Tíminn - 14.03.1962, Side 7

Tíminn - 14.03.1962, Side 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Egill Bjarnason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu; afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur í Bankastræti 7. Símar: 18300—18305 Auglýsingasími 19523. Afgreiðslusími 12323. Áskriftatrgj. kr. 55 á mán. innanl. í lausasölu kr, 3 eint, — Prentsmiðjan Edda h.f. — Ihaldið og Esjan Það er bersýnilegt á Morgunblaðinu, að tvennt mun verða meginuppistaðan í kosningaáróðri íhaldsins í sam- bandi við bæjarstjórnarkosningarnar á vori komandi. Annað er það, að öll gagnrýni, sem kemur fram á störf- um bæjarstjórnarmeirihlutans, sé sprottin af fjandskap í garð Reykvíkinga og þar geti því ekki aðrir eii óvinir Reykjavíkur verið að verki. Hitt er það, að Tíminn hafi farið illum orðum um Esjuna og fyrir það beri Reykvík- ingum að hefna með því að gera hlut Framsóknarmanna sem minnstan. íhaldsblöðin með Mbl. í fararbroddi eru nú búin að halda uppi þessum Esjuáróðri sínum í a. m. k. þremur kosningum. Sennilega eru því margir farnir að gleyma því, hvernig hann er til orðinn. Það þykir því rétt að rifja þá sögu upp, þar sem hún varpar líka svo skýru ljósi yfir þann málflutning, sem íhaldsblöðin ástunda aðallega í seinni tíð. Fyrir nokkrum árum síðan birtist hér í blaðinu ferða- saga eftir Svein Skorra Höskuldsson, undir stöfum höf- undar. í þessari ferðasögu kom það fram, að höfundinum þótti Esjan ekki fallegt fjall. Það gerist svo skömmu síð- ar, þegar kosningar voru í nánd, að Mbl. prentaði upp þessi ummæli úr grein Skorra, án þess að geta nokkuð um, hver höfundurinn væri, heldur sagði aðeins að þau hefðu birzt í Tímanum og túlkuðu hug blaðsins og Fram- sóknarmanna yfirleitt til Reykjavíkur. Svo mikill væri nefnilega fjandskapur Framsóknarmanna til Reykjavíkur, að þeir gætu ekki einu sinni látið Esjuna njóta sannmælis! Á þessu hefur Mbl. svo tönnlazt við hin ólíklegustu tækifæri síðan og nær undantekningarlaust í hvert skipti, sem Framsóknarmenn hafa gagnrýnt Reykjavík. Við höf- undinn sjálfan hefur Mbl. hins vegar ekki erft þessi um- mæli, því að hann var nokkru síðar ráðinn til að senda því greinar frá Vesturheimi, enda mun eigendur og rit- stjóra Mbl. gilda það einu, hvort Esjan er talin fallegt eða ljótt fjall. Hins vegar eru til margir Reykvíkingar, sem dá Esjuna. Það er til þess að hafa áhrif á þá, sem Mbl. beitir framangreindri rógsaðferð. Það er með þessum hætti, sem Mbl. hagar málflutn- ingi sínum langoftast. Ummæli eru slitin úr samhengi og oft eignuð öðrum en þeim, sem sögðu þau, og síðan er byggður á þessu rógur, sem haldið er uppi dag eftir dag. Ef minnzt er á eitthvað, sem íhaldinu er óþægilegt og það vill láta gleymast, þá er þessi rógur hertur enn meh’a og birtar myndir með honum til að gera hann áhrifameiri, sbr. allar myndirnar af Esjunni, sem Mbl. er búið að birta með áðurnefndum rógi sínum. Það er með slíkum rógsaðferðum, sem Mbl. hefur tek- izt að blinda alltof marga og þannig tryggt vald íhaldsins í höfuðborginni og í landinu. Það er vissulega kominn tími til, að menn opni yfirleitt augun fyrir þessari rógs- aðferð og ætti einmitt Esjan að geta átt góðan þátt í því eftir það, sem á undan er gengið. Furðulegar öfgar Sjaldan hefur Mbl. komizt lengra í öfgafullum mál- flutningi en þegar það reynir að túlka það, sem aðstoð við bændur að lagður eru á þá nýr skattur, sem nemur a. m. k. 8—9 millj. kr. á ári. Á sama tíma og þetta er gert, eru stjórnarflokkarnir að setja ný skattalög, sem stórlækka skatta á stærri at- vinnurekendum. Þetta kallar Mbl. stuðning við þá. Vissu- lega er það rétt. En hvernig getur það þá verið stuðningur við bændur, að skattar eru hækkaðir á þeim? T f M I N \, miðvikudagur 14. inarz 1962. Frú Kennedy heimsækir