Tíminn - 14.03.1962, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.03.1962, Blaðsíða 1
Afgreiðsla, auglýs- ingar og gjaidkeri Tímans er í Bankastræti 7 Ritstjórnarskrif- stofur Tímans eru í Edduhúsinu viS Lindargötu 61. tbl. — Miðvikudagur 14. marz 1962 — 46. árg. SERKJA SLAGUR ÞETTA er ekki beinlínis mynd frá „átökunum" í Alsír, þótt myndin sé þaðan og af átökum. í Alsír hefur verið mlkið hörmungarástand nú lengi og franskir menn átt mikia sök á blóðsúthellingum. En Frökkum verður ekki l^ennt um slagsmálin á mynd- inni hér að neðan, einfaldlega vegna þess, að þeir, sem slást eru Serkir, og Frakkar hafa hvergi nærri komið. AÐSTOÐUGJALD Á FYRIRTÆKIN í gærkvöldi var lagt fram á svonefnds aðstöðugjalds á Alþingi stjórnarfrumvarp um tekjustofna sveitarfélaga. Helztu nýmæli í frumvarpinu eru afnám veltuútsvaranna og innleiðing landsútsvara og i Auglýsendum er vinsamlegast bent á, að allar almennar auglýsingar þurfa að hafa borizt auglýs- ingaskrifstofu blaðsins, — Bankastræti 7, — í síðasta lagi fyrir kL 5 daginn áður en þær eiga að birtast. fyrirtæki. í athugasemdum með frumvarp- inu er talið, að helztu nýmæli þess séu: • Lögákveðinn fasteignaskattur og heimild til hækkunar á honuni, en í gildandi lögum er heimild til að leggja á slikan skatt., • Alagning veltuútsvara verði afnumin, en heimilað að l’eggja á svonefnt aðstöðugjald á atvinnu- rekendur. • Ríkisfyrirtækjum og olíufé- lögum verði gert að greiða lands- útsvör, er renni í jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Gert er ráð fyrir, að Iandsútsvörin renni^ að einum fjðrða til þess svéftáiíefags1, þar sem fyrirtækið er, en að þremur fjórðu í jöfnunarsjóð sveitarfélag- anna og skiptist þaðan milli þeiria eftir íbúaíjölda. í stað þriggja mismunandi út- (Framhald á 3. siðu) BILL FOR í HÉRADS- VOTNIN ÞaÖ slys varö í dag, hjá Þorleifsstööum í Blönduhlíð, að mjólkur- bifreið Akrahrepps rann stjórnlaus út af veginum fram af tveggja mann- hæða háum bakka og niður í Héraösvötn. ís var á Héraðsvötnum, en bíll- inn braut ísinn í fallinu og fór í kaf að framanverðu. Þetta var frambyggður Bedford, og lestaður mjólk. Var á palli Bifreiðarstjórinn á mjóikurbíln- um, Sæmundur1 Sigurbjörnsson frá Grófargili, var á bílpallinum, þeg- ar bíllinn tók að renna. Hafði hann þá engin ráð önnur ep að stökkva niður, og skildi þar með honum og bílnum. Sæmundur hafði stöðvað bílinn fyrir neðan Þorleifsstaði, þar sem hann tók mjólk. Enginn farþegi var með bílnum, og skildi hann bíl- inn eftir í.gangi, meðan hann lét mjólkurbrúsana á. Fyrir bakkann Sæmundi dvaldist á pallinum við að laga til á honum. Meðan á því stóð, tók bíllinn allt í einu að renna, og skipti engum togum, að hann rann út af veginum, án þess að fara af hjólunum, og endaði ferð sína í Héraðsvötnum, eins og fyrr segir. Bíllinn skall á húsið nið ur á ísinn, og stanzaði upp á end- ann, þannig að pallbrún nam við bakkann. Mikill viðbúnaður var í dag til að ná bílnum upp, og fór trukk- ur og fleiri björgunartæki héðan frá Sauðárkróki, Sæmundi til að- stoðar. Nokkuð tjón vaið af þessu, þar sem mjólkin fór til spillis og bíll- inn mun að líkindum stórskemmd- ur. — Guttormur. DANIR ÓTTAST ÖLID! Kaupmannahöfn, 13. marz. — Einkaskcyti. Danska stjórnin mun gera ráð- stafanir til að hindra, að útlending- ar kaupi of mikið af hlutabréfum í dönskum fyrirtækjum með því að veita hlutafélagsstjórnunum sjálf- um aukið vald til að takmarka hlutabréfaverzlunina. Þessar ráð- stafanir eru taldar nauðsynlegar til að hindra, að t. d. Vestur-Þjóð- verjar kaupi upp hlutabréf í dönsk- um fyrirtækjum, ef Danir ganga í EBE. Berlingske Aftenavis skýrði frá því í dag, að fyrirætlanir er- lendra auðfélaga eða einstaklinga um að kaupa dönsk veitingahús mundu verða stöðvaðar með lög- um, sem voru lögð fram á fundi (Framhald á 3. síðui SÆLU VIKA Sauðarkróki, 13. apríl. Sæluvika Skagfirðinga hefst 1. apríl n. k. Eins og venjulega verður þar mikið um dýrðir, almennar skemmt anir, leiksýningar og fleira. Er nú undirbúningur hátíð- arinnar í fullum gangi, og búizt við fjölda gesta, eins og á aðrar sæluvikur á Sauð- árkróki. GO Hættur við Krístbjörgu Blaðinu hafa borizt þær fregnir frá Vestmsnnaeyjum, að Einar (ríki) Sigurðsson, sé hættur við kaup in á m.b. Kristbjörgu. Fyrirhugað hafði verið að selja hana á sjö millj- ónir króna, og átti að ganga frá söl- unni þá helgina, sem Tíminn birti frétt þess efnis, að Etnar værl býrf- aður að kaupa báta í Vestmannaeyj- um, þar á meðal m.b. Kristbjörgu. Hvernig sem á því stendur, hafa kaupin sem sagt dregizt tll baka, og enn fremur heyrist ekki að Einar hyggi á frekari bátakaup þar f blll. Kannske h?nn hafi fengið bágt fyr- Ir hjá vtnum sfnum f rfktssttómtnnt og þess vegna hætt, eftir að hafa keypt Hannes lóðs. Það er af eigend um Kristbjargar að segja, að þelr hafa verið fremur fengsælir vlð veið ,ar undanfarlð, og vonandl sleppa þeir fram hjá þrim boðum, sem geng isfelling ríkisstjórnarinnar skapaðí þetm f öndverðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.