Sigurðsson í Reykjahlíð á annað þeirra og Hallgrímur Jónasson í Vogum á bitt. Og í eitt hús var flutt núna fyrir jólin. Það stendur líka í Vog um og heitir Björk. Það var full gert þá, og var búið að vera tvö ár í smíðum. Annars var nú ekki mikið um peningshús í smíðum á s.l. ári. Og jarðabætur yfirleitt heldur litlar. Vegaverkstjóri í 25 ár — Þú ert fróður um vegamálin, Pétur? — Eg lagði í sumar veg austur að Mývatnsfjöllum, það var unnið að undirbyggingu á vegarkafla, sem var fjórir og hálfur km., og 3 km. voru fullgerðir að undirbygg- ingu og tveir uppfylltir að miklu leyti. Þetta er búið að koma að miklum notum í vetur, fyrir póst- inn, en þetta er ekki fullgert, og svo hef ég heyrt núna í vetur, að það fáist ekkert fé til þess að halda áfram með þetta næsta sum ar. Eg er búinn að vera vegaverk- stjóri síðan 1937 og alltaf verið þarna í sýslunni. — Hefur ekki sauðfé staðið óvenju mikið inni í vetur? — Jú, það má reyndar telja það, í fyrsta lagi kom svo mikill snjór, að á mörgum jörðunum sett ist það alveg að í húsunum, þeg- ar það var tekið, en á öðrum jörð- um, sem byggt er mikið á, þá tók alveg fyrir jörðina rétt eftir ný- árið. Það var eiginlega bleytu- snjór, 'sem lokaði fyrir allt og hvergi farið að fara út enn, eftir því sem ég bezt veit. 2. síðan tFramhald af 2. síðu). kross-bílstjóri, fór til Evrópu og lærði að vera hetja. Á ítalíu fékk hann nokkur sprengjubrot í fæt- urna, á meðan hann var að út- deila vindlingum og súkkulaði á vígstöðvunum. Þegar Ernest kom heim, var hann í slæmu skapi. Hann átti sjaldan gáfulegar viðræður við litla bróður sinn. Hann skrifaði nokkrar greinar og seldi The Toronto Star og komst í kynni við Sherwood Anderson, sem kenndi honum að skrifa betur. Auk þess hitti hann Hadley Rich- ardson, stúlku frá St. Louis, sem hafði gaman af músík. Henni kvæntist hann Ungu hjónin fóru til Evrópu. í París hitti Hemingway Ger- trude Stein, sem einnig kenndi honum að skrifa betur. Ekki leið á löngu, unz hann var farinn að skrifa bækur, sem taldar voru betri en bækur nokkurs annars amerísks höfundar af hans kyn- slóð. Þessar bækur gáfu honum peninga i aðra hönd; það var drjúgur skildingur. Ernest keypti sér bát, fór í fáein fleiri stríð og eignaðist þrjár konur í viðbót, setti met í veiðimennsku og drykkjuskap og fékk rækilegri eftirmæli en nokkur annar mað- ur. Hann varð svo frægur, að jafnvel fólk, sem kærði sig koll- ótt um allar bókmenntir, hafði oft heyrt hans getið og kallaði hann „Papa“. Það féll honum vel. En síðustu fimmtán ár ævinn- ar fór honum aftur. Honum var farið að hraka, og það vissi hann. Á síðastliðnu ári ákvað hann að bíða ekki endalokanna lengur. Maðurinn Ernest Hemingway, eins og hann var, er í sjálfu sér merkilegt söguefni, og átti sér merka ævisögu. En þjóðsögurnar um hann verða aldrei sérlega merkilegai. Þessi bók eftir litla bróður er ekki merkileg ævisaga. Til þess að skrifa góða ævisögu um Hemingway og höndla kjarn- ann verður að kafa til botns. Litli bróðir hefur ekki einu sinni vöknað." Borgarmál Félagsvist — Dans Eyfirðingafélagið í Reykjavík hefur spilakvöld í Breiðfii’ðingabúð föstudaginn 9. marz og hefst það kl. 9 e.h. — Góð kvöldverðlaun. — Dans á eftir til klukkan 1 eftir miðnætti. Skemmtinefndin. TiMANUH (Framhaid al 9. siðu) forðum daga, þegar fyrsta skrefið til að ryðja mönnum úr vegi var að stimpla þá hat- ursmenn þjóðarinnar. En myndin og skýringin varpar einnig Ijósi á það, sem í raun og veru er aðalorsök íhaldsspillingarinnar í stjórn Reykjavíkur í fjóra áratugi. — fhaldsmeirihlutinn lítur á stjórn sína á höfuðborginni sem jafnsjálfsagða og óafmáan lega og sjálfa Esjuna f ná- grenni Reykjavíkur, og það er í þess augum jafnmikil goðgá að ætla að hnika við þeirri stjórn eins og að afmá Esjuna. Þessi trú um eilíft líf íhalds- stjórnar í Reykjavík er ef til vill helzta skýringin á því, hvers vegna Sjálfstæðisflokkur inn hefur þorað að beita svo skefjalausri póiitískri fjárgróða spillingu til framdráttar vild- armönnum og ríkisjöfrum sem raun ber vitni og fórna á það altari bæði hagsmunum reyk- vískra borgara og framtíðar- málum borgarinnar. Hróp íhaldsins um „hatur á Reykjavík“ eiga að koma í veg fyrir það, að boigararnir geri sér það nógu ljóst, hve hættu- Iegt og spillt stjórnarfar hlýt- ur að leiða af svo langvarandi alræðisstjórn eins flokks í mál um Iiöfuðborgarinnar, og að fyrsta skrefið til að kippa í liðinn er að veikja veldi hans og skjóta honum skelk j' bringu og gefa með því öðrrm ábend ingu um að bæta ráð sitt. þótt honum verði ekki vikið frá völdum í fyrstu lotu. 1962 13 J

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.