Nehru / Frú Krustjoff heldur rómaða frúarveizlu í Kreml UM ÞESSAR mundir er kona Kennedys Bandaríkjaforseta á ferðalagi um Indland. Það er látið heita svo, að hún sé þar á ferð sem venjulegur ferða- langur, sem hafi áhuga fyrir að kynnast landi og þjóð. Þegar Nehru forsætisráðherra var í Washington í boði Kennedys á síðastl. hausti, Iét frú Kennedy í ljós, að hún hefði mikinn á- huga fyrir' Indlandi og einkum þó fyrir indverskri menningu. Nehru tók hana á orðinu og bauð henni til Indlands. Þetta boð var þegið með þökkum og ætlunin var að frú Kennedy færi í Indlandsför sina nokkru síðar. Því var þá frestað, m.a. vegna lasleika hennar, en það mun og hafa ráðið nokkru um, að Nehru átti annríkt vegna kosningabaráttunnar. Þegar kosningahríðinni var lokið, var nokkurt umtal um, að frú Kennedy myndi hætta við för- ina og myndi verða borið við veikjndum, en raunverulega væru þau pólitísks eðlis. Ástæð an væri sú, að Kennedy forseti vildi ekki sýna Indverjum of mikla vinsemd vegna hlutleysisstefnu þeirr'a. Þessi orðrómur var hins vegar fljótt kveðinn niður, þar sem för frúarinnar var tilkvnnt litlu síðar. Hið rétta var, að læknar ráðlögðu frú Kennedy til að draga förina á langinn vegna einhvers smálasleika, er hún hefur kennt, en af pólitískum ástæðum var elcki talið fært að fresta henni, því að annars fengi. áðurnefndur orðrómur, sem Kennedy var illa við, byr í vængi. ÞAÐ hefur verið augljós stefna Kennedys síðan hann. kom til valda að bæta sambúð Bandaríkjanna við hinar svo- nefndu hlutlausu þjóðir, en þessi sambúð var mjög stirð meðan Dulles réð mestu um utaniíkisstefnu Bandaríkjanna. EinkUm hefur þó Nehru lagt aukna áherzlu á bætta sambúð Frú Kennedy leggur af stað í Indlandsferðina Bandaríkjanna og Indlands. Af þeim ástæðum bauð hann m.a. Nehru til Washington á síðastl. liausti. Bersýnilegt er líka, að Nehru tekur nú meira tillit til Bandaríkjanna en áður, t.d. hafnaði hann tillögu Krustjoffs um að afvopnunarráðstefnan byrjaði sem fundur æðstu manna Þó munu Indverjar vafa lítið fara sínar eigin leiðir á ráð stefnunni og vafalaust vera and vígir fyrirhuguðum kjarnorku sprengingum BandaríkjannaJ Ferðalag frú Kennedy er áreiðanlega ekki að litlu leyti Frú Krustjoff í frúarvelzlunnl farið í pólitískum tilgangi, þótt annað sé látið í veðri vaka. Frú Kennedy hefur reynzt Bandaríkjunum sérlega góður fulltrúi, er hún hefur ferðazt með manni sínum erlendis. — Þannig vann hún sér mikla hylli, er þau hjón heimsóttu Frakkland síðastl. sumar, og þó jafnvel enn meiri, er þau heim sóttu þrjú Suður-Ameríkuríki í vetur. Þetta stafar ekki aðeins af því að hún er talin í hópi þeirra kvenna, sem nú þykja fallegastar og bezt klæddar, heldur engu ' síður vegna framkomu, sem ber vitni um góða greind og menntun. Það hefur hvað eftir annað sýnt sig að hún kann vel að haga orðum sínum og ber gott skyn á menn ingu og málefni þeirra landa, sem hún heimsækir. Af þessum ástæðum hyggja Bandaríkjamenn gott til Ind- iandsferðar forsetafrúar'nnar, ?ar sem Indverjar séu ekki sízt líklegir til að kunna að meta þessa kosti hennar. FRÚ KENNEDY er hins veg- ar ekki eina konan, sem gift er valdamiklum manni, er læt- ur bera á sér um þessar mund- ir. Á þessu sviði eins og öllum öðrum, tekur Krustjoff upp samlceppnina við Bandaríkja- menn. Á valdaskeiði Stalíns hurfu eiginkonur stjórnmála- manna alveg af opinberu sviði og fjölskyldumál þessar'a manna urðu hrein leyndarmál. Krust- joff hefur breytt þessu í seinni tíð og mjög tekið að semja sig að amerískum háttum. Hann hefur haft konu sína og dætur með í ferðalögum sínum erlend is og frú Krustjoff hefur stöð- ugt komið meira og meira fram .pinberlega. Einmitt sama dag- inn og frú Kennedy lagði upp (Frarah á 13. siðu. z

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.