Tíminn - 14.03.1962, Blaðsíða 9
BoEvíkingar kveðja
góðan forystumann
Hinn 25. febrúar s.l. var
hjónunum Kristínu Guð-
mundsdóftur og Þórði Hjalta-
syni, stöðvarstjóra í Bolunga-
vík haldið þar fjölmennt sam-
sæti af því tilefni, að þau hjón
fluttu þaðan burt um s.l. mán-
aðamót. Fluttu þau hjón ti!
Reykjavíkur.
Að hófi þessu stóðu hrepps-
nefndin, búnaðarfélagið og kven-
félagið Brautin. Margar ræður
voru fluttar og heiðursgestunum
færðar þakkir og gjafir. Fyrir
hönd kvenfélagsins Brautin talaði
frú Ósk Ólafsdóttir og þakkaði frú
Kristínu mikil og óeigingjörn
Góð kvöldvaka
Þegar Austfirðingakvöldvakan
var í útvarpinu í vetur, stóð svo á,
að ég hafði ekki tækifæri til að
hlusta á hana, en heyrði vel af
henni látið.
En í kvöld hlustaði ég á Austfirð
ingavöku mér til mikillar ánægju.
Og það var eitt, sem einkenndi
þennan útvarpsþátt, sem ástæða er
til að minna á. Það var það, hve
skemmtilega var þarna sameinað
það, að skýra frá ýmsu úr önn
dagsins og störfum fólksins og hitt
að lífga þessa þætti upp með söng
úr tómstundum þess.
Stundum gæti manni dottið í
hug, þegar blöð eru lesin eða hlust-
að er á útvarp, að þessi þjóð lifi
á því að sitja á skemmtistöðum, og
hlusta þar á einhverjar hljóm-
sveitir. Svo mikið rúm tekur þetta
dægurlagagaul í dagskrá útvarps-
ins og á síðum blaðanna.
En á Austfirðingavökunni voru
fluttir stuttir, athyglisverðir þættir
úr störfum fólksins. Má þar nefna
(Framh a 13 siðu
störf í þágu félagsins og óskaði
þeim hjónum fararheilla. Guð-
mundur Magnússon bóndi á Hóli
talaði fyrir hönd búnaðarfélags-
ins og færði Þórði þakkir fyrir
margvísleg störf í þágu bænda og
ótrauða baráttu í þágu samvinnu-
mála, en þó einkum fyrir þann
flokk, sem mest hefur stutt þessi
mál, Framsóknarflokkinn.
Benedikt Bjarnason þakkaði
Þórði og konu hans fyrir langt og
gott starf í þágu safnaðarins, en
Þórður hefur setið í safnaðarstjórn
samfleytt síðan 1938 og formaður
alla þá tíð og einnig haft á hendi
reikningsskil fyrir kirkjuna. Sagði
Benedikt. að sóknarnefnd mundi
afhenda þeim hjónum ljósmynd af
altari kirkjunnar. Séra Þorbergur
Kristjánssor, flutti snjallt erindi
og frumort kvæði. Gísli Hjaltason
þakkaðí þeim hjónum fyrir störf í
þágu slysavarnadeildarinnar Hjálp.
Gjafir þær, s'em þeim hjónum bár-
ust voru silfurvasi frá kvenfélag-
inu Brautin, fagurlega útskorinn
lampi gerður af Ágústi Sigmunds-
syni frá nreppsnefnd Hólshrepps.
frá búnaðarfélaginu Ijósprentað
málverk. Eftir hófið heimsótti
stjórn ræktunarsambandsins Þórð
og færði honum stórmannlega gjöf.
Félagsmálastörf Þórðar Hjalta-
sonar þar vestra eru orðin mörg og
mikil. Hann var kjörinn i hrepps-
nefnd 1938 og setið í henni síðan
og sveitarstjóri s.l. 4 ár. 1 stjórn
búnaðarfélags nær jafnlengi og
oftast foimaður. í stjórn ræktun-
arsambands þriggja hreppa og
framkvæmdastjóri þess alla tíð.
