Tíminn - 14.03.1962, Blaðsíða 4
Gönther Panclce, fyrrverandi lög
regli/foringl, nú skrifstofumaður.
FYRIR
Heinz Hoffmann, fyrrverandi
gestapoforingi, nú lögfræðingur
Oito Bovensiepen, fyrrverandi
SS-foringi, nú trygglngaerindreki
ásakaðir um marð Kaj Munks á hernámsárunum og fleiri glæpi í Danmörku
Það kemur dálítið
flatt upp á marga, að
eftir átján ár er nú að
hefjast réttarrannsókn
í Frankfurt í máli sex
manna, sem gerðu sig
seka um gréfa glæpi í
Danmörku, meðan hún
var hernumin, en einn
þeirra giæpa var morð
danska prestsins og
haráffúskáídsins Kaj
Munks.
Ekstrabladet sagði frá þessu
s.l. þriðjudag, en nú er verið að
rannsaka í Danmörku og Vest-
ur-Þýzkalandi mál lögreglufor-
ingja nokkurs, Gaurocks að
nafni, og spyr blaðið í því sam
bandi.-iEru það hin ákveðnu og
eindre^nu viðbrögð danskra
yfirvalda í Gaurock-málinu, sem
hafa vakið vestur-þýzk yfirvöld
af svefni? Eða er það Danmerk
urvinurinn dr. Fritz Bauer, rík-
issaksóknari, sem hefur undir-
búið þessa rannsókn í kyriþey?
Miskunnarlaus skof-
vargur
Hann lofaði fyrir nokkru að
ná í skottið á gömlum ofbeldis-
segg, Erich Bunke, sem þá
hafði verið látinn laus með
dómsúrskurði. Þó að nú hafi
verið hafin undirbúningsrann-
sókn í máli hans' er ekki þar
með sagt, að hann verði dæmd-
ur, en ákæran á hendur hon-
um felur í sér „illmannlegar' og
grimmdarlegar skotá.rásir á
danska ríkisborgara á hernáms-
tímanum“, og Danir munu á-
reiðanlega fylgjast vandlega
með framvindu málsins.
Skrifstofuinaöurinii
Pancke
Svo virðist sem saksóknara-
embættið hafi safnað að sér
mikilvægum plöggum, sem
vitna ekki aðeins gegn Bunke,
heldur fleirum, sem ákærðir
eru. Þeirra þekktastur er 62
ára gamall skrifstofumrður frá
Hamborg, Giinther Pancke, sem
er sami maðurinn og allir ótt-
uðust í Danmörku á hernáms-
árunum og þá var SS-lögreglu-
foringi. Nú þarf lögreglan í V-
Berlín ekki lengur að leita að
honum til að láta hann vitna
í Gaurock-málinu. Telja má
fulvíst, að hann verði einnig
yfirheyrður fyrir rétti í Frank-
furt um morðið á Iögregluþjóni
að nafni Falkená, sem sagt er,
að hafi verið myrtur samkvæmt
skipun hans. Einn af þeim
mörgu glæpum, sem Pancke
verður yfirheyrður um, er
morð Kaj Munks. Um það mál
sagði Rudolf Mildner, sveitar-
foringi, fyrsti yfirmaður Gesta
po í Danmörku á sínum tíma:
—' Pancke sleppti sér alveg,
þegar Þjóðverji var skotinn á
götu í Kaupmannahöfn í des-
ember 1943, og gaf skipun um
gagnaðgerðir. Á nafnalista yfir
10 þekkta menn krossaði hann
m.a. við Kaj Munk og Chr.
Dam. Ég lét listann ganga á-
fram til dr. Wasche, sem hafði
Hoffmann með í ráðum. Þeir
létu Söhnlein, aðalstormsveitar
foringja ganga í morðið. —
Rudolf Mildner er flæktur í
undirbúningsrannsóknina í
Frankfurt, en það er ekki hægt
að yfirheyra hann, því að eng-
inn hefur hugmynd um, hvar
hann heldur sig. Honum tókst
að flýja frá Þýzkalandi 1947.
Meðal hinna ákærðu eru auk
þess Otto Bovensiepen og
Heinz Hoffmann. Báðir voru
þeir gestapoforingjar í Dan-
mörku á stríðsárunum, og báðir
voru þoir dæmdir í 20 ára fang
elsi af dönskum dómstól, eins
og Pancke. Þeir voru náðaðir,
er' þeir höfðu afplánað nokkum
hluta fangelsisvistarinnar. —
Bovensiepen er nú erindreki
tryggingarfyrirtækis í V-Þýzka-
landi, en Hoffmann hefur ofan
af fyrir sér með málfærslustörf
um í Niederlaihnstein. Loks er
þess að geta, að borin hefur
verið upp ákær’a á 'hendur Hans
Naumann, fyrrverandi lögreglu
foringja, sem talið er að hafi
átt þátt í mörgum ódæðisverk-
um í Danmörku á hernámsár-
unum.
Hver fyrirskipaöi
hvað?
— Hann var ekki annað en
lítið peð í miklum leik, sagði
Fritz Bauer, ríkissaksóknari, í
viðtali við Ekstrabladet. —
Sem stendur hef ég mestan á-
huga fyrir' Bunke. Eins og þér
vitið, lét yfirréttur harin nýlega
lausan, þar sem rétturinn taldi,
að ákæruatriðin væru orðin of
fyrnd. En mér tókst að hafa
uppi á dómara, sem er sömu
skoðunar og ég og var þess
vegna fús til þess að taka að
sér undirbúningsrannsóknina.
