Tíminn - 07.03.1962, Blaðsíða 16
Var gestur
Kennedys
!
Fyrir nokkru var -skýrt frá því
hér í blaðiny, að Gísli Hlöðver Páls
son, ungur fslendingur, sem nú er
búscttur í Kansas í Bandaríkjun-
uin, hefði verið I hópi 40 banda-
rískra unglinga, sem valdir voru
sem efnilegustu vísindamannsefni
framtíðarinnar i Bandaríkjunum.
Þessir 40 unglingar tóku þátt í
samkeppni um skólastyrki og ýms
verðlaun, sem Westinghouse mun
veita þeim, og er þetta í 21 sinn,
sem Westinghouse stendur fyrir
slíkri samkeppni.
Hittu Kcnnedy að rnáli
Á mánudaginn fóru unglingarnir
í heimsókn til Hvíta hússins í
Washington, en þeir eru þar nú
allir saman komnir til þess að taka
þátt í lokasamkeppni um skóla-
' styrkina. Kennedy forseti ávarpaði
þau og sagði, að þjóðin vænti mik-
ils af þeim í framtíðinni.
í þessum 40 manna hóp eru 30
drengir og 10 stúlkur frá 12 ríkj-
um Bandaríkjanna, og voru þau
valin úr hópi 23,768 gagnfræða-
skólanemenda, eftir að hafa tekið
ymis konar próf og skrifað ritgerð-
' ir um vísindaleg efni. Meðal þeirra
efna, sem unglingarnir tóku til
meðferðar í ritgerðum sínum, voru
vandamál geimrannsókna, friðsam-
leg notkun kjarnorku, náttúru-
vernd og rannsóknir á sviði lækna
j vísindanna.
Gísli Hlöðver skrifaði um loft-
strauma umhverfis Júpíter en sjálf
ur hefur hann komið sér upp
stjörnukíki.
Söngskemmtun
Næstkomandi sunnudag, 11.
marz, mun Sigurveig Iljaltested,
söngkona, halda söngskemmtun í
Kristskirkju. Undirleikari verður
orgelleikarinn Kjartan Sigurjóns-
son.
Tónleikarnir á sunnudaginn
verða kirkjutónleikar, og er þetta
í fyrsta sinn, sem Sigurveig heldur
slíka tónleika, en hún hefur að
undanförnu verið að æfa kirkju-
lög. Á efnisskránni verða verk eít-
ir Bach, Handel, Pál Isólfsson,
Karl O. Runólfsson, Schubert og
Frank.
Nú sem stendur stundar Sigur-
veig söngnám hjá Maríu Markan,
sem er flutt hingað til Reykjavíkur
og kennir nú söng hér. Sigurveig
vill þó mjög gjarnan komast utan
aftur til söngnáms og þá helzt til
MOKKUR
* Þessi mynd er frá miðbiki Alsírborgar, tekin 4. marz, og sýnir
sprengjumökkinn, sem rís jafnhátt stórhýsunum. OAS-menn hafa haft
sig mjög í frammi þama undanfama daga, og sumir borgarhlutár
líta út eins og þeir hafi orðið fyrir loftárás. Jafnframt eyðilegging-
unni hefur fjöldi manns látið lífið.
Vínar, enda kvað hún nám sem
þetta aldrei taka enda, og margt
væri hægl að læra og sjá í Vín.
Þetta eru fyrstu sjálfstæðu tón-
leikar söngkonunnar, en árið 1961
hélt hún tónleika með Snæbjörgu j
Snæbjarnar, í Gamla Bíói, en Sig-j
urveig hefur einnig komið fram j
í ýmsum óperum og óperettum í |
Þjóðleikhúsinu.
Undirleikarinn, Kjartan Sigur-
jónsson, er ungur maður, sem
stundar nú nám í Kennaraskólan-
um. Hann hefur veiið orgelleikari
í Kristskirkju síðustu 3 árin, eða
síðan dr. Urbancic féll frá.
Tónleikarnir á sunnudaginn hefj
ast kl. 21. Aðgöngumiðar verða
seldir í Bókabúð Lárusar Blöndal,
á Skólavöiðustíg og í Vesturveri,
í Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds-
sonar og við innganginn.
nýju
í fyrradag, þegar Sól-
Kjartan Sigurjónsson orgelleikari og Sigurveig Hjaltested söngkona.
faxi flugvél Flugfélags
íslands flaug áleiðis iil
Grænlands, var hún með
nýti iæki innanborðs.
Tækið lætur ekki mikið
yfir sér, en vel getur það
áit efiir að bjarga mörg-
um mönnum úr sjávar-
háska í framiíðinni.
Tækið, sem er nokkurs konar
móttökutæki, er á stærð við meðal
útvarpstæki og er til þess gert að
taka á móti merkjum frá sérstök-
um senditækjum, sem komið hefur
verið fyrir í gúmmíbátum og jafn-
vel í björgunarbeltum. Tækið er
kallað Sara, og hefur það nú þeg-
ar verið tekið í notkun hjá ná-
grannaþjóðum okkar, t. d. Dönum,
Svíum og Bretum, og danski flot-
inn hefur tekið upp það kerfi að
koma fyrir tilskildum senditækj-
um í björgunarbátum sínum og
björgunarbeltum, en tækið er ekki
til neins gagns séu senditækin ekki
fyrir hendi.
Fljúgi flugvél með þetta mót-
tökutæki i 10.000 feta hæð getur
hún leitað á svæði, sem er allt upp
í 100 mílur í þvermál. Sé svo björg
unarbátur eða maður í björgunar-
belti einhvers staðar á þessu svæði
og með senditækið, kemur fram
merki á skermi móttökutækisins,
og er því mjög auðvalt að finna
bát eða mann.
Sólfaxi mun vera eina íslenzka
flugvélin, sem búin er þessu merki
lega tæki enn sem komið er.
NÝR BÍLL!
í sumar mun slökkviliðið í
Reykjavík fá nýjan dælubíl, en
yngsti bíllinn af þeim, sem það á
nú, verður 15 ára gamall á þessu
ári. Árið 1947 fékk slökkviliðið
síðast nýjan bíl, Ford, með dælu-
útbúnaði frá W. S. Darley, og
verður nýi bíllinr, sama gerð með
sams konar útbúnaði. Næst yngstu
bílar slökkviliðsins eru svo frá
1942, tveir bílar af gerðinni Mack
og einn Ford, þá Mack ’41 og loks
er elzti bíllinn af árgerð 1932, það
er Fordson með stigaútbúnaði,
keyptur hingað nýr frá Danmörku
1934. Sumir eldri bílanna hafa þó
verið endurnýjaðir að einhverju
leyti á þessum árum,