Hann var einnig í hópi stofnenda
samvinnuverzlunar á staðnum og í
stjórn kaupfélags tsfirðinga og
deildarstjóri hin síðari ár Er þó
margt ótalið
Hófinu stjórnaði Jónatan Ein-
arson oddviti Hólshrepps og sátu
það 150—160 manns. Að lokum
þakkaði Þórður þann sóma og
vinsemd. er þeim hjónum hafði
verið sýnd.
iNGÓLFUR OAVIÐSSON
GRÓÐUR og GARÐAR
•E „Ég held að -það sé farið að
1 vaxa gras framan í honum
Stjána," sagði norðlenzkur höfð-
ingi við vinnukonu sína. „Farðu
og gerðu hreint heima hjá hon-
um.“ Sagan er nær aldargömul.
Varla gróa blómjurtir á mann-
fólkinu, en sveppir geta vel
þrifizt á því og þarf ekki óþrifn-'
að til. Margir kannast við út-
brot. á húðinni, sem „hringorm-
ur“ kallast, en orsakast af ósjá-
legum svepp. Vaxa þræðir hans
niður umhveifis hárræturnar
eða inn í svitaholurnar og geta
myndað hringlaga útbrot. Kunn
er líka skeggpest og geitur.
ÍSveppir geta og ráðizt á negl-
urnar og nærast þeir á korn-
efni. Þessir sveppa-húðsjúkdóm-
ar eru smitandi. Geta sveppirn-
ir myndað eins konar dvalargró
sem fær eru að spíra á nýjum
„gestgjafa".
Hreinlæti er mikilsvert í bar-
ir þeim (æðasjúkdómur). Pens-
ilmyglutegund getur valdið
eyrnakvilia, venjulega vægum.
en er hættuleg í barka og lung-
um. Líklega anda flestir dag-
lega að sér myglugróum, en
sýkjast sjaldan af því. — Al-
kunn er heymæði (heyfeber),
þ. e. sumir hafa ofnæmi fyrir
frjókornum grastegunda og
raunar fleiri jurta. En svífand’
sveppagró geta líka valdið
Hefur hver einstaklingur venju-
lega aðeins ofnæmi fyrir vissri
tegund sveppagróa. eða frjó
korna. — Búféð sleppur heldur
ekki við sveppasjúkdóma, suma
sams konar og á mönnum.
Myglutegund (tspergillus fumi-
dýr. Aðrir ráðast á lirfur, t. d.
grasmaðkinn, eða á púpurnar.
Til eru sveppir sem sníkja á
öðrum sveppum og mesti fjöldi
veldur sjúkdómum á gróðri.
t. d. kartöflumygla, regnáta,
ryðsveppir o. fl., o. fl. Flestir
hafa séð rauðar vörtur á dauð-
um eða hálfdauðum ribsgrein-
um og reynigreinum. Þessum
vörtum veldur sveppategund
En sveppir eru líka notaðir
til lækninga, t. d. myglusvepp-
urinn Penicillium notatum, sem
penisilínlyfið er unnið úr. For
feður vorir vissu um græðimátt
myglusveppsins og báru myglu
í sár. En venjuleg „húsamygla"
gat verið óhrein og varasöm
lir sveppar
áttunni við þessa kvilla. Fót-
sveppur er alkunnur. t. d. á
sumum baðstöðum. Honum
valda geislasveppir, sem að
sumu leyti líkjast geislum — og
taldir þein skyldir. — 1 hita-
beltinu eru til hættulegir svepp-
ir, sem valda blöðrukenndum
æxlum á mönnum. Skóf í munni
ungbarna og gamalmenna á rót
sína að rekja til svepptegunda.