Við ákváðum síðan að kanna
málið á víðtækum grundvelli
og láta það ná til fleiri manna,
svo sem Pancke, Bovensiepen,
Hoffmann og margra fleiri. Við
teljum, að Bunke sé a.m.k. sek
ur um morð 20 Dana. En hann
kallar það sjálfsagt víg, af því
að hann var að framfylgja skip-
unum yfirmanna sinna. Það
verður nú reynt að draga fram
í dagsljósið, hver fyrirskipaði
hvað, og hugsanlegt er, að mál
ið teygi anga sína miklu lengra
en við bjuggumst við. Þegar
þeirri undirbúnings- eða frum-
rannsókn, sem nú stendur fyrir
lokuðum dyrum, lýkur, mun
yfirréttur skera úr því, hvort
höfða skal opinbert mál á þeim
forsendum, sem finnast við
rannsókn ýmissa plagga, sem
nú er búið að afla.
Vitni® —
sá eini, sem slapp
Eitt aðalvitnið gegn Erich
Bunke er 58 ára gamall dansk-
ur múrari, Helge Ulrichsen í
Kaupmannahöfn. Hann er einn
þeirra Dana, sem Bunke er á-
kærður fyrir að hafa skotið af
grimmd — og sá eini, sem slapp
lifandi úr klóm skyttunnar.
24. febr. 1945 var hann sóttur
ásamt átta öðrum mönnum úr
andspyrnuhreyfingunni. Það
var þýzka lögreglan, sem sótti
þá. Á Gersonsvej í Hellerup
voru andspyrnuhreyfingarmenn
irnir skotnir til bana. Helge
Ulrichsen var skotinn í hnakk
ann. Honum tókst að flýja og
komst síðar til Sviþjóðar. Eftir
stríð var hann úrskurðaður ör-
kumla hermaður að nokkru
leyti. í sumar sem leið bar
hann vitni fyrir dönsku lögregl
unni. Vitnisburður hans verður
mikilvægur þáttur í þeim sönn
unum, sem beitt verður gegn
Bunke.
4
BÚNIR UNDIR
TÆKNIFRÆDINÁM
TæknifræSingafélag íslands
hefur ákveðið að koma á fót
undirbúningsnámskeiði fyrir
unga iðnaðarmenn eða vél-
stjóra, er ætla sér að hefja
tæknifræðinám næsta haust.
Aðkallandi er að hefja þetta
námskeið nú, vegna þeirra,
sem ætla að hef ja tæknifræði-
nám síðar á þessu ári.
Námskeiðið hefst fyrir miðjan
næsta mánuð og lýkur því sein-
ast í maí.
f áætlun fyrir námskeiðið er
gert ráð fyrir 180 kennslustund-
um, að þessu sinni. Höfuðáherzla
verður lögð á undirbúning í stærð
fræði, eðlisfræði og efnafræði.
Markmið með þessu námskeiði er
að búa nemendur undir undirbún
ingsdeildir tæknifræðiskólanna.
Reynsla undanfarinna ára hefur
leitt í ljós, að miðað við kröfur
tæknifræðiskólanna, hefur undir-
búningsmenntun íslenzkra nem-
enda i fyrrnefndum námsgreinum
verið mjög ábótavant. Við um-
ræður um tæknifræðslu undan-
farið, hefur komig í ljós, að stærð
fræðikennsla í gagnfræðaskólum
hér á landi er mun minni en tíðk
ast í hliðstæðum skólum í ná-
grannalöndum okkar, hvað
kennslustundafjölda snertir.
Gagnfræðapróf (realeksamen),
ásamt iðnskóla, er nú yfirleitt lág
markskröfur, sem eru gerðar til
bóklegs undirbúnings að tækni-
fræðiskólunum, auk verklega
námsins, en yfirleitt mun þó
meirihluti nemenda erlendis hafa
meira bóklegt nám á að byggja,
þegar tæknifræðinámið hefst.
Innritun hafin
Innritun er hafin milli kl. 17
og 19 á skrifstofu Tæknifræðinga
félags íslands, Skipholti 15, sími
10632 og lýkur föstudaginn 9.
marz kl. 19.
Þingsályktunarfillaga
í sambandi við þetta mál, vill
Tæknifræðingafélag íslands ekki
láta hjá líða að láta í ljós ánægju
sína yfir því að fram er komin
á Alþingi þingsályktunartillaga,
sem Eggert Þorsteinsson alþm.,
flytur, þar sem stefnt er að því
að koma hér á fót undirbúnings-
deild undir tæknifræðiskóla.
T.F.Í. væntir þess að það mál
nái fram að ganga í vetur, því
eins og bent hefur verið á hér á
undan, er það mjög aðkallandi.
Fullyrða má ag fátt hefur stað
ið svo í vegi íyrir verklegum
framförum hér á landi, sem vönt
un á tæknifræðingum og er það
von T.F.Í. að með þessu námskeiði
markist þáttaskil í aðsókn íslend
inga að tæknifræðinámi, og að
stigið E'é stórt spor í rétta átt
tæknifræðinni og verkiþekkingu í
landinu til stuðnings.
Frétt frá Tæknifræðinga-
félagi íslands.
Fáar sýningar eru nú eftlr á leikriti Lelkfélags Reykjavíkur: HvaS er
sannleikur?, sem frumsýnt var 1. febrúar s.l. — ASsókn hefur veriS mjög
góS, enda leikritiS skemmtilegt og spennandi frá upphafi til enda. —
Næsta sýning er í kvöld kl. 8,30.
T f M I N N, miðvikudagur 14. marz 1962