sem Iikjast helzt gersveppum
Þessir sveppir geta líka skemmt
neglur, húð og jafnvel lungu
fólks á öllum aldr'i. Telja sumir
þessa sveppi hafa magnazt síð-
an farið var að nota penisilin
og skyid lyf, sem lama ýmsa
gerla. en vinna lítt á sveppun-
um. Er sykursýkisjúklingum
hættast. — í hitabeltinu og víð-
ar eru til hættulegir sjúkdómar
sem „gersveppafrændur*1 valda
og er nokkur hætta á útbreiðslu
þeirra Fyrir hafa komið sjúk-
dómar af völdum venjulegra
myglusveppa. Virðast einkum
sykursýkisjúklingar næmir fyr
gatus) veldur t. d. hættulegum
hænsnasjúkdóm, sem oft drep-
ur kjúklinga.
Jafnvel húsflugan á við
sveppasjúkdóm að stríða. Seinni
hluta sumars finnast stundum
dauðar flugur, hálflímdar við
rúðurnar. Ef að er gáð, sést
hvít mygla líkt og mjöl, utan á
flugunni. Það eru gróberar og
gró flugnamyglusveppsins, sem
hefur drepið fluguna. Grókúl-
urnar þeytast af gróberunum
með talsverðu afli, þegar þær
eru fullþroskaðar — og geta
hitt nýjai flugur. Gróið er lím-
ugt, tollii við fluguna og smit-
ar hana. Mörg gró lenda auðvit-
að á gluggarúðunum. Flugna
myglan fækkar flugunum oft
verulega, einkum í röku veðri
síðsumars. Menn hafa reynt að
úða með vökva, sem myglugró
var sett í En önnur lyf hafa þó
revnzt mikln öflugri til eyðing-
ar flugum (DDT o. fl.).
Skyldir sveppir drepa stund-
um býflugur. vespur o. fl. skor-
þess vegna. — Margir sveppir
eru ætii. Er ætisveppurinn
(champignon) þeiira frægasrt- 1
ur. Farið er að rækta hann á
Laugalandi í Borgarfirði, svo
um munar. Ætisveppir vaxa
hér einmg villtir. Hinn stóri,
móleiti kúalubbi er líka góður
matsveppur. Búfé er sólgið í
hann, einkum í hitum. Jafnvel
venjulegar gorkúlur eru ætar,
meðan þær eru ungar og hvítar
í gegn. — Lengi var Island tal-
ið laust við eitursveppi. En fyr-
ír nokkrum árum fannst hinn
skrautlegi, rauði. hvítblettótti,
eitraði berserkjasveppur bæði
vestur í Bjarkalundi og á nokkr
um stöðum í S.-Þingeyjarsýslu.
Til er í nágrannalöndunum
skyld, eitruð einlit tegund, en
ekki hefur hún fundizt hér svo
kunnugt sé. — Til eru sveppir.
sem skemma rakan trjávið —
úti og inni — t. a. m. hinn ill-
ræmdi hússveppur. Sveppir eru
furðu margvíslegir og athyglis-
verðir. Ing. Davíðsson. g
draumi og átti bágt með að
trúa, að þau væru ekki til
í veruleikanum er ég vakn-
aði.
Árin líða. Eg kom j Hall-
ormsstaðaskóg rétt eftir
1920. Þar sá ég sama bogna
birkið og heima í skógi, að-
eins eldra og gildara. Eng-
inn trúði þá á skóga til efni
viðar á íslandi. Eg skildi
„hríslu á grænum bala".
Skógurinn er enn aðeins til
fegurðar og sem yrkisefni
skálda. Skógarrækt til nytja
er draumur í fjarska
Nú líöa fjörutíu ár Hér
er ég aftur kominn. Enginn
nema einn sjötugur karl-
fauskur spyr eftir hríslunni
hans Páls Ólafssonar á
græna balanum, enda er
hún feyskin orðin. Hríslnr
hins gamla tíma hverfa i
skugga hinna nýju trjáa
Vig erum leidd á Guttorms
lund og í aðra trjálundi
enn þá stórvaxnari. Höfuð
okkar ruggast á herðar aft
ur, er við horfum til trjá-
toppa líkt og höfuð Þórs
forðum við hallartuma Út-
garða-Loka. Sum trén eru
feðmingur að ummáli. Öll
eru þau þráðbein og í örum
vexti. Stórskógurinn hylur
marga hektara, en út um
allan skóg vaxa ungviði,
bráðum á 100 hekturum.
Trén eru ættúð úr þrem átt
um og mörgum löndum. Öll
una þau vel hag sínum og
vilja verða góðir íslending-
ar.
Um allar sýslur landsins
eru slík tré í uppvexti. Millj
ónir trjáplantna bætast við
árlega. Framtíð þeirra má
lesa á árhringum og ársprot
um trjánna hérna. Þessi
framþróun, þessi veruleiki,
er meira ævintýri, en draum
ar æskunnar um aldamót-
in. Hvað hefur valdið því,
að draumar hafa rætzt?
Nokkrir víkingar að dugnaði
hafa gengið berserksgang í
skógræktarmálunum Hin
sterka trú hefur vakið eld-
móð áhugans til einbeiting-
ar kraftanna að settu marki
Þeir hafa hlotið bjarnyl-
inn og bjarnarmáttinn, haf
ið sig með því langt yfir alla
meðalmennsku til starfa.
En þvi er ekki að leyna að
sterk trú og einhliða sókn
getur stundnm orðið óvæg-
in og eggiuð til andspyrnu.
Við eigum okkar berserki
einnig i framsókn annara
framfaramála.
Skógræktarvíkingar hafa
lent i kasti við náttúruvernd
unarmenn, sauðfjárræktar-
forystuna og þá. sem mest
mega um græðslu öræfanna
Eldmóður áhugans hefur
klætt forýstumenn þessara
greina í bjarnarserkínn,
gert þá óvægna og þung-
högga.
En ég ann öllum þessum
mönnum sigursins og tel
þeim sigurinn vísan af því
allir þora þeir að berjast
af heitrí sannfæringu og
hræðast ekki. þótt þeir
standi einir gegn ellefu.
Mig dreymir nú miklu
stærri drauma, sjötugan. en
mig dréymdi tvitugan. Eg
sé fyrir mér landið eins og
bag verður. þegar barnabörn
in eru komin á minn aldur
Örœfín eru algróin, án allra
girðinga, hefur þeim verið
breytt í græna haga. Hvar,
sem sand er að finna. leir
eða mosa á milli steina. hef
ur verið sáð fræi og dreift
áburði úr flugvél
Hinar bröttn fjallshlíðar
eru vaxnar nytjdskógi. þar
sem brattinn bannar að
landig sé ræktað með vél-
um. kemur skógrækt, ríki,
félög og einstaklingar og
rækta barrviði. Þar vaxa há-
vaxnir skógar líkt og i Nor-
egi.
Undirlendið allt, sléttur
og dalir verða að túnum og
ökrum. Nýgræðslan teygist
yfir sandana, melana. holt-
in, móana, mýrarnar og
hjala við fjallarætur og hin
víðu heiðalönd.
Milljónir sduðfjár í stað
hundruð þúsunda, eru á
sveimi í hinum nýju högum
á hálendinu og koma heim
snemma á haustin til að
fitna á túnum og ökrum.
Sumir munu segja, að okk
ur vanti fjármagn til þess
að gjörrækta okkar land.
En ég vil segja: ef við höf-
um trúna, sem skapar eld-
móð áhugans, þá er okkur
enginn hlutur ómáttugur.
(AS sfofni rœSa flott á skógrækt
arkvöldvöko á Hallormsstað).
SéS ór Yztafellsskógl aostor að Ullarfossi
IINN, miðvikudagur 14. marz 1962.
9